Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 19.04.1917, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 19.04.1917, Blaðsíða 1
HOFUÐSTAÐURINN 197. tbl. Fi mtudaginn 19. apríl 1917 K. F.U.M. A.-D. í kveid: SUMARFAGNAÐUR KL. 8 Áríðandi að allir starfs- flokkar mæti! Sumarvísa. Freraól af frostastól féll með njólu skýja. Foldarból, und sumarsól, signir gjólan hlýja. S ó 1 o n. Draumvísa. Mann einn hér í bænum dreymdi nýlega aö hann heyrði kveðna vísu um sumarið og ófriðinn, nam hann tvö síðustu vísuorðin, sagði hann kunningja sínum, en sá prjónaöi framan við og er vísan þá þannig: Mun enn bróður-hugur hreinn hels í móðu svifinn, sumargróði enn þá einn allur blóði drifinn? Víðavangshlaupin hefjast í dag frá Austurvelli ki. 4. Verður hlaupið suður Laufás veg og suður að Hlíð, þaðah yfir tún, garða og girðingar nið- ur á Laugaveg og um Bankastr. niður í Austurstrœti. Keppendur er þessir: Ágúst Ármannsson, Bjarni Jónsson, Björn Ólafsson, Guðm. jósefsson, Guðm. Ólafsson, Jón Jónsson, Kristján Gestson, Magnús Jónsson, Otto Bj. Arnar, Sigurjón Eiríksson, Snorri Björnsson. Framkvœmdarnefnd stjórn í. R. Dómnefnd: Björn Jakobsson, Ben. G. Waage, Jón Halldórsson. Leikstj.: Sigurjón Pétursson. Búast má viö margmenni við Austurvöll í dag, ef veðurblíðan helst. Mörgum mun forvitni á að sjá íþróttagarpana. 3U»vxv a Nokkrir duglegir menn geta fengið atvinnu við hafnargerðlna í Vesímanna- eyjum frá miðjum maí, Semjið við Benedlkt Jónasson verkfr Hittist alla virka daga á Hafnargerðar- skrifstofu Rvíkur. Tvö sólrík hús til sölu. Mikið af þeim er laust til íbúðar 14. maí. Vel ræktað tún fylgir öðru húsinu. Semjið við B, Kr. Guðmundsson Hverfisgötu 88. Hálsbindi, Slöjfer (bundnar) Matrosafatakragar Regnfrakkar nýkomið f Bankastræti 11. Jón Hallgrimsson Laxveiði 1 Elliðaánum fæst leigð frá 1. júní til 31. ágúst þ. á, Leiguskilmálar eru til sýnis á skrifstofú borgarstjóra og þang- að ber að senda tilboð fyrif 21. þ. m. Borgarstjórínn í Reykjavík 16. apríl 1917. K. Zimsen. ■íTaTí- Nýja verzlunin Hverfisgötu 34. Altskonar tilbúinn fatnaður fyrir dömur og börn. -lTaTí* HÖFOÐSTAÐORIHN Sumarið heilsaði með hlýju og blíðviðri, þótti mönnum notalegur kveðju- kossinn »Hörpu«. Vegna kolaskorts er búist við að Baðhúsinu verði lokað innan skams. Reglur um smjörlíki hefir borgarstjóri gefið út. Er þar ætlað V* kíló af smjörlfki handa manninum til hálfsmánaðar, er það í raun og veru of lítill skamtur handa erf- iðismönnum sem ekkert feitmeti hafa annað. Steinolían sem kom með Islandi er seld á 40 aura liter og er þó lakari en en sú, er áður var seld á 30 au. Sumarblaðið er komið, og flytur margar þarfar og fróðlegar greinar og kostar 10 aura. Fiskur var talsverður á boðstóium í morgun. — Sömuleiðis var seld grásleppa á 15 au. stk. Vísir er hér með beðinn að afsaka þótt eg enn ekki geti þakkað hon- um fyrir fregnina, sem hann fiutti í gær, um að eg væri trúlofaður. Honum er óhætt að vera róiegum fytst í stað hvað það snertir. Langi hann aftur á móti seinna til að birta trúlofun mína, þegar þar að kemur getur hann tekið hana eftir öðrum blöðum, það verður senni- lega vissast, úr því hann ekki vill gera sér það ómak að spyrja hlut- aðeigendur. Óli M. ísaksson. Vorsókn virðist nú fyrir nokkru hafin, af hendi bandamanna, hefir banda- mönnum orðið mikið ágengt á vesturvigstöðvunum, samt sem áður er búist við enn meirri stórtíöind- um þá og þegar, eftir því sem ófriöarþjóðirnar láta berast út, en hve tnikið er. á. að byggja slíkum fullyrðingum, er ekki gott að segja. Þaö er þó engum efa bundið, að ófriðarþjóðirnar hafa búið sig undir þessa sókn eftir því sem föng voru á og blóðið mun fljóta í stríðum straumum í vor og grimd- in og villidýrsæðið mun aldrei hafa komist á hærra stig en nú, væri óskandi að þessi vorsókn yrði kollhríðin og að hún stæði sem styst. — Símskeyti *ii Höfuðstaðarins. 18fs, & Þjóðveriar byrj- aðir að ieggja hafn- bann á Ameríku.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.