Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 19.04.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 19.04.1917, Blaðsíða 2
HÖFUÐSTAB'UKINN Áfengisbannið í Rússlandi. í Morgunblaðinu kom fyrir skömmu grein um áfengisbannið í Rússtandi. Eru þar ummæli hðfð eftir manni, sem dvalið haföi þar einhvern fíma, blaðið getur þess ekki hvar hann hafi dvalið þar, hve lengi eða hvenær, getur auð- vitaö vel verið að þess sé ekki getið í heimildum blaðsins. Er það aö sumu ieyti il!a fariö, með því aö vitanlega er ekki sama hvort dæmt er um árangurinn skömmu eftir að bannið gengur í gildi, meðan það er stórgallað, eða síðar, þegar reynt hefir verið að lagfæra það. Fyrir því vil eg ekki gefa Morgunblaðinu sök á því, þótt hér kunni að einhverju ieyti að vera rangt eða ófulikomið skýrt frá á- standlnu eins og þaðnúer. Rússneskur rithöfundur að nafni Marylie Markovitsch, sem dvalið hefir í Frakklandi, fór fyrir nokkru síðan til föðurlands síns, til þess að kynna sér áhrifin af áfengisbann- inu. Um feröalag sitt ritaði hann svo grein í »Revue des deux Abou- des« í janúarmánuði, en frásagan um ferðalag hans, er hér tekin eftir Reformatorn, sem aftur hefir sögu- sögn sína eftir franska tímaritinu. Fyrst talar Markovitsch um ástand- ið fyrir ófriðinn. Getur hann þess að sá orðrómur, að Rússland hafi verið eitt af mestu drykkjuskapar- löndum heimsins, sé mjög orðum aukinn. Eftir síðustu skýrslum, sé Rússland hið 11. í röðinni í Evrópu hvað snertir pottafjölda áfengis á hvern íbúa á ári. Þar sfandi Frakk- land, Belgía, Þýzkaland og Suður- Evrópulöndin töluvert framar. Mar- kovitsch skýrir þetía á þann hátt, að í Rússlandi var aðeins ein á- fengistegund drukkin, svo nokkuð kvæði að. vodka, vín og öl þekt- ist varla, en í Vestur-Evrópu er það vínið og ölið, sem mesí munar um og er auk þess mjög drukkið daglega. í sveitahéröðum Rússlands, var aftur á móti lítið drukkið dag- iega, þótt það engan veginn sporn- aði viö því, að vodkan heföi skað- leg áhrif á bændurna. Öðru máli er aö gegna um borgirnar. Það er hægt að íala um daglega vodka- drykkju. T. d. var árið 1910 í Petrograd af 40 prct. alkoholi drukkið, á mann 31,4 lítrar, en í Moskva 34,2 og í Rostof við Don (iðnaðarborg) 54,5 lítrar. Enda var það ahítt að verkamenn í þessum borgutn eyddu vikukaupi sínu á knæpunum auk þess, sem þær og drykkjuskapurinn gerði þá frekar að villidýrum en mönnum. Tehúsin væru lítiö betri. 1910 voru þau í Rússlandi 111 þúsund- ir, eða eitt á hverja 1442 fbúa. Þar rann áfengið í straumum, nótt og dag engu minna en í þeim 26,556 knæpum, þar sem áfengis- salan var opinber. Eftir að banniö var komið á gekk illa mjög að fá því fram- gengf, öll hugsanleg ráð voru not- uð til þess að fara í kringum lög- in, en stjórnin var ákveðin í því að bannið yrði ekki pappírsbann. Greip hún þá oft til ráða, sern meðal Vestur-Evrópuþjóða yrði aidrei gripið til, en í Rússlandi er ekki eins litið á aðferðirnar ti! að fá viljanum framgengt, eins og ann- ars siaðar. Embættismennirnir voru heldur ekki allir bannmenn, enda sáu þeir í gegnum fingur við á- fengissalana, svo að bannið kom ekki niður á þeim Þannig segir Markovitsch frá einum áfengissaia í nágrenni Petrograd, sem hafði 8—10 þús. rúbla tekjur á dag af áfengissölu. Þangað fóru allir þeir í Petrograd, sem vildu fá vodka og fengu nóg, enda voru alstaðar druknir menn og á götunum lágu flöskuhylki í hrönnum. Keppinaut- ur þessa áfengissala, fékk sams konar undanþágu, en óregian varð þá svo mikil, að tögreglan þess vegna — en ekki af öðrura ástæð- um — varð að taka í taumana og stöðva verzlunina. Nú var hert á lagaákvæðunum og gerði það mikið að verkum. En þá tóku menn að drekka alls konar óþverra, er áfengi fékst ekki | og var verra að hindra það. En ; ekki heldur gagnvart þessu var stjórnin ráðaiaus og nú fyrst tók í hún fyrir alvöru að gerast harðhent. Áður hafði bannið ekki ver'ð ann- í að en söiubann, en 27. juní 1915, var ! hert á því og lagt bann viö neyzlu áfengis og þá um leið auðvitað ails ■ óþverrans, sera menn höfðu drukk- | ið í áfengisstað. Tilbúningur og sala var vitankg* bannað eins og áðar, en við þetta var ekki látið sitja. Öllum afbrotum gegn þessu | var refsað með fangelsisvist eða réttara sagt eins konar hegningar- | vinnu. Að vísu var þessu ekki fyrir- : komið svipað því sem á Vestur- löndum er, en markmiðið var þó mannúðarmeðíerð á drykkjumönn- unum. Með þessu var andstaðan Ioks brotin á bak aftur og það sannaðist í Rússlandi, að það er ekki einungis hægt að koma áalls- herjar banni, það er einnig hægt að balda því uppi. Frh. Kaff ihúsi n. í Morgunblaðinu 13. þ. m., er grein með þessari yfirskriít, eftir einhvern P. G. Er grein þessi allóviðeigandi áburður á þessar stofnanir, og þó sérstaklega þjónustufólk þeirra. Höf. byrjar með því að fárast um nafniö. Notkun útlendu orð- anna »Café« og »Conditori«, er auðvitað háifskrípaleg, nema því að eins að þau séu notuð sem fylgiorð með íslenzku orðunum, til leiðbein- ingar fyrir útlendinga. Slíkt ber að skoða sem hverja aðra auglýsingu til þess að v?kja aíhygli gesta og ; gangandi. En að telja þeirn pafnið Kaffihús ósamboðið, og líkja því við karl- inn, sem kallaði sig stórkaupmann fyrir það að selja 5 skeppur af kartöflum, er hálfskrítið. Hér er ólíku saman aö jafna. Eg get ekki skilið hvernig þau eiga að heita annað en Kaffi- eða veitingahús, þar sem þau selja kaffi og aðrar veitingar ailan daginn árið um í kring. Aðf nslur hans við þjónustufólkið eru víst í fiestum tíifeilum alveg ástæöulausar, og munu ekki verða undirskrifaðar af öðrum en P. G. Og þótt kanske hafi komið fyrit að P. G. hafi af einhverjum ástæð- um fundist sér misboðið með því að einhver hafi ekki verið ákjósan- lega stimamjúkur vift hann, þá er alveg óþarfi fyrir hann að helia úr sér skammardembu yfir kaffihús bæjarins og þjónustufólk þeirra. Og til eru þeir menn sem engin sérleg unun er að þjóna til borðs, er hafa á reiðum höndum aðfinslur og ónot hve vel sem reynt er að gera þeim til hæfis. Og er þá ei furða þótt þjónarnir trénist upp á lipurð og dekri við slíka höfðingja, sem finst að þeir eigi að ganga fyrir öllum og öllu. Gestur. Útgefandi Þ. Þ. Clementz. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz 1917 Pósturdóttirln 288 — Hér, á hinum dýrlega dansleik þarfn- ast hún ekki æskuvinarins, það er að eins heima á Vikingsholm í fámenninu, að hún kannast við mig og vill vera með mér, hafði hann svarað. — Maður þarf ekki að vera eldri en tuttugu ára, til að geta séð og skilið. Jakob átti tal við Sigríði og reyndi að hughreysta hana. Það var svo að sjá, að hann skoðaði sig sem eldri bróður Sigríð- ar og framkoma hans öll var hin bróður- legasta. * * ♦ Meðan setið var undir borðum, óskaði hertoginn að fá skýringu um ætt og upp- runa Sigríðar og orsök þess, að þau greifa- hjónin hefðu tekið hana til fósturs. Það var ekki þægilegt fyrir greifann að snúa sér út úr þessu, en honum tókst það þó, með lipurð og lægni þeirri er hon- um var svo eiginleg. — Einhver móðurœttingi Sigríðar, sem hefir eflaust eitthvað heyrt um mannkærleik konu minnar, hafði gefið móðurinni það ráð, að senda henni barnið, hefir víst vitað það, að við vorum þá uýbúin að missa litia stúlku, sem við áttum. 289 — Já, en en ei að síður er þessi atburð- ur ieyndardómur — einn af mörgum, sem flestir munu kannast við, er kunnir eru höfuðborgarlífinu og hafa dvalið þar í æsku, mælti hertoginn, en ef til vill er það leynd- ardómur, sem vert væri að grafast fyrir. — Væri eg fósturfaðir hennar, mundi eg ætt- leiða hana, sem mitt eigið barn, og lyfta henni upp í þá stétt mannfélagsins, sem henni ber, sökum fegurðar og yndislegrar framkomu, og sennilegt að ætterni hennar sé þannig, að hún eigi heimting á því að vera hœrra sett, svo hún geti komið opinberlega fram sem aðalborin mœr. * * * Næsta dag var hinum tignugestumboðið til miðdegisverðar að Lagerlunda, Þangað var Borgenskjöld greifa boðið, ásamt mörgum fleirum. Axel var bundinn við störf sín, fram eft- ir deginum og gat því ekki farið fyr en um kveldið, en kom þó nógu snemma til þess að geta dansað fyrsta dansinn við Sigríði, þótt sjálfur dansleikurinn vieri enn ekki byrjaður. 290 Sigríður var óumrœðilega hamingjusöm, og þegar hún fann ylinn af armi Axels og sá ástina í augum hans, gleymdi hún þján- ingum sínum daginn áður, framtíð sinni og öllu öðru, en hún þorði ekki að láta gleði sína í Ijósi, því nú fann hún, enn betur en heima á Vikingsholm, hvert djúp var staðfest á milii þeirra, djúp, sem ekki varð yfir komist. Þegar greifinn fór, mælti hertoginn um leið og hann kvaddi greifahjónin: — í sumar, náðuga greifafrú, ætla eg að gerast svo djarfur og heimsækja Vikings- holm. Þetta kom greifafrúnni öljlungis að óvör- um og hún roðnaði við, en svaraði þó her- toganum kurteislega og bauð hann auð- mjúkiegast velkominn til Vikingsholm. — Eg hefi ætlað mér, hélt hertoginn á- fram, að leggja leið mína kring um hið kæra Oautland, og heimsoekja helstu aðalsmenn- ina. — Eg hefi lofað Horn því, að gista á gömlu Fágelvik og svo hefi eg hugsað mér að koma við á Stegeborg og fara þaðan til hins forna og fræga sögustaðar, Vikings- holm, til að sjá alla dýrgripina og fegurð- ina þar, bæði utan húss og innan.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.