Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 3
ÓÐINN 91 Og alt til dauðadags hjelt hún trygð við þjóð- búninginn og bar hann einatt við hátíðleg tækifæri. Fyrir andlát sitt ráðstafaði frú Ivrabbe 400 kr. til »Prestsekknasjóðsins«, en þann sjóð höfðu for- eldrar hennar styrkt manna fyrst og best. Það var hvorttveggja að írú Krabbe var frá góðu lieimili komin, enda varð líka hennar eigið heimili fyrirmynd, er seint mun fyrnast þeim er þektu. Börnum sínum var liún einstök móðir, manni sínum ástrík kona og ótrauð stoð, ekki síst eftir að lionum dapraðist sjón fyrir ofreynslu sakir við smásæisrannsóknir, en það var tæpuin 10 ár- um eftir brúðkaup þeirra lijóna. Upp frá því var frú Krabbe önnur liönd rnanns síns við vísinda- iðkanir lians og öll hin fjölbreytilegu aukastörf. Hún las fyrir hann alt og var honum svo að segja í sjónar stað. Má nærri gela að það liefur eigi verið smávegis viðbót við húsmóðurstörfin og harnauppeldið. Það munu teljandi konurnar þær, er slíku hefðu annað. En liún Ijet það aldrei á sjá í neinu. Eljan og ósjerplægnin var söin við sig, livernig sem á reyndi. Og jöfn var gestrisnin og glaðværðarbragur heimilisins eftir sem áður. Enginn gestur sat þar svo lengi innan veggja, að hann fyndi ekki hlýjan blæ anda umhverfis sig, einhvern samræmisþýðan frið, er lukti hann örm- um og hvislaði i eyra honum: »Hjer er gott að vera«. Hann fann að húshóndinn,þetta hógláta, öldurmann- lega Ijúfmenni, er talaði við gesti sína mcð velvild og nærgætni um það, er hann fann að þeim var lielst áhugaefni, og þessi fjörlega lnísmóðir, sískemlin í tali, með gleðibros í augum og góðvild á svip, voru svo innilega samtaka í öllu því, er til heim- ilisprýði horfir. Aldrei urðu þeir, cr þar dvöldu langdvölum, nokkurs ósamræmis varir. Lífsregla þeirra hjóna beggja samt var að leita að því góða hjá mönnum og hlúa að því. Það var því engin furða þótt lieimili þeirra yrði mörgum hjartfólginn athvarfsstaður; og það var það ekki sist umkomu- lausum íslenskum stúdentum; þeir voru þar jafn- an boðnir og velkomnir sem í bestu foreldrahús, og fóru þaðan ætíð hressari í huga. Frú Krabbe var íremur Iág kona vexli, þrekin nokkuð, fótljett og kvik i hreyfingum. Hún var Ijós á hár í æsku, hjört yfirlitum, svipurinn hreinn, fjörlegur og þó blíðlegur, augun ljós og viðlitið fast, eins og hún vildi sjá til grunna í hugskot þeirra, er hún átti lal við, en löngum brá þó fyrir glaðværðarleiftrum í augnaráðinu eða fjörgneistum, er hún varð hrifin af einhverju. Um skapferli hennar má nokkuð ráða af því, er sagt hefur verið hjer að framan. Hún vildi alla gleðja, en engan liryggja, •— og stakk þó aldei skoðunum sínum undir stól. Hún var móðir í göfgustu þýðingu þess orðs. Síðasta bónin, sem hún bað mann sinn, var að síma ekki lát sitt heitn til Islands fyr en að nokkrum dögum liðnum, til þess að spilla ekki gleði Jóns sonar síns, er þá var hjer á ferð sjer til hvildar og hressingar. Sú hæn lýsir betur en langt mál hugarfari þessarar konu. Hennar nafn niá ekki gleymast. Björn Bjarnason. I* j e t u r I3 jctursso n t»»e j firgj aldkeri. (Við jarðaríör lians). Nú lieimilis-hljómarnir deyja, pví hljóðfæris-strengirnir pegja. Nú situr hún angurhljóð inni og einmana’, í stofunni sinni. Ilún klöknar; — oft kætti’ ’hún pig inni við kiiðinn frá hörpunni sinni. Nú blómtímans sárt er að sakna; í sálinni minningar vakna. Við heiðgeisla horfinna stunda skín hádegi ástvina-funda sem hyfling í harmöldu-róti, pó harðnaði andstraumur móti. Und flughröðum feigðarvæng tíða par felst alt, hið blíða og stríða; cn lifsbjört skin eilifðin yfir; scm endurskin minningin lifir. Pú andaði, ástríki maki! pú elldisl í mótlætistaki og uppfyltir erfiðar skyldur: varst örfátur, tryggur og mildur. Pú fullhuginn, fríði og prúði! nú frostrós í glitrandi skrúði á gröt pína bláhiminn breiðir uns blóm vekja sólgeislar heiðir. Og eilífðin skín pjer í skrúði, pó skildi pig dauðinn frá brúði og börnum. — Við englanna óma pú yngist í bfásala-ljóma. L. Th.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.