Dagsbrún - 01.09.1917, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.09.1917, Blaðsíða 4
70 DAGSBRÚN DAGSBRÚN kemur út á laugardögum, og er að jafnaði 4 síður aðra vikuna en 2 hina. Árg. kostar kr. 2,50. ogborgist fyrir- fram. En sé verð árg. eigi greitt fyrir x. júlí er það reiknað kr. 3,00. Afgreiðsla og innheimta á Lauga- vegi 4 (Bókabúðinni). af sykri, 152,200 smál. árið 1914, 130,200 smál. 1915, en aðeins 112,800 smál. 1916. Af sykri átu Danir 1914 80 pd. á mann, 1915 90 pd. og 1916 94 pd. á mann. Metrakerfið. England, Banda- ríkin og Rússiand, eiu nú einu löndin, sem ekki hafa tekið upp metrakeríið. Afl allra gufnvéla í Noregi er 110 þús. hest'öfl, i Danmörku 125 þús. hestöfl og í Svíþjóð 350 þús. hestöfl (1913). „Norsk Hydro" heitir hlutafé- lagið, sem á verksmiðjurnar, sem nota aflið úr Bjúkan og Svelgfossi. Hlutaféð er 43 milj. króna, eru hluthafarnir þýzkir, kanadiskir, franskir, norskir og sænskir. Fé- lagið notfærir sér nú þegar 200 þús. hestöfl. 1 milj. kr. tekjur brutto hafði Trollhattan aflstöðin 1911. „Walchenseekraftwerk" í Baj- ern var ráðgert að kostaði I7V2 milj. mark 24 þús. hestöfl. 140,000 valt spenna er notað við aflstöðina við An Sahlefljótið sem margar borgir í Mich. U. S. A. fá rafmagn úr. Fossaflstöðin við Quebeck í Kanada getur framleitt 100 þús. hestafla. Nokkuð af rafmagninu er sent til Montreal með 100,000 valt spennu; sú leið er milli 2 og 300 km. Rjúkan-fossinn í Mánaelfi sem kemur úr Mjösvatni í Þelamörk (ekki Mjösen í Heiðmörk) og renn- ur í vatnið er Norðmenn nú nefna Tinnsjö, er 105 metra hár. Rétt aftan við hann er Kvarnarfoss sem er 20 metra. Skv. Politiken er hingað barst nýlega framleiða áburðarverksmiðj- urnar, sem reknar eru með afli Rjúkan-fossins árlega 150 þús. smálestir af köfnunarefnisáburði (kalksaltpétri), en það er þrefalt það sem brúkað er á ári í allri Danmörku. Ekki er þó alt afl foss- ins notað. Yatnsafl Canada. „The Elec- trician" (1912) telur alt vatnsafl Canada I6V2 milj- hestafla. Einkennilegt verkiall. í borg- inni Checotah Okla. U. S. A. höfðu menn lengi verið óánægðir með afgreiðsluna á talsímastöðinni, án þess að fá á því leiðréttingu. Menn tóku sig þá til og gerðu „síma- verkfall“ þannig að taláhöldin voru tekin af snögunum svo ómögulegt varð að tala um borgina. Ætli það veitti af slíku verkfalli hér í Rvík? Til Pýzkalands fluttist fyrir stríðið (1913) 774,318 smálestir af Chile-saltpétri fyrir 171,899,000 mörk. Eimskipið fsland, eign Sam. fél. sem landsstjórnin hefir nú á leigu er bygt úr stáli. Pað er 250 feta langt 37 fet 10 þuml. breitt, 26 fot 2 þuml. djúpt. Yélin 1450 hestafla (yfirhitun). Getur skriðið 14—15 mílur. Það hefir rúm fyrir 103 farþega á 1. farrými 60 á öðru. Úr bréfl frá Akureyri 2l/8 ’l7- Seinir eru þeir með brauðverðið í Rv. Hér kosta 2 kg. rúgbrauð kr. 1,15 = 57V2 eyri kílóið. “Hagt.“ segja að 3 kg. brauð kosti kr. 1,80 = 60 aura hg. 1 byrjun júlí hjá ykkur, þó eru brauðin altaf að hoppa upp á við hjá okkur, oft að því er virðist að ástæðulausu t. d. um 5 aura fyrir þrem dög- um, þá hefir ekkert skip komið í langan tíma. Ef til vill er það vegna þess að Botnía er væntan- leg og „sjötta skilningarvit“ bak- aranna hafi sagt þeim að þegar hún kæmi, hækkaði rúgmjölið. Annaðhvort er að afnema verð- lagsnefndina og lofa öllum að „svína“ sem það vilja, (viljann vantar reyndar ekki) eða þá að láta kjósa einar 3 verðl.nefndir í viðbót á helztu stöðunum, með úrskurðar, eða yfirnefnd í Rvík. Það gengur svo seint að kæra til Rv. Svo fær verðln. upplýsingar hjá yfirvöldunum, sem oft eru mjög hlutdræg. — — —• Ekkert vit er í að láta kaupm. fá landssjóðsvörur, þeir leika þann leik: að geyma þær þangað til vörur hækka ennþá meira, svo þeir geti lagt sín 30—50% á þæi' umfram kostnaði svo lítið beri á. Þingsátyktunartillagan um að sveita og bæjastj. sjái um lands- sjóðsvörurnar er mjög þörf. Það er óviðkunnanlegt að sýslumenn- irnir séu að hjálpa kunningjuna sínum um t. d. einn eða fleiri kaffisekki til útsölu og að þeir leggi svo 60% og oft miklu meira á vöruna, sem þeir taka á staðnum. Þetta þekkjum við hér á Akureyri. Allskonar gamlar bækur, innlendar og erlendar, fást með góðu verði í Búbabúðinni á Laugavegi 4. jgpfQF* Kaupendur blaðsins, sem ekki hafa enn greitt andviiði yfir- standandi árg., svo og þeir er skulda fyrir eldri árg., eru vin- samlegast beðnir að greiða það hið fyrsta. Innheimta og afgreiðsla er á Langavegi 4 (Bókabúðinni). „Austpi“ flytur fræðandi ritgerðir á öll- um sviðum landsmálanna. „Austra“ ættu því allir að kaupa, sem fylgjast vilja með tímanum- Útsölumaöur í Reykjavík: Robert Þorbergsson, Vesturgötu 24. frikirkja -- þjóðkirkja, fyrirlestur eftir Jónas Þorbergsson, fæst í Bóhabúðinni á Laugav. 4. Auglýsingnm í Dagsbrún veitt móttaka í Bóbabúðinni? Laugavegi 4 og í Gutenberg (nppQ- Prentsmiöjan Gutenberg. Þetta og hitt. Fossaafl opinber eign í Sví- Þjóð og Noregi. Fjöldi norskra og sænskra borga og sveitafélaga hafa trygt sér fossaafl, og eru þegar farnir að nota það. Af 95 borgum, sem eru í Svíþjóð voru 70 sem árið 1913 voru farnar, eða í þann veginn, að nota fossaafl. í Svíþjóð er af nothæfu íossa- afli 4 til 5 milj. hestafla, þar af á sænska ríkið fossa með samtals 700 þús. hestöflum, og er þegar farið að nota nokkurn hluta þess (t. d. Trollhattan og Porjus, sem sagt hefir verið frá hér í blaðinu). f Noregi eru fallandi vötn með samtals 5 til 6 milj. hestafla, og á ríkið af því um 700 þús. hfl. eða svipað og sænska ríkið. Dr. Ludovic Zamenhof, höf- undur alheimstungumálsins Esper- anto, lést í aprílm. síðastl. 57 ára gamall. Dr. Z. var gyðingur, fæddur og uppalinn í Litháen í Póllandi. Kenslubækur í Esperanto eru til á íslenzku. Geitur í Svíþjóð. Síðustu sænskar búpeningsskýrslur sýna, að geitnahald er að aukast mjög í sænskum borgum, enda er í öll- um borgum þar leyft að hafa geit- ur, og er mikill áhugi víða þar fyrir auknu geitahaldi, til þess að bæta með úr hinum vaxandi mjólk- urskorti. Syburrófnarækt í Danmörku. Danir rækta sykurrófur á liðl. 30 þús. hektörum (það svarar til % hluta Flóans). Af hverjum hektara fekst 1916 7380 pund af sykri, 1915 8060 pd. og 1914 10000 pd. Samtals framleiddu Danir þessi ár ----- ------- * 64 VIII. Konuráð. Hafliði Borgar lá á legubekk þegar hann opnaði augun aftur, og franska stúlkan laut yfir hann. »Það var ekki mikið sár«, sagði hún brosandi, »og nú er eg búin að þvo það og búa um það«. »Hvar erum við nú?« »Heima bjá mér; og hér erum við óhult, að minsta kosti í nokkrar stundir. Eg bar yður þessi fáu spor hingað«. Borgar reis upp á handlegginn og starði á hana. Þetta var sannarlega einkenni- legur kvenmaður. »Nú verðið þér að hvíla yður, og um- fram alt að borða eitthvað. Þetta hefir verið ónæðissamt kvöld«. »Ónæðissamt — ó, já, það finst mér það hafa verið«, svaraði hann hlæjandi. Hann tók nú eftir að hún hafði skift um klæðnað, og að hún nú var búin arabiskum klæðum, og féll hin hvíta haika þétt að brjóstum hennar, en ljós- gulur kyrtill er hún bar þar utanyfir undirstrykaði enn frekar fegurð hennar. Hún gekk nú út, og varð Borgar þess 65 var að legubekkurinn sem hann lá á, var í litlu herbergi, og lágu úr því breið- ar dyr inn í annað stærra herbergi, en fyrir dyrunum héngu fögur tjöld. En tjöldin voru dregin til hliðar og sást fram í hitt herbergið, sem var ríkmannlega búið. Á borði í miðju herberginu logaði ljós á lampa, en á veggjum héngu mál- verk og speglar, en f herbergjunum angaði af kostulegum ilmvötnum og tyrk- neskum vindlingum. Stúlkan kom nú aftur og hafði með sér fat er á var matur. Tók Borgar nú drjúglega til matar síns, því >hann var svangur. »Nú skil eg« sagði hann »að það hefir meira verið af sulli, en af því að eg væri særður, að það leið yfir mig.« »Þér verðið nú samt að vera hér þang- að til eg kem aftur.« »Hvert ætlið þér?« »Til húss Savarys. Það getur verið að likin hafi ekki verið flutt burtu ennþá og að ekki hafi verið leitað á þeim, því auðvitað hafa þeir haldið að við höfum haft hringinn á brott með okkur. Eg verið að ganga úr skugga um hvort 66 hringurinn er þar, og síðan verð eg að reyna að ná í br<éfin.« »Hvaða bréf eru þetta, og hvaða töfra- gripur er þessi hringur, sem allir menö hér í Tanger virðast vilja ná í?« »Hringurinn og bréfin standa í sarn- bandi við stórfenglegar ráðagerðir«, sagð1 stúlkan með leiftrandi augum. »Já, hring' urinn er verndargripur — verndargripur, sem harðlæstar hurðir og port á mörg' um stöðum opnast fyrir, eins og með töfrum. Verndargripur, sem leiðir eigandá sinn óhultan yfir eyðifjöll og óbygð>r þar sem líf hans væri án hringsins einkis virði. Það er því engin furða þó margir girnist hann — því það er signethringdr Muley Hafids — hins rétta Marokko sol' dáns.« »Og þennan hring gátum við keypt / sölubúð«, sagði Hafliði Borgar undranð1, »Það er einmitt ráðgátan. Hver hefir látið hann þangað? Bompard hafði hanU> og hver myrti hann og stal hringnum Hafi hann verið myrtur til að ná í bref' in, hví seldi morðinginn þá hringinu Því bréf og hringur eiga saman. Og hver hefir nú bréfin? Um alt þetta verð efi að fá vitneskju.« Hringur soldánsins. 5

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.