Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 5
- iiiiiimiMiiniitH«iniiiiiiiiiiiityiiiim.imiiimiiiiiiiiiiiii«iiimiitiniiiuiiimniiiiiii.iiiii«.i»iiiiimiiiiiHiniii»i»iii»»i»i»i.n. • .•.•••••■M||llllll1|||MM|IM||||É|M||tllf4|ll|IMI|IMIMMMIM||||MMI||MIII|MIIMII> um gæsir og áiftir Ý M S A R skemmtilegar upp- lýsingar komu fram í viðtal- inu út af gæsunum, sem rétt er að gcta um sérstaklega. T. d. skýrði dr. Finnur Guð- mundsson svo frá, að miklu auðveldara væri að telja heiða gæs en grágæs af þeim sök- um, að þegar styggð kemur að heiðagæs, hleypur hún burtu frá vatni og helzt upp á hóla og hnappast þar sam- an. Hins vegar fer grágæs út á vötn og ár við sömu aðstæð- ur. Þá skýrði Finnur frá því, að gæsum hefði fjölgað mjög mikið hér á landi á síðustu ár inn og væri hana nú að finna í flestum landshlutum, þar sem hún hefði áður verið á tiltölulcga takmörkuðum svæðum. Hann taldi, að tjón af völdum gæsa væri orðum aukið. Hann benti á, að þegar korn væri tekið að koma upp á ökrum, nægði girðing til að halda gæsum burtu frá akr- inum, því að þær settust aldr- ei á sprottinn kornakur. Þær ætu þá aðeins utan með. Ef um fækkun yrði að ræða, mundi hún áreiðanlega ekki leyFð með skytteríi Ekki vildi hann segja neitt um, hvaða ráðum yrði beitt, ef til kæmi. Hins vegar benti hann á, að hér áður fyrr hefði fjölgun gæsa og álfta verið haldið í skefjum með eggja- tekju. ÁEFTIR OF MARGAR Þá sagði dr. Finnur, að senni- lega væru álftir orðnar of margar í landinu. Svo væri komið, að allt pláss væri upp- tekið. Væri nú orðið heilir hópar af geldfugli, sem hvergi kæmist að. Benti hann á, að stórir fuglar gætu orðið mjög gamlir. Ef þeir yrðu ekki fyr- ir slysum, væri ekkert því til fyrirstöðu, að þær gætu orð- ið 100 ára. iiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiMiiiiimiiiiiiiiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiikiniiiiiii, lelja gæsir Frh. af 16. síðu. Mr. Boyd, fyrirliði brezka leið- angursins, skýrði svo frá, að starf leiðangursins í ár væri tvíþætt. í fyrsta lagi yrði flogið yfir helztu gæsabyggðir og fuglarnir taldir. Fer það þannig fram, að þar sem um stóra hópa er að ræða, reyna teljarar að skipta þeim í sjón- j hendingu í hópa, nokkurn veginn i jafnstóra og margfalda síðan. Til frékara öryggis er flogið aftur og þá skipt í stærri heildir Er venju- lega flogið þrisvar yfir sama hóp- inn í 200 m. hæð, en að því loknu bera teljarar saman niðurstöður sínar, „sem stundum passa”, sagði Boyd brosandi. Hann- sagði, að i nokkur ár hefðu gæsirnar verið taldar, er þær kæmu til Skotlands og hefðu þær reynzt vera 35—40 þúsund talsins. Þá hefðu þær skipt verulega um aðsetur á Bretlands- eyjum. Langmest væri nú af peim í Skotlandi, dálítið í Englandi, en á írlandi væru þær orðnar sjaldgæfur fugl og friðaðar allt árið. Hann skýrði frá því, að um 10.000 gæsir væru skotnar í Skot- landi 'á hverjum vetri. Hann sagði ennfremur, að bændur í Skotlandi kvörtuðu undan skemmdum af völdum gæsa, en það tjón væri að- eins á takmörkuðum svæðum og virtist helzt verða á vorin, þegar haustsáð hveiti færi að koma upp. Þá væri það á einu svæði, sem þær hefðu étið talsvert af rófum, og loks gætu þær tafið fyrir vexti á ökrum með því að troða jarðveg- inn niður, er þær gengju um blauta akra. Hinn aðaltilgangurinn með ferð- inni hingað í ár er að reyna að handsama eins mikið af gæsum og hægt er og merkja þær, bæði með hringjum á fótum, og mislitum hálsböndum, en greina má- langt að og þannig sjá, hvort fuglar frá ákveðnum svæðum á íslandi haldi hópinn, er til Skotlands er komið, eða hvort hóparnir tvístrist. Boyd kvaðst ekki eiga von á, að þeim tækist að handsama margar gæs- ir til merkinga í ár, en þeir vonuð- ust til að læra aðferðina nú, svo að þeir gætu notað hana með góð- um ráangri næsta ár. Hann skýrði ennfremur frá því, að í liaust mundi dr. Janet Kear, sem í tvö ár hefur unnið mikið að því að rannsaka kvartanir um tjón af völdum gæsa í skotlandi, koma hingað og fara til staða, það- an sem kvartanir hefðu borizt um tjón. Mr. Boyd kom hingað fyrir 10 árum með Peter Scott og taldi heiðagæsina, sem þá reyndist vera 10.000 talsins. Þeir félagar fljúga í Cessna-vél Björns Pálssonar til að telja, en til ferðalaga á landi hefur Heild- verzlunin Hekla lánað leiðangrin- um Land-Roverbíl með því éinu skilyrði, að þeir skili honum aft- ur. Kváðust þeir mjög þakklátir fyrir þetta. Wildfowl Trust ber all- an kostnað af rannsókn þessari, en styrk, sem Náttúrugripasafnið fékk frá Yísindasjóði í ár til þess- ara rannsókna, 30.000 krónum, verður sennilega varið til athugana dr. Kear í haust. Ferðafólkið kaupir Efri myndin sýnir erlenda stúlku virða fyrir sér ís- lenzka lopapeysu. Neðri mynd'n er af Gripsholm á ytri höfninni. Sænska skemmtiferðaskipið Gripsholm kom til Rvíkur' í gær hvítt og skinandi eins og vant er. Innanborðs eru 450 farþegar, 440 Bandaríkjamenn og 10 af öðrum þjóðernum. Fólk þetta er lang- flest komið yfir miðjan aldu.% ekki ríkt, en kemst vel af. Það hefur safnað til ferðarinnar x nokkur ár, það hefur áhuga á Norðurlöndun- um og það vill hvíla sig. Til þess að sjá um þetta fólk og gera því ferðina sem þægilgasta hefur skip stjórinn, Carl Otto Wijkmark, 442 manna áhöfn. Og það er ekki að- eins séð um að fólkið fái nóg að borða og drekka, eða búið sé um rúmið og ryksugað, heldur er einn ig séð fyrir andlegum þörfum. Tveir prestar eru á skipinu, ka- þólskur prestur og mótmælenda- prestur. Á' hver jum morgni er guðsþjónusta og bænastund í kvik myndasal skipsins. Þegar líður á daginn eru kvikmyndasýningar, og m.a. var í gær sýnd myndin Sunny Iceland eftir Hal Linker við mikla hrifningu farþeganna. Oft eru sýnd ar nýjar kvikmynttir, meira acf segja myndir, sem ekki er fariðf að sýna í landi, Þetta skip er eins og lítið þorp., Þar er læknir, hjúkrunarkonur, nuddmeistarar, bókaverðir og tv&-, bókasöfn. Þa eru verzlahir þar,. sem fá má allt milli himins c-g jarði ar, snyrtivörur frá Dior, danskai* brúður, norskar peysur, itölsk.- bindi, skó frá Lavín og gull frá' Hallberg. Og vandamálin eru mörg' t.d. verður að hafa blóm á borð- um, og enda þótt sérstakur frystiL klefi sé hafður til að halda beim. . ferskum þá vilja þau deyja, og; þegar til Reykjávíkur kom varSf að kaupa heil vagnhlöss af blómt um. Gripsholm kom hingað frá NeW York en heldur liéðan tii Hamnn’ erfest. Síðan er komið víð á ýms- um stöðum í Noregi, Svíþjöð, Dan- mörku, Finnlandi, Russlandi,. Þýzkalandi, Hollandi, Beigíu ogf írlandi, en þaðan er haldið vesturi, um haf og komið til Mew Yorfcí eftir 47 daga för. Farþegum gefst víða kostur á að koma i land og annast ýmsar ferðaskrifstofur mót tökurnar. Hér sá Ferðskrifstofa Zoega um gcstina. Flestír ioru ff land og margir keyptu sér minja gripi frá íslandi. Gæruskínn, peys-* ur og silfurvarningur er vinsælast og sífellt eykst sala á ofnum, ísv lenzkum teppum. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ — 5. julí' 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.