Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 4
20 F R Æ K O R N Strömgreen professor, frömuður i þeirri nefiui við danska háskólann, sein dæmdi sann- ariir Cooks ónýtar. Loose skipstjóri, sem lijálpaði Cook með að búa til falsaðar athuganir og mælingar. Peartj, eins og hann leit út í Norður- heimskauts-ferðinni. inn við mig. »Eg veit, að þér hljótið að geta dæmt í málinu viðvíkjandi dr. Oook. Þér þekkið alt, sem snertir Norður- heimsskauts-ferðir, og þér eruð beðinn urn að gefa oss vðar inikilvæga álit á því máli, sem allir nú hugsa um«. Kg sagði honum, að eg hefði ekkert frekarvit á Norðurheims- skautsmálum heldur en aðrir. En það koin fyrir ekkert. Því ineir sem eg talaði um van- þekkingu mína viðvíkjandi þessu máli, því meir »sannfærðist« ritstjórinn um, að eg væri stór- lega fróður um inálið; og því ásóknari varð hann ineð spurn- ingar sínar. — Hvernig væri að ferðast i Norðurheimsskauts- löndum? Hvernig geta menn lifað þar? Og gæti eg ekki sagt frá því, hvernig væri á íslandi? Það gæti gefið sér hugmynd um líf og ferðalag Oooks. — Vildi eg ekki segja frá áliti mínu um það, hvort dr. Oook hefði fund- ið »pólinn«? o. s. frv. — — Greinarnar um mig og mein- ingu inína um Norðurheiins- skauts-fundinn fóru svo hlað úr blaði þannig, að eg siðar fékk að vita, að ensk hlöð norður í Oanada liefðu jafnvel flutt þær. — — Síðar skrifaði eg sjálf- ur allrækilega grein i »I)etroit Free Press«, þar sem eg eins samvizkusamlega og mér var unt stuttlega lýsti sögu lands og þjóðar og siði og staðháttu hér, og las eg prófarkir af þeirri grein, áður en eg fór heim. Með greininni fyldgu þrjár myndir. »HeimskringIa« flutti fyrir skömmu þessa grein mína i íslenzkri þýðingu og fór lofs- orðum um greinina. Svo óhætt mun að fullyrða, að Ameríku- menn fengu þó sanna og rétta grein frá mér, sem eg vona að bæti talsvert úr ruglinu, sem fréttasnatarnir settu saman. IJm víðferli þessarar ensku greinar minnar auk birtingarinnar í Heimskringlu veit eg ekki, en vonandi fer hún jafnvíða og hitt, sem eg varð fyrir af blaða- mönnunum. (Framh.). t Páll Melsteð sagnfræðingur lésl 9. þ. m. Hann var fæddur 13. nóv. 1812 á MöðruvöIIum i Hörgárdal, sonur Páls Þórðar- sonar Melsteðs, er síðasl var amtmaður í Vesturamtinu (d. 1861) og Önnu Sigríðar Stefánsr- dóttur amlmanns á Möðruvöll- um Þórarinssonar. Hann var útskrifaður úr Hessastaðaskóla 1834 og lifði alla stúdenta það- an. Fór utan sama ár og lók að lesa lög við Kaupm.hafnar- háskóla, en lauk eigi embættis- prófi. Ivom út aftur 1840 og reisti þá bú á Brekku á Alfta- nesi og bjó þar til 1844, að bær- inn brann þar allur. Flutti þá til Reykjavikur og dvaldi þar, en þjónaði Arnessýslu veturinn 1848—1849 í fjarveru föður sins, en 19. niaí 1849 var hann sett- ur til að gegna sýslumannsem- bættinu i Snæfellsnessýslu og þjónaði henni til 1854, og Mýra- A

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.