Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 7
- og Ward teiknar hana fyrir réttinum ■ Ekkert er eins umrætt þessa dagana í Bretlandi og víSar um lieim og Profumo-hneykslið svo- nefnda. Mál þetta gerizt æ um- fangsmeira með degi hverjum, og margir kunnir menn dragast inn í það. Profumo hermálaráðherra, læknirinn og listmálarinn Steph- en Ward, Astor lávarður og fleiri þekktir menn koma við sögu ungfrú Christie Keeler, létt úðardrósarinnar fögru, sem nú hefur opinberað ævisögu sína. Dr. Ward er gefið að sök að gera vændi að tekjulind sinni með því að koma Keeler og vinkonum hennar í kynni við hátts. menn sem gegn gjaldi hafi notfært sér bliðu þeirra. Dr. Ward er 'talinn hafa tekið til sín bróðurpartinn af því, sem stúlkurnar unnu sér inn á þennan miður geðfellda hátt. Stöðugt eru dregin fram ný vitni í máli dr. Ward og félaga hans. Dag frá degi verður það lýðum ljósara, hve óhugnanlegt siðleysi felst á bak við grímu hins fágaða broddborgara, dr. Ward og kumpána hans. Allur almenningur í Bretlandi og víðar um heim hefur látið í ljóg van- þóknun sína á þessu hórumangi. Auk ungfrú Christine Keeler sem mest hefur verið umrædd í sambandi við mál þetta, hafa ým- is önnur vitni skýrt frá mörgum MARGARET RICHARDO veigamiklum atriðum, er skipta mjög miklu við 'rannsókn máls þessa. Margaret nokkur Richardo, að- laðandi, hávaxin og lagleg ung stúlka, búsett í Lundúnum, hefur skýrt frá því að hún hafi oftar en einu sinni átt mök við ókunna karlmenn í íbúð dr. Wards. Náin vinstúlka ungfrú Keeler, hin ljóshærða 18 ára gamla Mari- lyn Rice-Davies hefur einnig fyr- ir rétti skýrt frá því, að liún hafi átt ástamök við ýmsa háttsetta menn á vegum dr. Wards. Hún kveðst hafa þegið fé fyrir og hafi dr. Ward fengið hlutdeild í því. Enn ein ung stúlka, Sally Jon- es Norie hefur og borið vítni gegn dr. Ward og viðskiptavinum hans, og er framburður hennar mjög á sama veg og hinna stallsystr- anna. Mikill fjöldi fólks hefur alla jafna safnazt úti fyrir dyrum dóm salarins á meðan á yfirheyrslum hefur staðið. Viðbrögð áhorfenda og áheyrenda hafa verið mjög mis munandi. Er það sérstaklega í frá sögur fært, að flestar stúlkurnar, sem leiddar hafa verið sem vitni í málinu, hafi hulið andlit sín fyrir fólkinu og vilja láta sem minnst á sér bera. Undantekning frá þessu var þó frú Rice-Davies. Hún gekk hnarreist fram hjá FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ. 8.00 Morgunútvarp. Bæn. Tónleikar. 8.30 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. Tónl. 12.25 Fréttir og tilk. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Við vinnuna. Tónleikar. 15,00 Síðdegisútvarp. Fréttir og til. Tónleikar. 16.30 Veðurfr. Tónleikar. 17.00 Fréttir. Endurt. tónlistarefni. 18.30 Harmonikulög. 18.50 Tilk. 19.30 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðm.). 20.30 Rimsky-Korsakov: Píanókonsert í cis-moll, op. 30. 20,45 í ljóði: ,,Um sumardag er sólin skín.” Þáttur i umsjá Baldurs Plmasonar. Lesarar Guðbjörg Vigfússon og Sigurður Skúlason. 21.10 íslenzk sumarlög, sungin og leikin. 21.30 Útvarpssagan: Alberta og Jakob. Hannes Sigfússon. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöidsagan: Keisarinn í Alaska, Hersteinn Pálsson les. 22.30 Menn og músik: 1. þáttur: Chopin. Ól. R. Grímsson. 23.15 Dagskrárlok. Dr. Stephen Ward. RICE-DAVIES fólksþvögunni og inn í dómsal- inn án þess að blikna. Dr. Stephen Ward hinn fimm- tugi læknir og listmálari, sem ákærður er í þessu máli, hefur sýnt mikið jafnvægi í yfirheyrsl- unum. Hann hefur verið hinn stilltasti og gert sér það til dund- urs á meðan hann hefur hafzt við í réttarsalnum, að draga upp myndir af því, sem fyrir augu hefur borið. Á meðan verið var að yfirheyra ungfrú Rice-Davies var dr. Ward til dæmis önnum íkafinn við að teikna af henni mvnd, þar Sem liann sat í stúku ákærða. DR. STEPHEN WARD er meðal annars gefið að sök að hafa rekið hóruþús á heimili sínu á tímabil- I inu frá júníbyrjun 1961 til 31. des. 1962 svo og að hafa framkvæmt 2 fóstureyðingar hjá konum, sem þungaðar höfðu orðið við samfarir við dr. Ward og kumpána hans. Hórumang hans á þó að hafa stað- ið enn lengur en frá 1961 að því er sækjandi málsins hefur haldið fram í réttinum. Sækjandinn tel- ur sig geta sannað, að þær Chris- tine Keeler og Marilyn Rice-Da- vies hafa verið í þjónustu Wards allt frá árinu 1958. Rússneskur maður að nafni Jev- genij Ivanov hefur einnig flækzt inn í mál þetta með því að hafa samfarir við vinstúlkur dr. Wards. Um slceið var álitið, að Rússi þessi hefði verið viðriðinn njósnir og veitt sitthvað upp úr Profume og öðrum háttsettum viðskiptavin- um dr. Wards, en það mun að lík indum vera ágizkun, sem ekki á við rök að styðjast. í fyrra dag var úrskurðað, að sakamál skyldi höfðað gegn dr. Stephen Ward, og mun málið koma fyrir rétt þann 9. júlí eincs og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Verður fróðlegt að sjá að hvaða niðurstöðu dómuriBix. kemst, en óefað mun ströng ref-- sing vofa yfir lækninum, CHRISTINE KEELER HIN SlOAN ALÞÝÐUBLAÖID — 5. júií lS53f J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.