Alþýðublaðið - 11.07.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1963, Blaðsíða 3
Ussað og fussað á Pál og Frederiku LONDON 10.7 (NTB-Reuter). I Bæði í gær og í dag héldu kjarn Páll Grikkjakonungur og Freder- ! orkuafvopnunarmenn og aðrir mót ika drottning hans, sem eru í heim | mælafundi þar sem var krafizt, sókn í Bretiafidi, — heimsókn sem hefur leitt til ýmissa mót- mælaaðgerða og árekstra — voru í kvöld gestir við hátíðasýningu á Miðsumarnæturdraumi eftir Shakespeares í leikhúsi nokkru í West End. Er þau komu til leik- hússins, var tekið á móti þeim með ussi og fussi, flauti og siegheil hrópum. að pólitískir fangar í grískum fang elsum yrðu látnir lausir. Báða dag ana var Lundúnalögreglan kölluð út. Gerðar hafa verið miklu meiri varúðarráðstafanir í sambandi við heimsókn grísku konungshjónanna en vanalegt er. Heimsóknin stend- ur í þrjá daga. Verkfalli ýrt í US WASHINGTON 10.7 (NTB-Reut er). Kennedy Bandaríkjaforseti tilkynnti seiM í dag, að ekki yrði af hinu fyrh'hugaða verkfalli járn brautastarfsmanna. Hefði verkfall ið átt að hefjast einni mínútu eftir miðnætti í nótt. Fyrr í kvöld upplýsti Salinger blaðafulltrúi forsetans, að Kenne dy hefði kallað aðila að verkfall inu á sinn fund í Hvíta húsinu kl. 22 eftir ísl. tíma. EBE - fundur í Brussel BRÚSSEL 10.7 (NTB). Utanrík isráðherrar rikja Efnahagsbanda- lagsins hófu í dag fundl í Bríissel án þess að minnast á pólitísk mál, eins og t.d. það hvernig haga skuli i framtíðinni viðræðum við Breta Dan| og Norðmenn. Þetta mál ræddu utanríki'íráðherrar Bene- luxlandanna þriggja á fundi sín- um í morgun. Urðu þeir nánast sammála um að halda beri reglulega fundi í Briissel með fastafulltrúum aðild arríkja EBE, sendiherra Breta og EBE-ráðinu. Síðar skyldu Dan- mörk og Noregur tekin inn í við- ræðurnar. — Óvíst er um skoðun Frakka í þessu máli, en talið er vera fús til að halda fundi ráð- herra þriðja hvern mánuð í liöfuð borgunum á víxl og á grundvelli fyrirframgerðrar áætlunar. Verkalýðsfélögin, sem hótað hafa verkfalli 195.000 manna höfðu fyrr í dag vísað á bug til- lögu forsetans um að leysa deiluna með gerðardómi. Óttuðust félögin að slíkt yrði túlkað sem v'ður- kenning á gerðardómi sem megin reglu. Tillaga forsetans var sú, að fresta skyldi öllum aðgerðum er boðaðar hafa verið og Arthur Goldberg hæGta,'rétt4”dómari og fyrrv. verkamálaráðherra, yrði málam iðlimarmaður. í dag var almennt talið, að mi»~ tækist þessi síðasta tilraun for setans til að finna lausn á deil- unni, mundi hann biðja þingið um að skerast í leikinn og stöðva verkfallið. Járnbrautafélögin halda því fram, að nauðsyn beri nú til að koma á víðtækri vinnuhagræðingu til að losa sig við óþarft starfslið sem verkalýðsfélögin hafa til þessa neytt félögin til að halda í starfi. Sem dæmi er tekið, að þótt dieselvélar séu komnar á flestar leiðir, verða félögin samt að hafa kyndara á vélunum, þar sem þeir hafi engu starfi að gegna. Halda félögin því fram, að þau greiði 1 nú árlega milljónir í laun til manna, sem raunverulega sé eng in þörf fyrir. Það erl félög eimreiðastjóra, bremsumanna, vagnstjóra o.fl., sem boðað hafa verkfall, en alls mun verkfallið hafa bein áhrif á hálfa milljón annarra starfsmanna járnbrautafélagann. Er konungshjónin óku í dag um götur Lundúna niður að Thames til að fara í stutta bátsferð á áníii, reyndi Betty Ambatielos, sem er gift formanni gríska sjó- mannasambandsins, að ryðja sér braut gegnum hindranir og komast að bíl konungshjónanna. Hún klór aði og sparkaði og losnaði frá lög- reglumönnunum, sem reyndu að halda henni, og tókst að dreifa nokkrum miðum með kröfu um, að maður hennar, sem setið hefur í fangelsi í Grikklandi í 16 ár, verði látinn laus. Lögreglan náði henni aftur og hélt henni, þar til kon ungshjónin voru komin um borð og út á ána. Það var upplýst seinna, að frá Ambatielos mundi á morgun ræða við Payanotis Pipinelis, for- sætisráðherra Grikkja, sem er í för með konungshjónunum. Hán hefur lýst yfir, að hún muni ekKi hafast frekar að fram að þeim fundi. Maður hennar var upphaf. dæmdur til dauða fyrir að hafa hjálpað, skæruliðshersveitum 1 grískra kommúnista. Dóminum var síðan breytt í ævilangt fangelsi. Konungshjónin voru líka hyllt á ferð sinni um Lundúni í dag. ÁREKSTUR HARÐUR árekstur varð í fyrradag á mótum ' Skúla- túns og Skúlagötu. Rákust þar saman bifreið og skelli- naðra. Ungur piltur ók skellinöðrunni, og féll hann I götuna og meiddist á fæti. Myndin er tekin skömmu eft ir að áreksturinn var. MUNKAR DÆMDIR FYRIR FJÁRKÚGUN ÞRlR Fransiskusmunkar hafa ver- ið dæmdir í 13 ára fangelsi hver fyrir samsekt i fjárkúgun og öðr- um afbrotum. Einn munkanna ei 84 ára gamall. Áfrýjunarréttur í Messina á Sikiley kvað upp dóm þennan sl. föstudagskvöld og hratt þar með dómi undirréttar, sem í júni í fyrra hafði sýknað munkana á þeirri forsendu, að þeir hefðu verið neyddir til að fremja verknað þennan. Hins vegar voru munkarnir sýknaðir, vegna skorte á sönnunum, af þvi að vera sam- sekir í morði á landeiganda ein- um, er skotinn var af grímumönu- um. Munkarnir viðurkenndu að hafa á árunum 1956 til 1959 notað skriftastólinn í hinu afskekta klaustri sínu til kerfisbundinnar Flúði á kennsluflugvél frá Póllandi til V-Berlín BERLÍN 10.7 (NTB-Reuter). PólSklir major lenti í dag á Tempelhof-flugvelli á liernáms- svæði Bandaríkjamanua í Vestur Berlín og baðst hælis sem póli- tískur flóttamaður fyrir sig og fjölskyldu sína. Hann kom fljúg andi frá Póllandi á lítilli eins- hreyfils kennsluflugvél. Majórinn heitir Richard Obacz. Hann flaug í kennsluvélinni rétt yfir trjátoppunum þvert yfir Austur-Þýzkaland og var klukku stund á leiðinui frá Póllandi. Hann hafði með sér konu sína 27 ára gamla og tvö börn, níu og sjö ára. Sagt var á Tempelhof í dag, að Austur-Þjóðverjar hefðu uppgötvað vélina í þann mund er hún var að komast yfir landa- mærin, en ekki heyrðist að skotið væri á hana. Obacz flaug tvo hringi yfir flugvöllinn áður en hann lenti. Síðar í dag sagði Obecz majór við blaðamenn, að hann hefði sloppið yfir þvert Austur-Þýzka- land vegna þess að hann hefði verið búinn að kanna fyrirfram hvar þýzku eftirlitsstöðvamar væru og getað sveigt fyrir þær. fjárkúgunar, en héldi því hins veg ar fram, að óþekktur glæpaflokk- j ur hefði neytt þá til þess. Saksóknarinn var 16 tíma að flytja lokaræðu sína fyrir réttin- um, þar sem hann kallaði munk- ana niður og kvað þá vera aðal- afbrotamennina. Dómur þessi er uppkveðinn á ! sama tima, sem herferð gegn glæpa félaginu MAFIA er í fullum gangi og 70 manns hafa þegar verið handteknir. Er lögreglan um alla Ítalíu á höttunum eftir yfirmönn um Mafíunnar, 6em hafa flúið vegna aðgerða þessara. Svo er að sjá sem Mafían hafi sjálf undirritað sinn eiginn dauða dóm eftir 150 ára starfsferil og þúsundir morða. Er þetta skoðun ítalskra stjórnmálamanna, sem í fyrsta sinn hafa skipað þingnefnd til að rannsaka mál Mafíunnar og undirbúa herferðina gegn henni Skipun nefndar þessarar kem ur í kjölfar fjölda morða, sem framin hafa verið í Palermó á Sikiley og þar í grennd, en þau náðu hámarki sínu í fyrri viku, er sjö lögreglumenn og hermenn voru drepnir. Þessari glæpaöldu lauk með því, að tvær sprengjur voru sprengdar og tala dauðra komst hærra en í verstu árásum band íttsins Giulliano, sem loksins var drep'nn 1950. Hefndaraðgerðir milli tveg^ ;a stríðandi hópa Mafíunnar hófust 1939 og breiddust fyrr á þessu ári út til Milano. Meðal síðustu sjö fórnarlambanna var 25 ára gamall liðsforingi í siðferðislög- reglunni í Palermo. Eftir stríðið tókst Mafíunni að koma á gagnverkandi verndarsam skiptum við stjórnmálaaðila í Róm, einkum vegna getu sinnar ti!l að afla U'egum demó- krötum atkvæða. Nú hafa öll blöð, bæði hægri og vinstri sam einast í að fordæma getuleysi stjórnarvalda gagnvart verndar- afbrotum. ★ PARÍS: Fjármálaráðherra Frakka, d’Estaing, tilkynnti I dag' að Frakkar hyggðust aftur greiða hluta af skuld sinni við Ban.la- ríkjamenn, áður en hún félli í gjalddaga. í þetta sinn er um að ræða 200 milljónir dollara. ★ NÝJU DELHI: Rússar hafa fail izt á 1 meginatriðum að láta Ind- verjum í té fjórar eða fimm svoit ir MIG-21 orrustuþota með loft- varnaeldflaugum, sögðu góð.ir heimildir í Moskvu í dag. Er sagt, að fyrsta sending’n sé þegar kom- in af stað til Indlands. ★ WASHINGTON: Kennedy for- seti átti í dag lokasamtal við Harriman, áður en hann lagði af stað til London og þaðan t’l þrí- veldaviðræðnanna í Moskvu um atómbann. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. júlí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.