Landið


Landið - 08.03.1918, Blaðsíða 3

Landið - 08.03.1918, Blaðsíða 3
L A N D’I Ð 39 vart skuldbindingum er í raun og veru aðalskilyrði fyrir allri verzlun- arstarfsemi), og í öðru lagi verður hann að sjá um, að hlutir þeir, sem hann lætur af hendi, séu fullkomnir og ósviknir. Heldur en að rifta skuldbindingum eða fallast á nokkr- ar skemdir, svik eða ranglátt og ósvffið verð á þvf, sem hann selur, á hann óttalaust að mæta sérhverj- um mótgangi, fátækt eða erfiðleik- um, sem geta komið yfir hann af því, að hann rækir þessar tvær meginreglur. Og ennfremur: Sem húsbóndi starfsmanna sinna hefur kaupmað urinn eða iðnframleiðandinn þar að auki mjög ákveðið föðurlegt vald og samsvarandii ábyrgð. Oftast nær dregst ungur. maður, sem kemst inn í viðskiftafyrirtæki, alveg und- an áhrifum heimilisins; húsbóndi hans verður að vera faðir hans, því að hann vantar stöðuga, prakt- iska handleiðslu föður síns. Vald húsbóndans ásamt hinum almenna blæ og andrúmslofti í verzlun hans og framferði þeirra manna, sem ungi maðurinn er þar neyddur til að vinna með — alt þetta hefur að minsta kosti beinni og ríkari þýðingu, en áhrifin frá heimilinu, og mun jafnaðarlega eyðileggja- þau, hvort sem þau eru góð eða slæm Hið eina ráð, sem húsbóndinn hef- ur til þess að fá að vita, hvort hann breytir rétt við fólk sitt, er að spyrja sjálfan sig samvizkusam- lega, hvort hann breyti við undir- mann sinn á sama hátt, sem hann myndi breyta, við son sinn, ef ástæðurnar heimtuðu, að hann tæki að sér slíka stöðu. Hugsum oss, að skipstjóra þætti það af einhverjum ástæðum ráðlegt, að gera son sinn að óbrotnum há- seta: Eins og hann þá færi með son sinn, er hann skyldugur til að fara með sérhvern undirmanna sinna. Þetta er hin eina nothæfa, sanna og praktiska regla, sem unt er að gefa um þetta atriði í þjóðmegunarfræðinni. Og eins og skipstjóri er skyld- ugur til að. yfirgefa skipið síðastur allra, ef því hlekkist á, og skifta síðustu brauðskorpunni milli sín og hásetanna, ef vistaþrot yerða, eins er iðnframleiðandinn í öllum vand- ræðum og óhöppum skyldugur til að bera byrðarnar með mönnum sfnum, já, jafnvel taka meira á sig af þeim, en hann leyfir, - að menn hans beri, á sama hátt sem faðir í hungursneyð, skipbroti eða orustu, fórnar sér fyrir son sinn. Þetta laetur nú alt dæmalaust skrítilega í eyrumi en samt sem áður er það eina skrítna við þetta það, að það er alt satt og það er ekki einhliða fræðikenning, heldur eilífur og prakt- iskur sannleiki. Því að sérhver önn- ur þjóðmegunarkenning hefur rang- ar forsendur og er ómöguleg í framkvæmdinni, ef hún á að sam- rýmast heilbrigðri þróun þjóðlífsins tJtlönd. Fyrir símabilunina um mánaða- ^ótin komu þær fréttir, að Þjóð- Venar sækti ákaft fram í áttina Petrograd, og tekið borgirnar Pskov, Reval, Dorpat og Pernan, eða með öðrum orðum, alt Kúr- land, Eistland og Lífland, og að Maximalistar hafi alveg yfirgefið þessi lönd. Ennfremur vár sagt, að þeir hafi yfirgefið Finnland, en herlög hafi verið sett í Petrograd. Loks var getið um friðarsamninga á ný milli Rússa og Miðveldanna, og hafi þar orðið að samningum, að Þjóðverjar haldi Kúrlandi. Fyrir mánaðamótin héldu og Austurríkis- menn, sem sagt var, að sitja myndi hjá viðureign Rússa og Þjóðverja, inn í fylkið . Pódolíu í Rússlandi, »til þess að verja það fyrir árás- um ræningjahersveita Maximalistá*. og gengu þá io þús. rússneskir hermenn þeim á vald. Pódolía liggur milli Austurríkis (Galizíu) og Rúmeníu að vestan og Ukraine að austan. Má efasamt telja, hvort því verði skilað aftur. i. þ. m. voru friðarsamningar undirskrifaðir og gerðu Maximalist- ar það án þess að íhuga einstök atriði samninganna, en það var allsherjarfundi verkamannaráðsins ætlað að gera á eftir(l). Með því einu móti voru Þjóðverjar fáanlegir til að stöðva framsókn hers síns í Rússlandi. í þessum seinustu viðskiftum hafa Þjóðverjar tekið 60 þús. fanga í Rússlandi. Um skilmálana hafa aðeins bor- izt óglöggar fréttir. En helzt virð- ist svo, sem Rússar sleppi alveg tilkalli til Kúrlands og Litháens, en Þjóðverjar hafi yfirráðin í Eist- landi og Líflandi. Einnig segir í skeytum, að Rússar hafi slept til- kalli til Batum, sem er borg í Kákasuslöndunum, við Svartahaf, og er ekki ólíklegt, að Tyrkjum sé þar ætluð sneið í sárabætur. Þjóðverjar hafa flutt herlið til Álandseyja, og eru Svíar all-gramir yfir því, og þykir sér munu verða þröngt fyrir dyrum, ef seta Þjoð- verja þar eigi að verða til lang- frama. Finnar hafa opinberlega skorað á Þýzkalandskeisara, að hjálpa sér gegn- Maximalistum. Annars virð- ist svo, sem herliði finsku stjórnar- innar veiti nú betur, og hefur það tekið nokkrar borgir, t. d. Björne- borg. -- Svo sem menn muna, var Sí- bería búin að segja skilið við Rússland og orðin sérstakt ríki, en litlar sögur hafa af henni farið, þangað til nú, að sagt er, að Maximalistahreyfingin sé að breið- ast þar út. Japanar hafa stungið upp á því, að Bandaríkin sendi her til Síberíu, til þess að vernda þar hagsmuni Bandamanna og vinna gegn áhrifum Þjóðverja þar, en Bandaríkin kvað vera rög við það, og er sagt í skeytum, að búizt sé við, að Japanar ætli sjálfir að leggja Síberíu undir sig, þótt ólíklegt sé, að bandaþjóðirnar leyfi slíkt, enda virðist það mundu geta orðið hættulegt fyrir Evrópu með tímanum. í sambandi við þetta stendur það ef til vill, að Kínverj- ar kvað vera að búa sig undir að taka þátt í stríðinu. Ekkert hefur enn orðið úr friðar- samningum milli Rúmena og Mið- veldanna, en Búlgarar kvað heimta, að fá allmikil lönd frá Rúmenum. Belgíustjórn hefur og neitað friðar- boðum Hertlings ríkiskanzlara. — Ameríkumenn og Englendingar munu og vera fjarri því, að taka friðarboð kanzlarans til greina á nokkurn hátt. A vesturvígstöðvunum gera Þjóð- verjar æ grimmilegri árásir og munu ef til vill ætla sér að láta til skarar skríða, en árangurslítjl kvað áhlaup þeirra hafa reynzt til þessa Haft er eftir Hindenburg, að hann ætli sér að vera kominn til Parísan í apríl, en að Foch yfirhersh. Frakka hafi sagzt vera vongóður um að geta varið vígstöðvarnar á Frakklandi, en trauðla mun mark á þessu takandi, hvorugu, og er líklega eitthvað „fært í stílinn". Jaftiaðarmenn Bandamanna hafa í hyggju, að senda Miðveldunum friðarskilmála sína, fyrir milligöngu sænska jafnaðarmannaforingjans Brantings. Ukraine-herinn hefur nú tekið Kiew (Kænugarða). Syndikalistar hafa gert óspektir í Kristjaníu. Eldur kom upp í herskipasmíða- stöðinni (Orlogsværftet) f Kaup- mannahöfn rétt fyrir mánaðamótin. Tjónið er áætlað lU milj. kr. Samkvæmt skeyti til Mgbl. í gær er aðalefni ýriðarsanininganna milli Rússa og Þjóðverja sem her segir: 1. gr. Fullkominn friður sé með þjóðunum og vinsamjeg viðskifti hetjist aftur þegar í stað. 2. gr. Hvor þjóðin fyrir sig Iof- ar þvf, að koma í veg fyrir allar J) Litlu-Asíu. æsingar og allan undirróður, sem veiki friðsamleg viðskifti þjóðanna. 3. gr. Öll héruð fyrir vestan þá landamæralínu, sem þjóðirnar hafa þegar komið sér saman um, hverfa að fullu og öllu undan Rússum. Miðríkin og þær þjóðir, sem þau héruð byggja, eiga að ráða öllu um framtíð þeirra. Skipa skal nefnd þýzkra og rússneskra fulltrjja, til þess að fastákveða nánar hvernig landamærin skuli vera. 4. gr. Rússar skuldbinda- sig til þess, að yfirgefa þegar í stað aust- urhéruð Anatolíu1) og afhenda þau Tyrkjum. Ennfremur skulu þeir láta af hendi Erdehan, Kars og Batum og afsala sér öllum rétti til þess að ráða nokkru um það, hvemig um þær borgir og héruð fer. 5. gr. Rússar skuldbinda sig til þess að afvopna þegar í stað allan hinn rússneska her og senda her- mennina heim. Þar með er talinn hinn nýi stjórnbyltingaher Maxim- alista. Rússnesku herskipin skulu haldá kyrru fyrir í rússneskum höfn- um þangað til alheimsfriður er saminn, eða þá að þau skulu af- vopnuð. Sömu ákvæði gilda og um þau herskip, sem Bandamenn eiga í Rússlandi. Hafnbannið í íshafinu heldur áfram. Rússar skuldbinda sig til þess að slæða upp öll tundurdufl í Eystra- salti og Svartahafi. 6. gr. Rússar viðurkenna þann frið, er Ukraine hefur þegar samið. Þeir lofa að hverta á burtu úr Ukraine og hætta öllum undirróðri þar. Ennfremur láta þeir Eistland og Lífland af höndum. Eru landa* mæri þar að austan ákveðin um Navariner, Peipus, Pskov-vötnin til^ Livensof. Lögreglulið Þjóðverja hefur eftirlit í þessum löndum til bráðabirgða. RuSsar skulu algerlega hverfa á burt úr Finnlandi og Álandseyjum og skuldbinda sig til þess að vinna eigi gegn finsku stjórninni. Víggirðingar Álandseyja skulu "látnar ónotaðar, en Þjóðverjar, Rússar, Finnar og Svíar skulu síð- ar koma sér saman um það, hvernig með eyjarnar skuli farið. 7. gr. Báðir málsaðiljar viður kenna fullkomið sjálfstæði Persíu og Afghanistan. 8. gr. kveður á um það, að öll- um þeim hermönnum, sem teknir VegTia # hinnar miklu útbreiðslu, sem LANDIÐ hefur hlotið, bæði í Reykjavík og utan hennar, verður kaupsýslu- mönnum, á hvaða sviði viðskiftanna sem er, lang- hentugast, að auglýsa í LANDINU. hafa verið höndutii f óíriðnum, skuli gefið heimfararleyfi. 9. gr. Báðir málsaðiljar falla algerlega frá öllum kröfum um hernaðar-skaðabætur. 10 gr. Stjórnmálasambandi með útsendum ræðismönnum skal þegar komið á aftur. 11. gr. Sérstakir viðskifta- og verzlunarsamningar skulu gerðir með Rússum og hverju Miðríkj- anna. 12. gr. Sömuleiðis skulu ríkin, hvort um sig, koma sér saman um viðurkenningu á lögum hvers ann- ars, bæði þeim, er snerta ríkisheill og einstaklingsrétt. 13. gr. Friðarsamningarnir eru gerðir í 5 eintökum, og mismun- andi, eftir því, hver þjóðin á f hlut. 14. gr. Ef eitthvert Miðríkj- anna æskir þess, skuldbinda Rúss- ar sig til þess, að gera sérstakan verztunarsamning í Berlín innan hálfs mánaðar. Friðarsamningarnir ganga í ^ildi undireins og þeir eru undirskrifaðir. Þegar fréttirnar um friðarsamn- ingana komu til Berlín, var borgin öll fáuum skreytt. Þýzku blöðin álíta, að friðar- samningar þessir séu einhver hinn merkasti atburður veraldarsögunnar og/ eins dæmi, þar sem að undan Rússum gangi 50 miljónir manna og Rússland skerðist um 1 miljón 400 þúsund ferkílómetra. Prentsmiðjan Gutenberg. 148 er nú fyrir mitt leyti svo skelfdur sjálfur, að ég get ekki fengið af' mér að ámæla þér. Nú fer ég, og ég bið til guðs, að þér megi líða vel í húsi þfnu og að mér megi hepnast vel með skonnortuna, og að við megum báðir verða sáluhólpnir, þegar þetta líf er á enda, þrátt fyrir djöfulinn og flösku hans«. Síðan reið Lopaka niður eftir fjallinu, og Keawe stóð á svölunum út að vatninu og hlustaði á skeifnaglamrið við grjótið, og sá bjarmann af ljóskerinu flökta um götuna og meðfram hömrunum, þar sem lík fornmanna eru grafinn í hellunum. Hann skalf og titraði í sífellu, spenti greipar og bað fyrir vini sínum, og lofaði guð og þakkaði honum, a< því að hann var sjálfur sloppinn úr hættunni. En næsti dagur var svo bjartur og ljóm- andi, og hans nýi bústaður svo fagur og yndi^Iegur álits, að hann gleymdi allri hræðslu sinni.' Hver dagurinn eftir annan leið, og Iíf Keawes var stöðug gleði. Hann dvaldist jafn- aðarlega f forsalnum; þar át hann og drakk og var þar allan daginn, og þar las hann fréttirnar í blöðunum frá Honolulu. En þegar einhver fór fram hjá, bauð hann honum inn 149 og sýndi húsið og málverkin. Og orðstír hússins barst víða; ,hvervetna á Kona var það kallað Ka-hale-nui (stóra húsið), og stundum húsið ljómandi, því að Keawe hafði Kínverja í þjónustu sinni, sem fægði frá morgni til kvölds; og speglarnir og rúðurn- ar °g gyltu listarnir og húsgögnin og mál- verkin skinu og ljómuðu eins og sjálfur morgunbjarminn. Keawe gat ekki gengið um stofurnar án þess að syngja hátt, og hjarta hans stækkaði. Og þegar skip skriðu fram hjá, úti á sjónum, dró hann fána á stöng fyrfr framan húsið. Þannig leið tíminn, unz Keawe fór einn góðan veðurdag til Kailua til þess að hitta nokkra vini sína. Honum var veittur bezti beini, en í bítið morguninn eftir fór hann af stað bg reið hratt heim á leið, þvf að hann langaði til að sjá sinn fagra bústað, og þar að auki var næsta nótt ein af þeim nóttum, er andar fornmanna sveima um í hlíðunum á Kona, og nú þegar hann hafði átt mök við púka, langaði hann því síður til að rekast á .vofur. Spottakorn fyrir handan Honaunau kom hann auga á kvenmann f fjarska, sem 150 var að baða sig í fjörunni: það virtist vera fagurvaxin ung stúlka, en hann gaf því ekki frekari gaum. Nokkru síðar gat hann séð serk hennar blakta um hana, snjóhvítan, á meðan hún fór f hann og síðan rauðan mött- ul hennar. Þegar hann kom alveg að henni, var hún alklædd og stóð við veginn í rauða möttlinum. Hún var hress og blómleg eftir baðið og augu hennar ljómuðu skært og vinalega. Þegar Keawe sá hana gjörla, hélt hann við hest sinn. »Ég hugsaði, að ég þekti hvern mann í þessari sveit«, sagði hann. »Hvernig stendur á því, að ég þekki þig ekki?« »Ég er Kokua, dóttir Kianos*, svaraði stúlkan, »og ég er alveg nýkomin aftur frá Oahu. Hver ert þú?« »Bráðum skal ég segja þér, hver ég er, en ekki núna«, sagði Keawe og fór af baki. »Því að mér dettur nokkuð í hug, og ef þú fengir að vita, hver ég er, þá myndirðu sjá, að þú hefur heyrt mín getið, og þá svaraðir þú níér ef til vill ekki hreinskilnislega. En segðu mér fyrst og fremst: ertu gift?« Kokua hló hátt að þessarri spurningu.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.