Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 4
4 ÓÐINN Svo sáumst við síðdegisstund. Hjörtu brunnu; hugirnir saman runnu og leitaði mund að mund. Sameign okkar var sorg og þrá, söngur og von — svo litla stund. Nú ertu horfin í húmið; horfin á annars fund. Lánardrottinn minn liðinn. Líf mitt sem kalin grund. Sigurjón Friðjónsson. Sí Fornar ástir. Síðustu vísur Kormaks. I íjarska ber þinn augna eld við æsku minnar glóð. Nú sje jeg margt, sem faldist tyr, er fjarar út mitt blóð. Þjer gerðist trausts og vona vant og viðsjálft æfiskeið. Nú sje jeg það, hvern þátt jeg á í þinni skuld og neyð. 1 sæld og þraut þín mæra mynd var mjer æ efst í hug. Oft leifturskjótt hún lyfti væng, er ljóð niitt hóíst á flug. En — stundum ættar metnað minn á milli okkar bar. Því gerðist ást mín tvírætt tál og traust þjer aldrei var. Að þú varst kona vörm og veik jeg vissi og oft þess naut, en leiddi sjaldan huga heim að höfn á þinni braut. Nú veit jeg þrá þin stóð að styrk; sá styrkur undan veik. Nú veit jeg það, að það var jeg, sem þig til dauða sveik. — Enn sje jeg glögt þann augnaeld, sem anda hóf á flug — og óbeit man, sem oft í nánd varð efst í skiftum hug. Veit líka hitt: jeg ann þjer enn, þó ást mín reyndist tál. Og enn þá nokkuð — alt of seint: um auðn í tveggja sál. Kvöldbæn Guðrúnar Ósvífsdóttur. Er horfi jeg um sjóndeild í húmin yst, er Þorvaldar hönd þar fjarst og fyrst. — Tvær einmana sálir og sjerhver þyrst. Bolla mig dreymir við dökkvans brag, er döggvar rós eftir sólarlag. — Margt skiftir um lit eftir liðinn dag. Þar, sem merki er lyft og að marki kept, er minnum til Þorkels með virðing slept. — Við vinnu er löngum hugraun heft. Uudir regnbogafeld, er í skýjum skín, með skugga og sár, flý jeg, guð, til þín. — Lít þú, ó drottinn! með líkn til mín. Ástir Salómons. Kystu mig. Kystu mig enn. — — Stattu upp systir mín! vina mín væna! Vorið er komið; sjá akrana græna. — Kystu mig. Kystu mig enn, þú lifandi brunnur hins lifandi vatns; Ijettfætta hind; ásta og unaðar lind. — — Ljúktu upp, vina mín væna! vit hvað jeg færi þjer. Ástin er heit eins og eldur og björt sem bál. Droltinn i eldinum er. En sum eru spor þau, er síðla mást. Ei sá jeg það megn, er aldrei brást. — Djúpt rista f hugtún heift og ást. — Þar, sem suðræna úr klaka leysir lind við leiftrandi sólfar, er Þórðar mynd. — Bak við Ingunnar harmur sem hjarn um tind. Að sjónum ber Egils ættarhlyn við eldingarblossa og skruggudyn. — Heitt gerist stundum skúraskin.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.