Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 10
10 ÓÐINN Sigurður Briem póstmálastjóri. á Espihóli í Eyjafiröi, og Ingibjargar Eiríks- dóttur sýslumanns Sverrisen. Hann varð stúdent 1883 og tók hagfræðipróf við há- skólann í Kaupm,- höfn 1889; hafði að- eins einn íslendingur tekið þaðprófáundan honum: Indriði Ein- arsson, sem þá vann að hagskýrslugerð og endurskoðun reikn- inga á skrifstofu landshöfðingja. Eftir að S. Br. kom heim, að prófi loknu, var hann settur sýslumaður tíma og tima til og frá, fyrst í Árnessýslu, þá i Vestmannaeyjum, þá í Barðastranda- sýslu, þá í Snaefells- ness- og Hnappadals- sýslu og síðast í ísafjarðarsýslu, en 7. júli 1897 var hon' um veitt póstmeistaraembættið í Reykjavík, og hefur hann gegnt þvi síðan, nú í nær 33 ár. Á þeim tíma hafa orðið stórfeldar breytingar á sviði póstmálanna og hef- ur hann að sjálfsögðu átt mikinn þátt í þeim, enda hef- ur hann jafnan verið talinn duglegur og röggsamur em- bættismaður. Hann er stálhraustur maður enn, og lítur út fyrir að vera miklu yngri en hann er. En nú ætla jeg samt að segja, aðeins fyrir mitt leyti, ofurlítið meira um hvað fyrir sig af þeim tólf atriðum, sem að framan eru talin: I. Um íslensku skipin bæði, Brúarfoss og Gull- foss, sem fleyllu okkur heilum nefndra landa á milli, varð vistin og viðkynningin sú, að alt er þar í góðri röð og reglu; góður þrifnaður og ágæt umhyggja og hirða um farþega og þarfir þeirra, jafnt af hendi yfir- og undirmanna, sem voru kurleisir og vinsamlegir í umgengni. Af þessu mátti læra meir og betur en áður, að meta og skilja, hvílíka góðgripi Islendingar eiga, þar sem þessi skip þeirra eru, og ágætis menn, þar sem eru skipstjórar þeirra, yfirmenn aðrir og skipverjar allir; og að það er því óhætt og í alla staði sjálfsagt og skylt, að mæla hið besta með skipum þessum til flutnings manna og alls annars farangurs. Tel jeg það nú hreina óláns- fyrirmunun og fullkomið tiltökumál, og með þjóðar skaða og skömm, ef Islendingar sjálfir kynnu eða vildu ekki meta og nota að fullu þessa kjörgripi sina, þessi sin eigin góðu skip, og þessa óskasyni, skipverja alla á þeim, sem allir standa hið besta hver i sinni vandasömu og ábyrgðarmiklu stöðu, jafnt í stríðu sem blíðu. II. Um stórborgirnar, sem við komum í, verð jeg að segja, að mjer sýndist og fanst talsverður munur á svip og brag manna og mannlífs í Edinborg og Kaupmannahöfn. Fanst mjer í hinni fyrirnefndu ílest einhvernveginn myrkara, dauf- ara og þumbaralegra, og fólkið dökkara, kulda- legra og ófríðara, — og líka þunglamlegra og ófjörlegra yfirleitt, bæði karlar og konur, en í Höfn; og ekki man jeg eftir, að jeg sæi þar nokkra konu eða stúlku, sem mjer þætti falleg. En auðvitað hafa eigi allar konur eða meyjar þessarar borgar hlaupið í veg fyrir migl En stilt og hæglátt og jafnvel hljóðlátt var fólkið flest, enda lögreglu eftirlit og gætsla sýnilega góð af hendi hárra og hermannlegra lögregluþjóna. Einn skotskan ökuþór komst jeg þó í svolítil kynni við, fyrir vinsamlegan tilverknað Jónasar, bryta á Gullfossi, og fann þá brátt, að þar gat vel verið »dygð undir dökkum hárumct; því að mjög bráðlega varð hann alúðlegur, jafnvel glaður og reifur, þótt fálátur og þurlegur væri nokkuð svo áður. Býst jeg við, að sá maður geti vel verið ímynd eða eftirmynd samborg- ara sinna og þjóðar —. Aftur á móti er sýnilega og finnanlega bjart- ara og Ijettara yfir borg og borgarlífi í Kaup- mannahöfn, glaðlegra og þýðara; fólkið ljósara yfirlitum og alment mikið fríðara, margt reglu- lega frítt. Komu þar og flestir fram sem alúð- legt, kvikt og kátlynt fólk, góðlátlegt og kurteist. t*að, sem ennfremur gerir Kaupmannahöfn tals- vert bjartari og hlýlegri yfirlitum, er einnig það, að hús og mörg önnur mannvirki þar eru, að því er mjer virtist, einhvernveginn snotrari og ljósleitari, eða ekki eins þyngslaleg og dökkleit hið ytra og í Edinborg og Leith, og gæli þetta lika bent á mismunandi eðlisfar íbúanna eða verið afleiðing þess —. III. Þá er nokkru frekar að minnast á stór- hýsin og önnur mannvirki og listaverk o. s. frv. Það var hvorttveggja, að jeg hafði heyrt mikið af þeim sagt og bjóst því þar við næsta miklu, enda urðu þau mjer ekki vonum framar. Víst Hann er fæddur 12. sept. 1860 sonur Eggerts Briem sýslumanns Sigurður Briem póstmálasljóri.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.