Landið


Landið - 08.03.1918, Blaðsíða 2

Landið - 08.03.1918, Blaðsíða 2
38 LANDIÐ Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk) yfirdómslögmaður ílytur mál íyrir undir- og yfirrétti. K.aupir ogr selur fastei»nir, ihip og aörar eignir. Allir, sení vilja kaupa og seija slíkar eignir, ættu að snúa sér til hans. Skrijstofa i húsi Jtathans l Olsens (2. hœí). Sí ma 7: Fösthélf 25. Viðskiftin yið Ameríku. Eimskipafélaginu barst á þrd. símskeyti frá Jóni Guðbrandssyni, erindreka þess í Bandaríkju'num, þess efnis, að allir þeir, sem vörur ætla að senda til Bandaríkjanna, skuli hafa simað um vörurnar vest- ur, áður en skipið, sem flytur þær, kemur til NewYork, svo að fá megi innflutningsleyfi yfirvaldanna fyrir þær. Ennfremur segir í skeytinu, að hér eftir þnrfi ekki að hafa útfiutn ingsleyfi Breta fyrir þeirn v'órum sem yfirvöldin i Bandaríkjunum hafi vettt útfiutningsleyfi á. En hingað til hefur þess þurft jafnframt og er breyting þessi til hagræðis fyrir þá, sem viðskifti eiga við Bandaríkjamenn. Talandi tölur. Georg Brandes, hinn óþreytandi og æelskandi Frakklandsvinur, bók- menta þess og þjóðar, hefur ritað grein lim striðið, í »Politiken« 29. nóv. 1917. Grein þessi er mjög merkileg og fróðleg og skaði, að ekkert ís- lenzku blaðanna skuli hafa flutt hana orðrétta. Hún snýr, með óhrekjandi rökum, ad því er vird- ist, hpp því, sem áður var niður, af ópi enskra og frakkneskra blaða um hinn svonefnda þýzka »mili- tarisme*, eða heryeldi. íslenzku blöðin hafa sum verið að jórtra á þessu sama, af algerðu- þekkingar- leysi, eða í þeirri von, að Eng- lendingar verði ofan á í lokin. Ég hefi því skrifað upp nokkr- ar tölur úr grein G. Brandesar; það er naumast hætta á því, að hann hafi slæmar heimildir eða rangfæri þær sjálfur Frökkum til vansæmdar, því hann hefur heila og langa æfi verið vakinn og sofinn í, að breiða út þekkingu á frakkneskum bókmentum og list- um, og þekkir það hvorttveggja betur en nokkur annar einn maður á Norðurlöndum, máske í allri álfunni. Auk þess er hann dansk- ur, en Danir eru veikliða nágrann- ar Þjóðverja og hafa orðið undir þeim í vopnaviðskiftum. Brandes segir svo frá, að fyrir stríðið hafi Frakkar l&gt herskyldu á 85% af karlmönnum, en Þjóð- verjar á 55°/o. Árið 1913 borguðu til hers og flota: Frakkar 36 franka 50, Þjóð- verjar 26 fr. 89 og Englar 40 fr. 65 á mann. Frakkar og Englar þurfa því sfzt að kvarta undan þýzkum »militarisme«, þótt hitt sé að vísu eðlilegt, að, þeim þyki nú sárt að sjá, með hve miklu meira hyggju- viti Þjóðverjar hafa varið pening- unum. Rétt fyrir stríðið voru árstekjur Þjóðverja 43 miljarðar marka, Frakka 25 miljarðar. Þá voru ríkisskuldir Þjóðverja á mann 310,1 mark, en Frakka 657.7. Þá lögðu Þjóðverjar f sparisjóði 17,82 miljarða marka, Frakkar 4,49 rníljarða. • í 30 ár hefur þýzka ríkið vá- trygt verkamenn gegn sjúkdómum, slysum og örkumlum og borgað fram að árinu 1913 samtals í skaðabætur 10 piiljarða og 860 miljónir marka, þar af 840 miljónir árið 1913. Vátrygging þessi hefur verið aukin ár frá ári og er nú komið svo, að nú er þriðji hver maður á Þýzkalandi, sem hefur lægri árs- tekjur en 5000 mörk, .vátrygður gegn sjúkdómum, slysum, örkuml- um, og þar með telst almenn ellibilun. Fyrir stríðið bjuggu 126 Þjóð- verjar, en 73 Frakkar á hverjum ferkílómeter. Þetta eru nú aðaltölurnar, og fer manni nú að skiljast betúr en áður, hvernig á því muni standa, að Þjóðverjar urðu hvorki sigraðir á þrem vikum, mánuðum eða ár um. Það er auðurinn og hin alhliða mentun og marghæfi fólks- ins, sem enn hefur til þessa dags forðað landinu undan óvinaherun- um, sem öll veröldin sendir á Mið- veldin. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Útbúnaður Ameríkuhersins. Saturday Evening Post í Phila- delphíu flytur ýmsar upplýsingar um útbúnað þann, sem fyrsta hálfa miljónin af herliði Bandaríkjanna þarfnast. Herlið þetta mun á Frakklandi þarfnast um 40 þús. járnbrautar- vagna og Bandarfkin þurfa að út- búa fjórar hafnir, og 250 skip mun þurfa til þess að flytja birgðir handa þessarri hálfu miljón. Þús- und amerískar eimreiðir verða sendar yfir Atlanzhafið og þús- unda mflna langir járnbrautar- teinar. Fyrir utan þúsund kælivagna mun þurfa fjölda sjúkralesta og ótölulegan fjölda af flutningabíl- um til þess að flytja matvæli, skotfæri 0. fl. Ennfremur má nefna steinolíubirgðir, viðgerðar-vinnustof- ur, og á hverjum mánuði munu Bandaríkin þurfa að senda 51 þús. smálestir af kolum yfir til Frakk- lands. Til allrar hamingju er nægilegt timbur á Frakklandi, en 15,500 Ljúflingar, nokkur nýsamin lög eftir Loft Guðmundsson. ='--* ■ ■ Fást hjá bóksölum, ..— ^ Sendið pantanir yðar í pósthólf 436. Reykjavík. menn þarf til þess að fella, saga og smíða það, sem þessi fyrsta hálfa miljón þarf með. Alls mun þurfa að halda á um 190 þús. manna vinnuafli til þess að sjá um og vinna að flutningum alls- konar efna, þar af 15,000 við skógarhögg o. fl , 40,000 við járn- brauta- og skipasmfðastörf og 100 þús. sem almenna verkamenn. Hvað matvaeiin snertir, mun þessi hálfa miljón manna þurfa á mánuði 13 milj. 350 þús. lbs.*) af kjöti, 3 milj. 375 þús. lbs. af fleski, 13 milj. 350 þús. Ibs. ^f mjöli, 14 milj. 830 þús. lbs. af kartöflum, 1 milj. 46 þús. 600 Ibs. af kaffi og 3 milj. lbs. af sykri. Tölur þær, er sýna fataslit á 6 mánuðum eru líka gífurlegar. Reiknað er, að til endurnýjunar fata muni að þeim tíma liðnum þurfa 1 milj. 50 þús. buxur, 1 milj, 70 þús. jakka, 1 mflj. 470 þús. pör stígvéla, 1 milj 890 þús. pör sokka, 1 mil. 373 þús. höfuðföt, 3 milj. 444 þús. pör nærklæða, 504 þús. ábreiður, 210 þús yfir- hafnir og 210 þús. pör togleðurs- stígvéla. Til lækninga mun þurfa fóllf, sem hér segir: 56,500 læknar, hjúkrunarkonur og varðmenn. Fyrir utan þá stóru spítala, sem útbúnir eru um alt Frakkland fyrir ameríska hermenn, mun herinn þurfa tvo bráðabirgðaspftala á víg- stöðvunum fyrir hverjar 25 þús. manna, og hvor þessarra spftala þarf að hafa 1000 rúm. Till hvers rúms þarf 6 eða 8 lök, 2 kodda, 4 koddaver og 3 ábreiður. Þar að auki þarf 94 000 smál. af lækn- inganauðsynjum og í viðbót ,20 þús. smál. eftir fyrstu 6 mán- uðina. Fréttir. Vmsóknir nm embætti. Um bœiarfógetaembœttið í Reykjavík sækja Ari Arnalds, sýslum. Húnvetn- inga, Guðm. Eggerz, sýslum. Arnesinga, og Jóh. Jóhannesson, bsejarfógeti á Seyðisfirði. Um lögreglustjóracmbcettið í Rvfk sækja Magnús Torfason, bæjar- fógeti á ísafirði, Jón Hermannsson skrifstofustj, Guðm. Eggerz, Vigfús Einarsson, settur .bæjarfógeti og Karl Einarsson sýslum. í Vestmannaeyjum. Um sýslumannsembœttið í Borgarfjarðar- sýslu sækja Guðm. Björnsson, sýslum. Barðstrendinga og Páll Jónsson lög- maður. Viggo Björnsson bankar. er orðinn útibússtjóri Islands- banka á Isafirði. Bréf til Ameríkn komast áleiðis, þótt rituð sé á ís- lenzku. En á þvl hefur verið talinn vafi að undanförnu. Vélbátnrinn „Njörð^r‘• frá Njarðvíkum hefur eigi komið fram og hefur líkl. farizt í rokinu um næst- síðustu helgi. Formaður bátsins var Aðalsteinn Magnússon, en aðrir skip- verjar: Guðm. Magnússon frá Stekkjar- koti, Sigurbjörn Magnússon og Hjörtur Jónsson, allir úr Njarðvíkum, nema sá sfðasnefndi. Báturinn var eign Ólafs Davíðssonar og Þórarins Egilssonar í Hafnarfirði. Harínlíkneski hefur Júl. Schau steinhöggvari hér í bænum höggvið úr íslenzkum grásteini og kvað vera af list gert, að fróðra manna sögn. Vm alþingi hið forna fiutti hr. bókav. Árni Pálsson eripdi fyrir Alþýðufræðslu Stúdentafélagsins á sunnud. var. « 1) ensk pund. 102 dönsk pund eru hér um bil sama sem 112 lbs. Vm þjóðbúskap Þjóðverja í stríðinn flutti hr. veridr. G. Funk fyrirlestur 1 Bárubúð fyrra fimtud. og mælti á ís- lenzku og sagðist vel. Ræddi hann einkum ura það, hvernig Þjóðverjum hefði tekizt að sigra erfiðleika af fólks- eklu. Trésmíðaflrmað Jón Halldórsson & Co. átti 10 ára, afmæli 23. f. m. og hélt þá öllum starfsmönnum sínum veizlu, en gaf „Styrktarsjóði iðnaðarmanna" 500 kr. Enskn samningarnir. Ekki kveðast Englendingar sjá sér fært að senda hingað menn til að semja við okkur, og verður þá að senda menn héðan til Lundúna í þeim erindum. Lansn frá prestsskap hafa fengið þeir sr. Skúli Skúlason próf. í Odda og sr. Jón Halldórsson í Sauðanesi, frá næstu fardögum. Jafn- framt hafa bæði prestaköllin verið aug- lýst laus. Umsóknarfrestur til 21. apríl. Sterling á að fara frá Kaupmannahöfn 12. þ. m. Magnús Jónsson frá Sellátrum við Eskifjörð hefur ný- lega lokið prófi í Ijós- og sjónfræði við háskólánn í London, með ágætisein- kunn. Ennfremur var honum afhent heiðursskjal fyrir sérstakan dugnað. Síminn til útlanda var í ólagi um helgina, en er nú kominn í lag aftur. f Hjörtur Hjartarson trésmiður andaðist á mánudaginn að heimili sínu hér í bænum, rúmlega sextugur að aldri. Banameinið var krabbamein. Hjörtur sál. var einn af merkari borgurum bæjarins, og hafði gengt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið t. d. verið byggingarfulltrúi nú um nokkurra ára skeið. Hánn var dugleg- ur, hygginn og vel að sér, Ijúfmenni í framkomu og vinsæll og mun hans mjög saknað af vinum og kunningjum. Verzlnnarsiðgæðl. Eftír John Ruskin. (Brot). (Nl.). ---- Fimm stórar atvinnugreinar, sem samsvara þörfum daglega lffsins, hafa hingað til átt sér stað. Starf hermannsins er að verja þjóðfélagið. Starf prestsins að kenna því. Starf læknisins að halda við heilbrigði þess. Starfs lögfræðingsins að halda uþþi réttinum. Starf kaupmannsins að sjá því fyrir ‘nauðsynjum. Og skylda allra þessarra manna er að deyja fyrir það, þegar þörf krefur. »Þegar þörf krefur*, nefnilega: — Hermaðurinn á heldur að deyja, en yfirgefa stöðu sína í orrustunni. Læknirinn, heldur en að flýja fyrir sóttunum. Presturinn, heldur en að prédika falska lærdóma. Lögfræðingurinn, heldur en að samþykkja órétti. Kaupmaðurinn — já, hvenær er þess krafizt af honum, að hann skuli deyja? Það er úrslitaspurningin fyrir hann og oss alla. Því að í sann- leika: sá maður, sem veit ekki, hvenær hann á að fórna lifinu, veit heldur ekki, hvernig hann á að lifa. Takið eftir því, að starf kaup- mannsins (eða iðnframleiðandans, því að með þeirri rýmri þýðingu, sem orðið er notað í hér, verður það að tákna báðar stéttirnar) er að sjá þjóðinni fyrir nauðsynjum. Það er ekki frekar hans starf, að fá hagnað fyrir sjálfan sig af þessu hlutverki, en það ^er starf prests- ins, að fá laun sfn. Þessi laun eru sjálfsögð og nauðsynleg, en þau eru ekki takmárk lífs hans, ef hann er sannur prestur, og ekki er borgun eða læknagjald takmark lífsins hjá sönnum lækni. Og borg- unin .cða ágóðinn er heldur ekki takmark lífsins hjá sönnum kaup- manni. Allir þrír hafa þeir, ef eitthvað er í þá varið, starf, sem verður að gera, hvað sem launun- um líður — hyað sem það kostar, eða fyrir tap í launa stað, því að starf prestsins er að kenna, læknis- ins að lækna og kaupmannsins, eins og ég sagði, að sjá fyrir nauðsynjum. Það er að segja, hann verður að skilja a|veg út í æsar eðli hluta þeirra, sem hann fjallar með, og ráðin til þess að ná í þá, eða framleiða þá; og hann verður að nota allá hyggni sfna og starfsþrek til þess að framleiða þá, eða ná í þá, sem bezta og skifta þeim við sem ódýrustu verði, þar sem þeirra er mest þörfin. Og þar eð framleiðsla eða út- vegun á hverjum hlut óhjákvæmi- lega hefur í för með sér starfsemi margra manna og handa, þá verð- ur kaupmaðurinn við atvinnurekst- ur sinn herra og stjórnari yfir mörgum mönnum, og það á beinni hátt, þótt hann sé síður viður- kendur, heldur en herforingi eða prestur, svo að ábyrgðin á Iífi því, sem þeir lifa, lendir að miklu leyti á honum, og það verður skylda hans, að taka ekki einungis tillit til þess, hvernig hann geti fram- leitt það, sem hann selur, sem allra bezt og -ódýrast, heldur einnig, hvernig hann geti gert hin margvíslegu störf, sem framleiðslan eða skifting hennar leiðir af sér, sem gagnlegust fyrir menn þá, sem vinna hjá honum. Og eins og kaupmaðurinn er skyldur til að nota alt starfsþrek sitt í þágu þessara tveggja atriða — sem krefjast, ef vel á að vera, hinnar mestu skynsemi, þolinmæði, góðvildar og nærgætni — eins er hann líka skyldur til, á sama hátt sem hermaður eða læknir, að fórna lífi sínu til þess að fullnægja þeim réttilega, ef á þarf að halda, og á þann hátt, sem krafizt verður. Tvær meginreglur verður hann að rækja í starfi sínu: í fyrsta lagi verður hann að fullnægja skuldbindingum sfnum (því að áreiðanleiki gagn-

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.