Alþýðublaðið - 01.10.1963, Page 3

Alþýðublaðið - 01.10.1963, Page 3
URINN Framh. af 16. síðu um að ýta bíl, sem ég hafði ver- ið að gera við, flrá húsinu til að bjarga honum og tókst það. — Helga hefur svo strax gripið börnin? — Konan greip börnin, sem öll voru soinuð, fimm að tölu. Vakti hún þau í skyndi, en 3 þau yngstu sváfu í svefnherbergi okkar hjóna og hin tvö í sitt í hvoru herberg- inu. Alls voru herbergin í húsinu 4 — og það um 100 fermetrar. Helga vafði sængurfötunum utan iim börnin,'sem voru á náttfót- unum e num, fór með þau fram í eldhús og mölvaði gluggann þar, sem var töluvert hervirki, því eð í honum er tvöfalt 5 mm gler, en glugginn var sá stærsti sem til náðist. Stóðst það nokkurn veg- inn á endum, að þegar við vorum búnir að bjarga bílnum, komum Við að glugganum til að taka á tnóti síðusui börnunum, en hinum hafði Heiga komið út. Settumst v'.ð síðan út i bílinn með börnin, en þá kom sá nágranni okkar, sem fyrstur varð á vettvang, Baldur Bjamason, og bauð okkur að koma inn til sín sem við auðvitað þáð- um. Ekki lét hann það nægja held ur bauð hann þeim 50 slökkviliðs mönnum, sem hér voru í nótt, í kaffi, og skiptust þeix á um að fara inn, en um leið og rafmagnið var tekið af hjá mór, fór það hjá honum, svo að það kaífi var drukkið við kertaljós. — Hvernig var ykkur innan brjósts meðan á þessu stóð? — Ég held að þetta sé alveg eins og í byltingu. Maður hefur engan tíma til að vera hræddur eða hugsa um annað en það, sem mað- ur er að gera. Ég get sagt þér það utan dagskrár, að þarna brunnu inni 15 metrar af bókum, sem ég hef verið 20 ár að safna, og það var ekkert rusl, — fræðibækur og skáldrit á ýmsum tungumálum. Það eina, sem mér tókst að bjarga af þeim, var 10. árgangurinn af Rétti sem er ófáanlegur. Svo missti ég auðvitað öll mín bíla- viðgerðartæki, eins og þau lögðu sig, en þau eru ekki hátt metin á 20 þús. Þar með var atvinnuað- : staða mín líka farin, — og innbú- ið brann gjörsamlega, meira að segja armbandsúrið mitt og gler- augun, sem ég var búin að tnka af mér í eldhúsinu, þegar við v.rð- um eldsins vör. — Hér eru 8 hús með stuttu millibili, eins og ég sagði þér áð- an. en enginn vatnshani, þó að þetta sé alveg við fjórar af aðal- vatnsæðum borgarinnar. Slökkvi- liðsmennirnir gátu sumir ekkert aðhafst, þeir sögðu við mig: „Þetta er bara sýning, — við get- um ekkert gert“. — Hvað eru börnin mörg? — Gaukur 4 ára, er yngstur þá er Bára ári eldri, Bera 12 ára, Öttar 7 ára, Pétur 14 ára, Birkir ÍG ára pg Kristján 18 ára. Átt- unda barnið Björg 17 ára, var ekki heima. Hún hefur verið í síld í Neskaupstað í sumar.' — Sluppuð þið öll óbrennd og ómeidd? — Já, það eru ekki nema lítils háttar hruflur á mannskapnum, en Kristján, sem lagði mikið á sig til að bjarga bókum, sem honum var sérstaklega annt um, brennd- ist svolítið á höndum. — Hve lengi hafið þið átt he'ma hér? — Frá 1951. Þá fluttum við hing að með tjald sem stóð á svipuðum stað og svefnherbergið okkar í húsinu, sem brann. Upp úr því varð þetta hús okkar til af litlum efnum og með ærinnj fyrirhöfn. Við höfum verið hér síðan. — Var þetta tryggt? — Því er fljótsvarað. Það hefur verið tryggt í ár, húsið fyrir 100 þús. en innbúið fyrir 75 þús. og tryggingin rennur út á nrðnætti í nótt. Hins vegar var hvorki við- gerðarverkstæðið né tækin tryggð — Hvað tekur nú við? — Ég veit ekki. Það verður erfitt að byrja aftur með tvær hendur tómar. Við töluðum við framfærslufulltrúa, en hann ætl- ar að bjarga okkur í bili. Yfir- völdin mega eiga það, að þau brugðu skjótt við. Komið í innanflokksdeilur Scarborougb, 30. sept. (NTB - Reuter) BREZKI Verkamannaflokknrinn, sem gerir ráð fyrir að komast í rík- isstjórn eftir næstu kosningar til Neðri málstofunnar, mun með hliðsjón af væntanlegum kosning- um koma í veg fyrir að til harðra innanflokksdeilna komi á lands- fundinum sem hófst í Scarborough í dag. Vegna þessa verða varnarmál og þjóðnýtingarmálið ekki tekin fyr- ir að þessu sinni. Þessi vandamál eru umdeildust og hafa oft leitt til alvarlegra deilna. Alger eining ríkir meðal flokks- foringjanna um það, að flokkur- inn geti ekki núna, þegar kosning- ar eru í nánd, leyft venjuleg upp- gjör, sem einkennast af æsingi og I hita, um varnarmál og þjóðnýt- ingu. Ef uppi verða háværar radd- ir um víðtæka þjóðnýtingu á þessu 'flokksþingi geta þær deilur auð- veldlega orðið vatn á myllu íhalds manna og frjálslyndra. Hressilegt uppgjör um vamarmál gæti bein- línis orðið örlagaríkt. Flokksforingjarnir hafa þegar skýrt frá því á landsfundinum, að þjóðnýtingarmálið hafi verið tek- ið til rækilegrar athugunar á síð- ustu árum. Verkamannaflokkur- inn hefur skuldbundið sig til að þjóðnýta á ný stáliðnaðinn og vega • flutninga. Flokksforystan segir, að um varnar- og utanríkismál verði alls ekki rætt. ] Á landsfundinum í dag var rætt um samgöngumál og ályktunar- tillaga með kröfu um, að fram- Um kl. 9 í gærkvöldl höfðu orðið 18 bifreiðaá- rekstrar í Reykjavík. Eng- in slys höfðu þó orðið á mönnum en miklar skeinmd ir á bílum. Þessl mynd er af einum árekstranna, sem varð á horni Laugavegar ag Skólavörðustígs kl. 18.05 Bifreiðin. sem kom niður Skófavörðustíg mun hafa verið í órétti. YLTING I áLSIH YFIRVOFANDI kvæmd Beechingáætlunarinnar verði frestað, var samþykkt ein- róma. Áætlunin er á þá lund, að hinn gífurlegi halli á rekstri brezku ríkisjárnbrautanna verði lækkaður með því að leggja nið- i ur járnbrautalínur, sem alls eru 8 ! þús. kílómetrar á lengd, svo og | mörg þúsund litlar brautarstöðv- j ar. Flokksformaðurinn, Davies, sagði í setningarræðu sinni í morg un, að Profumo-hneykslið væri sannfærandi staðfesting margra annarra sannana um getuleysi í- haldsstjórnarinnar, sem brugðizt hefði hrapallega. Það er ótrúlegt ástand, sem við stöndum andspænis, þegar mikifl meirihluti íhaldsþingmanna vill innst inni, að forsætisráðherra þeirra segi af sér. íhaldsflokkurinn. hefur glatað trausti sínu á foringja sínum, þjóðin hefur glatað trausti sínu á íhaldsflokknum og heimur- inn befur glatað trausti sínu á Bretlandi vegna ódugnaðar fhalds stjórnarinnar, sagði hann. íslenzk vrllibrád í kvöld og næstu kvöld. Hreindýr — Mörgæs Grágæs — Villiendur. Rjúpur o. fl. Algeirsborg, 30. sept. (NTB - AFP) ALSÍRSKAR hersveitir, sem hlið- hollar eru Ben Bella forseta, sóttu í dag inn í bæinn Michelet, efst í KabýlafjöIIum til þess að taka við stjórninni á herstjórnarsvæðinu á þessum slóðum. Yfirmaður þess, Mohand Ou E1 Hajd, ofursti var rekinn úr starfi á sunnudaginn. E1 Hajd ofursti fór burtu úr þorpinu áður en hersveitir stjórn- arinnar sóttu þangað. Hann hefur gengið í lið með Sósíallstasamtök- um (FFS) sem andvíg eru ríkis- stjórninni og starfa leynilega. t tilkynningu, sem el Hajd gaf út áður en hann yfirgaf þorpið, kveðst hann ekki hafa i hyggju að taka brottrekstrinum hátíðlega. í tilkynningunni var hörð gagn- rýni á Ben Bella forseta. Hún var gefin út í samráði við FFS. Hajd ofursti er síðastur margra alsírskra leiðtoga ,sem vikið hefur verið úr starfi. í tilkynningu hans, segir, að brottreksturinn sé í raun inni hlægileg og árangurslaus að- gerð af hálfu Ben Belia. Þessi aðgerð hans mun aðeins verða til þess, að þjóðin mun berj- ast ákveðnar fyrir lýðræði og rétt- lætl í landi okkar, segir í tilkynn- ingunni. Ekki kom til átaka, þegar stjórn arhersveitimar sóttu inn í Miche- let. Frá því var skýrt, að stjómar- hersveitirnar hefðu náð mikilvæg- MMMMMMMMMMHMMMMV Avísana- málið Reykjavík, 30. sept. AG ENN er ekkert að frétta af ávísanasvlkamálinu. Blaðið hafði samband í gær við Hall dór Þorbjörnsson, sakadóm- ara, sem fengið hefur málið í ! hendur. Hann vildi ekkert um málið segja, þetta væri ennþá loku'ð ranns. og margt óljóst. Hann kvaðst ekki hafa yfirheyrt Sigurbjörn f dag, en aftur á móti hefði hann rætt við gjaldkerana, sem afgreiddu hann. Hann taldi ekki neinna frétta að vænta næstu dagana. MMMMMMHMMMMHtMMM' ustu stöðunum á landssvæðinu á sitt vald. Sagt var að engin mót- spyma hefði verið sýnd. Setuliðið í Michelet hefur ekki veitt mót- spyrnu. E1 Hadj fór frá Michelet ásamt foringja alsírska sósíalistaflokks- ins. fiombzag Ait Achmed, en ekki er vitað hvert þeir fóm. Reuter hermir, að þeir sem vei fylgjast með gangi mála telji, að andspyman gegn stjórn Ben Bella sé áframhald á valdabaráttu hinna ýmsu stjórnmálahópa eftir að Al- sír hlaut sjálfstæði í fyrra. Það voru fylgismenn hinnar fyrrver- andi bráðabirgðastjórnar, sem börðust gegn Frökkum, er snerust gegn Ben Bella og eins-flokks- stjórn hans. Þeir hlutu aðallega stuðning alsírskra hersveita í Tú- nis og Marokkó. Gætt hefur almennrar óánægju í garð Ben Bella í Kabýla-hérað- inu, en íbúamir þar em Berbar og em þvi þjóðarbrot í landinu. Sendiherra Alsirs í París ræddi f dag við de Gaulle forseta. Sagt er, að Frakkar séu staðráðnir í að halda áfram samstarfinu við Alsír- stjóm. Leyfislaus, ölvaður og ók of hratt Reykjavík, 30. september. - KG UM klukkan 7 á föstudagskvöld fékk lögreglan í Keflavík tilkynn- ingu um, að maður nokkur hefði ekið með ofsahraða um götur bæj- arins. Lögreglan fékk einnig lýs- ingu á manninum og kannaðist við hann. Var þá þegar hafin leit. — Bfllinn fannst mjög bráðlega og var þá annar maður kominn undir stýri. Bifreið þessi var frá bíla- leigu og var kona þess, sem sézt hafði fyrr um kvöldið á bflnum, leigutaki. Sá maður var áberandi drukkinn, og var hann færður á lögreglustöðina. Þar játaði hann að hafa ekið bílnum fyrr um kvöldið undir áhrifum vins Hann hafði áður verið sidftur leyfinu ævilangt fyrlr akstur undir áhrif- um ífcngis. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1. okt. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.