Norðurland - 13.02.1918, Blaðsíða 3

Norðurland - 13.02.1918, Blaðsíða 3
II að veita af bæjarins fé nema í Hfs- nauðsvn og ber tvent til þess: 1. Getur ekki bjá því faríð að af þeim stafi fjárhagslegur voði, sé mikið að þeim gert og gálaus- lega með þau farið, þar sem þau eru með öllu ótrygð. 2. Hætt við að svo auðfengin lán hafi fremur spillandi en bœtandi áhrif á lántakendur yfirleitt og hjálpin, sem þau veita, verði fremur til að fella en reisa. Petta síðara er langalvarlegasta hlið • in á þessu máli, miklu varhugaverðari en'fjárhagshliðiti, þó engan veginn megi sleppa að gefa henni gaum. Eg vænti þess að um þetta muni flestir vera mér sammáia og á örðugt með að trúa þvf að nokkur maður geti haldið því fram í fullri alvöru að þeir sem fara með opinbert fé hafi vald til þess að stofna því í bersýni- legan voða án þess að brýn nauðsyn beri til Fyrstu lánveitingatillögur bjargráða- nefndarinnar báru það þegar með sér, að mínu áliti, að hún hafði ekki íarið eins gætilega og æskilegt befði verið, —lítið kynt sér hag lánbeiðenda yfir- leitt, lánað eða að forminu til lagt til að nálega öllum, sem til hennar leit- uðu, yrði lánað eitthvað, jafnvel þurfa- mönnum annara sveita og ýmsum al- þektum ráðleysingum og vandræða- mönnum jafnt og engu síður en fátæk- um ráðdeildar- og dugnaðarmönnum, sem í þröng voru, sökum ómegðar eða heilsubrests og að sjálfsögðu áttu að ganga fyrir öllum öðrum, eoda hættu minst að lána þeim. Nefna mætt: og meðal lántakenda efnalitla menn, sem ala heitna hjá sér uppkomnar, fullvinn- andi dætur, sem hafa átt kost á góð- um vistum eða farið úr þeim heim til fátæku foreldranna og neyta með þeim dýrtíðarlánsins, sem pabbi fær hjá bless- aðri bjargráðanefndinni. Bjargálnamenn suma hefir hún beld- ur ekki látið synjandi frá sér fara, sem hefði átt að vera f lóla lagið að fá sér lán á annan hátt. Lét fram- sögumáður nefndarinnar þess getið að hann sæi ekkert á móti því að veita slíkum mönnum dýrtíðarlán, þeir mundu fremur borga þau að fullu en öreig- arnir. Það var eins og honum dyldist þeim góða manni, að þeim mun minna kæmi f hlut verulega nauðstaddra manna af dýrtfðarlánafúlgunni, sem bjargálnamennirnir fengju meira, nema fúlguna eigi stöðugt að auka, þvf meir sem af henni er tekið, án tillits til gjaldþols og lánstrausts bæjarins. Óhætt er að fullyrða að sumum í bjargráðanefndinni er þettafjarri skapi. Fyrst þegar þessar tillögur bjarg- ráðanefndarinnar komu fram og jeg sá hvað verða vildi mótmælti eg að meiru fé væri í bráð varið til dýr- tfðarlána af þeim ástæðum, sem þeg- ar eru taldar og brýndi fyrir nefnd- inni að vera varkárari og fhaldssam- ari um lánin eftirleiðis. Verð eg að segja henni það til lofs, að hún hefir talsvert tekið sér íram upp á síðkast- ið, þó henni sé enn nokkuð ábóta- vant, enda skal fúslega játað að starf- ið er vandasamt og sitt getur sýnst hverjum. Þá er loks að minnast á seinasta strik bjargráðanefndarinnar og um leið hið feitasta, tillöguna um að bærinn kaupi ioo tons af kolum fyrir alt að 300 kr. tonnið og úthluti þeim með dýrtfðarverði meðal bæjarbúa, ríkra ' sem fátœkra. Eg var þvf meðmæltur að kolin væru keypt, ef fáanleg væru, svo bæj- arbúar ættu kost á að fá þau fullu verði, en eg var eindregið á móti því, ásamt bæjarfógeta og Sig. Hlfð- ar, að þeim væri úthlutað langt und- ir innkaupsverði meðal allra bæjarbúa, efnaðra og fátækra, af sömu ástæðu og dýrtfðarlánum til bjargálnamanna, og af þvf hér væri verið að vanbrúka lánstraust bæjarins og binda honum að nauðsynjalausu þann bagga, sem óvíst væri að hann gæti undirrisið á sfnum Hma, auk annara piitlinga. En þv! hefi eg lýst yfii á tveím síðustu bæjarstjórnavfundum, að eg teldi nauðsynlegt að bærinn ætti ráð á nokkrum kolum, svo hægt væri að hjálpa fátæklingum, sem kæmust í eldsneytis þrot og eigi yrði bjargað við með öðru móti. Þetta er hrein skylda bæjarfélagsins sem það á ekki og má ekki með nokkru móti hliðra sér hjá Yfirleitt verður bæjarfélagið að reyna af fremsta megni að bæta úr neyð allra innan sinna vebanda og þó eigi sízt þeirra manna sem fyrir hvern mun vilja bjarga sér sjálfir og er það mjög um geð að vera öðrum til þyngsla. Af þvf sem hér hefir sagt verið um framkomu mfna og afstöðu til dýrtíð- arráðstafana bæjastjórnarinnar, má öll- um sem >Norðurland« sjá og lesa, Ijóst vera, að tilfærð ummæli grein- arhöfundarins f sfðasta blaði eru all íjærri sanni og að eg hafi ekki fylgt stranglega þeirri grundvallarreglu, sem höf. segir að atkvæði mitt og öll fram- koma stjórnist af f þessum málum, — lesendurnir láti sér með öðrum orð- um skiljast, að eg sé eiginlega ekki sérlega >principfaslur« f þeirri mann- vonzku tegund, sem höf. ber mér á brýn. Að endingu vil eg taka það fram að þegar svo er komið að þingið f broddi fylkingar og svo bæjar- og sveitastjórnir gera sitt til að draga úr sjálfbjörgunarviðleitni fólksins, þá má með sanni segja að úáran sé kom- in f mannfólkið sem leiða muni hröð- um skrefum til algerrar þjóðglötunar, ef hinir vitrustu Og beztu menn þjóð- arinnar sjá eigi f tfma hvert stefnir, rfsa upp og ýta við þjóðinni svo hún megi hrista af sér þá óheillamöru, sem á hana hefir lagst og gerir hana magnstola, áður en minst vonum varir. ®/2 I9lS >Norðurland« lætur sig vanalegalitlu skifta flest bæjarmál eins og lesendum þess er kunnugt, en sá ekki ástæðu til að neita góðum borgara í bænum um að flytja grein þá >Frá bæjarstjórn- arfundi* sem var f sfðasta blaði, þó undir dulnefni væri og þó þvf sé Iftið gefið um nafnlausar greinar. Greinin ræddi um opinbera framkomu bæjar- fulltrúa sem slfkra og verða allir að þola, þeir er í opinberum sætum sitja að framkoma þeirra þar verði gerð að umtalsefni er svo ber undir og eftir því er sá Iftur á hana er máls hefur. >NI.« hefir ekkert sagt opinberlega um dýrtfðarlánin alment, en ekki kærir það sig um að dyljast þess, að það er eindregið á þeirri skoðun, að þeir menn f bæja- og sveitastjórnum vinni þjóðþarft verk, sem reyna að draga úr óvitaflani sfðasta þings f þeim efnum, svo óhugsuðu og öldungis út f bláinn sem það var, eins og nú er að koma á daginn og þess vildi það hafa getið jafnframt því að grein >bæjarbúa« birtist í sfðasta blaði. Ekki furðar >NI.« sig á því, þó ritstjóri >íslendings« sé látinn hlaupa á stað með strákslegu orðbragði út af grein >bæjarbúa< og fárast yfir að >NI.« skyldi flytja hana nafnlausa, þvf ólfkt hefði verið því blaði að sleppa slfku tækifæri til þess að >skoppa« dálftið frá fyrri venjum sfnum. >íslendingur« hefir nefnilega farið blaða lengst hérlendis í að flytja nafnlausar greinar þ. e. a. s. með ýmsum dul- nefndum og einatt fullkomlega persónu- legar nfðgreinar. Var því auðvitað að hann við tækifæri mundi »gefa sjálfum sér á hann« og skammast út af því ef annað blað flytti grein með dul- nefni, þó ekki væri níðgrein. \ Eimskipið »Willemoes« hefir|legið á’Siglufirðilfrosinn inni.» F ram« skýrir svofrá: »Willemoes« kom hing- að úr áramótunum með steinoiíu og tók hér sfldarmjöl og fóðursíld, er fara átti til Blönduóss og Sauðárkróks. En sunnudaginn er haffsinn byrjaði að reka inn, varð skipið að hörfa inn fyrir oddann. Lagðist það við bryggju S. Goos, og hefir legið þar síðan. Þegar frétt kom um, að Húna- flói væri fullur af ís og Skagafjörður sömuleiðis, var áætlun skipsins breytt og ákveðið að það skyldi taka hér 85 smálestir af sfldarmjöli þvf er Stjórnarráðið hefir keypt af S. Goos, og fara með það til Austíjarða, en hætta við ferðina vestur. Var byrjað á að ferma með mjölinu á miðviku- dag og þvf haldið áfram á fimtudag, voru þá komnar f skipið 70 smálest- ir. A föstudaginn var byrjað að flytja í land vörur þær er fara áttu til vest- urhafnanna, voru það 60 föt af sykri og um 10 smálestir af rúgmjöli og ‘'hveiti. Ennfremur eru f skipinu rúm- lega 20 smálestir kola, er áttu að fara til Blönduóss, til endurgjalds kolum er >SterIing< hafði fengið lánuð á Blönduósi áður. . s Akureyri. M. /. Kristjánsson alþm. er nú kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur og tekinn þar við stjórn landsverslunarinnar (ásamt þeim Ág. FI. og H. Kr.). Hann lagði upp héðan í 32 stiga frosti og hrepti harðviðri alla leið suður. Fylgdarmaður hans var Sig- urjón póstur á Ásláksstöðum og þótti ferð þeirra rösklega gerð. Látin er hér í bænum ekkjan Hólmfríð- ur Jónsdóttir, aettuð úr Skagafirði, 70 ára gömul, atorku- og sæmdarkona og vinsæl af öllum er kyntust henni. Sonur hennar er Eggert Guðmundsson trésmiður á Oddeyri. Annar sonur hennar, Páll skósmiður, fór til Ameríku héðan fyrir nokkrum árum og andaðist þar. / bœjarstjórn Akureyrar voru endurkosn- ir þeir Stefán Stefánsson skólameistari (listi hærri gjaldenda) og Erlingur Friðjónsson trésmiður (listi verkamanna). Þriðji listinn kom ekki neinum manni að, fékk 50 atkv. Opinberunarbók. Haraldur Jóhannesson úrsmiður og ungfrú Láretta Eiríksdóttir í Reykjavík. Kaj A. Svanholm dvelur um þessar mund- ir í Bolivia í Suður-Amerfku. Hann skrif- aði >Norðurlandi< þaðan 22. septbr. sfðastl. og bað það bera kveðju sína kunningjum á Akureyri. .Dagur" heitir blað, sem byrjað er að gefa út hér á Akureyri og mun »klikka< sú, er stendur að »Tímanum< í Reykjavík og kennir sig við samvinnufélagsskapinn, hafa haft forgöngu útgáfunnar. Ritstjóri er Ingimar Eydal. Ýmsir dulklæddir Skugga- sveinar eru á ferð í þessu fyrsta tölublaði, sem út er komið, og sýnist því >Dagur< ekki kæra sig um að leggja mikla stund á það í verki, að verða »ljóssins bam<. X fslenzk llstakona. Kristfn Jónsdóttir listmálari frá Arn- arnesi hefir haldið sýningu á málverk- um eftir sig f Khöfn og hlotið mjög hlýlega dóma í dönskum blöðum. Hún hefir stundað málaralistina tiltölulega mjög stuttan tfma, 7—8 ár f mesta lagi, er framúrskarandi dugleg og af- bragðs hæfiieikum gædd. Hún naut mjög Ktilfjörlegs styrks úr landssjóði um skeið. Á sýningunni hafði Kristfn selt talsvert af málverkum. — Hún er unnusta Valtýs Stefánssonar vatns- virkjafræðings (Stefánssonar skóla- meistara) er einnig dvelur f Danmörku í vetur. (Vfsir.) NL Skáldastyrkurfnn. Stjórnarráðið hefir nú úthlutað styrknum til skálda og listamanna, samkvæmt ákvörðun sfðasta Alþingis samtals 12 þús. krónum. Þessir háfa fengið styrk: Einar H. Kvaran rithöf. 2400 Einar Jónsson myndh. 1500 Guðm. Magnússon rithöf. 1200 Guðm. Guðmundsson skáld 1000 Jóhann Sigurjónsson rithöf. 1000 Valdemar Briem vfgslubiskup 800 Guðm. Friðjónsson skáld 600 Jakob Thorarensen skáld 600 Sig. Heiðdal sagnaskáld 600 Ásgr. Jónsson málari 500 Br. Þórðarson máiari 500 Jóhannes Kjarval málari 500 Rfkharður Jónsson myndasm. 500 Hjálmar Lárusson myndsk. 300 Mannalát Látinn er hér á sjúkrahúsinu 30 f. m. a< afleiðingum botnlangabólgu, JónÓlafurfónsson (óðalsbónda í Möðru- felli Jónssonar), hinn mannvænlegasti piltur, aðeins 16 ára gatnall. Tímarit og dagblöð. ÖU bókasöfn og einstakir menn, sem eiga tfmarit og dagblöð, gerðu mér mikinn greiða með því að gefa mér upp nöfn þeirra. Ef árg. eða blöð vantaði f verkið, þyrfti að láta þess getið. Mér er kunnugt um það, að sum blöð eru orðin mjög fágæt; gæti þvf verið gott fyrir menn að senda mér skýrslu um tímarit og blöð sem þeir eiga; skyldi eg svo með ánægju, ef þess er óskað, gefa upplýsingar um gildi þeirra, sem bezt eg gæti. Það er ætlun mfn að fá að vita, með nokkurnvegin vissu, hve mörg eintök eru f landinu af tfmaritum og blöðum, til þess svo að reyna að ákveða gildi þeirra. Geta má þess, að eg hefi um nokkur undanfarín ár skrifað ýmsum mönnum viðvfkjandi tfmaritum og blöð- um, og fengið töiuverðar upplýsingar; en eg vil viða meiru að mér, helzt úr öllum áttum, þessu viðvfkjandi, og set þvf þetta f blöðin f þeirri von að gögn komi góð og sem fyrst. Sfðar verður ef til vill ritað um gildi tfmarita og blaða og nöfn þeirra nefnd, sem út hafa komið á (slenzka tungu. Svo bið eg öll blöð lai dsins að taka þessar línur til birtingar; vona eg þau geri þaó fúslega, þvf að leiks- lok á mínu grúski munu þau ein verða, að gildi blaða aukist, og menn fái einhverjar upplýsingar um það, að <5- maksins vert væri að halda þeim saman. Reykjavík, 4. nóv. 1917. Kristján Kristjánsson, skipstjóri. 1 Tapast hefir frá Kaupfélags- búðinni inn að Stokkahlöðum 2 metrar grátt tau innan f lérefts- poka.—Finnandi skili gegn fundarlaun- um til Einars á Stokkahlöðum. Peningabudda með nokkru af peningum f hefir fund- ist nálægt Grfmsstöðum f ágústmán. sfðastl. Eigandi vitji til Helga Sigur- jónssonar Grítnsstöðum við Mývatn.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.