Dagsbrún - 01.09.1917, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 01.09.1917, Blaðsíða 1
DAGSBRUN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÓT AF ALPÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 27. tbl. Reykjavik, laugardaginn 1. september. 1917. Dýrtiðarmálin á þingi. Neðri deild hefir nú afgreitt til 'efri deildar frumvarpið um almemia hjálp vegna dýrtíðarinnar, sem meiri hluti bjargráðanefndar flutti <en frumvarp Jör. Brynj. og minni hluta bjargráðanefndar um að selja vörur undir verði, var felt við 2. umr. í neðri deild). Hefir áður verið getið um efni meirihluta frumv. 'hér í blaðinu, en því var breytt dálítið við 3. umr. og er það birt hér til þess að menn geti skoðað l>að í allri sinni dýrð: „l.gr. Á meðan Norðurálfuófrið- urinn stendur er landsstjórninni heimilt að veita sýslufélögum, bæj- :arfélögum og hreppsfélögum lán, til þess að afstýra almennri neyð •af dýrtíð og matvælaskorti. Lánin standi vaxta- og afborg- analaus, þar til 2 ár eru liðin frá ófriðarlokum, en endurgreiðist á næstu 10 árum frá þeim tíma. Landsstjórnin setur nánari á- kvæði um lán þessi, úthlutun þeirra -og notkun. Skal leitast við að verja þeim meir til atvinnubóta en hall- -ærisstyrks beinlínis, og hvergi skal veita lán þessi nema full þörf sé sýnileg. 2. gr. Ef nauðsyn krefur, skal landsstjórninni heimilt að veita lán samkv. 1. gr. 1 vörum, með sömu kjörum sem þar segir. 3. gr. Ennfremur er landsstjórninni heimilt, á meðan Norðurálfuófriður- inn stendur, að verja fé úr lands- sjóði til atvinnubóta, svo sem til þess að undirbúa stórhýsi, er sýni- Jega þarf að reisa innan skamms, hafnargerðir, vita, brýr og vegi, og til að reka matiurtarækt í stærri stíl, námugröft eða önnur nauð- synjafyrirtæki. 4. gr. Nú veita hreppsfélög eða kaupstaðir einstökum mönnum lán, þeim til framfæris, eftir 15. sept. 1917 og þar til 3 mánuðum eftir ófriðarlok, og skulu þau lán eigi talin sveitastyrkur. Lög þessi raska eigi gildandi ákvæðum laga um skifti hreppa á meðal um endurgreiðslu framlaga, er maður fær af dvalarsveit sinni. 5. gr. Til framkvæmda þessum lögum heimilast landsstjórninni lántaka, svo sem þörf krefur. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað“. Svo mörg eru þau orð. Breytingin sem orðið hefir á frumvarpi þessu við 3. umræðu, er sú, að lán þau, sem veitt veiða eftir frv., teljast aldrei sveitarstyrk- Ur, og verður að telja þá breyting Wl bóta. En hins vegar vantar al- gerlega í það ákvæði, eins og voru * *rv- Jör. Br., um heimild fyrir landsstjórnina til þess, að greiða úr landssjóði nokkuð af verði helstu nauðsynjavara. Gæti slík ákvæði orðið fullkomin bjargráð miklum fjölda fólks, og varnað því, að það bindi sér, vegna dýr- tíðarinnar, þunga skuldabagga, sem að lokum yrði ef til vill til þess að hnekkja sjálfsbjargarhvöt þess og koma því á vonarvöl. Á þetta einkum við þá, sem að vísu hafa atvinnu, en eru þannig settir að þeir geta ekki sett kaup sitt upp eins og þarf til að standast dýrtíðina. Pað verður að vona, að efri deild bæti þessum nauðsynlegu ákvæð- um inn í frv., og eins þarf að leggja meiri áherslu á það, að at- vinnuframkvæmdir landsins geti byrjað sem fyrst. Því þegar í þess- um mánuði kemur allur fjöldinn af verkafólki slyppur heim undan sumrinu, og langvarandi atvinnu- leysi fyrirsjáanlegt vegna stöðvunar sjávarútvegsins, og þyrfti þá þegar að stofna til sem margvíslegastra atvinnubóta af hálfu hins opinbera. A. jtotkun raýmagnsins. II. Við hagnýtingu afls-fallandi vatna hér á landi til rafmagnsframleiðslu, er rétta leiðin að haga byggingu aflstöðvanna þannig, að sem allra stærstur hluti af landinu (sveit- irnar eins og kaupstaðirnir) geti fengið rafmagn til daglegrar notk- unar, því það er í fyrsta lagi sama sem meira ljós, og meiri hiti (og þar af leiðandi heilnæmara loft í híbýlum manna), í öðru lagi er það undir flestum kringumstæðum ódýrara Ijós og hiti, og í þriðja lagi er það þjóðhagslega séð mjög mikilvægt að við notum innlent, í stað útlenzks, er við áður höf- um goldið fyrir stórfé út úr land- inu. En allra mikilvægast er þó vafa- laust hvað almenn notkun raf- magns i heimahúsum hlýtur að hafa í för með sér aukin þægindi fyrir þjóðina, og aukið líf og aukna gleði í landinu. Það er fengin reynsla fyrir því að menn eru alment miklu glaðari og ánægðari í vel lýstum og þægilega upphituðum híbýlum, heldur en þar sem ljós, hiti og loftrás er ekki betra en það sem flestir verða að gera sér að góðu, og það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að geta gert sér Ijósa grein fyrir því, hvílikri breytingu almenn notkun rafmagns hér á landi mundi koma til leiðar. Allmörg kauptún hér á landi eru nú þegar búin að koma sér upp aflstöð til lýsingar, og sum eins og t. d. Seyðisfjörður einnig að litlu leyti til upphitunar og suðu. Stendur aðeins á vélum, sem ekki fást fyr en stríðið er úti, að Seyð- firðingar komi á hjá sér almennri rafsuðu, og almennri rafhitun, og er haft eftir Seyðfirzkum hús- mæðrum, sem þegar nota rafmagn- ið til suðu og upphitunar, að þrifn- aðurinn og tímasparnaðurinn við það sé svo mikill að ekki þurfi nema eina vinnukonu þar sem áð- ur þurfti tvær. Sem dæmi uppá á bve margvíslegan hátt er hægt að nota rafmagn skal þess getið, að það má láta það hita járn sem ungar stúlkur nota til þess að brenna á sér hárið með, og til þess að hita með „straujárn" ; þyk- ir þeim sem „strauað" hafa með slíkum járnum þau mjög hentug, þvi hitunartækið er innan í sjálfu járninu, svo nota má það án af- láts: Kolavandræðin. Eitt mesta áhyggjuefni alls fjölda manna hér í Reykjavík og Hafn- arfirði, og sjálfsagt í flestum kaup- stöðum og kauptúnum landsins er skorturinn á kolum til eldivið- ar í vetur. Af útlendum kolum, sem nær eingöngu hafa verið not- uð áður, er bæði lítið til, og verð- ið svo afskaplegt, að það er alger frágangssök fyrir almenning að kaupa þau. Þá eru innlendu mó- kolin, sem álíta verður að lands- stjórnin leggi alt kapp á, að tekið verði upp_ sem mest af í sumar, og mætti ætla, að menn gætu keypt þau, ef állrar ráðdeildar er gætt við vinnslu þeirra og flutning. En það er eitt í þessu málij sem miklu skiftir, og það er út- hlutunin. Það dugar ekki, að pen- ingamennirnir og heldri mennirnir, hvort sem það eru ráðherrar, skrif- stofustjórar, kaupmenn, útgerðar- menn eða eitthvað annað, geti rakað að sér kolunum í tonna- tali, eins og verið hefir í sumar. Nei. Hlíjðarlaust réitlœti verður að ríkja við úthlutun þeirra, og þeim eigi gert auðveldara að ná í eldsneytisbirgðir, sem peninga hafa á reiðum höndum, en hinum, er eigi geta keypt nema fyrir þá og þá vikuna. Og svo eru kolin ein þeirra vörutegunda, sem bráðnauð- synlegt er, að seld sé undir sannvirði, og landssjóður greiði mismuninn, þvi það heilsutjón verður ekki iölum talið, sem hlýzt af því, ef þœr þúsundir manna, sem ekki geta keypt kol- in með háa verðinu, verða að neita sér um þá »hálfa gjöf matarn að hlýja upp í íbúðum sínum í vetur. Og þótt íviinunin á kolaverðinu kæmi kaupstaðarbúum frekar að notum, en fólki til sveita, má ekki ætla bændum á Alþingi þá þröng- sýni, að þeir sjái ekki, að nokkurra þúsunda sparnaður á fjárlögunum vegur ekki á móti heilsutjóni þús- unda af uppvaxandi kynslóð starfs- krafta landsins. H. Gömul og ný grýla. Fyrir 25 árum var rætt um framtíðarríki jafnaðarmanna í heila viku í Þýzka þinginu. Eugen Richter talaði fyrir auðveldissinna, en August Bebel svaraði af jafnaðar- manna hálfu. Skömmu eftir umræðurnar gaf Eugen Richter útflugritið: „Myndir úr framtíðarríki jafnaðarmanna( lauslega eftir Bebel“. Jafnaðarmenn svöruðu með því að gefa út ræð- urnar eins og þær voru hraðritað- ar. Flugrit Richters vakti á sínum tíma feikna fögnuð hjá „æðri“ stétt- unum. Nú er það að mestu gleymt. En á þessu 25 ára afmæli ritsins, þegar ófriðurinn hefir gert ófriðar- þjóðirnar öreiga og blóði drifnar, nú þegar valdhafarnir hafa neyðst til að koma á hjá sér stríðs- socialisma, er gaman að sjá hvað notað var á þeim dögum til að hrœða menn á jafnaðarstefnúnni. Höfundur vildi sýna framtíðar- þjóðfélag jafnaðarmanna eins og stórt hegningarhús. En myndu ekki lesendurna, bæði í hlutlausum og þó einkum í ófriðarlöndunum, langa til að lenda í þeim „steini* ef þess væri kostur? Hér koma sýnishorn. „Hin nýja ibúðaskifting fer fram skömmu eftir að farið er að nota þjoðareldhúsin, því þá verður hætt að nota heimaeldhúsin. Matar- seðlar fást í þjoðareldhúsunum, brauð fá menn þegar þeir skila brauðmiðunum sínum P/s pund' á mann daglega. Peuingamerkin, sem hver og einn fær má nota eftir vild. Kaupandi rífur merki úr peningamiðabokinni sinni og kaup- ir það er haun lystir. Alt fæst í verzlunum nkisins." Alt fæst! En hvernig er ástand- ið nú í ófriðarlöndunum og jafn- vel einnig í þeim hlutlausu? Dýr- tíð, hungur, hörmuieg morð í stór- um stil, og eyðilegging allskonar framieiðslu. Margt fæst ekki fytir glóandt gull, og fjöldinn sveltur. Richter heldur áfram að lýsa eldhúsunum og matnum, og heftr sú lýsmg fyrir 25 árum þótt gott „grín“. Sama inatinn á að elda í einu í þessum þúsund þjóðareld-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.