Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 7
„Sésialskur jazz“ eða vesfræn framleiðsla? Á MEÐAN þeir Krústjoff, Gromyko, Lord Hailsham og Averell Harriman sátu á rökstól- um austur í Moskvu að ræða bann við kjarnorkuvopnun og bætta sambúð þjóðanna olli maður nokk ur sovézkum valdhöfum ærnum á- byggjum. Það var bandaríski jazz- Jstinn og klarinettsnillingurinn Benny Goodman. Goodman hefur ásamt hljóm- sveit slnni verið á ferð um Sovét ríkin að undanförnu og haldið fjöl marga hljómleika. Er hljómleika- ferð hans liður í menningarsam- skiptum Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, en um þau hafa verið gerðir formlegir samningar. Það stóð til, éftir samningum þessum, að fleiri jazzistar frá Bandaríkjun- um færu í sömu erindagjörðum til Sovétríkjanna, en sovézka mennta málaráðuneytið hefur farið þess á leit að horfið verði frá því. Menntamálaráðuneytið í Moskvu stendur mjög á móti jazz músik, en hefur ekki megnað að hefta útbréiðslu hennar að nokkru ráði. Hvarvetna hafa sprottið upp jazzklúbbar, til dæmis í Moskvu og Leningrad og fleiri sovézkurp stórborgum. í klúbbum þessum hafa bæði innlendir og útlendir hljóðfæraleikarar skemmt gestun- um. Eru það einkum pólskir og tékkneskir jazzistar, er verið hafa á ferð í Sovét, sera látið hafa ljós sitt skína. Pólski jazzinn er afar vinsæll í Sovét enda stendur hann á mjög háu stigi og er fylli- lega sambærilegur við vestrænan jazz. Eftir för Goodmans kom til orða að jazzkarlar af éldri árgöngum eins og Duke Ellington og Count Basie, heimsæktu Sovét en ráða- menn hafa kollvarpað þeirri hug- mynd vegna hinnar slæmu reynslu af för Goodmans og félaga. Kreml búar telja semsé, að þeir hafi haft mjög siðspillandi áhrif á æskulýð landsins. Höfnun á fleiri jazz-gestum er talin vera liður í refsiaðgerðum Krústjovs vegna aukinna vest- rænna og þar með „óhollra“ áhrifa í listalífi Sovétríkjanna. Lieta- mennirnir hafa vikið upp á síðkast ■ - ■ Kæra sigr ekki um Count ið frá hinni kremlskipuðu línu í l.istunum og það líkar valdamönn- um illa, svo sem kunnugt er orðið. Þrátt fyrir andróður af hálfu ráðamanna hefur jazzinn skotið svo föstum rótum í Sovétríkjun- um, að ekki verður á móti honum spornað. Unga fólkið hefur hrif- izt af honum og þess vegna segja sumir háttsettir Sovétleiðtogar að eina ráðið úr þessu sé að skapa „sósíalistiskan jazz‘,‘ sem allir geti vel við unað. Pravda í Moskvu og Rude Prava, málgagn kommúnista- flokksins í Prag í Tékkóslóvakíu hafa að undanfömu rætt mikið um jpzzinn og vandamál hans. Hefur þar ýmsum sjónarmiðum verið á loft haldið, og því þá einna helzt að skapa verði „sósíalistiskan jazz“. „Sósialjazzinn" er ennþá ó- fæddur en sá vestræni grasserar í Sovét. Skyldi þetta snúast við á næstunni? BARNADAUÐI í CHICAGO í CHICAGO létust nýlega 10 börn og önnur 89 voru lögð inn á sjúkrahús hættulega veik. eftlr að hafa lagt sér málningu til munns. Málning þessa, sem börn in pilluðu af veggjum heimila sinni, átu þau vegna ákafs hung- urs, en öll eru þau úr fátækra- 133 ára FRÖKEN Norlah Buyamen i Singapore varð 133 ára fyrir nokkrum dögum, Bárust henni heillaóskir hvaðanæva úr heimin um í tilefni afmælisins og svo var gamla konan ern, að hún settist þegar niður að skrifa svarbréf og þakka fyrir sig. hverfum borgarinnar. Málaferli hafa .spunnjzt út af atburðum þess um og krefja foreldrar hinna látnu barna húseigendurna um bætur vegna liinnar lífshættulegu mái.i- ingar. Heilsugæzlustjóri Chicago borgar, dr. Samuel Andelman, hef ur komið fram í útvarpi og fyrir- skipað varúðarráðstafanir í þessu sambandi. KEELER HÆTTIR VEGNA DAUÐA dr. Step hens Wards, hefur höfuð- paurinn í öllu hneykslinu, ungfrú Christine Keeler horfið frá þeirri ákvörðun að leika sjálf aðalhlutverkið í kvikmynd, sem kvikmynda félagið Topaz Film Distri- butors Ltd. hyggst gera um líf hennar. Forstjóri kvikmyndafélags ins sagðist skilja þessa skyndilegu ákvörðun ungfrú Keeler mæta vel, þar sem hún ætti að sjálfsögðu ræt- ur sínar að rekja til hins sviplega fráfalls dr. Ward, sem Keeler hafi verið tegnd mjög nánum bönum. For- stjórinn telur samt, að Keel- er muni taka að sér hlnt- verkið, þegar hún hafi náð sér á nýjan leik. Eiturlyf i Dan- mörku KOMIZT hefur upp um eitur- lyfjabrask í Danmörku. Eiturlyíja hringur í Esbjerg hefur um langt skeið haft eiturlyf út úr fjörgöml um lækni, Jespsen áð nafni, senv er 84 ára, á fölskum forsendum. Læknirinn sver og sárt við legg- ur að hann hafi ekki grunað, að neitt ólöglegt brask ætti sér stað með lyfseðla þá. sem hann gaf úii í stórum stíl. Málið er nú í rar»n sókn og hefur vakið mikla athygli í Danmörku. KVENSKASS! NÍU ÁRA gamall kvenfíll í dýra garðinum í Kaupmannahöín beit nýlega halann af karlfíl þeim, sem til stóð að yrði maki hennar. Fíln um var refsað með því að flytja hann burt sem skjótast. Benny Goodman (til hægri) í hrókaræðum við sovézka tónsmiði, Aram Khachaturyan (til vinstri) og Tikhon Khrennikov (í miðið). SKÁLDIÐ GREENE TIL KÚBU RITHOFUNDURINN Graham Greene hefur nýlega fengið boð Fidels Castros um að heimsækja Kúbu í september næstkomandi. Þetta verður væntanlega önnur ferð Greenes til Kúbu en hann fór þangað árið 1955 í stjórnartíð einræðisherrans Batista. Árang- urinn af þeirri ferð var hin sprenghlægilega njósnasaga „Um boðsmaður í Havana‘,‘ sem lesin var sem framhaldssaga í Útvarp Reykjavík á sínum tíma. Hvort vænta má svipaðs árangurs af för Greenes til Kúbu á hausti kom- anda er ekki hægt um að spá, en lesendur hans gera sér góðar von ir. 8.30 9.10 11.00 12.15 14.00 15.30 17.30 18.30 18.55 19.30 20.00 20.20 20.45 21.10 22.00 22.10 \ ÚTVARP REYKJAVÍK Sunnudagur 18. ágúst Létt morgunlög. •— 9.00 Fréttir. Mprguntónleikar. — (10.10 Veðurfregnir). Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). Hádegisútvarp. Miðdegistónleikar. Sunnudagslögin. — (16.30 Veðurfregnir). Barnatími: (Hildur Kalman). a) Halldóra B. Björnsson les þýdd ljóð eftir svertingja. b) Leikrit: „Út í geiminn með saumavél" eftir Jakob Skar-» stein (Á,ur útv. 12.6 1960). ,Þar fornar súlur flutu á land‘‘: Gömlu lögin sungin og leikin. Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. Fréttir. * Kjell Bækkelund leikur píanólög eftir Grieg. „Yfir fornum frægðarströndum", — frá 100 ára afmæli ReykJ* víkur 1886. Upplestur: Andrés Björnsson o. fl. a) Kvæði Steingríms Thorsteinssonar. b) Erindi um Reykjavík eftir Björn Jónsson ritstóra. Haandel-kórinn í Berlín syngur fræg kórlög. — Einsöngvararf Lisa Otto og Donald Grobe. Stjórnandi: Giinther Arndt. „Segðu mér að sunnan" — Ævar R. Kvaran sér um þáttíniK Fréttir og veðurfregnir. Danslög. -— 23.30 Dagskrárlok. Kvölddagskrá mánudagsins 19. ágúst 20.00 Um daginn og veginn (Benedikt Gröndal alþm.). 20.20 Tónlist eftir Jón Leifs: a) Fjögur píanólög: 1. Valse lento, 2. Preludjum, 3. Rímnalög' 4. Rímnakviða. Jórunn Viðar leikur. b) „Þjóðhvöt“ — kantata. Söngfélag verkalýðssamtakanna S Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja undir stjórn. Dr. Hallgríms Helgasonar. 20.50 Útvarpað frá Laugardalsvelli í Reykjavík: Fram og KR. leika í 1. deild íslandsmótsins (Sig. SigurðssOtt lýsir síðari hálfleik). 21.40 Konsert fyrir píanó og blástrasveit eftir Igor Stravinsky. 22.00 Fréttir, sílveiðiskýrsla og veðurfregnir. 22.20 Búnaðarþáttur (Gísli Kristjánsson). HIN SfÐAN ALÞÝÐUBLA0IÐ — 18. ágúst 1963 V i 1 i * .i i ~ i í ; J í \ > ■ « 7 *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.