Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 22.01.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 22.01.1917, Blaðsíða 2
HÖFUÐSTAÐURINN Skip hækka í verði. { »Dansk Söfart« frá 3. þ. m. eru sögð ýms dæmi þess, hversu skip hafa hækkað stórkostlega ( verði eftir byrjun stríðsins og hækka að kalla má daglega. Hér eru fá- ein dæmi: Gufuskip 3200 smál. að stærð, smíðað 1907 var selt 1911 fyrir 455 þús. krónur. En 1915 var það aftur selt fyrir 1 300 000 kr. Gufuskip 3500 smálesta, smíðað 1888 var selt 1910 fyrir 110 000 kr. en í fyrra var það selt aftur fyrir 440 000 kr. eða 400% dýrara. Gufuskip 6200 smál. sem var smíðað 1914 og kostaði þá eftir samningi 790 000 kr. var selt þeg- ar í upphafi stríðsins fyrir 1 220 000 kr. Gufuskip 4350 smál. smíðað 1892 var selt 1910 fyrir 165 000 kr. í ágúst 1915 var það aftur selt fyrir 545 000 kr. í okf. sama ár var það enn selt og þá fyrir 660 000 kr. og mánuði síðar var það enn selt fyrir 805 000 kr. Hér er þá um o: 500% verð- hækkun að ræða. Áður fyr fóru kaup á skipum ekki fram fyr en eftir nákvæma skoðun, nú á slíkt sér ekki stað og eru skip jafnvel seld í hafi og án þess að hægt sé aö ábyrgjast einu sinni svo mikið að þau séu ofansjávar. Þessi dærai hafa verið sett fram til þess að gefa bugmynd um verð- hækkun skipa, nú á tímum, en þau sýna einnig ófróðum nokkuð hvaða verð er á skipum og má af því dálítið ráða meðal annars um ráðs- mensku stjórnar vorrar svo sem er hún hefir leigt gamla skipsræfilinn »Bisp« fyrir svo mikið árlegt gjald að kaupa hefði mátt fyrir þá upp- hæð 4000 smálesta skip miklu nýrra og betra. Hektor Duperdin Á dðgum Napóleons þriðja var Hektor Duperdin einn hinn orð- lagðasti Iðgreglumaður á Frakk- iandi og var honum sérstaklega falið að vaka yfir óhultleik keisarans. Duperdin var í fyrstu meðlimur sðngleikaflokks í Brert, en þar misti hann söngrödd sína og fékk stððu við Parísarlögregluna fyrir meðmæli eins velunnara síns. Hann var gæddur fádæma hæfileíkum til aö breyta ytirbragöi sínu og and- litsdráttum að vild og halda þeim f þeim stellingum svo lengi sem Særðir hermenn. Særður hermaður er fluttur tir orustu, þangað sem bundið er um sœrða menn og þeim hjúkrað. Hann er sæður á hægra fæti og annar félaga hans heldur á stígvélinu hans í hendinni. Særður sjóliði er fluttur um borð, og settur í umbúðir þær, sem kendar eru við Neil Robertson, koma þær í veg fyrir það, að hinn sœrði geti hreyft sig nokkuð eða orðið fyrir óþægindum með- an á flutningnum stendur. honum sýndist. Lagði hann mikla stund á að gera sig sem fullkomn- astati í þessa* i Iist og það svo, að nánustu vinir haus viltust oft á honum jafnvel áður en hann fór frá Brest. Þegar til Parísar kom, bar hanu upp erindi sitt við Cascal lögreglu- stjóra án þess að leggja fram með- mæli sín, og vísaði Cascal honum þegar á bug með þeirri athuga- semd, að hann þarfnaðist ekki leik- ara í lögregluliðið. Reyndi Duper- din að fara bónarveg að honum, en það kom fyrir ekki og gekk Duperdin þá burtu dapur í bragði. Litlu síðar var barið að dyrum hjá 1 ögreglustjóranum. Var þar þá komin karlhrota ein, kengboin af elli, er staulaðist inn i herbergið og rétti lögreglustjóranum bréf steinþegjandi. Lögregtustjórinn las bréfið og hristi höfuðið er hann sá, að það var frá háttstandandi em- bætlismanni, er fór þess á leit að bréfberanum, Hektor Duperdin, yrði veitt staða við lögregluliðið. Du- perdin! Svo nefndist einnig maður sá, sem var nýgenginn út þaðan. Þegar hann leit upp úr bréfinu til þess að spyrja hinn nýja umsækj- anda hvernig í þessu lægi, stóð hann upp úr sæti sínu og varorð- laus af undrun. Var hinn aldur- hnigni, skegglausi, hrukkótti og hálf- sköllótti öldungur nú horfinn, en frammi tyrir honum stóö þéttvai- inn og einfeldningslegur ungling- ur með Ijóst hár snoöklipt, en nú skildi Cascal hvers kyns var. Það stóð sem sé í meðmælabréfinu, að hinn fyrverandi söngvari myndi láta lögreglustjórann ganga úr skugga um þá hæfileika hans, er koma mæitu að góðu haldi við löggæzl- una, og var þetta, sem Cascal hafði verið sjónarvottur aö, næg sönun þess í bráðina, Duperdin gat sér þegar góðan orðstír við sakamálarrnnsóknir og fór álit hans sívaxandi. í byrjun aprilmánaðar árið 1855 fékk Parísar lögreglan nafnlaust bréf, auösjáan- lega skrifað af kvenmanni, og var í því óljóst gefið í skyn að í að- sigi væri banatilræöi við Napóleon þriðja. Var Duperdin falin rannsókn þessa máls. Bréfið hafði bent á illræmda drykkjuholu Montmartre- hverfinu og var hún því nær ein- göngu sótt af ítölum um langt skeið; var siaðurinn nefndur »hinn glaðværi stjórnleysingi* og var búist við, að þar mundi allrar vitn- eskju um mál þetta vera að leita. Duperdin leitaði nú allra bragða til þess að ná trúnaði veitingamanns- ins. Hann tók á sig gervi manns nokkurs, er Perigod var nefndur, og hafði sá hinn sami rænt banka nokkurn ! Lundúnum fyrir þremur mánuðum, en enginn getað hand- samað hann að svo komnu. Þann- ig búinn gekk hann nú til veit- ingahússins, brá húsbóndanum á eintal, kvaðst vera maður sá, setn verið væri að leita eftir og bauð fram ærna peninga ef hann gæti fengið þar örugt hæli. Veitinga- maður spurði hann um hvernig á því stæði, að hann Ieitaði á sínar náðir, en Duperdin færöi honum ýmsar sennilegar ástæður fyrir þvf og iilnefndi meðal annars ítalskan gipsmyndasala f Lundúnum, sem

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.