Lögrétta


Lögrétta - 10.12.1930, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.12.1930, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA S : I skólunum, einkum um uppQldis- áhrif kaþólskunnar og eru þau viðskifti alkunn, t. d. úr sögu Frakklands á síðustu áratugum. En stjórnmálaflokkar togast einnig á um skólana og einkum sækja kommúnistar þar fast á í ýmsum löndum, er vilja koma á- hrifum sínum að í skólunum, en heima fyrir í Rússlandi eru skól- arnir alveg steyptir í kommún- istiskt mót og útilokuð og bönn- uð öll önnur stjómmálaáhrif. En jafnframt vaknar einnig hjá skólamönnum sú spurning, hvort nokkurra stjómmála eigi að gæta í skólunum, hvort þau eiga ekki öll jafnt að vera útíæg úr þeim. Dr. Bode fræðslumála- stjóri, forseti prússneska mál- fræðingasambandsins hefur ný- lega talað um þessi efni. ílann segir að skólunum og uppeldis- starfi þeirra sje mikil hætta bú- in af baráttunni, sem fram fari um þá milli stjórnmálamanna utan skólanna, þó að það sje skiljanlegt, að skólum hætti við því að vilja berast nokkuð fram og aftur með breytingum tíðar- anda og tísku, mest af ótta við það, að þeim verði annars brugð- ið um kyrstöðu og íhald og það að þeir sjeu of fjarri lífinu og ali nemenduma ekki nægilega upp fyrir lífsbaráttu, nútímans. En þetta er hættulegt, segir hann og hættulegast á þeim tím- um, þegar mikil ólga og óvissa er í stjómmála- og fjármálalífi. Það er uppeldi og þroska til spillis og gerir uppeldisstarfið flatt, ófrjósamt og einstreng- ingslegt, að ætla að ala unglinga upp í ákveðnum pólitískum flokksaga. Það er til viss póli- tásk og fjárhagsleg þekking sem unglingarnir þurfa að öðl- ast„ en það er ekki til pólitísk eða fjárhagsleg lífsskoðun eða menning (Bildung) og þessvegna verður ekki á henni bygt í skól- um. Það er máske hægt að reka skóla á grundvelli lífsskoðunar, heimsspeki eða trúar, en ekki á stefnu pólitískra flokka, enda hafa mishepnast allar slíkar skólastofnanir, sem reyndar hafa verið í Þýskalandi. Uppeldi skólanna á að byggjast á and- legu frelsi, hafa siðrænt gildi og útvega nemendum þekkingu, en vera hlutlaust gagnvart dægur- deilum flokkanna í landinu, jafnt þeim, sem ríkinu ræður og hin- um, sem á sækja. Kennarafjelög eiga einnig að vera alveg ópóli- tisk og þau eiga einmitt að verja pólitískt hlutleysi skólanna. Þetta er skoðun þessa þýska fræðslu- málastjóra. Skipasmíðar. Á heimsstyrjaldarárunum evdd- ist um þriðjungur af öllum versl- unarflota heimsins eða c: 14.8 milljónir „brúttóregistertonn“ og þar að auki rýmaði flotinn um c. 1 milljón tonna vegna skipa sem rifin voru eða fórust. Á stríðs- árunum var þó jafnframt bygt mikið af skipum í staðinn, alls 10.8 millj. tonna, en mest af því var illa smíðað og ekki til fram- tíðamotkunar. Alls er áætlað að beimsflotinn hafi eftir stríð ver- ið c. 8 millj. smálesta minni en 1914. Meiin bjuggust því við því að skipasmíðar mundu aukast ört eftir friðargerðina, en það hefur brugðist að ýmsu leyti. Fyrstu árin eftir stríð voru skipasmíð- arnar miklar, t. d. 7144 þúsund smálestir (brúttó register tonn) árið 1919 og 6057 þús. smál. árið eftir. En síðar fóm þær árlega þverrandi og 1926 voru settar á flot 16755 þús. smál. og síðan hafa skipabyggingar aukist nokk- uð aftur, svo að í fyrra (1929) voru settar á flot 2783 þús. smál. og 1. júlí í sumar var aukningin orðin ennþá meiri samkvæmt skýrslum Lloyds. Það eru sífelt Bretar, sem mest byggja af skipum. I fyrra bygðu þeir 1523 þús. smál. móts við 249 þús. í Þýskalandi, 187 þús. í Hollandi, 154 þús. í Japan, 126 þús. í Bandaríkjunum og 111 þús. í Danmörku. Þjóðverjar hafa af miklum dugnaði haldið sínum skipasmíðum í horfinu og eru sí- felt næsthæsta þjóðin. En Banda- ríkjamenn og Japanar hafa hins- i vegar farið illa út úr þessum | málum, skipasmíðamar þutu þar langt úr hófi fram á ófriðar- árunum, en hefur síðan hrakað. Norðurlandaþjóðimar, Danir og Svíar, hafa aukið mjög skipa- byggingar sínar og komast í fremstu röð. Þeir hafa einkum verið brautryðjendur í byggingu j vjelskipa. En stórfeldasta breyt- j ingin, sem orðið hefur á skipa- stóh heimsins sýðustu árin er einmitt fólgin í sigri „diesel“- vjelanna. Árið 1823 voru diesel- vjelaskip 14% alls heimsflotans, 1926 voru þau 48%, en í fyrra, 1929, voru þau 63% alls flatans. Af öllum skipum, sem sett voru á flot í veröldinni 1929 voru 45%, eða nærri helmingur, vjelskip. Það fer sífelt í vöxt að hqrfið er frá gufuskipunum til vjelskip- anna, því að af skipum þeim, sem í smíðum voru 1. júlí í ár voru 60% vjelskip. Vjelskipin eru til jafnaðar stærri en gufuskipin. Ennþá eru vjelskipin samt ein- ungis lítill hluti alls heims- | flotans, eða c. 10%. En það er álit fróðra manna, að þau sjeu framtíðarinnar skip. ——o---- Minning-ar úr Þingvallaför 1930. (Brot). I. . . . Um miðaftansleytið á fimtudaginn (26. júní) byrjar að rigna og hvessa af norðri. Krapa- jel gerir á fjöllin og kuldinn og bleytan vekja kvíðahroll í huga. Jeg berst með þungum, hægum fólksstraumi til stóru veitinga- tjaldanna undir brekkunni. Allir vilja komast inn, inn í hlýindin og „reykinn af rjettunum". Á svipstundu er hvert sæti skipað. Bráðlega er sjóðandi heitt kaffi og svalandi öl hjer á öllum borð- um, innan um rjúkandi ketsteik- arföt. Allir hressa sig á ein- hverju, sem á boðstólum er, og innan stundar ljómar „sólfögur gleðin“ á hverri brá. Jeg sit með kunningja mínum að snæðingi og geri „kraftsúpunni“ góð skil. „Rjettur þessi hefur traustlegt og aðlaðandi nafn“, heyri jeg að vinur minn segir, „en eflaust mundi sveitafólki þykja makkar- ony í kjötsoði þunnur kostur“. Jeg hirði ekki um þessa athuga- semd, því að nú er 1000 ára Al- þingisafmæli, og þá er alt fínt og gott á Þingvöllum. Kunningi minn er linur við „kraft- súpuna“, og biður um ís og kök- ur á eftir. Við „sitjum meðan sætt er“, innan um fólk úr öllum fjórðungum landsins, af öllum stjettum, í allavega litum fötum. Hjer er alt samankomið nema — jíólitík. Hún er útilokuð á þessum stað — á sjálfum Þingvöllum. Allir eru kurteisir og prúðir í samtali. Engir blaðrandi vaðals- askar. En smámsaman þrengist í tjaldinu. Við búumst til brottfar- ar og aðrir skipa sjer þegar í sætin. — Úti er kalt og blautt, og óvænlega áhorfist um glím- umar, sem fram skulu fara kl. 9 þetta kvöld. Við snúum í áttina að pallinum, sem er norður með brekkunni. Þar er kominn marg- faldur mannhringur kringum pall- inn, því að allir vilja vera sem næst, til að sjá fræknustu glímu- menn á íslandi, merkisbera ís- lenskrar íþróttamenningar. Bráð- lega er pallurinn orðinn \ svo blautur og háll af rigningunni, að vel má renna sjer fótskriðu eftir honum — eins og Skai*p- hjeðinn gerði forðum á Markar- fljóti. Einhver í hópnum segir, að ófært sje að glíma fyrir bleytu og annar giskar á, að glímumenn- imir komi bráðum. Nepjuhrollur smýgur hægt og hljóðlega gegn- um mislita búningana, meðan til- gátum rignir um það, hvort glímt verði. Skyndilega kemur hreyfing á mannfjöldann. Á svipstundu berst sú fregn, að hætt verði við glímurnar í kvöld og manngrúinn er þegar kominn á rensli frá glímupallinum, eins og fjárbreiða í fjallgöngum. — Nú er um tvo kosti að ræða. Annaðhvort er að tygja sig þegar í stað norður á Leimr til svefn- tjaldanna eða kæra sig kollóttan um óveðrið og reika um rústir hins forna alþingisstaðar. En það er orðið mjög áliðið, svo að jeg tek fyrri kostinn. Jeg kemst fljótt að raun um það, að ýmsir eiga leið til tjalda sinna, því veg- urinn er fullur af fólki og bílum. Allir hraða sjer og þó kemst maður varla úr sporum. Bifreiða- lestimar em sumstaðar óslitnar. önnur þokast í áttina til svefn- tjaldanna, hin sækir fast suður á Vellina. Jeg svipast um eftir auð- um bíl, en allir eru þeir fullir af fólki. Og vegurinn er þakinn af fólki, í þúsundatali. Stundum verða bílamir að nema staðar, og þá minna þeir á klett, sem klýf- ur þungan ólgustraum. Jeg þok- ast áfram eins og Gyðingurinn gangandi, áfram, áfram, gegnum iðandi kös af körlum, konum og krökkum. — „Loksins“, tauta jeg í hálfum hljóðum, þegar jeg lít tjaldborg- ina miklu á Leirunum eftir þessa pílagrímsferð. Jeg sný að syðsta 'tjaldbúðinni, sem er stór og fán- um skreytt. Á suðurstafni stend- ur: Skagfirðingabúð, og nú er jeg loks sloppinn úr kuldanum og rigningunni — í annað sinn þetta kvöld. Búðin er að fyllast af fólki. Hjema heilsast kunningjai" eftir 10—20—30 ára fjarvistir eða meira. „Komdu blessaður og sæll, það er gaman að sjá þig hjema“. — „Sæl og blessuð! En hvað þú varst dugleg og væn að koma hingað“. Kveðjunum rignir á ýmsa lund og gamlar minning- ar vakna eftir margra ára svefn. Búðin er stór, rúmar um 400 manns, með þrengslum þó, og nú er hún full að dyrum. Eftir litla stund byrja 2 menn að kveða vísu, ef til vill eru það gamlir kvæðamenn úr Skagafirði. Fáir taka í fyrstu undir, en bráðlega lifnar yfir fólkinu og kvæða- mannahópurinn stækkar. Og fyr en varir eru margir famir að kveða og syngja. Vísumar: „Eng- inn grætur lslending“ og „Yfir kaldan eyðisand“ hrífa flesta. Ungir og gamlir, konur sem karl- ar syngja nú með, og allir yngj- ast og lifna við sönginn. Loks má heita svo, að allur „söfnuðurinn“ í búðinni syngi, sumir bassa en flestir diskant. Algengustu lög em valin, svo að allir geti „verið með“, og á milli em rifjaðar upp ferðavísur og ýms kvæðaerindi. Óveðrið gleymist og kvíðinn fyrir kulda næsta dag eyðist og hverf- ur eins og dögg fyrir sólu. Öðru- hvoru er hlje á söngnum, og þá stíga ungir sveinar og móðins meyjar fáein dansspor. Það er Skagfirðingakvöld á Þingvöllum og þá em allir glaðir og reifir. Niðurl. ---«---- Kommúnistallokkur stofnaður. Eftir verklýðsráðstefnuna, sem sagt var frá í seinustu Lögrjettu var stofnaður sjerstakur íslensk- ur kommúnistaflokkur, sem er deild úr alþjóðasambandi kom- múnista í Moskva. Flokkurinn telur sig flokk „verklýðs og fá- tækra bænda“ og hefur gefið út sjerstaka „baráttustefnuskrá“. Segir þar, að „markmið kom- múnistaflokksins er að koma auðvaldsskipulaginu á knje og sameignarskipulaginu í fram- kvæmd“. En „fyrsta skilyrði til að ná hinu mikla marki hins vinnandi lýðs, er því að brjóta ríkisvald borgaranna á bak aftur og skapa sjer sjálfur ríkisvald, alræði öreiganna. Rússneska byltingin er þar til fyrirmyndar“ segir í baráttustefnuskránni. Þar segir ennfremur, að fyrsta verk hins sigrandi verkalýðs eigi að verða það, að þjóðnýta stórút- gerðina og allan atvinnurekstur í stórum stíl svo og alla banka. En leiguliðum á að gefa til ótak- markaðra afnota jarðir þær, sem þeir búa á. Verzlun og atvinnu- rekstur í smáum stíl má vera í einstakra manna höndum, en ann- ars á að styrkja samvinnufjelög verkamanna og koma smásaman Öllum greinum atvinnulífsins í kommúnistiskt horf. Flokkurinn á að berjast á móti öllum ríkisstyrk handa hverskonar „andlegum og efnalegum kúgunartækjum yfir- stjettarinnar, svo sem lögreglu og kirkju, auðvaldsfyrirtækja og banka". Kosningarjett og kjör- kjörgengi vill flokkurinn að allir hafi, sem orðnir eru 18 ára. Flokkurinn á að berjast fyrir því að vinnutími verði 7 stundir á dag, en 4 stundir fyrir unglinga, en útsvör og önnur gjöld til bæj- arfjelaga eiga verkamenn ekki að greiða. Ennfremur á að styrkja verkalýðinn til þess að „koma upp sjálfstæðu verndarliði (en ekki er þess getið hvort það eigi að vera vopnað eða ekki) og iþróttafjelögum“. Flokkurinn á að berjast gegn öllum afskiftum ríldsvaldsins af launudeilum, gegn opinberum sáttaSemjurum og gerðadómum. Einnig á flokk- urinn að berjast g'egn Búnaðar- fjelaginu og fá smábændur til þess „að sameinast gegn hinni afturhaldssömu stjórn þess“. En hinsvegar á að fá bændur til þess að leita samvinnu við „hið alþjóðlega byltingasinnaða bænda- ráð‘ í Rússlandi. Flokkurinn vill algerðan skilnað við Dani, en „af- hjúpa jafnframt sjálfstæðis- glamur borgaraflokkanna“. Um afstöðuna til jafnaðarmanna DOSTOJEFSKIJ: Glæpur og refsing. lokum ekki lengur mátið en þaut út úr herberginu og hljóp' heim. Þetta skeði aðeins andartaki eftir að Lusjin var farinn. Gestimir drógu dár að Amalíu, þegar hún varð fyrir glasinu. Hún hafði nú einnig fengið nóg af því að þjást fyrir aðra, og ýlfraði, eins og vitstola rjeðist hún á Kater- ínu, því að hún kendi henni um alt saman. —- Út úr húsinu, undir eins út. Og um leið og hún sagði þetta, fór hún að grýta í gólfið öllu sem hönd á festi af munum Katerínu. En Katerína sem var að því komin að örmagnast af þreytu og angist þaut náföl upp úr rúminu, sem hún hafði lagst í og rjeðist á Amelíu. En leikurinn var ójafn, húsmóðirin slöngvaði henni fpá sjer eins og dulu. — Ja, svei attan. Það er ekki nóg að hún móðgi mig, heldur leyfir hún sjer líka skepnan sú arna ... ja, slíkt og þvílíkt. Á greftrunardag mannsins míns rekur hún mig út á götuna með munaðarlaus bömin. Hvert á jeg að fara? Ja, slíkt og þvílíkt, æpti og andvarpaði vesalings konan og tók um háls sjer eins og hún væri að kafna, ó, guð minn góður, hrópaði hún svo aftur og augu hennar voru flöktandi og tryllingsleg, er þá ekkert rjettlæti til. Hvem ætlar þú að vernda ef ekki okkur, við sem yfir- gefin emm og allslaus. En við sjáum nú til, það er til rjettlæti og sannleikur hjer á jörðinni. Ó, já, rjettlæti og sannleika skal jeg fá. Þú skalt eiga mig á fæti ófjelega úrþvætti. Polja vertu hjá bömunum, jeg kem undir eins aftur. Bíðið mín á götunni. Við skulum sjá hvort ekki finst rjettlæti á götunni. Og Katerína sveipaði um sig græna sjalinu, sem Marmeladoff hafði einu sinni minst á við Raskolnikof, raddist gegnum þvöguna, sem ennþá var í stofunni og hljóp veinandi og kveinandi út á götuna með þeirri óljósu ætlun að finna rjettlæti einhversstaðar og fyrir alla muni. Polja flýði út í hom með bömin og faðmaði þau að sjer með mögrum nöktum handleggjunum og beið þess að móðir sín kæmi aftur. Amelía æddi sífelt æpandi um her- bergið og grýtti í gólfið öllu, sem hönd á festi. Leigjend- umir æptu hver upp í annan, sumir töluðu um það, sem fyrir hafði komið, aðrir hnakkrifust og sumir sungu. — Nú er minn tími líka kominn, hugsaði Raskolnikof, já, Sonja Semenovna, nú er tíminn kominn, við sjáum nú til hvað þjer segið núna. Og hann fór heimleiðis til Sonju. IV. Þrátt fyrir allar þær þjáningar, sem þjakað höfðu Raskolnikof, hafði hann verið ákveðinn og óttalaus verj- andi Sonju gegn Lusjin. Það var honum einskonar fróun eftir alt það, sem á hann hafði dunið um morguninn að geta varpað frá sjer hinni óþolandi byrði sjálfs sín auk þess sem hagur Sonju lá honum mjög á hjarta. Þar að auki hafði hann allan daginn haft óljósan geig af sam- fundum þeim við Sonju, sem fyrir hendi voru — hann varð að segja henni hver myrt hefði Lisavetu og hann fann fyrirfram þjakandi kvöl játningarinnar, og þ’að var eins og hann reyndi að verja sig með því að bera fyrír síg hendurnar. Þegar hann fór að heiman frá Katerínu með þeim orðum „við sjáum til hvað þjer segið núna, Sonja“, þá var hann enn undir áhrifum sigursins, sem hann vann á Lusjin og talsvert vígreifur á að sjá. En afturkippurinn kom fljótt. Þegar hann stóð fyrir utan bú- stað Kapernaumofs fann hann alt í einu að hann var lam- aður af ótta og angist. Hann stóð hugsandi fyrir framan dyrnar og spurði sjálfan sig þeirrar undarlegu spurning- ar, hvort það væri nauðsynlegt að hann segði frá því hver myrt hefði Lísavetu. Spurningin var furðuleg, því hann fann það jafnframt, að það var ekki einungis nauð- synlegt að segja þetta, en það var jneira að segja ógern- ingur að fresta því andartaki lengur. Hann víssi ekki sjálfur hvernig á því stóð, en hann fann það og þessi kveljandi tilfinning úrræðaleysisins bugaði hann. Til þess að binda skjótan enda á þessar umhugsanir og pyntingar á sjálfum sjer, hratt hann upp hurðinni hastarlega, stóð á þröskuldinum og horfði á Sonju, sem sat við borðið. Hún studdi olnbogununr á Lorðið og huldi andlitið í hönd- um sjer. Þegar hún sá R^kolnikof stóð hún fljótt upp og gekk á móti honum einS °g hún hefði átt von á honum. — Hvað hefði orðið um mig, ef jeg hefði ekki notið yðar að, sagði hún þegar mættust 1 miðri stofunni, það var auðsjeð að henni hafði verið það mikið áhugaefni að geta sagt þetta sem alha fyrst. Með þeirri ósk hafði hún beðið hans. Raskolnik°f gekk að borðinu og settist á stólinn, sem hún var nýstaðin upp af. Hún stóð rjett hjá honum öldungis eins daginn áður. — Skilduð þjer það, S°nja, sagði hann og íann alt í einu að rödd hans skalf, >^gar litið er á stöðu yðar í þjóðfjelaginu og það álit, henni fylgir“. Skilduð þjer það? Hún horfði á hann sárum þjáningarsvip. — Talið þjer ekki við húg ejns Oo- í gær. Byrjið þjer ekki aftur. Mjer líður nóg11 illa samt ... Hún brosti eins og hún óttaðist það, að honum þætti fyrir þessari athugasemd. — Það var ekki rjett nf ftijer að fara heim. Hvað get- ur ekki komið fyrir þarn^- Jeg ætlaði einmitt að fara þangað aftur, en þá hugsn^i jeg gem svo, að þjer mund- uð ef til vill koma. Hann -sagði henni að -^helía hefði rekið þau á dyr og að Katerína væri rokin ut til þess að „leita rjettlæt- ísins . — Ó, guð minn góðuL Sagði Sonja, við skulum fara þangað aftur,undir eins. í^Uíl þreif yfirhöfn sína og ætl- aði að fara. N — Altaf eins, sagði RaSWnikof önugur. Aldrei hafið þjer hugann við annað en þa,u. verið þjer nú hjá mjer. — Og K ... Katerína lvan0vna. — Katerína hverfur ekki. Auðvitað ekki. Hún kemur sjálf hingað til yðnL ef alvara skyldi verða úr því gerð að hrekja hana burtu °g ef hún finnur yður ekki, þá verður sökinni skelt á y úr ems og fyrri daginn ... Sonja settist aftur, ráðþrota. Raskolnikof þagði, horfði ofan í gólfið og hugsaði. — Það er sjálfsagt ekki ætlun Lusjins að halda til streitu ákæra sinni, sagði hann án þess að líta á Sonju. En hugsið þjer yður, að hann hefði ætlað að gera það. Hugsið þjer yður að það, einmitt það hafi verið tilgang- ur hans, þá hefði hann komið yður í fangelsi, ef að við Lebesjatnikof hefðum ekki af hendingu verið viðstaddir. Hvemig lýst yður á? — Já, sagði hún veikri rödd, já, sagði hún utan við sig. — Það var hugsanlegt, að jeg hefði ekki getað kom- lð. Og Lebesjatnikof kom af einskærri tilviljun. Sonja þagði. — Jæja, og ef þjer héfðuð svo lent í fangelsinu, hvað þá. Munið þjer hvað jeg sagði yður í gær? Hún svaraði engu. Plann horfði á hana og beið. — Jeg hjelt, að þjer munduð æpa eins og í gær og segja eitthvað á þá leið, æ, talið þjer ekki svona, hættið þjer. Hann hló undarlega, krampakendum hlátri — þjer þegið altaf, sagði hann skömmu seinna — við verðum að brjóta upp á einhverju til þess að tala um, það var eins og hann hefði alt í einu rekið í vörðumar. Svo hóf hann aftur máls. — Nei, jeg tala í fullri alvöru. ímyndið þjer yður, Sonja, að þjer hefðuð þekt ætlanir Lusjins fyrirfram, að þjer hefðuð sjeð að þessar ætlanir mundu gera alveg ú[t af við Katerínu og bömin og sjált'a yður í þokkabót, jeg segi í þokkabót, af því að þjer teljið sjálfa yður aldrei með, ímyndið þjer yður, að þetta hefði líka gert út af við Polju, hún mundi hafa lent í því samá og þjer. Með öðrum orðum: Ef að þjer hefðuð átt að ákveða það alt í einu hvert að hann eða þau ættu að lifa, það er að segja, hvort Lusjin ætti að geta haldið áfram þorpara- skap sínum eða Katerína ætti að deyja, hvaða ákvörðun munduð þjer þá hafa tekið, hvort þeirra hefði átt að deyja? Viljið þjer svara mjer því? Sonja leit á hann og ókyrð hennar óx. Hana grun- aði það, að eitthvað óvanalegt byggi undir þessum óskýru orðum og krókaleiðum að efninu. — Jeg hafði það á tilfinningunni, að þjer munduð ætla að spyrja mig um eitthvað annað, sagði hún. — Gott. Getur vel verið. En hvaða ákvörðun munduð þjer hafa tekið? — Hversvegna spyrjið þjer um það, sem ógjömingur er að svara, sagði hún og varð treg. — Það er þá rjett, að þorparinn Lusjin lifir áfram og eyðir öllu umhverfis sig, þjer þorið ekki að taka ákvörðun um þetta. — Jeg þekki ekki forsjón guðs. Og hversvegna spyrjið þjer um það, sem enginn má spyrja um, slíkt eru þarflausar spurningar. Hvemig gæti það komið fyrir, að slíkt væri komið undir minni ákvörðun. Og hver skyldí gera mig að dómara um það, hver á að lifa og hver ekki. — Þegar forsjón guðs er með í leiknum verður engu um þokað, tautaði Raskolnikof. —Segið þjer heldur hispurslaust við hvað þjer eigið, hrópaði Sonja, þjer eigið við eitthvað sjerstakt. Eða er- uð þjer einungis kominn til þess að kvelja mig? Hún þoldi þetta ekki lengur og fór að gráta. Hann horfði á hana þungbúinn. Svona sátu þau langa stund. — Þú hefur rjett fyrir þjer, Sohja, sagði hann loks- ins lágt. í honum höfðu orðið svipleg sinnaskifti. Uppgerðar- hugrekki hans var horfið. Jafnvel rödd hans var orðin furðulega máttlaus. — Jeg sagði þjer það í gær, að þegar jeg kæmi aftur mundi jeg ekki biðja þig fyrirgefningar á neinu og saml; er jeg að því kominn í dag. Það, sem jeg sagði um Lusjin og forsjón guðs, sagði jeg sjálfs mín vegna. Með því ætl- aði jeg að sýna það, að þú þyrftir að fyrirgefa mjer, iSonja. Hann ætlaði að brosa, en gat það ekki. Hann ljet höfuðið siga niður á brjóstið og huldi and- litið í höndum sjer og alt í einu og án þess að hann ætti

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.