Njörður - 09.10.1918, Blaðsíða 4

Njörður - 09.10.1918, Blaðsíða 4
72 NJÖRÐUR. Timburfarmur kominn til Jóns Sn. Árnasonar og Bárðar G. Tómassonar Ísaíirði. ^ Úrvals viður með rýmilegu verði. ^ tœlcisivs, í haust og vetur, í það horj, að hœgt væri að byggja undir- eins og fœri gœfist. í júnímánuði 1916 var þessu máli fyrst hreift, síðan hefir verið reynt, eftir mætti, að halda því vakandi og þoka því áleiðis. Það er auðvitað óþarfi að taka því fram, að ennþá er þetta aðeins í byrjun að framkvæmdunum til, því bæði er það, að ég hefi haft mörgu öðru að sinna, þann tíma sem óg hefi dvalið hér á Isafirði, og tími 8á er ég hefi getað varið til þess að tala máli fyrirtækisins, því ver- ið mjög takmarkaður og svo hafa yfirstandandi tímar verið slæmur „þrándur í götu“ á margan hátt. Alls eru fyrirtækinu nú trygðar 15,000 kr., ef bæjarstjórn veitir styrk þann sem beðið hefir verið um, sem allar líkur eru til, eftir því sem ráða má af þeim vinsam- legu viðtökum er erindið fékk þar. Fullnaðarsvar þaðan er þó ennþá ókomið. Mestur hluti fjár þess er fenginn er, hefir safnast hér á Vesturlandi utan kaupstaðarins. En í haust er ráðgert að almenn fjársöfnun fari fram hér á ísafirði. Ríður fyrirtækinu, sem vonlegt er, mjög mikið á þvi að hún gangi vel; en fari hún eftir óskum og málavöxtum er því borgið. Hvað efnahag manna annars líður, þá vona ég að hann só hvorgi svo bágur, að ekki só hægt, að minnsta kosti, að leggja góð orð til mál- anna. En góðar tillögur geta á margan hátt orðið til þess að greiða fyrir fyrirtækinu. Só þess nokkur kostur, er hug- myndin að tryggja grunn undir bygginguna nú í haust, og afla svo í vetur bæði sand og möl. Hvað stærð og rekstur stofnun- arinnar snertir, þá skal ég taka því fram, að stjórn Hjálpræðis- hersins er því mótfallin að byrja á byggingunni fyr en kieyft er að byggja svo stórt hús og fullkomið að vel sé við hæfi bæjarins og hóraðsins. Ætlast er til, að i bygg- ingunni verði alt að 40 föst rúm og mundi það án efa vera nóg fyrir bæinn um langt skeið, í all- flestum tilfellum. Auk þess er gert ráð fyrir því, að hafa til taks tals- vert af lausarúmum, sem hægt væri að nota þegar hin föstu rúm ekki nægðu. Ennfremur verður lögð áhersla á það, að byggja svo stórt í byrjun, að stækka megi gisti- húsið að raun, ef þess gerist þörf síðar. Sjómannahælið yrði haft svo vel úr garði gert sem unt væri. Að minnsta kosti ein lestrarstofa, borðstofa, baðherbergi etc. í hús- inu yrði auk þess húsnæði fyrir starfsemi „Samverjansu, eða aðra líknarstarfsemi, er upp kynni að verða tekin, ásamt ibúð fyrir for- ingja þá er starfinu veittu forstöðu og samkomusalur. Um rekstur stofnunarinnar er það að segja, að hann yrði sam- kvæmur því sem algengt er um samskonar stofnanir sem Hjálp- ræðisherinn hefir með höndum víðsvegar um heim. En, eins og kunnugt er, er það mannúðarstarf- semi sem liggur þar til grund- vallar. Skal ég ekki fjölyrða um það atriði; ávöxturinn mun verða sýnilegur hór, engu siður en ann- arstaðar, þegar stofnunin tekur til starfa. Ég tók því fram í byrjun grein- arkoms þessa, að tilgangurinn með þessum línum væri ekki sá, að rita langt og ítarlegt mál um þetta efni. Yandræðin, er stafað hafa af vöntun slíkrar stofnunar hér í bænum eru öllum svo kunn, og mörgum svo tilfinnarleg, að ég geri ráð fyrir að þess só með öllu óþarfi. Hinsvegar vildi ég gjarn- an að þetta nægði til þess, að bregða nægilega björtu ijósi yfir fyrirætlanir okkar i þessu máli, og færa mönnum heim sanninn um það, að hægt er og sjálfsagt er að halda áfram undirbúningi gisti- hússins og sjómannahælisins og, só þess nokkur kostur, þá lúka honum í haust og vetur. Með vinsemd og virðingu. ísafirði, 1. október 1918. Oddur Olafsson, kapteinn. NB. Allar upplýsingar, er snerta þetta mál, er mór sönn ánægja að veita, munnlega eða bróflega. Utanástrift mín er: Kapt. 0. Ólafsson, rósthólf 52 ísaflrði. XCensla. Undirrituð tekur böm til kenslu innan skólaskyldu-aldurs. Margrét Pálsdóttir Brunngötu 21 ísafirði. (Hús Jóns Pálssonar.) -A.f fjalli vantar mig veturgamla geit, flekkótta, mark: Gagnbitað hægra og biti framan vinstra. Skyldi einhver verða hennar var er hann beðinn að gera mér aðvart sem fyrst. Isafirði, 7. okt. 1918. Magnús Olafsson, prentari. I* ú sem tókst ssjíi.lið um borð í Djúpbátnum „Gunnuu þ. 23. sept. síðastl. á leið frá Kvíum til Isa- fjarðar, skila því tafarlaust á af- greiðslu bátsins eða til Guðrúnar St. Ólafsdóttur á ísafirði. Verði sjalinu ekki skilað fyrir októberlok verður lögreglan beðin að sækja það, því hægt mun að benda á hvar það er niðurkomið. Munið að fjölbreyttust, best og ódýrust alns.'srara fæst í verslun J. Olgeirsson. IVý lcomilí í verslun Guðrúnar .Tónasson rnargar teg. af þvottasápu svo sem: Sólskinssápu og Kreolínsápu. Einnig mikið úrval af handsápum. SjómennT Nú eru vaðstígvólin marg- eftirspurðu komin aftur í verslun mína. Yerðið líkt og áður. Valdimar Þorvarðsson Hnífsdal. Pentsmiðja Njarðar.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.