Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 5
ÓÐINN 93 var lílið um peninga. í bæjarstjórn Akureyrar hefur liann setið eitt kjörtímabil. Veðurfræðisathuganir á Akureyri hefur Schiöth liaft á hendi í 38 ár fvrir veðurfræðisstofnunina í Kaupmannahöfn. Schiöth giftist 5. október 1866, og heitir kona lians Anna Cathrine (f. Larsen), mikil fríðleiks og myndarkona um alt, stjórnsöm mjög og dugleg. Rak hún ljósmyndagerð á Akureyri um nær30ár, með mikilli forsjá, og nú er hún ein af þeim kon- um, er inesta forgöngu hetur fyrir »Lysligarði á Akureyri«, enda liefur lnin jafnan mikið slundað hlóm og garðrækt. Hefur heimilisbragur þeirra hjónanna jafnan verið hinn prúðasti. I'au hafa ált 5 börn, er öll lifa og eru þessi: Alina, gift O. C. Thorarensen lyfsala á Akur- eyri; Oiga, gift Friðjóni Jónssyni lækni á Eskifirði; Axel, hrauðgerðarhúsforstjóri á Akureyri, giftur Margrelu (f. Friis) af dönskum ættum; Carl, kaup- maður á Akureyri, giftur Helgu Friðbjarnardóttir hóksala Steinssonar; Anna, gifl Klemens Jónssyni landritara. Schiöths-hjónin hafa nú verið húselt á Akur- eyri [í nær 43 ár og eru 'þau svo íslensk í anda sem innfædd væru og börn þeirra al-íslensk, svo að þau liafa jafnan talað íslensku saman og skrif- asl á á því máli, og mun það fágætt heila á voru landi. Því þess eru mörg dæmi, að hörn, sem þó hafa verið hálf-islensk, hafa jafnan talað saman dönsku, og eru þau dæmi fljótnefnd efvill. Munu allir óska þess, er nokkur kynni hafa haft afþeim, að æfikvöld þeirra verði hjart, friðsælt og rólegt, og hestu liorfur cru einnig á, að það muni verða; þau eru hæði frísk og ern sem ung væru, hörn þeirra eru öll vel virt og allur hagur þeirra hinn ánægjulegasti. si. <x>g> Kveðja t i 1 G u ð m. B j ö r n s s o u a r frá G u ð ui. F r i ð j ó n s s y n i (Ort, cr G. F. liafði lesið grein nafna sins i Lögr. í fvrra sutnar: ))Sumarnólt á sviöi«). Heilhrigð viska, hagmælt sál, luigur í skrefum stórum, augljós vilji, inndælt mál — alt er í þínum fórum. st íslenskir kvenstúdentar. Konur eru nú að fá hjer jafnrjetti við karlmenn, bæði stjórnmálarjettindi og aðgang að mentastofnunum og embættum til jafns við þá. Til þessa tima hafa að- cins fáar islenskar konur sólt hinar hærri mentastofn- anir og tekið þar próf. Prjár hafa tekið stútentspróf í Danmörku og tvær hjer í Reykjavík. Fyrstur ísl. kven- stúdcnter frú Kamilla, kona Magnúsar sýslumanns Torfa- sonar á ísafirði. Hún tók stúdentspróf í Khöfn. 1890, og ári síðar lieimspekispróf við háskólann þar. Tiu ár- um siðar tók frú Björg Blöndal, kona Sigfúsar Blöndals r.AUFEV VALDIMARSDÓTTIII. hókavarðar í Khöfn, stútentspróf i Khöfn, og árið eftir lieimspekis])róf við háskólann. Las þar svo um tíma málfrreði og sögu, en liætti þvi, er liún giftist. Frk. Margrjet Gunnlögsson, dóttir Jakobs Gunnlögssonar slór- kaupmanns í Khöfn, hefur og tekið þar stúdentspróf og síðan verið viðháskólanám bæðiþar og í París. En hjeðan úr Reykjavík er frk. Elinborg Jakobsen, dóttir Jakob- sens, færeysks manns, áður skósmiðs hjer i Reykjavík, fyrsti kvenslúdentinn, og tók liún próf 1899, og tór siðan til háskólans í Khöfn, en hælti par námi. Nú síðastl. vor, 1910, tók frk. Laufey Valdimarsdóttir stúdentspróf við Almenna mcntaskólanám hjer í Reykjavik, fór síðan lil háskólans i Khöfn og les par nýju málin. En elcki fær hún par Garðstjrrk, eins og allir isl. karlstúdentar lijeðan frá skólanum ciga þó rjett til. Sem uppbót fyrir pað, er henni nú á fjárlagafrumvarpi alþingis æflaður 100 kr. árl. námsstyrkur. Frk. Laufey er dóttir Valdimars Ásmundssonar heitins rilstjóra og frú Bríetar Bjarnhjeðinsdóttur ritstj. »Kvenna- blaðsins«. Myndin, sem hjer fylgir, er tekin af henni daginn sem hún útskrifaðist úr Alm. mentaskólanum. >05)

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.