Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.03.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 30.03.1907, Blaðsíða 2
REYKJAVIK 76 vörpunga, og hafi svo kvatt hann heim til að senda oss annan ónýtari í hans stað. Þetta á að vera sama, sem hafi átt sér stað með Schack hér um árið. Við þetta er þrent að athuga: 1. Schack sagði sjálfkrafa af sér, bar fyrir heilsuleysi; en aðalástæðan var sú, að hann var reiður flotamála- ráðgjafanum, er gekk fram hjá honum í annað sinn með sjálfsagðan frama. 2. Hr. Saxild hafði ekki náð í venju fremur marga botnvörpunga, er hann lá hér í vetur og fékk bréf frá flotamálastjórninni með fyrirspurn um, hvort hann vildi ekki þiggja skrifstofu- stjóra-embætti í flotamála-deildinni, er laust varð við það, að Ryder höfuðs- maður, er það hafði á hendi, var gerð- ur forstöðumaður veðurfræðaskrifstof- unnar að Ad. Paulsen látnum. Nú hafði hr. Saxild áður þjónað skrifstofu- embætti í þessari deild, en er hinsvegar nú svo við aldur, að hann mátti búast við að verða að fara úr herþjónustu fyrir aldurstakmarks sakir. Hann þakk- aði því boðið og tók því tveim hönd- um, er honum bauðst þessi betri staða, sem honum auk þess er meiri frambúð í. Þetta reit hann stjórninni héðan, áður en hann fór austur þá og áður en hann handsamaði þrjá þýzku botn- vörpungana. En er hann kom með þá austur, fékk hann skeyti um, að búið vœri að veita honum skrifstofu- stjóra-embættið. Hér gat því ekkert tillit til Þjóð- verja ráðið neinu um, og Bretastjórn, sem sjálf er allra stjórna óvœgust við botnvörpunga, svo brezka sem aðra, heflr aldrei borið sig upp undan því, að framfylgt væri lögum um landhelgi- vernd hér. — Það eina, sem hún kvartaði eitt sinn um og bað um að breytt yrði, vóru lagaákvæði, sem þá giltu hér og eigi þóttu samboðin oss sem siðaðri þjóð, er eigi vill misbjóða alþjóða-rétti; það vóru ákvæði, er gerðu það að lagabroti að útlent skip væri á siglingu í landhelgi hér með vörpu á þilfari eða til þerris. Þau urðu að hafa hana niðri í búlka. Pessu breytti þingið eftir tilmælum stjórnarinnar. Annars mætti benda á, að ef Dön- um héldist ekki uppi að verja liér iandhelgi á sama liátt sem allar aðrar þjóðir gera, þá yrði líklega enn minna þoiað oss, ef vér værum sérstakt ríki. 3. í fjárlögunum dönsku í vetur er fjárveiting til kolakaupa handa varð- skipinu hér hækkuð um fimtung. Bendir það óneitanlega ijóst í alveg gagnstæða átt við það, að varðskipinu sé ætlað að vera meira inn á höfnum, en áður, og vera minna á ferð til að verja landhelgina. Þetta heflr báðnm blöðunum Þj. og ísaf. óefað verið kunnugt um, og því ilimanniegri og heimskuiegri eru grein- ar þeirra og gersakir. Heimsendanna milli. Frakkland. Þá er erindreka páfans, Mgr. Montagnini, var vísað burt úr París, lagði stjórnin þar löghald á skjöl hans öll, og þótti það nýlunda, er svo var að farið við sendiherra. Nú hefir stjórnín franska í hug að gefa út skjöl þessi, og hefir mönn- um í Vatíkanínu orðið felmt við, enda er nú þaðan hótað að gefa út skjöl, er Frakka- stjórn komi illa, ef hún birtir skjöl sendi- ÚRSMÍÖA-VINN CSTOFA. " Vönduð ÍI p og Klukknr. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. herrans. — Mælt er, að páfinn ætli enga Péturs-peninga að þiggja frá Prakklandi nú, en skori á kaþólska menn þar að verja heldur þvi fé til að styðja kyrkjuna þar. Þýzkaland. Stórhertogarnir af Mecklen- burg-Schwerin og Mecklenburg-Strelitz ætla að innleiða þingbundna stjórn í rikjum sínum. Transraal. Vér höfum áður getið um, hvernig kosningarnar fóru þar, og að Botha hershöfðingi varð þar stjórnar- forseti. — Flokkaskiftingin í þinginu (neðri málst.) er þessí: Het Volk (Búar) 37 þingmenn; framsóknarflokk- urinn (Bretar) 21; þjóðríkismenn (Bretar, er fylgja Búum) 6; verkmannaflokkur- inn (fylgir Búum) 3; utanflokka 2. Manitoba. Samkvæmt skýrslum stjórnarinnar, sem út komu í f. m., heflr uppskeran þar árið 1906 orðið sú mesta, sem enn hefir átt sér stað í sögu fylkisins. Kornuppskera 45,000 bænda varð alls 130 milíónir „bushela" (=kvartéla), þ. e. 32,500,000 tunna. Skólamálið í San Francisco. Þess heflr getið verið hór í blaðinu, að Roosevelt forseti sendi í vetur eftir borgarstjóranum í San Francisco, Smitz, og að þeim samdist um skólamálið. Nú eru blöð komin, er skýra þá sam- ninga nánara. Það varð að samkomu- lagi, að Roosevelt skyldi annast um að fá samþykt lög á bandaþinginu, er banni innflutning verkamanna frá Kóreu og Japan (áður var bannaður innflut- ningur Sínverja),en Smitz skyldi annast um, að fá það fram í San Francisco, að öll börn útlendinga (og þá einnig Japana), þau er mæla enska tungu, skuii eiga jafnan aðgang sem hvít börn að skólunum. En fyrir útlendinga börn, þau er ekki mæla ensku, skulu haldnir 3érstakir undirbúningsskólar. Roosevelt heflr nú fullnægt sínum hlut samningsins, því að lög þau er hann lofaði að annast um, eru nú í gildi komin. En hitt er eftir að sjá, hvort Mr. Smitz getur uppfylt sitt lof- orð. Hafa fylgismenn hans verið æstir mjög upp gegn honum, svo að tvísýna er á, að hann komi sínu máli fram. En þó er, varla líklegt, að mótstöðu- mennirnir viiji undir því eiga, að Roose- velt taki þá til sinna ráða. Rúsland. Tala þingmannanna í rús- nesku dúmunni er 408. Af þeim telja sig 106 „hægri “; 137 miðflokksmenn (Centre); 146 „vinstri"; óháðir 19. — En af hægri mönnum eru: 17 ein- veldismenn, 49 „hægri“, 23 hófsmenn og 17 Októbersmenn. — í vinstri flokk- inum eru: 5 rótnemar og „popúlistar", 29 verkamenn, og 58 „ýinstri“. — í miðflokknum eru: 18 framfaramenn, 37 Pólverjar, 82 þjóðstjórnarmenn eða stjórnarskrármenn. Þeir þingmenn, sem að eins nefna sig hægri menn (49) eða vinstrimenn (58), eru flestallir bændur. Alls eru 162 þingmenn taldir til bændastéttar, en ekki er það þó nema 100 af þeim (eða J/4 allra þing- manna), sem stunda búskap. Þetta hlutfall er nálega ið sama eins og var á fyrsta dúmu-þinginu. Og svo er sagt að eins muni fara á þessu þingi sem inu fyrsta með það, að þeir bænd- ur, sem að eins kalla sig hægri eða vinstri, muni fljótt hverfa inn í hinar flokkadeildirnar. Miðflokknum fækkaði nokkuð við síðustu kosningar, fyrir þá sök að stjórnin bannaði mönnum af þeim flokki að halda fundi, svo að þeir gátu ekki Orsmíðavinnustofa 1 Carl F. Bartels \ Laugavegi 5. Talsími 137. | frætt alþýðuna; en þetta hafði að eins þau áhrif að fjölga þingmönuum af inum æstari flokkum. Eins og símskeyti vor hafa getið um, var Golovin (af miðflokki) kosinn for- seti með 356 gegn 102 atkv. En for- setaefni hægri manna náði ekki nema 91 atkvæði af þessum 102. Má því ætla, að í raun réttri sé eiginlegir hægri menn að eins % þingmanna, en 4/5 heyri til andstæðingaflokksins. Golovin forseti sagði við Paul Lagar- dére, fregnrita „Petit Parisienne": „Andstæðingar einveldisins vildu ekki halda fram forsetaefni af rótnema-flokki, þó að þeir gætu fengið hann kosinn, því að þeir vildu ekki espa stjórnina að óþörfu. Peir sáu, að ef þeir ættu að komast hjá að dúman yrði rofin þegar á ný, þá mættu þeir ekki spilla framfara-tilraunum miðflokksins “. Stjórnin virðist vel ánægð með, hvað dúman heflr íarið hóglega þessa fyrstu daga, og andstæðingarnir sjá, að þeir verða að fara sem hógværlegast, til að frelsa dúmuna frá að verða rofin. Jafn- vel sósíalistarnir prédika varfærni og hóglæti. Blöðin láta nálega undantekningar- laust vel yrtr dúmunni. Stolypin virðist einlægur í því, að vilja reyna að halda stjórnarskipunina og komast út af við þingið; en stór- fursta-flokkurinn og einveldissinnar liggja sífelt í eyrum keisara og reyna að fá hann til að svifta þingið öllum lög- gjafarrétti og gera úr því ráðgjafarþing að eins. Svo segja jafnvel sumir fregn- ritar, að lög um þetta sé fullsamin, að eins óundirskrifuð, og enginn veit, hvað ofan á verður. Stolypin yrði þá að fara frá, því að hann vill engan þátt í því eiga að bregða orð við þjóðina. Heilbrigðisnefndin. Mér hefir oft komið til bugar að minnast með örfáum orðum á heilbrigðisnefndina, framkvæmdir og vernd hennar á heilbrigðis- samþyktinni. Nefndin hefir stórt, vandasamt og erfitt starfssvið, enda gerir hún litið, sem mér getur fundist til bóta, minna en við uiætti búast, að hafa launaðan mann til eftirlits með þeim reglum, sem henni og al- þýðunni hafa verið settar til eftirbreytni. Það skiftír miklu að almúgi manna gangi ekki á móti því sem fyrir hann er lagt; en hitt skiftir þó meiru, að þeir sem löghlýðni fjöldans eiga að gæta og bæta með hófleg- um aðfyndingum, og gildi laganna að vernda, hvorki vitandi eða óafvitandi troði rétt þeirra sjálfir. 10. gr. Heilbrigðissamþyktarinnar er að mínu áliti all-þýðingarmikil, ekki sízt í vor- hlýindum, sé þá á móti henni brotið. Hún hljóðar þannig: „A tún, sem liggja að almannafæri, má ekki bera nokkurn þann áburð, sem óþef leggur af“. Þessa grein hefir nefndin rækt þannig, að hún lætur nú aka safni salerna á tún, sem liggur með Laugavegi, rétt fyrir innan Barónspóst, aðalvatnsból austurbæjarins, getur maður því ekki losast við að drekka óþef af saur þessum ofan í sig, hvert sinn sem maður sækir neyzluvatn sitt eða <jr annars á gangi þar. Svona skilur þá nefndin við saur þann er hún býður bæjarstjórn að eftirláta sér til umráða sakir hættulegra sjúkdóma, sem gangi í bænum, og hún trúir ekki almenn- ingi til að meðhöndla. 11. þ. m. var töluverður spotti af Lauga- vegi svo óþriflegur af saur, sem lekið hafði úr vögnum þeim sem nefndin hefir valið til að aka í burtu saur úr salernum almenn- Úr og klukkur, að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hrergi ódýrara cftir gæðnm. JÓI HERMAIKftiiOll, Hverfisgötu 6. ings, að varla var gangfært um götuna. Þann sama dag og marga undanfarið, sá ég í mörgum stöðum við gangstéttina með sömu götu saur og alls konar óþverra, sem helt hafði verið út frá húsum. Ég get ekki bet- ur séð, en þetta láti heilbrigðisnefndin af- skiftalitið, að minsta kosti heyrist ekki, að menn séu kærðir eða sektaðir fyrir þennan hættulega og vítaverða óþrifnað. Þó mæti ég daglega heilbrigðisfulltrúa og héraðslækni á móts við þessa saurhauga, og veit, að þeir munu sjá þá eins og ég, og stæði því nær skyldu læknisins sem læknis og meðlims heilbrigðisnefndarinnar, að lagfæra þetta, en að rita í blöð um óþrif á fátækasta fólkinu í Reykjavík, og yrði varla ver þokkað verk. Að endingu vildi ég óska að heilbrigðis- nefndin gætti betur þýðingarmestu skilyrða heilbrigðissamþyktarinnar, eins hægt og hún á með framkvæmdir, að geta látið vinna alt með annara peningum, áður en hún fær þýðingarminni aukaskilyrði samþykt af bæjar- stjórn, öllum fjölda manna til fjárútláta og erfiðleika. Húsráðandi við Laugaveg. Pilskipa-ábyrgðarfélagið vid Ifaxíitlóa, hélt aðalfund 12. Febr. þ. á. — Fundarstjóri kosinn: formaður félagsins bankastjóri Tryggvi Gunnarsson. Um leið og hann byrjaði umræðurnar, mintist hann á ið sorglega manna og skipa tjón, sem landið og félagið hefði orðið fyrir á liðna árinu. Siðan skýrði hann frá hag félagsins, og sýndi, að þrátt fyrir mikið fjártjón á ár- inu væri þó talsvert eftir í sjóðnum. í vátrygging félagsins hafði verið þ. á. 61 skip, sem virt vóru á 814,000 kr., en vá- trygð fyrir 590,000 kr. Fastasjóður félagsins var við ársbyrjun 44,800 kr. og árstekjur hans 23,500 kr. Sér- eign eða varasjóður var við ársbyrjun 38,200 kr. og árstekjur að útgjöldum frádregnum 5,100 kr. Á árinu fórust 4 skip af þeim, sem vóru í ábyrgð félagsins — fyrir þau greiddi það eigendum 36,500 kr. — Þar af fyrir „Ingvar“ 12,750 kr., „Sophie Wheatly11 12,000 kr., „Charley“ 6,600 kr. og „To Venner“ 4,800 lcr. Auk þess greiddi félagið 5,500 kr. fyrir sjóskaða á 9 skipum, sem flest löskuðust í mannskaðaveðrinu 7. Apríl. Þannig greiddi félagið skaðabætur á árinu 41,650 kr. og til annara þarfa, svo sem virðinga og eftirlits skipanna, lagning þeirra í vetrarlagi m. m. 2,600 kr Þrátt fyrir þessi miklu gjöld átti félagið þó við árslok óeytt í fastasjóði 24,000 kr. og varasjóði 43,300 kr., samtals 67,300 kr. Eítir nokkrar umræður var reikningurinn samþyktur. Því næst var .''tt um, hvort bæta skyldi brunaskaða á sa.pmu „Nelson“, sem metinn var yfir 2,000 kr., og orsakaðist að nokkru leyti af vangá skipverja á Reykjavíkurhöfn. Eftir langar umræður var samþykt að bæta skaðann. Sömuleiðis var samþykt að halda áfram ábyrgð féíagsins á póstflutninga-skipinu „Reykjavík11 til 14. Mai en lengur ekki. Ennfremur var samþykt, að ábyrgjast ekki hærri upphæð í nokkru skipi en 15,000 kr. og greiða ekki bætur fyrir skemdir á mótoi-- um í skipum, nema þegar algerður skiptapi verður. Stjórninni var veitt heimild til, að taka skip félagsmanna í ábyrgð félagsins, þegar ætti að flytja þau úr vetrarlægi til viðgerðar frá 14. Okt. til 14. Febr. í stjórnina var kosinn kaupm. Ásgeir Sig- urðsson í stað konsúl Jes Zimsen, sem hafði selt skip sín og var þannig genginn úr félag- inu. Varamaður var kosinn skólakennari og skipstjóri Magnús Magnússon. Sömu endurskoðunaj'mcnn endurkosnir. Virðinga- og skoðunur-menn vóru kosnir: skipstjóri Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri Hannes Hafliðason og skipstjóri Sigurður Jónsson. Reknetafélaigið við Faxa- llóa, hólt aðalfund 22, Febr. þ. á. Formaður félagsins Tryggvi Gunuarsson stýrði fundinum og skýrði frá hag félagsins. Við ársbyrjun var sjóður þess 3,138 kr. Skip félagsins „Kristján11 var 3 mánuði — 15. Maí til 15. Ágúst — við veiður og fékk á þeim tima 320 tunnur af síld, sem var fryst til beitu handa þilskipunum og seldist 7000 kr. Kaup skipstjóra og háseta með fæði var 2,300 kr., viðgerð á skipinu m. m. 2150 kr. veiðarfæri og annar kostnaður 1,260 kr.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.