Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 3

Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 19 Lúk. 4, 16. - 31. 6, 1. - 2. - 5. - 6. - 7. - 9. 13, 10. - 14. 15. - 16. 14, 1. - 3. 5. 23, 54. - 56. Jóh. 5, 9. - 10. - 16. - 18. 7, 22. - 23. 9, 14. - 16, 19, 31. - 31. Ap. gj. 1, 12. 12, 14. - 27. - 42. - 44. 15, 21. 16, 13. 17, 2. 18, 4. Heb. 4, 4. Y f i r 1 i t. Hinir mörgu staðir, þar Sem hvildardagurinn eða sjöundi dag- urinn er nefndur, sýna: Að Kristur hélt þann dag og kendi, hvað mönnum er leyfi- 'egt að gera á þeim degi; °ð Kristur fór þá í guðshús; °ð hvíldardagurinn er til orð- inn vegna mannanna, en ekki eingöngu vegna Gyðinga; að Kristur óskaði, að læri- sveinar hans skyldu halda hvíld- ardaginn heilagan að minsta kosti þangað til Jerúsalem eyði- lagðist, ár 70 e. Kr. (og því þá ekki altaf?); að konurnar, sem fylgdu Jesú, héldu hvíldardaginn samkvæmt lögmálinu; að postularnir og hinir fyrstu kristnu héldu hinn sjöunda dag einnig eftir upprisu Krists. Vér lesum um Krist, að hann hafl weftirlátið oss fyrirmynd til að breyta eftir«. Viltu breyta eftir honum í þessu sem öðru? Staðirnir fáu, sem tala um fyrsta dag vikunnar, sýna: að konurnar, sem fylgdu Jesú og læiðu af honum, notuðu þennan dag sem verzlunardag; að lærisveinarnir ekki notuðu hann til að minnast upprisunn- ar, því þeir efuðust um upp- risu hans; að þeir brutu brauð einu sinni á þann dag, sýnir ekki, að hann hafi helgur verið, því hinir fyrstu kristnu brutu brauð á liverjum degi (sjá Pgb. 2, 46); að inenn liéldu sér heima þann dag, sést af 1 Kor. 16, 2. Helgihald sunnudagsins er dæmt í Matt. 15, 9. Ferð til Bandaríkja. Meðan eg dvaldi í Detroit, komu fréttirnar um dr. Cook og Norðurheimskautið; 4—5 dög- um seinna kom fregnin um Peary og fund hans. Ameríku- menn urðu ákaflega æstir út af þessu. Um ekkert annað var talað í langa tíð. Menn rifust um það, hvort Cook eða Peary hefði náð »hnossi« norðursins, eða hvort nokkur þeirra hefði náð því; þeir, sem voru svo »efasamir«, voru samt fáir; al- ment skiftust menn milli Peary og Cooks. Það kvað svo ramt að deilu þessari, að menn urðu jafn »æstir« eins og nokkur »poIitík« gæti gert þá. Ekki einasta á götum og strætum, heldur líka á verkstæðum og í búðum var daglega rifist um málið og prestarnir prédikuðu um Cook og Peary og Norður- heimsskautið á sunnudögum! Það er nú siður, að þeir tali um »hitt og þetta«, sem á dag- skrá er í þann og þann svip- inn. Blöðin fylgjast með í hverri vitleysu í Ameriku — eins og víðar. Þó held eg, að blaða- menskan í Bandaríkjunum sé óáreiðanlegri en í flestum öðr- um löndum. Eitt dæmi liggur nærri, þar sem það snertir Norðurheims-skautsdeilu þessa: Eg fór til eins blaðsins í De- troit (stærsta blaðsins, sem hef- ir fleiri hundruð þúsund les- endur) og bað um að fá keypt myndamót af dr. Cook, og ætl- aði eg að senda myndina heim til blaðs míns. Mér var vísað til ritstjóra. Hann spurði. hverra manna eg væri og hvað- an. Þegar eg lét hann vita, að eg var frá íslandi, og að eg var ritstjóri, þá var líkast því eins og hann hefði verið tryltur af forvitni. Það var svo sem ekki ónýtt, að liitta mann frá — ís- landi, það væri líkast því sama sem eg væri frá »pólnum« sjálf- um. Og að þessi ísa-maður væri ritstjóri — það var heldur ekki lítið i varið. »Eg er mjög svo glaður að hafa hitt yður«, sagði ritstjór-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.