Norðurland


Norðurland - 16.11.1912, Page 2

Norðurland - 16.11.1912, Page 2
t Nl. 186 Skaðar af ofviðrl. Fyrra laugardagskvöld brast á hin fyrsta stórhríð á vetrinum með ofviðri og hörku- frosti og hélzt hún fram á mánudagsnótt. Olli það veður víða skaða. í Krossanesbótinni, hér utan við Eyrina, lágu allmörg skip eins og jafnan áður á vetrum, og fórust 3 þeirra með öllu: Sam- son, fiskiskip Ásgeirs Péturssonar kaupm. Fremad, eign Sn. kaupm. Jónssonar og Lina, eign erl. félags. Bryggja, nýlega bygð og vönduð, sem Sn. jónsson átt á Bjargi, brotnaði og eyðilagðist: Tvær bryggjur brotuuðu á Siglufirði fyrir Söbsiad útgerðarmanni og ýmsar smáskemdir urðu auk þess á fleiri bryggjum þar. Stórstreymt var og gekk sjórinn þar mjög á land, eyði- lagði kofa einn og fór inn í kjallara í suni- um húsum. Ekkert af skipunum (né af bryggjunum) mun hafa verið vátrygt nema Samson. Hann var trygður í samábyrgðinni fyrir 9 þús. krónur. % Endurholdgun. Eftir Annie Besant. Hið misjafna hlutskifti mannanna verður aðeins skýrt á þrjá vegu, hvort heldur er að ræða um misjafna hæfileika, misjöfn tækifæri eða misjöfn æfikjör, og skýring- arnar eru þessar. 1. Að guð skapi hvern mann sérstaklega, og felur sú skýring það í sér, að maðurinn sé hjálparvana, því að örlög hans stjórnast þá af einráðu afli og vilja, sem enginn getur ætlað á. 2. Að erfðalögmálið sé því valdandi, eins og vísindin halda fram, og er þá maðurinn jafn hjálparvana, vegna þess að hann er þá aðeins árangur þeirrarfortíðar, sem hann hafði ekkert vald yfir. 3. Endurholdgunin (Reinkarnation). Þessi kenning heldur því fram, að maður- inn skapi sjálfur framtíð sína, og að hæfileikar hans og lífskjör hér á á jörðu byggist á hans eigin breytni í undanfarandi jarðlífum, eða með öðrum orðum, að hver sé sinnar eigin hamingju smiður. Allir hugsandi menn hafna þeirri kenn- ingu, að guð hafi skapað hvern einstakling með öllum þeirra kostum og löstum, sem vér sjáum þá hafa, og undir jafn afarmis- munandi lífskjörum og kringumstæðum. Maðurinn á ekki að eiga neina fortíð eftir þeirri kenningu, enda þótt framtíð hans eigi að vera eilíf. Eins og allir vita, fer hagur manna og líðan hér í lífi að mestu leyti eftir skapferli þeirra og hæfileikum, og þetta hvorttveggja ættu þeir að hafa fengið af guði i vöggugjöf án eigin til- verknaðar. Manninum getur hlotnast happadráttur eða núll í hlutaveltu sköpunar- verksins. Dragi hann núll, þá er hann dæmdur til að þola eyrhdarlíf, og við því er ekkért að gera. Ef hann aftur í móti fæðist undir góðum lífsskilyrðum. gæddur góðum gáfum og göfuglyndi, þá getur hann hrósað happi, en hann hefir alls ekki verðskuldað neitt af þessum gæðum. Taki maðurinn að erfðum veiklaðan lík- ama, geðveiki, veikindi eða drykkjuskapar- ástríðu, þá er það óhepni, sem hann þó hefir alls ekkert unnið til. Einum hlotnast eilíf sæla, öðrum eilíf vansæla. Ólánsmaður- inn verður að beygja sig fyrir því, sem menn eru vanir að kalla guðs vilja. Hefir ekki leirkerasmiðurinn vald yfir leirnum ? En lakast er ef leirinn skyldi finna til. Fleiri ástæður er hægt að finna gegn þessari kenningu. Samkvæmt henni skapar guð sérstakan anda í hvern líkama, sem fæðist í þennan heim. Setjum svo að ný- fætt barn deyi. Sé nú jarðlífið ætlað til þess að auðga andann að reynslu og þekk- ingu, þá fer þessi barnsandi alveg á mis við þann þroska, sem hann hefði getað náð hér á jörðu, og það tækifæri er að eilifu mist. Sé jarðlífið á hinn bóginn lítilsvert, þá verða gamalmennin sannarlega illa 'úti. Þau hafa eflaust þolað margt misjafnt á sinni löngu æfi, og unníð mörg verk, sem betur væru ógerð, og þar á ofan er ekki ómögulegt, að þau verði eilíflega vansæl eftirdauðann. Peir langlífu hafa með öðrum orðum gengið í gegnum margar raunir, sem þeir skammlífu hafa komist hjá, en bera þó ef til vill ekki annað úr býtum en eilífa glötun. Það er hægt .að tilfæra óendanlega mörg dæmi þessu lík. Þessi kenning, að guð skapi sérstaklega hvert barn, sem fæðist, hefir gert fjölda marga menn guði fráhverfa, enda getur hún hvorki samrýmst skynsemi eða samvizkusemi- Maðurinn hlýtur að spyrja án afláts: Hversvegna hefir guð gert mig þannig ? Erfðakenning vísindanna kemur ekki jafnmikið í bága við réttlætistilfinning mannsins eins og hin fyrnefnda kenning, en erfðirnar ná þó aðeins til hins líkam- lega, en útskýra á engan hátt þroskun skynseminnar og samvizkunnar. Darvín reyndi til þess kð sanna, að til væru einnig andlegar erfðir, en hann strandaði á því, þegar hann ætlaði að fara að sanna, hvernig þjóðfélagsdygðirnar þroskuðust í baráttunni fyrir lífinu. Það er líka eftirtektarvert, að flestir foreldrar geta börn sín á þeim árum, þegar líkamskraftar þeirra eru í blóma, en þá hafa þeir aftur á móti ekki náð fullum vitsmuna-ogsiðferðis-þroska. Hvernig ættu börnin að taka að erfðum eiginleika, sem foreldrarnir ávinna sér ekki fyr en löngu eftir að börn þeirra fæðast? Vís- indamenn siðari tíma hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu, að andlegir hæfileikar gengi ekki í erfðir, og að eftir því sem maðurinn yrði fullkomnari, fækkaði af- komendunum. Vísindinsegja: »Listamaður- inn er ófrjósamur.« Séu erfðirnar driffjöðr- in, er framþróunin þar með dauðadæmd. Frjósenii manna og andlegt atgerfi fylgist ekki að. Eftir því sem maðurinn stendúr lægra andlega, því frjósamari er hann. Jafnframt þessari ájðurnefndu uppgötvun vísindanna, að listagáfa sé ekki arfgeng, hafa þau rekið sig á þröskuld, sem þau hafa ekki getað stigið yfir, þau geta sem sé enga skýringu gefið á því, að afkvæmi dýrlingsins getur orðið lubbamenni og af- kvæmi hugvitsmannsins heimskingi. Það virðist sem hugvitsmaðurinn konii ofan úr skýjunum. Frá vísindalegu sjónarmíði virðist hann standa utan við orsakalögmálið. Vísindin kenna okkur ekkert ráð til þess að bæta og fullkomna mannkynið í fram- tíðinni. Þau ógna okkur að vísu ekki með neinum einráðum vilja, senr vér getum engin áhrif haft á, en þau gefa heldur enga skýringu á hinum ólíku kjörum og hæfileikum manna. Þau segja að börn drykkjumanna taki að erfðum líkamlega veiklun, en þau útskýra ekki, hversvegna 118 sem við eiga, og faðir yðar leitar ráða hjá síra Pet- ersen um hvað hann eigi að gera við yður,. þetta siðspilta barn sitt. Eg býst helzt við að þeir verði ásáttir um að senda yður á hæli siðspiltra, ungra kvenna, eða þá að þér sleppið við að fara í klausturvist í Sviss. Það er líka ef til vill synd af mér að láta yður gera svo mikið mín vegna,. jafnvel þótt þér hafið þrek tit þess. Eg vil heidur fylgja yður heim og vera þar hjá yður svo sem eina klukkustund. Það er auðvitað hegningarvert líka, að þér takið þar á móti heimsókn minni, en það er þó ekki dauðasök, ekki uppreistarárás á hennar hátign, dygðina. Eg fylgi yður fyrst heim í Amalíugötu, og svo farið þér ein heim og látið ekki á neinu bera. Eg geng um stund út í grænan Iund, og svo kem eg eftir hæfilega langan tíma og hringi hjá stórkaup- manninum, spyr fyrst eftir honum, — svo eftir frúnni — læt í Ijós hvað mér þyki leiðinlegt að þau skuli ekki veraheijna, og svo verður mér loks vísað inn til heimasæt- unnar. Ogþá er heiðrinum borgið að sið borgarinnar.® »Svei! nú eruð þér aftur orðinn líkur sjálfum yð- ur, og gerið háð að öllu og öllum; þér eruð alveg ems og þér voruð áður, er þér komuð heim til okkar,« sagði Lilja, óþolinmóð að hlusta á þessar athugasemdir, sem henni fundust ósanngjarnar. Hún gekk hratt á undan honum niður stigann. 119 Hún var reið við hann. Hann var alls ekki eins sorgþjáður og hún hafði ímyndað sér. Hann þarfn- aðist engrar vináttu, hann skildi ekki hvað það hafði kostað hana að fara til hans nú. Hann náði henni ekki fyr en hún var komin langt út á götuna. »Þér hafið, svei mér, heldur ekki drekt hinum gamla Adam í yður, ungfrú Lilja,« sagði hann. Þér eruð alveg eins fljót að reiðast eins og þér voruð á yngri árum — þér sýnið það alveg eins glögt og þá — og það fer yður altaf jafnvel. En eg er einmitt glaður yfir því, að eg sé að þér eruð óbreytt. Hvers vegna eruð þér svo reið yfir því að eg skuli vera líkur sjálfum mér? Voruð þér ekki að leita að mér? Voruð þér ekki að leita að þeim sama sem þér þektuð áður — þeg- ar þér voruð ung — þeim, — já, þér hafið sagt það sjálf — þeim, sem yður þótti vænt um? Eða hélduð þér að eg væri orðinn að nýjum og betri manni við að sitja heima sorgbitinn og grúska í bókum mínum; hélduð þér að hinn fagri Fönix væri risinn upp af dufti mínu ?» »Eg hélt að þér væruð orðinn alvörugefinn mað- ur, sem hægt væri að tala við um alvarleg efni,« sagði Lilja svo ströng og hátignarleg, að hann fór aftur að hlæja. Lilja fór líka að hlæja án þess að hún vildi það, en spurði svo aftur með sömualvöru og strangleika: vesalings börnin eru dæmd til að taka við þessum viðbjóðslega arfi. Endurholdgunin sýnir oss hvorttveggja í senn, réttlæti guðs og mátt mannsins. Sér- hver mannsandi er einsog frjóangi, þegar 'hann byrjar vegferð sína hér á jörðunni, án allrar þekkingar og Samvizku, og án þess að geta gert greinarmun á nokkru. I reynsluskólanum, þar sem hann mætir bæði blíðu og stríðu, safnar hann sér efnivið í sálar- og siðferðis-hæfileika sína, Þær lyndiseinkunnir, sem eru honum með- fæddar, eru því hans eigin handaverk, og sýna hvaða þroskastigi hann hefir náð á hinni löngu framsóknarbraut. Oóðar til- hneigingar, miklir hæfileikar og göfugt eðlisfar er árangur af orustum og stríði á undangengnum æfiskeiðum, vinnulaun fyrir þungt og þreytandi strit. Það gagn- stæða sýnir oss fyrstu vaxtarstigin, lítinn þroska hins andlega frjóanga. Villimaður vorra tíma á það fyrir sér að verða dýr- lingur á ókomnum öldum. Allir ganga svipaðar brautir, og öllum er ætlað að lokum að ná æðstu mannlegri fullkomnun. Sársauki leiðir af yfirsjónum og er æfinlega til bóta. Styrkleiki eflist í stríði, og vér uppskerum eftir hverja sáningu óhjákvæmilega þann ávöxt, er til var sáð. Sæla sprettur af réttri breytni, en sorgir af illu athæfi. Ungbarnið, sem deyr rétt eftir fæðinguna, greiðir skuld frá fyrri tíð, og hverfur svo aftur fljótt til jarðarinnar; andinn hefir þar tafist um hríð, en er nú laus við skuldina og getur úr því aflað sér þeirrar reynslu, sem honum er nauð- synleg til þroskunar. Félagsdygðir, sem oft eru manninum til óhagnaðar í lífsbaráttunni og geta ef til vill orðið því valdandi, að hann fórni jarðnesku lífi sínu, afla honum göfugra lyndiseinkunna í framtíðinni, sem verða til þess, að hann starfar í þjónustu mann- kynsins. Hugvit snillingsins er afleiðing af striti margra æfiskeiða, og ófrjósemi þess líkama, er hann ber, rænir ekki framtíðina hagnað- inum, því að hann kemur aftur og ávalt meiri og meiri með hverri endurholdgttn. Barnslíkaminn, sem er spiltur af ofdrykkju föðurins, verður starffæri þess anda, er lærir af þjáningunum að fara betur með jarðlíf sitt og halda ekki út á þær brautir, er hann gekk á undanförnum æfiskeiðum. þann veg er því farið, hvert sem litið er. Orsakir til æfikjara nútíðarinnar Iiggja í skauti liðinna tíma, og ef menn þekkja og hlýða þroskalögmálinu, geta þeir skapað sér óbrigðul framtíðarörlög og látið þroska sinn stefna að sívaxandi fegurð, unz þeir ná að lokum algerðri fullkomnun. (Þýtt.) Hundrað ára i.fmæli Páls heitins Melsteð var 13. þ. m. Þann dag voru fánar dregnir á steng- ur hér í bænum til minningar um hinn góðfræga sagnaritara. Páll Melsteð var hinn merkasti mað- ur í hvívetna og á það skilið, að Is- lendingar geymi minningu hans vand- lega, enda munu þeir og gera það. Með sagnaritun sinni hefir hann Iátið eftir sig verk, er aldrei mun fyrnast. Óhætt mun að fullyrða, að enginn ís- lendingur hafi kunnað að rita sögu af annari eins snild, og Páll Melsteð kunni, sfðan á 13 öld. Stúdentafélagið hélt fund þennan af- mælisdag hans og mintist hans þar með ræðum og samdrykkju. Síra Jón- as Jónasson flutti aðalræðuna um Pál Melsted. í samsætið var boðið þeim hjónum, Önnu Stephensen, dóttur Páls sál., og St. Stephens^n, bæjargjaldkera.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.