Fréttir

Tölublað

Fréttir - 14.06.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 14.06.1918, Blaðsíða 1
48. blað. íbúð óskast 1. okt. n. k. A. v. á. Hundarnir á himim bænum. Ekki greinir frá nafni sveitar- innar. En tveir bæir koma þar við söguna. Annar þeirra hét á Hólmi en hinn á Eyjum. Ej'jarnar voru eiginlega tvær aðgreindar jarðir, en þó var talið að þær væru eitt höfuðból og hjáleiga við. Eftir jarðatalinu voru þær tvær og köllum vér þær Stóruey, það var minni jörðin, og Litluey. Að Hólmi var stórbú. Á stórbýlinu Litluey var hundur einn er Sámur hét og var hann fyrir þeim hundunum þar á bæ. Á Stóruey var hundur, er Snati hét. Hvar sem þeir fóru á hundastefnur, sepparnir af Eyja- bæjunum, þá þóttist Sámur vera sjálfkjörinn forystuhundur þeirra. Hann gelti einn fyrir þeirra hönd á öllum hundamótum og urraði mjög, ef Snati bjóst að gjamma nokkuð fyrir sig og sína hvolpa. Fanst það á í öllu að Sámur þóttist vera stórhyndi og lét hann oft alldólglega. En Snati undi illa sinum hag og fitjaði upp á við og við; þó sinti Sámur því engu og • hugði Snata þá brosa. En nú bar svo við eitt sinn, að deila mikil reis meðal hunda i sveitinni og lentu öll stórhyndi í þeirri þvögu og þar á meðal Skúm- ur á Hólmi. En þá lét Sámur sem minst á sér bera og bar nú svo til, að hann lét Snata sjálfan gelta fyrir sinum dyrum. En nú brá svo við, að Snati varð óbljúgur og gerði sig svo djarfan, að heimta jafnrétti við Sám. f*ótti nú undar- lega við bregða. Á endanum var svo settur sáttafundur og var jafn- vel haldið, að Sámur mundi gera svo lítið úr hátign sinni að sækja fundinn, og Snati hafði tilbúnar allar kröfur sínar og var hinn harðasti. En þá kom upp undarlegur sjúk- dómur í hvolpunum í Stóruey. feir fengu allir ímyndunarveiki og héldu að Skúmur á Hólmi mundi eta sig, ef Sámur hætti að gelta fyrir þá. En Skúmur átti nóg að vinna, að verja líf sitt í viðureigninni við DAGBLAÐ Reybjavíb, föstudaginn 14. júní 1918. I 2. árgangnr. Áfmæliskort, fjölbreytt úrval k Laugavegi 43B. \ Khöfn. 13. júní. Friðfinnur L. Guðjónsson. Í5larjd$máliri. Neindin er ösammala. Frjálslyndu flokkarnir vilja að sendinefndin verdi skipuð ríkisþingmönnum. Ihalds- menn.........(hér vantar orð í skeytið, og hefur enn eigifeng- ist leiðrétting á). Búist er við að siðasti sameiginlegur jundur nefnd- anna til að leita samkomulags verði haldinn í dag, en mdlið tekið til umrœðu í rikisþinginu á morgun. Svartahajsflotinn. Þjóðverjar hafa gert rússneska Svartahafs-flot- ann upptækan. stórhyndi sveitarinnar. Hann vissi ekkert um Snata eða hvolpa hans, en verndarann Sám hafði hann séð í svip hlaupa fram hjá þvög- unni með Sámsdæmi sitt milli afturlappanna. Eigi að síður ýlfruðu hvolparnir í Stóruey af ótta við sjálfstæði sitt, því að þeir ímynduðu sér, að hund- arnir á hinum bæjunum ástund- uðu það eitt, að ná í Snatadóm þeirra og mundi þeim vaxa mjög hugur, ef hinn mikli vigahundur Sámur, hætti að kvelja þá, — Þeim batnar ekki með tímanum. [Saga þessi er tekin eftir gamalli skinnbók, en handritið verður eigi lesið lengra.) fri Sajsrn. Stjórnin í Bajern hefur gert foringja óháðra jafnaðarmanna útlæga. Sókn þjiðverja og fraka. Pjóðverjar hafa dregið úr sókn sinni í Frakklandi milli Montdidier og Noyon. Frakkar gera geigvæn gagnáhlaup og miðar nokk- uð áfram. Hafa þeir tekið 1000 fanga. Pjóðverjar hafa byrjað sókn fyrir sunnan Aisne. Guðmundur Friðjónsson flytur erindi í Bárubúð í dag (föstudag), byrjar kl. 9 síðdegis. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlun ísafoldar og við innganginn. ::: Kosta fimtíu aura. ::: Gerist áskrifendur að FRÉTTUM. Vesturheimur og Vesturheimsmenn. Eftir Ilya Tolstoy greifa. NI. ----- Og svona eru gistihúsin. Þegar eg kem inn i herbergi mitt í hverju gistihúsi sem er, nálega í hverri borg sem er í Bandarikjunum, get eg lagt aftur augun og þreifað á öllu, gengið að sérhverju á sama stað og í sömu stellingum með sama móti og var í herbergi því, er eg bjó í, í borginni sem eg fór úr næst á undan. Baðklefinn, þvottaborðið, gluggarnir, rúmið, talsímatækin, — alt í sömu horn- ; unum og áður í hinum herbergj- unum. Hvert einasta dagblað í landinu er í sama broti, með sama letri og sama svip. Og símskeytin öll hin sömu í öllum blöðunum. Vel má vera, að þessi sama mótun geti verið hagkvæm að ýmsu leyti, einnig á fréttunum. En eg þykist samt sjá stórhættu yfirvofandi í þessari sammótun hugsananna, sem fregnritastofur auðmannanna : koma af stað með einræði sínu og drottinvaldi. Aðalgreinar blað- anna eru líka nálega allar hinar sömu. í stjórnmálum er í Vesturheimi varla nema um tvo flokka að (Framhald á 3. siðu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.