Fréttir

Tölublað

Fréttir - 14.06.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 14.06.1918, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3 Fréttir. Kosta 5 anra eintakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. AuglýsingaTerð : 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við fjórdálka blaðsíður. Aígreiðslan i Söluturninnm tyrst um sinn. Við anglýsing'um er tekið á af- greiðslunnl og í prentsm. Gutenberg. Útgefandi: Fðlafí í Reykjavík. Ritstjóri til bráðabirgða: Guðm. GuðmundHSOii, gkáld. Simi 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—övirka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. (Framhald frá 1. síðu.) ræða: sérveldismenn og samveldis- menn. Og að öðru leyti er þar varla um persónulegar skoðanir í stjórnmálum að ræða. I Rússlandi er fjöldi stjórnmálaflokka, eða að minsta kosti stjórnmálaskoðana, óteljandi, — »þeirra tala er legio«. T. d. eru jafnaðarmenn þar að minsta kosti fimm eða sex flokkar með talsverðum stefnu- og skoð- anamun. Og sama er um alla aðra stjórnmálaflokka þar að segja. Sérskoðanir njóta sín þar að fullu og eiga jafnan rétt á sér. Eg er sannfærður um það, að þessi sammótun hugsana og skoð- ana, þessi útrýming á sérkennum einstaklinganna, eyðir og er ban- væn allri innri fegurðarkend, er banvæn lífsgleðinni, og skaðvæni hið mesta listakend og dómgreind þjóðarinnar. En hitt skal eg ekki draga dul- ur á, að skapeinkenni Vesturheims- manna eru mér mjög að geði, og þótti mér mikils um þau vert. Þeir eru einstaklega hjartagóðir, gæfir í lund, kurteisir og blíðmálir, en virðast þó ekki mæla um hug sér, — vildi eg stundum jafnvel óska, að þeir væru ekki jafn frábærlega kurteisir og þeir eru. Mér væri ekki móti skapi, þótt þeir reyndu að sýna mér hina sömu útásetn- ingu sem eg sýni þeim nú. Því að eg finn að við þá sem vinur, — vinur, sem meira að segja dáist að þeim. Og sá er vinur er til vamms segir, og vona eg að þeim verði að góðu. Lýðveldishugurinn lýsir sér gerla í öllu fasi og framkomu Vestur- heimsmanna. Þeir eru menn blátt áfram og tilgerðarlausir í um- gengni. Þar er ekki manna á milli þessi auðmýktar- og undirgefnis- andi, eða þrælsótti, sem við þekkj- um svo vel í Norðurálfu. Eg var ekki vanur þessum mannjöfnuði. Manngreinarálit er þar varla til. Og mér féll það vel í geð. í þeim jöfnuði er áreiðanlega bjarmi betri tíma. Fyrir stjórnbyltinguna vor- um vér Rússar eigi jafn frjáls- mannlegir í daglegri umgengni, og meiri munur manna og stétta hjá oss, en meira frelsi gagnvart al- menningsálitinu. Hið gagnstæða er um Vesturheimsmenn að segja. — Hvað er í fréttum? Mógilsárnáman. Svo sem kunnugt er, var hér stofnað hlutafélag fyrir nokkru til kalkvinslu í Esjunni, og er það hafði starfað nokkuð að kalkleit, var nýjum hlutum bætt við og þeir eldri hækkaðir þá allmikið í verði. Félag þetta hefur bygt kalkbrenslu- ofn að Mógilsá og hús allmikið fyrir verkafólk og var byrjað að brjóta kalkið, en nú er verkinu skyndilega hætt og verkamönnum sagt upp vinnunni. Um ástæður fyrir þessu er ókunnugt. Afnám verðlagsnefndar. Frv. flytja þeir P. Ottesen, Sig. Stef. og Einar Jónsson um afnám verðlagsnefndar, sem þeir telja sumpart ónauðsynlega og sumpart skaðlega. Á Alþingi er til umræðu i dag í efri deild dýrtíðarhjálp og fólksráðning og í neðri deild kjötþurkun, afnám verðlagsnefndar, skáldastyrkur og efniviður. Bátaviður. Fram er komin tillaga i þinginu um að skora á stjórnina að sjá landinu fyrir forða af efnivið til bátasmíðar. Veðrátta. Norðanstormur um land alt. Hitinn mestur í Reykjavík 4,6 stig, minstur á Grímsstöðum 1 stig frost. Rigning á Akureyri, hríð á Segðisfirði og Grímsstöðnm. \ Séra Þórður Oddgeirsson hefur fengið veitingu fyrir Sauða- nesprestakalli. Guðm. Friðjónsson skáld talar við fólkið í Bárubúð í kvöld. Munu margir nota tæki- færið að hlusta á erindi hans. Lagarfoss fór héðan í gær áleiðis til New- York með nokkra farþega auk skipshafnarinnar af »Frances Hyde«. »Drekinn« ísfirski fór áleiðis beina leið til Isafjarðar í gær. Farþegar nokkrir þ. á. m. Vilmundur Júnsson settur héraðslæknir á ísafirði. Ásta vélskip fór héðan í gær til Ak- ureyrar. Farþegar Karl Nikulásson konsúll, frk. Kristín Norðmann og frk. Soilía Guðlaugsdóttir. Skipstrand. Saltskip til »Kol og Salt« á leið hingað sigldi á grunn skamt frá Sandgerðisvík og liggur þar enn. Eigi mun botn grýttur til muna, þar sem skipið liggur, og von um að takist að ná því óskemdu. í því eru ca. 700 smálestir af salti. Lík séra Gísla Jónssonar á Mosfelli kvað hafa náðst í Þverá. Kappleikurinn í gær fór þannig, að Víkingur sigraði með 3 á móti 2. Á laugardaginn keppa Fram — ^íkingur. Slys. Á Vestdalsgerði 1 Seyðisfirði henti það sorglega slys nýverið, að kviknaði í fötum konu frá »prímus«-eldavél er stóð á gólfi, og brann hún syo mjög að hún beið bana af skömmu síðar. Hét konan Aðalbjörg Einarsdóttir, há- öldruð merkiskona. („Landið".) Léttúðugur málaliðsmaður. Móritz marskálkur frá Sachsen hafði einhverju sinni tekið tuttugu og fjóra fanga höndum í Hollandi, og skyldi hengja átta þeirra, með því að óvinirnir höfðu tekið jafn- marga Frakka af lifi. Var varpað hluthesti, og fengu þeir grið, sem drógu hvítan (auðan) miða. Eng- lendingur nokkur, Haslewood að nafni, var hinn fyrsti, er varð fyrir þessu happi, en um leið og hann ætlaði að ganga burtu, sá hann hvar einn félagi sinn, er var spánskur, rétti út hendina eftir Guy Boothby: Faros egypzki. 155 156 157 ast eftir einhverju í meðala-kassanum mín- um«. Hann reis á fætur og fór ofan undir þiljur. Valerie stóð þá líka upp og gengum við aftur eftir. Reyndi eg með öllu móti að létta af henni þessu fargi, sem virtist liggja á henni, en ekki tókst mér það. Hún studdi hönd- unum á hástokkinn og starði út á hafdjúpið. Hafði eg aldrei séð hana jafn fagra og þó jafnframt raunamædda. Fékk hugarkvöl henn- ar all-mjög á mig og gekk eg fast að henni. »Þér eruð angurvær«, sagði eg. »Get eg ekki liðsint yður á neinn hátt?« »Nei«, svaraði hún amalega og starði út á sjóinn sem áður. »Mér fær enginn hjálpað. Getið þér hugsað yður, herra Forrester, hvað i því felst, að enginn geti rétt manni hjálpar- hönd?« Heimsins mesta leikkona hefði ekki getað sagt þessi hræðilegu orð með meiri til- fmningu. »Nei-nei!« sagði eg. »Mér er ómögulegt að trúa þessu. Þér hafið ofreynt yður, og eruð ekki í yðar rélta eðli, enda talið þér þvert um huga yðar«. Nú vék hún sér að mér og var talsvert fas á henni. »Herra Forrester«, sagði hún. »Þér eruð að reyna að hughreysta mig, en jafn vístogþað er, að enginn fær bjálpað mér, eins víst er það, að enginn getur heldur hughreyst mig. Ef þér hefðuð nokkurn minsta grun um, hvernig ævikjörum mínum er varið, þá mundi það ekki undra yður, þótt eg sé svona aum«. »Viljið þér ekki segja mér eitthvað af högum yðar?« sagði eg. »Eg tel nú víst, að yður dyljist það alls ekki, að þér megið treysta mér«. Eg lækkaði róminn og bætti við nokkrum orðum, sem eg gat varla sjálfur trúað, að eg hefði sagt, þegar þau voru skroppin út úr mér. »Valerie! Ef þér vitið það ekki þegar, þá skal eg nú segja yður það, að eg skyldi gjarnan leggja líf mitt í sölurnar yðar vegna, þótt ekki höfum við kynst nema skamman tíma«. »Eg trúi yður og er yður af hjarta þakk- lát«, svaraði hún mjög alvarlega. »En eg get ekki sagt yður neitt«. Síðan varð þögn æði-langa stund og sagðist hún þá verða að fara ofan. Eg fylgdi henni ofan í salinn og rétti hún mér þar höndina aftur, og bauð mér góða nótt. Jafnskjótt, sem hún var komin inn til sin, gekk eg inn í káetu mína og gat naum- ast skilið, hvílík orð eg hefði látíð mér um munn fara. Ekki veit eg hvort það var hitinn eða geðshræringin, sem olli því, að eg gat ekki sofnað. Yndis-fagurt og raunalegt andlitið á Valerie stóð mér alt af fyrir hugskotssjónum, svo að eg lá lengi andvaka og var að hugsa um hvað þetta gæti verið, sem gerði hana svona áhyggjufulla og undarlega. Nóttin var hljóð og þögul og heyrðist ekkert annað en skröltið í skrúfunni. Skipið leið hægt áfram og sjórinn var eins og spegill. Mér varð loksins ómögulegt að haldast við í mollulegri káetunni, svo að eg fór á fætur og gekk upp á þilfar. Var þá komið fram yfir mið- nætti og máninn rétt fyrir ofan sjáfarflöt, fagur sem glóandi gull. Mér fanst eg eiga allan heiminn — spegilfagur sjórinn alt í kringum mig og biksvartur, nema þar sem tunglið glóði á hann. Gekk eg nú mjög hljóð- lega eftir þilfarinu, til þess að raska ekki ró þeirra sem sváfu á skipinu, og ætlaði mér að ganga aftur í skutinn, en hætti við það vegna þess, að mér varð litið á mann sem stóð fyrir aftan stýrishjólið, og sá eg undír eins, að það var Faros. Hann fórnaði hönd- um eins og hann væri að ákalla nætur- gyðjuna og beygði höfuðið aftur, svo að eg sá gjörla í andlit honum, en það var svo djöfullegt, sem hugsast gat, og ólíkt nokkru mannsandliti. Það var eins og þarna stæði

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.