Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 16
47 togarar á skipaskrá „Við héldum að þetta væri gabb“ - ÉG trúði þessu ekki fyrst, cg ; hélt að einliver vaeri að gera at , I okkur í nótt, þegar hringt var ■ og sagt, að Guðrún hefði unnið keppnina á Langasandi, sagði frú Sigríður Stefánsdóttir, móð- ir Guðrúnar Bjarnadóttur, er víð áttum tal við hana í gær. — Það var fyrst liringt um hálfþrjú í nótt, ofan af Kefla- víkurvelli og einhver maður sagði, að Guðrún hefði unnið. Svo hringdi Einar Jónsson um fjðgurleytið og mér fannst 'þetta ennþá ótrúlegt, en Iitlu seinna hringdi Guðrún frá Kali ferníu og var alveg hissa, þeg- ar ég sagði, að við værum bú- in að- fá fréttirnai. Bjarni Einarsson skipasmíða meistari, faðir Guðrúnar, sagð- ist hafa orðið undrandi, þegar hringt var ofan af velli og hon- uín sögð úrslitin. — Það var einhver, sem ég þekki, sem hringdi, en ég var svo syfjað- úr, að ég greip ekki hver það var, — og veit ekki enn! Eigin- lega fannst mér þctta ekki svo "Ótrúlégt. Það var gaman að tala við Guðrúnu og' mér fannst væut um að heyra, hve hún tók þessu rólega. Hún sagðist varla vera búin að skilja þetta ennþá eða gera sér grein fyrir, að liún hefði unnið. Frú Sigríður og Bjarni eiga þrjú börn. Elztur er Stefán 21 árs, skipasmiður eins og faðir- inn, þá Guðrún, sem stendur á tvítugu og loks Margrét Rósa, 15 ára. Hún vinnur í Kaupfélag inu í Njarðvíkum í sumar og var glöð yfir live stóru systur gekk vel úti í liinum stóra heimi. Frú Sigríður sagði, að Guð- rúr> hefði ekkert tninnzt á hvað hún ætlaði að gera á næstunni, en hún ætlar að vera á íslend- ingamóti næsta sunnudag og síðan langar hana til að skreppa heiin, en hún hafði aöeins skamma viðdvöl, er hún hélt vestur um haf á dögunum. — Guðrún sagðist ekki geta nógsamlega lofað frú Ólöíu Swanson, sem aðstoðaði hana og sá um af stakri prýði. Að sögn foreldranna hefur Guðrún alltaf liaft áhuga á að gerast ljósmyndafyrirsæta og hún hefði þegar náð árangri á því sviði. Á fegurðarkeppni Norður- landa, er haldin var í Finnlandi í vetur var Guðrún í 3. sæti. Þaðan fór hún til Mallorca, þar sem hún íók þátt í keppn- inni um titilinn ungfrú Sam- einúðu þjóðirnar, — þar vai'ð hún í fjórða sæti og fékk að verölaunum fagran bikar, sem foreldrar hennar geyma. í byrj un febrúar fór hún til Kaup- mannahafnar og vann sem fyrir sæta. Auglýsti hún föt og eru auglýsingar með henni í mörg- urn dönskum blöðum, og meira að segja komst liún á forsíðu á Tidens Kvinder. Frá Höfn hélt hún til Parísar og auglýsli föt og kom á forsíðu á hinu þekkta kvennablaði Elle í byrjun júlí. Við spurðum hvernig líklegt væri að hún tæki þessum frama og frægð. — Hún var jafn sallaróleg í nótt og hún er vön að vera, sagði móðir hennar. Hún er alltaf í jafnvægi. Þegar hún tór vestur um daginn bjóst hún ekki við neinum verðlaunum, og þegar við töluðum við hana í nótt var hún stillt og eins og hún átti að sér. Sírninn stanzar ekki á Brekku stíg 6 í Ytri-Njarðvikum, þar sem frú Sigríður og Bjarni búa, allir eru að óska til hamingju með dótturina, og í stofunum eru blóm í öllum vösmn. Bjarni segist taka þessu öllu með ró. Það er óneitanlega gaman að þessu, viðurkennir hann, — en það er hægt að gera of mikið úr öllu. Við óskum þeim hjónum cnn einu sinni til hamingjú með dótturina og þökkum góðar mouoKur. ÍSLENÐINGAR eiga nú 47 tog- ara og er það einum færra, en 1961 þar eð togarinn Elliði frá Siglufirði fórst hinn 10. febr., 1962. Af þessum togurum voru 9 ekkerl gérðir út sl. og 6 a'ð auki mjög lítið. Flestir togaranna sem gerðir voru út sl. ár eru í Reykjavík 21. í Hafnarfirði voru gerðir út 6 tog arar, á Akureyri 5 en á Akra- nesi, Patreksfirði, Flateyri og Siglufirði var gerður út einn tog- ari frá hverjum stað. Frá þessu er skýrt í síðasta hefti af Ægi. Þar segir einnig svo: „Á sama tíma og almenn grózka er í smíði fiskiskip fyrir Islend- inga og jafnvel aldrei fyiT hafa verið smíðuð samtímis svo mörg fiskiskip eins og eru í smíðum í ársiok 1962, þá fer togaraflotinn algerlega varhluta af þessari ný- smíði. Liggja til þess margar á- stæður en aflatregðan veldur mestu“. Togararnir .fóru á árinu 1962 310 veiðiferðir og voru úthaldsdag ar togaranna allra 6.532. Heildar- afli togaranna var 44.879 lestir, þar af var landað erlendis 26.532. lestum. Verðmæti togaraflans í ísl. kr. reynist 254 milljónir. í Ægi segír ennfremur á þessa leið: Til þess að finna nýjar leiðir vegna aflaleysis togaranna og finna einhver ráð til úrbóta tókst Bæjai'útgerð Reykjavíkur á hend- ur að gera b. v. Hallveigu Fróða- dóttur út á síldveiðar og var tog- arinn útbúinn á þær veiðar á, sama hátt og hinir stærri bátar með kraftblökk og blakksíldarhót. Var togarinn gerður út á vor — sum- ar og liaustsíldveiðar samtals í aiKIsauOKNIN gaf í gær út íráðabirgðalög til Iausnar kjara- deilu verkfræðinga. Samkvæmt þeim skal Hæstiréttur skipa þriggja manna gerðardóm til að á- kveða kjör verkfræðinga hjá öðr- um aðilum en ríkinu og skal hann einnig setja gjaldskrá fyrir verk- fræðistörf unnin í ákvæðisvinnu eða tímavinnu. Verkföll verkfræð- inga eru jafnframt bönnuð. j Fréttatilkynning ríkisstjó^n- arinnár fer hér á eftir: I „Forseti íslands hefur í dag, | samkvæmt tillögu ríkisstjórnar- innar, sett svofelld bráðabirgðalög um lausn kjaradeilu verkfræðinga: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Ríkisstjórnin hef- ur tjáð mér, að algert verkfall hafi staðið yfir hjá meðlimum Stéttar- félags verkfræðinga, frá 27. júní jsl. Frá 1. júlí þ. á. hafi tekið gildi | nýtt launakerfi opinberra starfs- manna samkvæmt kjaradómsúr- Iskurði, en launakröfur Stéttarfé- 141 dag og aflaði hann 1792 lestir síJdar á því tímabili. Það er skoð- un þeirra, er til þekkja að meS þessu hafi ekki að óbreyttum að- stæðum tekizt að finna nýjan fjár hagslega öruggari grundvöll fyrir afkomu togaranna". BRÁÐABIRGÐALÖG I VERKFRÆÐINGADEILU Annríki hjá flug- stjórnarmönnum ANNRÍKI er mikið hjá flug- stjórninni á Reykjavíkurflugvelli þessa dagana, enda ágústmánuður yf|rleitt mikill annamánuður,> mikið flógið bæði innanlands og annars staðar á flugstjórnarsvæð inu, sem er allt Norður-Atlants- haf. v Flugvélar frá kanadíska flug- hernum af gerðinni Bristol Brit annia eru hér á æfingaflugi um hverfis Iand og hafa bækistöð á Keflavíkurflugvelli. Sömuleiðis munu flugvélar af Electragerð’ hafa aðsetur á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir eg vera á æf ingaflugi. Tímaritið Sveitarstjórnarmál 2. hefti 1963 er nýkomið út. Rit- stjórinn Jónas Guðmundsson skrií ar um breyt\ngu á lögum urn tekji ýif 'ná, |;veitarfélaga, grein er um framkvæmdastjórn sveitar- félaganna í Keflavíkurkaupstað og í Njarðvíkurhreppi og Þórir Baldvinsson arkitekt skrifar grein, sem nefnist „Umgngnin í landinu“. Sagt er frá nýjuin lög- um um lögreglumenn o gí heftinu eru þættirnir „Kynning sveitar-. stjórnarmanna“, Úr álialdahúsinu“ „Fréttir frá AIþingi“ og „Trygg- ingatiðindi.“ lags verkfræðinga, sem félagið háfi haldið fast við, seu almennt verulega hærri en laup. sambæri- legra starfsmanna, samkvæmt kjaradómi. Þannig sé öllu sam- ræmi launakerfis ríkísins,; sem komið var á með lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna, nr. 55/1962, við laun fyrir sam- bærileg stöx-f hjá öðrum en ríkinu, 1 stefnt í hættu og þannig unnið gegn efnahagskerfi landsips og Frarnh. á 14. síðu I bæ á Haiti SANTI DOMINGO 17.8 (NTB-AFP). Flugvélar stjórnariunar á Haiti gerðu í dag skotárás á íbúa bæjarins Monte Grg anice á Haiti. Á fimmtudag náðu her sveitir uppreisnarm.xnna undir forystu Cantave hevs- höfðingja bæ þessum á sitt vald. Monte Organice er norðaústan til á Haiti, tiu km frá landamærum Haiti og Dómihíkanska lýðveidis-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.