Njörður - 09.10.1918, Blaðsíða 2

Njörður - 09.10.1918, Blaðsíða 2
70 NJÖRÐUR. Helsi vanans. Vér íslendingar erum orðnir svo rækilega vandir undir Dani, að öllum fjölda vor finnsfc ekki tiltök að reyna að skreiðast á eigin fæt- ur, nema svo þrælslega sé á oss lagst, að allfc hold ætli frá beini að ganga. Þetfca kemur t. d. ljóst fram í sambandslögunum, sem landsfólk- inu er ætlað að leggja sér til munns 19. þ. m. Þar er gjört ráð fyrir að una skuli því skipulagi er þau setja, nema nálega bverjum Islendingi þyki það óþolandi. Ef skammlaus Islensk handaverk hefðu á lögunum verið, mundu þau hafa sýnt þann hug, að samn- ingnum skyldi á settum tírna slíta, nema ríflegur meirihluti lands- manna vildi endurnýja hann. Nú er 18. gr. laganna svo úr garði gjörð, sem geigvænlegt væri til þess að hugsa, ef Islendingar að 25 árum liðnum yrðu svo rækt- arsnauðir við Dani, að þeir vildu bíta þá af brjóstum lands síns í stað þess að bíða uns þeir hefðu sogið sig svo fulla, að sjálfir vildu sleppa. Um þessa grein segir minnihluti fullveldisnefndar svo: „Til þess að samnÍDgnum verði sagt upp áskilur 18. gr., að þrír fjórðu atkvæðisbærra manna hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um sambandssfifc og að þrir fjórðu greiddra atkvæða greiði þeim já- yrði. Þessi uppsagnarskilyrði eru svo rík, að heita má, að samning- urinn sé óuppsegjanlegur. Það nægir sem só, að einn fjórði kjósenda hafi ekki greifct atkvæði. Þar sem auðir seðlar teljast ekki greitt atkvæði og rnótstöðumenn sarnbandsslita munu róa að því að aftra mönnum frá að trka þátt í atkvæðagreiðslunni, en jafnrétti þegDanna samkvænrt 6. gr. eykur þann fiokk talsvert með hverju ár- inu, eftir því sem Danir verða á- henda friðinda landsins og þeim fjölgar hér á landi, má hverjuin manDÍ vera Ijóst, að gremjan úfc af sambúðinni við Dani hlýtur að vera orðin harðmögnuð, ef sam- bandsslit eiga að verða ofan á. En það þýðir það, að landið hefir gold- ið afskaplegfc afhroð af sambúðinni áður en svo langt rekur.......... Samkvæmt uppkastinu 1908 gat einfaldur meiri hluti þings slitið sambandinu um sameiginlegu mál- in. Munar hór miklu. Að minni hyggju lýsir það póli- tískri skammsýni og vanhyggind- um að hafa uppsagnarskilyrðin mjög þröng. Því lausari sem sam- búðin er, því meiri hvöt hafa báðir aðilar til þýðrar og góðrar sam- vinDU á öllum sviðum, og því af- farasælli hlyti hún að verða þeim, en því fastari sern böndin eru, því meiri líkur eru til, að yfirdrottn- unarandinn haldist við á aðrahlið og tortrygnin á hina og verði þránd- ur í götu Dýtra framfarafyrirtækja“. Samt tekur út yfir, að Dönum hór, þótt þúsundum kunni að skifta, skuli ekki varnað atkvæða um sambandsslitÍD. Sambandslögin. og Lárus H. Bjarnason, prófessor. Svo sem kunnugfc er, var Lárus í tölu þeirra manna, sem mesfc lof sungu gamla uppkastinu á sínum tíma. Nú hefur hann látið uppi álit sitfc um sambandslögin nýju. Er það að lesa í Eimreiðinni, heimflufcfcri, bls. 17—37. Að öllu óreyndu gátu menn vænst þess, að jafn ómatvandur maður léti sór þenna nýja sam- bandsgraut vel smakkasfc. En það er öðru nær en svo só. Hann harðvelgir sjáanlega við honum, þótt hann látisfc kyngja þrautalaust. Þefcta er rétt að vonum, því maðurinn er að eðlisfari fúsari á að segja eins og honum finnst vera, heldur en að sleikja yfir allar misfellur, og er gæddur svo miklum manndómi, að hann bligð- ast sín fyrir það fullveldisnafn, sem sambaDdslögin gefa íslandi með 1. gr. en 6. gr. óðara gjörir minna en hálfveldi það er vór nú höfum. Hann dregur sumstaðar dár að afrekum nefndarmanna vorra og þingsins, að ég ekki tali um manninn „á oddinum . Sýnir hann ljóslega að sam- bandslögin eru í ýmsu verri en gamla uppkastið; umræðutími og færi til athugunar miklu minna fyrir landsmenn og að lokum margfalt torveldara, að slíta samn- ingum siðar meir. Að þessu loknu kemur hann með svolátandi huggunarorð: „Lögin geta komið báðum að góðu haldi, Dönum og Islending- um, sýni stjórnvöld og einstakl- ingar hvorrar þjóðar um sig hinu sanngirni og sæmilega virðingu“. Ef ekki bristi á sanngimi og sæmilega virðingu meðal manna, mætti vísfc komasfc af án flestra laga, og þótt betra þætti að hafa einhver, þyrfti eigi mjög til þeirra að vanda. Það er einnig kunnugra en frá þurfi að segja, að Dönum er ekk- erfc jafn erfitt og torlærfc sem það, að sýna oss „sanngirni og sœmi- lega virðingua. $ * * Oss er þvi, eftir Lárusar eigin orðum, harla lítið lið að sam- bandslögunum. LeiJmot og málfundir. Um leið og síra Sigurður Stef- ánsson kom af þingi hólt hann leiðmót í Bolungarvík og Hnífs- dal (15. sept.) Sagði hann tíðindi frá þingunum í sumar, einkum þvi síðara, og fór að vonum fleiri orðum af sambands- málinu en nokkru öðru, enda þótt síst væri gleymt vantraustsyfirlýs- ingunni og afglöpum þeirra nafn- anna, Sigurðanna, sem henni var beint að. Yar svo að heyra, að þeir væru til einskis Dýtir í ráðherradómi nema þess, að samþykkjasambands- lögin; að því loknu hefði verið' sjálfsagt að kasta þeim út. — Sira Sigurður er banghagur, eins og margir vita; tálgaði hann þangað til utan af sannleikanum, að hægt var að vefja hann innan í sam- bandslögin. Hreiðraði hann þar snoturlega um hann svo mælandi: „Kæra barn mitt, korriró, kúrðu vært og sofðu leDgi“. Engum fyrirspurnum var beint til þingmannsins, en að öðruleyti var eigi ætlast til neinna orðaskifta Yar það hentugt. Þingraaður ísafjarðar Magnús Torfason sagði þingfréttir í húsi Goodtemplara 22. sepfc. Yar þar allmargt áheyrenda. Fór hann fljótt yfir sögu þar til að sambandsmálinu kom, en það útlistaði hann glögt og rækilega.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.