Lögrétta


Lögrétta - 10.12.1930, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.12.1930, Blaðsíða 1
LOGRJETTA :V. ár. | Reykjavík, miðvikudagirai 10. desember 1930. f 50. |)ossi mynd er af nýja björgunar- og varðskipinu ,,pór“. pað er þýskur togari, smíðaður 1922, rúmlega 39 metra langt og 7.37 m. breitt og burðarmagnið 221 smál. brutto. Kaupverðið var 8 þúsund sterlings- pund, en ýmsar breytingar mun þurfa að gera á því áður en það tekur hjer til fullra starfa. Skipstjóri er Eiríkur KristóferSson. Urrí kaupin á skipi þessu er mikið deilt. Gísli Jónsson vjelaskoðunarmaður heldur því fram, að skipið sje heldur ljelegt og ekki þess virði, sem fyrir það var gei'ið, enda rangt, að landið kaupi gömul skip og brúkuð, þau verði dýrari en ný skip er til Iengdar láti. Pálmi Loftsson for- stjóri, sem keypt hefur skipið, segir hinsvegar að það sje vandað og verðið gott, en nýtt skip hefði kostað um helmingi meira. Um víða veröld. Örbirgð og andlegur þroski. Sálarfræði fátæktarinnar og dr. Hildegard Hetzer. Fátæktin hefur verið eitt erf- iðasta og sárasta viðfangsefni mannanna, svo að segja frá því er fyrst fara sögur af starfi þeirra í þjóðfjelögum. Það er margra skoðun að fátæktin og baráttan við hana og um hana liafi haft djúptækari áhrif á líf- ið en flest annáð, á líf einstakl- inganna og á líf þjóðanna. Trú, siðfræði og þjóðfjelagsfræði hafa fengist við þetta en sífelt sverfur fátæktin að miklum hluta mannkynsins, þó að aðrir lifi við sæmileg efni eða í alls- nægtum. Og nú sem sitendur er ok fátæktarinnar þyngra en oft- ast áður í sögu síðustu tíma í Evrópu og Ameríku, vegna hins afskaplega atvinnuleysis Ög allra þeirra truflana á atvinnulífi og þjóðfjelögum, sem sprottið hafa af heimsstyrjöldinni. Menn hafa leitað ýmsra bragða til þess að reyna að skilja eðli og orsakir fátæktarinnar og það hver áhrif hún hefði á einstakl- inga og þjóðir. Þessar athuganir hafa venjulega verið hagfræði- legar og á þeim reistar ýmsar hagfræðilegar og pólitískar skoð- anir. Þar að auki hafa ýms skáld lýst átakanlega fátæktinni og áhrifum hennar í ýmsum sög- um. Meðal hinna þektustu og bestu sagna, sem að þessu lúta, eru t. d. Sultur eftir Hamsim og ýmislegt í Vesalingum Hugos og í Glæpi og refsing Dostojevskis, svo að einungis sjeu nefnd dæmi, sem ýmsum íslenskum lesendum eru kunn. Nýlega hefur austurrískur doktor einn tekið sjer fyrir hend- ur að rannsaka fátæktina frá sjónarmiði sálarfræðinnar, rann- saka það hver áhrif fátæktin hefði á andlegan þroska og á manngildi, einkum í uppvextin- um. Það er ung kona, sem starfar við sálfræðirannsókna- stofuna í Wien, sem rannsakað hefur þetta, en hún heitir Hilde- gard Hetzer, og hefur áður skrifað ýmislegt í tímarit um sálarlíf uppvaxtaráranna. Þessi nýja bók hennar um sálarfræði fátæktar- innar heitir Æska og örbirgð — sálarfræðilegar aðferðir við rannsókn fátæktar og við barátt- una gegn henni (Kindheit und Armut) og er stór bók, á fjórða hundrað síður. Hvernig stendur á fátæktinní? Á því hafa verið uppi ýmsar skoðanir. Það er gömul skoðun að fátækt fólk sje lakara að eðlisfari en efnað fólk, það sje ver gert frá náttúnmnar hendí og verði fyrir þá sök fátækt, bæði andlega og efnalega. Sumir i þróunarsinnar á Danvinsvísu hafa haldið, að fátæklingar væru líf- færðilega (biologiskt) sjeð, lakari stofn en þeir efnameiri og sumir þeir, sem mest trúa á frjálsa samkepni, í víðustu merkingu orðsins, halda að ef hún fái að njóta sín, verði ekki fátækir aðrir en þeir, sem ekki hafi hæfi- leika og afl til þess að beita sjer í baráttunni fyrir lífinu. Aðrir segja aftur á móti að fátækt sje hvorki líffræði- nje sálfræðilegt einkenni á upplagi manna eða eðli, en sje svo að segja löggjaf- ar atriði, því útbreiðsla og magn fátæktarinnar fari fyrst og fremst eftir þjóðskipulagi, eftir lagasetningu um fjármál og við- skifti. Aðferð dr. Hetzer er nú; í því fólgin, að bera nákvæmlega saman uppvöxt bama á fátækum og efnuðum heimilum og sjá hvort 'umhverfið hafi áhrif á andlega heilbrigði eða gáfnafar, og þá hverskonar áhrif. Hún hefur safnað afarmiklu efni um börn frá því að þau eru í vöggu og til loka skólaskyldualdurs. Helstu niðurstöðumar eru þess- ar: Slæm lífskjör fátækra bama hamla greinilega líkamlegum þroska þeirra. Meðal bama at- vinnuleysingja í Wien athugaði dr. Hetzer það, að alt að 80% þeirra vom of ljett, undir meðal- þyngd. En af bömum efnaðra foreldra voru aðeins 23% undir meðalþyngd. En þar sem sanna má að slæmt viðurvœri í upp- vexti hamli andlegum þroska, má nokkuð af því marka, hver áhrif aðbúnaðurinn hafi á sálarlíf og gáfnafar. Samburður dr. Hetzer bygg- ist annars aðallega á því hvem- ig ýmsir hæfileikar bamanna þroskist, t. d. hæfileikinn til þess að læra mál, hjá bömum sem hafa góðan aðbúnað og slæman, alast upp á fátækum heimilum eða efnuðum. Annars beinast athuganimar helst að þroskanum á vissum aldurs- skeiðum, sem læknar og sálar- fræðingar álíta vera mikilsverð- ust fyrir þroskann, t. d. 3—4 ára aldurinn „þráa- eða þrjótsku- aldurinn“ og svo kynþroskunar- skeiðið. Dr. Hetzer álítur að sýna megi að jafnvel smáböm, 5 mánaða, á fáækum heimilum sjeu eftir- bátar bama á efnuðu heimilunum í andlegum þroska, og þegar bömin eru orðin 1 árs álítur hún að munurinn sje orðinn svo mik- ill, að það samsvari einum mán- uði sem fátæka umhverfið tefji þroska efnalitla bamsins saman- borið við efnaða bamið. Fátæka bamið ræður ekki eins vel við j líkama sinn, er ekki eins fljótt að i læra að grípa, svarar ekki eins fljótt ýmsum viðbrigðum og svip- brigðum. En það, að þessi tregða komi ekki af meðfæddum mun á hæfileikum, álítur dr. Hetzer að sjá megi á því, að minka megi muninn eða láta hann alveg hverfa ef skift sje um aðbúnað bamanna og umhverfi, ef bömin sjeu tekin nógu snemma. Það er meira að segja of seint að ætla að jafna muninn á bömum, sem komin eru á annað ár, segir doktorinn. Rannsókn á málakunnáttu og málahæfileikum telur dr. Hetzer mjög frjósamt efni til úrlausnar vegna þess, að fólk fái mikinn eða mestan hluta menntunar sinnar fyrir áhrif málsins eða fyrir atbeina þess. Látill! orða- forði og tilsvarandi lítill þekk- ingarforði veldur því, að fólk ber lítið úr býtum þegar það )ps. Á vissu aldursstigi, kynþroskaskeið- inu, kemur einnig upp í öllum unglingum sterk þrá til þess eða hvöt til að vinna úr hugsunum sínum og tilfinningum með því að skrifa þær, með því að koma þeim í ákveðið form máls og stíls og svo að segja öll viðfangs- efni tilverunnar sækja þannig á unglinginn. Þessi þrá eða hvöt er jafn sterk hjá fátækum börn- um og ríkum, en það sem þau skrifa reynist ærið misjafnt. Efn- uð böi*n hafa að jafnaði betra næði og betra færi á þvi en fá- tæk börn að fullnægja þessari þrá og þau hafa venjulega víð- ara, hollara og menntaðra um- hverfi til að sækja sjer í efnivið og leita sjer í upplýsingar og hvatningar en hin. Þau hafa m. ö. o. betri skilyrði til þess að þrosk- ast og mentást og verða því einnig venjulega upp og ofan betur þroskuð og mentuð þó að upp- lagið hafi ekki verið betra. Meginniðurstaða höfundarins er sú, að fátæktin hafi ótvíræð áhrif til ills á andlegan þroska bama, og munur sem sýna megi oft á andlegu atgerfi fátæklinga og efnamanna sje, sálarfræðilega sjeð, eða hafi í upphafi verið, stigmunur, en ekki eðlismunur, sje kvantitativur, en ekki kvali- tativur, og að mjög megi ráða bót á mismun andlegs þroska og atgerfis með bættum og jöfnum aðbúnaði og efnahag. Bætt lífsk- kjör eru undirstaða bætts and- legs lífs. Sumt í því, sem hún segir þyk- ir nokkuð einstrengingslegt og margt er ekki nýtt í sjálfu sjer. En nýtt er samt ýmislegt í aðal- sjónarmiði hennar og í sögum þeim, sem hún byggir á. Bókin er merkur liður í rannsókn fá- tæktarinnar og rannsókn þess hvernig vinna eigi bug á spillandi áhrifum hennar á manngildi, mentun og lífsgleði. Skólar og stjómmál. 1 ýmsum löndum hefur á síð- ustu árum farið fram talsvert hörð rimma um skólana, um fyr- irkomulag þeirra og um andleg yfirráð yfir þeim, þar sem mrnn- um hefur verið það ljóst, að með áhrifum á uppvaxandi æslcu mætti ráða miklu um framtíðar- stefnu og yfirráð í þjóðfjelag- inu. Víðast hvar eru skólarnir mótaðir af stefnu og skoðunum hins ráðandi þjóðskipulags og kirkju. En víða fara fram harð- ar deilur um ítök kirknanna í

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.