Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 31
ÓÐINN 31 Nikulás Jónsson frá Sviðnum. Yfir sjúkrar aldar mein út á betri leíðir góðra manna minning ein morgunijósin breiðir. P. E. Engin skil kann jeg á ælt Nikulásar Jónssonar. En hann var fæddur að Hellu á Fellsströnd í Dalasýslu 15. jan- úar 1870. Þar ólst hann upp. Um tvítugsaldur flutt- ist hann að Skarði á Skarðsströnd og var þar vinnu- maður í nokkur ár. Þar lcvæntist Nikulás árið 1896 eftirlifandi konu sinni Kiásínu Guð- finnsdóttur. Fyrst voru þau hjón i húsmensku á Skarðsströnd, en fluttust þaðan eft- ir fá ár i Hvallát- ur i Vestureyjum á Breiðafirði, og voru þar í 4 ár. Þaðan fluttust þau i Rauðseyjar og voru þar i 2 ár, en þá i Sviðnur, og þar átti Nikulás heima til æfiloka. Hann dó 28. ágúst 1931. Nikulás og Klásina eignuðust aðeins eitt barn, pilt, er Jens heitir, og nú býr á Sviðnum með móður sinni. Það mun hafa verið árið 1903, að Nikulás fluttist að Sviðnum, en búskap byrjaði hann ekki fyr en 1920, þó grasnyt hefði hann þar að einhverju leyti fyr. — Sviðnur eru litlar eyjar, rýrar til slægna og hlunnindi lítil. Afskektar en hægar. Viðkunnanlegar og einkar sviphýrar, hvar sem á þær er lítið, enda náttúrufegurð óvíða meiri í Breiðafjarðareyjum en þar. Þær eru þvi einkar hentugt ábýli fyrir þá, sem ekki sækjast eftir því að sletta sjer fram í alt og vasast í öllu bæði í tíma og ótima, en elska rólegt og skemmtilegt heimilislíf og hafa yndi af að eyða frístundum sinum í skauti fjölbreyttrar, lifandi náttúru. Og það var eins og eyjarnar væru skapaðar fyrir manninn. — Nikulás var manna óhlutdeilnastur um mál manna. Hann var enginn hávaðamaður og frábitinn því að trana sjer fram. En þó sann- aðist það á honum — sem fleirum fyr og síðar — að þeir koma ekki ávalt mestu í verk, sem hæst gala og mest slá um sig. Það kom í hlut Nikulásar að vera brautryðjandi á sumum svið- um í sínu bygðarlagi. — Fyrstur bænda i Flat- eyjarhreppi varð hann til þess að koma sjer upp mótorbát1) til ferðalaga og flutninga; enda ferða- lög ærið erfið og tímafrek hjá einbýlisbændum í Breiðafjarðareyjum eftir að fólki fækkaði í eyj- unum og tíminn krafðist þess að öll störf yrðu int af höndum á skemmri tíma en áður. Og fyrstur bænda i hrepnum varð hann til þess að fá útvarpstæki á heimili sitt Það þótti ærið nýstárlegt, og töluðu sumir um, að bóndinn á Sviðnum myndi ekki vera auralaus, er hann gæti veilt sjer slíkan lúxusvarning sem út- varpstæki. En ekki mun sú hafa verið raunin á, að hann væri fjáður öðrum fremur; heldur mun hilt hafa ráðið meiru um, að honum leiddist einangrun og sinnuleysi mörgum fremur og vildi bæta úr því eftir því sem efni stóðu til. — Bæ- inn á Sviðnum endurbygði Nikulás að mestu leyti og bústofn sinn bætti hann ár frá ári. 10 ár eru ekki löng búskaparæfi. Og það læt- ur að likum, af því sém að framan er sagt, að Sviðnur sjeu ekki sem best fallnar til auðsöfn- unar. Um auð var heldur ekki að ræða hjá Nikulási. En það er skrumlaust mál, að honum tókst að komast i röð fremstu bænda hvað efni og verulegar framkvæmdir snertir á sinni stuttu búskaparæfi, og var þó lítið á milli handa þeg- ar byrjað var. Hann var líka hverjum manni nýtnari og hagsýnn í besta lagi, og stóð kona hans um þá hluti við hlið honum og var í engu eftirbátur hans. Það er mikils virði fyrir fátækt og fáment hreppsfjelag að eiga dugandi og áhugasömum mönnum á að skipa, sem spara sig hvergi og láta hendur standa fram úr ermum meðan æfin endist. En hitt er þó öllu meira um vert, að hreppsbúar sjeu góðir menn og vandaðir menn, og það hygg jeg að Nikulás hafi verið flestum 1) Þess raá þó geta, aö Snæbjörn hreppstjóri í Her- gilsey átti mótorbát nokkrum árum áður en Nikulás keypti sinn. En lítið mun hann hafa notað hann í þágu bús síns eða til heimilsþarfa, enda seldi hann bátinn eftir nokkur ár. Nikalás Jónsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.