Norðurland


Norðurland - 19.05.1917, Síða 3

Norðurland - 19.05.1917, Síða 3
9 75 Ni séð þá glögglega, þótt engir aðrir viðstaddir sæu þá — nema sá sem var nærri andláti sínu. Einatt var það, að augu deyjandi persóna glöðnuðu, svo að ljómi stóð af þeim, einmitt er við- komandi var að taka andvörpin; skild- ist mér að þá varð hinn deyjandi fljót- ari en eg að sjá og fagna ástvinum handanað. Skil eg það svo, að þegar hin jarðnesku bönd fara að bila, fara hinir æðri hæfileikar, sem sofið hafa, að segja til sín. Það yrði langur listi, ef vér ættum að telja alla pfslarvotta mannkynssög- unnar, sem í trássi við »heilbrigða skynsemi* hafa rutt þjóðanna fram- farabraut. Hvað hefði sagan orðið hefðu þeir eigi lifað, strftt og dáið og siðan unnið sigur? Hvað kennir oss saga vísindanna, saga eimskipa og eimvagna, járnbrauta og járnskipa, og saga rafs og segulafls? Ekkert af slíku þekli »heiibrigða skynsemi*. Það er alt verk »draumamannanna<; hinir »heilbrigðu< þekti jafnvel ekki sínar eigin takmark- anir. Saga framtaranna er bæði gleði- rík og raunaleg. En eflaust fer öll sú saga íram eftir æðri ákvörðun. Guð er lengi að skapa — jörðin er lengi að mynda sér ný lög og jafna krafta sfna, alt eins fer um framfarir þjóð- anna. »Guðunum liggur ekki á<, segja Kínverjar, og »kemst þótt hægt fari,< sagði Njáll — getum vér bætt við. En höfundur þessarar greinar bætir við og spyr: »A hvað benda þessi forlög hér á jörðunni?< Og hann svar- ar: »Þau kenna oss, að skapari vor og hans starfsemi er eilffs eðlis, og svo erum vér sjálfir. < M. J. X JZandar er/endis. • Qunnar Qunnarsson skáld. Skáld- saga hans »Borgslægtens Historie< kemur út í sumar í enskri þýðingu eftir Axel Gerfalk. Útgefandinn er hið stóra bókaútgáíufélag G. O. Putnam & Sons í London og New York. A ensku heitir bókin »The Story of the Borg Clan». í vor koma út hjá Gyldendal nýjar útgáfur af »Borgslægtens Historie< og »Smaa Historier<. En í haust kemur hin nýja Skáldsaga hans »Vargur í véum< út á hollenzku. Þetta er gleðilegt, bæði fyrir höf- undinn sjálfan og eins fyrir íslenzku þjóðina, að skáldsögur hans skuli hafa svona góðan byr. (<Mbl.<). Atvinna. Eldri húsmaður eða unglingspiltur á fermingaraldri, trúr og vandaður, getur fengið létta atvinnu frá i. júní næstk. hjá ). V. Havsteen. K-O-L. Við kolanámuna í Ytritungu á Tjörnesi, rétt við sjóinn, fást brúnkol í sumar, ef pöntuð eru í tíma. Trygg- ing er fyrir því, að þau séu góð, því síranglega er bannað nú að flytja þar kol burtu nema undir nákvcemu eftir- liti matsmanna, sem tilkvaddir eru af landeiganda. — Framskipun .er létt og örugg um hásumar. — Þeir, sem panta vilja kol, geri það sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa: Ben. Björnsson skólastjóri í Húsavík (heima á sunnudögum) og Páll Sigurðsson símstj. í Húsavík. Afgreiðsla ,Norðurlands‘ sem undanfarið hefir verið á skrifstofu blaðsins í Hatnarstræti 11 er flutt þaðan. Kaupendúr blaðsins f Kræk- Iingahlfð, Þelamörk, Öxnadal, Hörgár- dal, Möðruvallasókn, Hjalteyri, Ár- skógsströnd, Hrísey, Svarfaðardal, Ól- afsfirði, Látraströnd, Höfðahverfi og Svalbarðsströnd eru beðnir að vitja þess f sölubúð hr. kaupm. Sveins Sig- urjónssonar. Kaupendur þess í Öngulstaða- Saur- bæjar og Hrafnagifkhreppum eru beðn- ir að vitja þess í sölubúð hr. kaupm. Kristjáns Sigurðssonar. Skrifstofa ritstjórans er á sama stað og verið hefir, Hafnarstræti II. JVI’ Zadig$ þvottadufi með fjóluilm er ómissandi hverri húsmóður. Hin gamla aðferð að nudda þvottinn upp úr sápuvatni er orðin úrelt, aliir vita að fatnaður og dúkar slitna óhæfilega með þeirri þvotta-aðferð og eru því að hætta við hana, en taka upp þvotta- aðferð með M. Zadigs þvottadufti í staðinn. Duftið er leyst upp f vatni þvotturinn svo lagður f þann lög og þegai* bann hefir legið þar hæfilega lengi, er aðeins skolað úr honum, í\N þess hann sé nuddaður. ZADIGS ÞVOTTADUFT SPARAR því mikið erfiði og tíma, SPARAR sápu og sóda og slftur ekki þvottinum. Biðjið þvf kaupmenn yðar um ZADIGS ÞVOTTA- DUFT. Það fæst f öllum vel birgum verzlunum og ryður sér hvervetna til rúms. Þvf það er margfalt ódýrara og betra en sápa og sódi. Sápur ogilmvötn.tannmeðalið »Oral<, Lanolie Hudcréme, raksápuna Barbe- rin, og gólfþvottaduftið fræga frá M. Zadig konungl. hirðverksmiðju í Malmö aettu allir vngri og eldri. að kaupa. cd Sd5*S "•S O 2 v •- j- _ s J* nto » c O-8 .«55 m 'm '5 S‘§P _«'v ■ s s tfl I- « g » <2:Bf e .IO « ,g a O. £ C3 .sLfea > «0 XJ w _ e^ss y v. bX! M O « S ^ s > • n • Ávörp til enskra liðsmanna. Það er hvorttveggja að enski her- inn á nú sem mest að vinna á hinum vestlægu vfgstöðvum, er þeir hafa fastráðið með Frökkum að láta nú til skarar skrfða og brjóta hina ósigrandi »Húna< (sem þeir kalla) á bak aftur. Mörg eru þau eggjunarorð, sem nýj- ustu ensku blöðin færa af hrífandi á- vörpum. Eitthvert átakanlegasta er eftirfylgjandi ávarp frá hinum mikla öðling og skörung Bryce lávarði. Það er stutt og hljóðar svo (nokkuð stytt): \gf-» . • • vér höfum í þessum ófriði það, sem þjóðir sjaldan hafa haft f hernaði, en það er fullkomlega rétta sök að verja — þá sök, sem velferð mannkynsins er undir komin í fram- tfðinni. Þér berj st fyrir réttvísi þjóða á milli, fyrir frelsi og friði allra smærri þjóða, íyrir trygging hlutlausra ríkja og að verja saklaust fólk fyrir grimd- aræði, dauða og þrældómi. Þér eruð að berjast til þess að geta sett brenni- mark á hið svfvirðilegast brigðlyndi og grimmustu aðferð í hernaði, sem flekkað hefir nokkra hernaðarþjóð. Hjörtu vor ailra eru með yður Vér geymum breysti yðar í heiðri og full- treystum því að svo ofurhugaður her og jafnfullur guðmóði munið vel til þess endast að berjast til sigurs heil- ags réttlætis, til sigurs langvaranda friðar og frelsis Norðurálfunnar. James Bryce.< Aftur hefi eg í höndum bréf frá vini mínum, hinum hálærða ritsnillingi dr. P. Carusi, þar sem hann (eins og ávalt fyr) staðhæfir að Jón Boli hafi átt öll upptök ófriðarins og öll hern- aðaraðferð Þjóðverja á landi, legi, f lofti og neðansjávar hafi verið öld- ungis i éttmæt, og hernaðarskipulag, stjór.n, kunnátta og hreysti hafi verið og sé það eina, sem muni skapa veru- legan heimsfrið á hafi sem þurru landi, enda séu nú allar aðrar þjóðir af þeim að læra herskyldulög Oj* allar aðrar aðfarir. Sannast hér tvent, að hver er sjálf- um sér næstur, og að sínum augum líti hver á silfrið! M. J. Járnrúm með fjaðramadressu er til sölu.. Ritstj. vísar á. Heildsölu- verzlun G.Gíslason Reykjavík og Leith, útvegar ódýrastar og vandaðastar út- lendar vörur. Hefir gríðar fjölbreytt sýnishornasafn í Reykjavík. Sápuverksmiðja OGSTON & TENNANTS í GLASQOW framleiðir árlega Kaupmönnum oa: kaupfélögum '////?///r//////////////Hr//nr/////r////iF*r*w////// bezt að skifta við Heildsölu- verzlunö.Gísla- V///////////y//////A//S,■*'/////////////////////////////' Qr'is- son. •vSiP r//////////////////////. miljónir punda af hinni •mm heimsfrægu •ttlN sápu þeirra. Sapa. Sápa/ Hreinlaeti og þrifnaður er ávalt talið hið augljósasta merki um sanna menn- ingu hjá þjóðunum. Því meira hreinlæti, þess meiri menning. Því meiri sápueyðsla, þess meiri þrifnaður. Þetta helzt alt í hend- ur. Við höfum nú látið rannsaka nákvæm- lega og bera saman, hvaða sápugerðar- hús búi til bezta, drýgsta, en um leið ó- dýrasta sápu og komist að þeirri niður- stöðu, að það er hin nafnfræga, nær 200 ára konunglega sápuverksmiðja þeirra Ogston & Tennants. Til þess því að gera Islendingum hægt fyrir með að geta fengið verulega góða sápu, sem að öllu leyti svari kröfum nú- tímans, sé drjúg, góð en ódýr, með þægi- legum ilm og bæti hörundið, höfum við útvegað okkur söluumboð á íslandi fyrir þessa ágætu verksmiðju. Sýnishorn og verðlistar eru til reiðu á skrifstofum okk- ar f Reykjavík og Leith og fjölgar þeim altaf jafnt og bétt er biðja okkur að senda sér nokkurar^tegundir af hinum ágætu sápum frá OQSTON & TENNANTS. Sápuverksmiðja OGSTON & TENNANTS í Aberdeen. Heildsöluverzlun G. Gíslason kaupir ávalt allar íslenzkar vörur og ættu kaupmenn, kaupfélög og aðrir seljendur ætíð að grenslast eftir verði þar áður en þeir selja öðrum.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.