Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 2
jMWlorar: Gusti J. Asxpörsscc (áb) o» íscnedlkt Gröndal.—AOstoOarrltstlön qjOrgvla GuCmundsscn - Fréttastjóri: Slgvaldl Hjálmarsson. — Slmar: 68890 - 14 30J — 14 903. Auglýslngasíml: 14 906 — ASsetur: AlþýBuhúslB - Fron smtfJa AlþínublaBsms, Hverflsgötu 8-10 — Askrlftargjald kr. 65.00 ZSSnutV. I Uu.iusulu kr. * 00 eint. Otgefandl- Alþýöuflokkurinn Ha ÖÐRTJ hverju verða 1 blöðum umræður um verðlagseftirlitið hér. Kaupmenn sækja á um að tEá verðlagsákivæðin afnumin en ríkisstjómin hefur *ekki iviljað á þær kröfur fallast enda er það yfir lýst stefna Afþýðufidkksins, að verðlagseftirþti verði haldið. Á síðasta þingi Alþýðuflokksins, sem haldið var haustið 1962 ivar eftirfarandi ályktun gerð um verðlagsmál: „28. flokksþing Alþýðuflokksins leggur á- herzlu á, að ströngu verðlagseftirliti verðihaldið, að verðlagsyfirvöld séu vel á verði og einbeiti sér að því að halda verðlagi í skef jum“. Verðlagseftirlitið hér er fólgið í því, að vissar vörutegundir, eru háðar ákvæðum um hámarksá- lagningu en verðlagsstjóra ber ekki aðeins að fylgj ®st með verðlagi á þeim vörum heldur einnig hin- um, sem ekki eru háðar hámarksákvæðum. Kaup- :menn halda því fram, að iverðlag mundi ekki1 hækka þó hámarksákvæðin væru afnumin. Telja þeir, að samkeppnin mundi halda verðlaginu í skefjum og lækka þaö. Allmargar vörutegundir hafa ekki verið háð- tar verðlagsákvæðum en neytendur hafa ekki orðið þess varir, að frjáls samkeppni hafi lækkað verðið á þekn vörum. Rök kaupmanna virðast því ekki tnægilega haldgóð. Hér á landi 'hafa verið mjög tíðar kaup- og verðbreytingar. Er af þeirri ástæðu ■enn rneiri ástæða til þess að hálda öflugu verðlags- leftirliti en ella væri. En það er lítið gagn í verðlagseftlrliti, ef það er ekki öflugt og ivel vakandi, Nokkuð hefur skort ;á það hér, að verðlagseftirlitið væri nægilega öfl- ugt. Má vera, að það hafi ekki yfir nægilega mikl- um starfskröftum að ráða til þess að geta rækt ■Mutverk sitt nægilega vel. Ef svo er þarf úr því að bæta. Neytendur eiga kröfu á því að verðlagseftirlit ið sé öflugt. Það er eðlilegt, að neytendur séu tor tryggnir við sífelldar kaup- og iverðbreytingar. Neytendum finnst iðulega, að verðlag hækki meira en kauphækkanir ættu að gefa tilefni til. Það er verðlagsyfirvalda að tryggja, að svo verði ekki. Mun Alþýðufiokkurinn leggja mikla áherzlu á það í stjórnarsamstarfinu að verðlagseftirlitið verði teflt. Smurstöðin Sætúni 4. Seljum smurolíur frá öllum olíufélögunum. jBíIliun er smurður fljótt og vel. Opið frá kl. 8 — 19. Hringið í síma 16-2-27. nu segir: Uppeldið, sem þjóðin veit ir stjórnmálaflokkuni ÞEGAR EG FOR I LEYFI var kosning-aheiftin á suðumarki. Þeg- ar ég kom I borgina var hún hjöðn- uð. Þegar ég fór úr borginni þótt- ust allir fuilvissir um það, að alit mundi loga í launadeilum meir'- hluta sumars, að síldveiðar gætu ekki hafizt á tilsettum tima og þjóðin mundi tapa tugum milljón-i af völdum verkfalla og verkbanna. Þegar ég kom í bæinn var kvlðmn horfinn — og síldveiðarnar liafnar. ÞAÐ ER EINS OG ÉG verði að fara burt til þess að friður komist á og allt falli í ljúfa löð. — Ég hef ekki minnst á kosningaúrslitin, enda eytt dögunum og kvöldunum í annað en slíkar bollaleggingar: lesið og legið og ekið um grösug- ar sveitir, þar sem flest er breytt frá því sem var í æsku minni nema veðrið og fjöllin, sólskinsblettirnir og skuggar í hlíðum. Það allt er óbreytanlegt — og í raun og veru þekkti ég það eitt mjög náið. Það er þó bót í máli að kannast við eitthvað á gömlum slóðum. HVAÐ SEM FLOKKSBRÆÐUR mínir segja, þá er ég ekki ánægður með úrslitin. Ég gerði nefnilega þá kröfu til fólksins, að það hugs aði rökrétt og veitti Alþýðuflokkn- um mjög aukið traust fyrir þögult, raunhæft og glæsileg starf, sem sannazt hefur fullkomlega í verki og enginn getur borið brigður á En mér varð ekki að trú minni á liæfileika fólks til raunhæfs mats. Alþýðuflokkurinn tapaði 200 at- kvæðum frá síðustu kosningum, fékk ekki viðbótina og missti einn þingmann. ÞAÐ SÝNDI SIG, að blekking- amar og spilamennskan með mál- efnin, reyndust þyngri á mctunum Bókagjöf til Gagnfræóaskól- ans í Keflavík Þriðjudaginn 11. júní heimsóttu þeir commander E.C. Newton og Mr. Edward B. Cheaver Gagn- fræðaskólann í Keflavík. Höfðu þeir meðferðis bækur, er þeir af- hentu skólanum að gjöf frá Varn- arliðinu. Commander Newton sagði við afhendingu bókanna, að innan. bandaríska sjóhersins væru starf- andi samtök, er nefnd væru „Pe- ople to people“, og væri markmið þeirra að auka kynni og vináttu milli þjóða. Væri þessi bókagjöf gefin á þeirra vegum. Nokkrir kenn arar skólans og húsvörður voru við staddir móttöku bókanna, auk skólastjóra, Bjarna F. Halldórs- sonar, er þakkaði gjöfina og bauð síðan gestunum að skoða skóla- liúsið. Bækur þær, sem gefnar voru, eru sem hér segir: The Encyclop- aedia Americana 30 bindi, The Book og Knowledge 10 bindi, The Children’s Classic 10 bindi, Stand 'ard Dictionary 2 bindi. en raunverulegt starf. Það þýðir ekki að vinna vei, ef það er ekki auglýst nógu mikið. Það þýðir ckki að hugsa um málefnin eingöngu, það er þyngra á metunum að slá úr og í, berja tóma blikkámu svo að heyrist vítt og víða. Það reyndist mjög vel fyrir Framsóknarflokkinn Það er hættuleg uppeldi, sem þjóð in veitir stjórnmálaflokkunum. EITT FYRIRBRIGÐI í síðustu kosningabaráttu kom mér á óvart. Fyrir löngu síðan sagði einn af stjórnmálaleiðtogum þjóðarinnar við mig, að pólitik væri aðallega orðin fyrirgreiðslustarf. Ég' mót- mælti því á þá leið, að lífsskoöan- irnar hlytu að vera grundvöllur- inn. Ég vissi hins vegar, að hjálp- fýsi við einstaklinga hlaut að hafa nokkur áhrif, en ég neitaði að trúa því, að atvinnupólitík, útveganir, launafyrirgreiðslur og aðstöðubæt ur, væru grundvöllurinn. ÉG HEF ALDREI FYRR oröið eins áþreifanlega var við fyrir- greiðsluspanið og í síðustu kosn- ingabaráttu. Það var bókstafle?a óhugnanlegt. Ég liugsa, að það sé rétt, að nær allir, sem í kjöri voru hafi reiknað sér miklu fleiri at- kvæði en þeir fengu — og ástæð- an var sú, að svo margir leituðu eftir fyrirgreiðslum og töluðu fag urlega. Þetta er ekki bundið við flokka. Þetta á jafnt við um fram- bjóðendur allra flokka. ÉG HELD, að stjórnmálamenn ættu að gera verkfall í þessu efni. Það verður þó erfitt að fá þá til þess. En óhugnanlegt er það, ef þetta á að marka stjórnmálabar- áttu okkar í framtíðinni. Hannes á horninu. ufanborðsmóforar 3 ha. 15 ha. 5 — 18 — 5% — 28 — 10 — 40 — Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 Sími 35200. AUSTIN A40 Austin A40, Stadion-bifreið, er hentugur fyr- ir fjölskylduna. Austin A40 hentar iðnaðarmanninum. Austin A40 er vatnskældur meo afar full- kominni miðstöð og loftræstingarkerfi. Höfum bifreið á staðnum. GARÐAR GÍSLASON hf. bifreiðaverzlun. £ 21. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.