Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.03.1907, Blaðsíða 3

Reykjavík - 30.03.1907, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 78 Var þá eftir í hreinan ágóða fyrir árið 1290 kr. Árseikningur félagsins samþyictur í einu hljóði. Samþykt, að halda félaginu áfram í sama horfi og áður, bæta ekki við öðru skipi, en láta félagið stunda síldveiðar að eins til beitu fyrir fiskiskipin, en ekki veiða síld til útflutnings. Ákveðið var að greiða félagsmönnum í vöxtu 12°/o af hlutabréfum þeirra, og geyma afganginn 2,850 kr. í félagssjóði til næsta árs. Eftir lögum félagsins átti bankastjóri Tryggvi Gunnarsson að fara úr stjórninni, en var endurkosinn í einu hljóði. Sömu endurskoðunarmenn vóru endur- kosnir. Slippfélagið. Nýafstaðinn er aðalfundur Slipp- félagsins í Reykjavík, var haldinn 4. Marz þ. á. Form. félagsins, banka- stj. Tryggvi Gunnarsson, var kosinn fundarstjóri. Hann skýrði frá hag félagsins, sem hann taldi vera í góðu iagi. Agóði félagsins væri alls 10,900 kr. Þar af væri frá f. á. 4,130 kr. og næstliðnu ári 6,770 kr. Fé- lagshlutir væru nú orðnir 242, eða innstæða félagsins 24,200 kr., en þetta væri alt of lítið fé til svo mik- i!s starfa, sem félagið hefði fyrir hendi, og áhöld öll dýr. Væri því nauðsynlegt að fjölga enn félags- hlutum, svo minna lánsfé þyrfti til að vinna með. Að frádregnum vöru- leyfum og útistandandi skuldum eru eignir félagsins virtar af óvilhöllum virðingamönnum á 67,000 kr. Það eru hús öll, lóð, setningsáhöld og önn- ur verkfæri. Alls hafa 47 skip ver- ið sett upp á land þetta ár með dráttarbrautinni. Þar af hafa verið 5 gufuskip, 3 skonnortur, 140 og 200 smálestir að stærð, og 39 kúttarar, 60—90 smálesta. Af þeirn hafa 11 skip fengið aðalviðgerð, fyrir 3—7000 kr. Tveimur af þesssum skipum var bjarg- að af strandi, og hefði sjórinn liðað þau sundur, et félagið hefði ekki bjargað þeim. I vinnulaun var greitt þ. á. 28,746 kr. — og bætt talsvert við setnings- áhöldin. Ágóða félagsins var skift þannig: Bætt var við árslaun verkstjóra O. Ellingsen, 160 kr., gjaldkera greiddar 300 kr, og strykuð út ófá- anleg skuld skipsins Pálmans, 680 kr. Þá var sett niður bókfært verð á setningsáhöldum og öðrum verkfærum um> 5150 kr., og samþykt, að greiða skyldi félagsmönnum io°/o í vöxtu af féiagshlutum þeirra, sem eru 2,420 kr.; var þá eftir til geymslu í sjóði til næsta árs 2,190 kr. Konsúll Jes Zimsen átti, samkvæmt Jögum félagsins, að fara úr stjórn- inni, en var endurkosinn. Sömuleið- is voru endurskoðunarmenn endur- kosnir. Að síðustu var ákveðið, að ráða fastan bókhaldara, talið, að það væri alt of mikið starf fyrir einn inann, að sjá um verkstjórn og bók- jhald, þar sem aðsókn að dráttar- brautinni hefði svo mjög aukist síð- nstu árin. Árið 1902 var félagið stofnað með litlu fé og lélegum áhöldum, svo félagið þurfti árið 1904 að kaupa ný og dýr setnings-áhöld með gufu- vél. Félagið gat því ekki greitt vexti þau ár, sem það var að koma fótum fyrir sig, en árið 1905 greiddi það fyrst ágóða til hluthafa, sem þá var ákveðinn og greiddur i5°/o, en þá varð það að samkomulagi, að taka ekki ágóðann af starfsfé félagsins, heldur sjcyldi ágóðinn greiddur með Klukkur, úr og úrfestar, sörauleiðis gull og silfurskraut- ftripi borgar sig bezt að kaupa á Laugavegi ur. 12. Jóhann Á. Jónasson. 000000000000-0000000 hlutabréfum og þannig aukin inn- stæða félagsins til skuldalúkningar. Ið sama var einnig gert þetta ár. Peningamarkaðurinn. Hörgullinn á peningum (gulli) fer vaxandi, en ekki þverrandi, í Bandaríkjunum. Lán frá degi til dags vóru um miðjan þ. m. orðin svo dýr, að nam 15°/0 (p. a.). — Á kaup- höllinni í New York befir eigi verið jafn- mikil óró og ískyggilegt útlit síðan 1901. Af þessu stafar það, að forvextir haldast enn svo háir hér í álfu. Annað, sem þau blöð gera mikið úr, er mest láta sér umhugað um, að æsa hugi manna, er það, hve ríkisskuldabréf öruggustu ríkja og önnur örugg verðbréf falla í verði. Brezk ríkisskuldabréf hafa fallið hratt og komin niður í 843/4°/0, þ. e. £ 100 ríkisskulda- bréf eru seld fyrir £ 84—15— En þetta er fjarri því að vera nokkur ills viti. Það er ekkert annað en alveg eðlileg afleiðing inna háu vaxta. Áreiðanlegustu ríkisskuldabréf, svo sem Breta, gefa jafnan lœgstu vöxtu. In ótrygg- ari verða að greiða hærri vöxtu. — En er peningaþröng er og geipiháir vextir í boði, þá vilja sumir eigendur ríkisskuldabréfa selja þau, þótt með afföllum sé, til að fá svo miklu hœrri vöxtu af fé sínu í bönkum eða annarstaðar. En þegar fé gefur alment svo háa vexti, þá vilja menn fyrir það sama ekki gefa nærri eins mikið og vant er fyrir ríkisskuldabréf, sem gefa mjög lága vöxtu. Hinu má auðvitað búast við, að háir vextir haldist hér í álfu, þar til er linnir peninga- þrönginni í Bandaríkjunum. Símskeyti til „Reykjavíkur“. Seyðisfirði, 27. Marz, kl. 10,15 árd. Annar bátur »Tryggva kon- ungs« lenti í gær í Fagradal í Vopnafirði með 10 manns, þar af 3 konur. Hafði hitt minni bátinn á Sunnudag ut- an við Bjarnarey. Annar stýrimaður veikur fór í stærra bátinn; 1. stýrimaður og 2 menn með honum í þann litla; ekki komnir enn, þó von um afkomu. Ein kona dáin, varpað í sjóinn. Seyðisflrði, 27. Marz kl. 12,15 síðd. Nú fréttist af Vopnafirði, að báðir stýrimennirnir björg- uðust á bátnum í gær. 1 há- seti dauður, en engin kona. Norðtungu, 29. Marz. Bergpór Guðmundsson, vel tvítugur, vinnum. á Gilsbakka, drukknaði 26. p. m. á leið til hagahúsa í Gilsbakkagili, rétt við túnið Dagbók. 27. Marz. „Sterling44 Thore-félagsins er fallegt skip, sjálfsagt þægiiegasta farþegaskipið af ölJum póstskipum, er hingað koma; það er 210 feta langt og 30 feta breitt. fað hefir 60 rekkjur á 1. farrými, en 20 á öðru, og auk þess 8 á þiljum uppi, bak við reykingasalinn. Sé búið um á bekkjunum, má vel hýsa 80 á 1. farrými. — Auk reykinga-sals og borðsals, er og viðræðusalur stór og rúmgóður. Þar er fortepiano og bóka- safn farþegum til afnota. Tvö baðherbergi eru í skipinu, annað fyrir karla, hitt fyrir konur, og eru þar kerlaugar með heitu og köldu vatni, og svo steypiböð. — Hr. E. Nielsen er skipstjóri. Haxlld höfuðsm., yfirforingi á „Isl. Falk“, er orðinn skrifstofustjóri í 2. deild (Admilalitetsdepartement) sjóliðs- stjórnarinnar. Hann fer út í næsta mán., en Asmussen heitir sá er verður eftirmaður hans. — Hr. Saxild hefir verið hér samvizkusamur og ötull, eins og hann hefir hvervetna haft orð fyrir. Fangavörður við hegningarhúsið hér er skipaður Sigurður Pétursson, er eitt sinn var hér lögregluþjónn. H-ann fór utan með ,,Laura“ síðast. Næsta bl. Laugardag 6. Apr. Veðurathuganir eftir Knud Zimsen. Marz 1907 Loftvog ! millim. Hiti (C.) -P *o ÉB ■s £ <D !> Veðrátta Pö. 22. 7 759.5 -i- 1.0 SV 3 Alsk. 1 761.9 0.3 Logn 0 Snjór 4 759.6 -f- 1.7 A 4 Snjór 10 753.4 0.3 ASA 3 Regn Ld. 23. 7 747.8 4.9 SSV 3 Regn 1 746.2 4.6 S 3 Skýjað 4 745.5 4.2 SSA 5 Hálfsk. 10 743.8 1.4 SSV 4 Regn Sd. 24. 7 748.0 1.7 SV 5 Alsk. 1 750.0 0.2 sv 6 Snjór 4 751.7 1.0 sv 6 Snjór 10 753.1 1.7 ssv 4 Alsk. Má. 25. 7 753.5 3.1 SSA 3 Alsk. 1 754.0 4.6 ssv 5 Alsk. 4 753.4 4.0 s 3 Regn 10 752.1 5.5 SA 5 Alsk. Þd. 26. 7 751.9 6.7 SA 6 Alsk. 1 750.0 7.1 S 6 Regn 4 748.8 6.6 SSA 5 Regn 10 747.5 6.1 SA 3 Regn Mi. 27. 7 742.3 4.0 SA 4 Skýjað 1 747.5 5.2 SV 4 Alsk. 4 749.7 5.0 sv 4 Alsk. 10 762.5 3.0 SA 3 Alsk. Ei. 28. 7 748.9 5.0 ASA 2 Alsk. 1 736.3 5.3 ASA 7 Regn 4 773.6 3.5 S 7 Regn 10 740.9 0.5 ASA 5 Skýjað Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins („Austri“, „Erækorn11, ,,fieykjavík“). Kaupmannahöfn, 29. Marz. Frakkar hafa tekið á sitt vald höfnina Udschada í Marolcko og halda henni að veði fyrir því, að soldán komi á ró ogfriðií landinu. I Rúmeníu er nýtt ráðaneyti komið til valda, með þeirri stefnu að endurbæta land- búnaðarlögin. Óeirðunum heldur á fram. €ggert Claessen, yfirréttarmálaflutnlngsmaður. I.a'kjarg. 13 B. Talsími 16. Yenjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Til Islending'a. Iö bætta seyöf. Hér með vott- ast, að það Elixír, sem nú er farið að búa til, er töluvert sterkara, og þó að ég væri vel ánægður með ina fyrri vöru yðar, vildi ég sarnt heldur borga ina nýju tvöföldu verði, með því að lækningakraftur hennar hefir langtum fljótari áhrif og ég var eftir fáa daga eins og nýr maður. Svenstrup, Skáni. Y. Eggertsson. Móti uppköstum og verkjum milli brjósts og maga hefi ég hagnýtt Kína- Lífs-Elixír herra Waldemar Petersens, og hefi ég orðið albata við að neyta þess. París, 12. Maí 1906. C. P. Perrin grósséri. Undirritaður, sem í mörg ár hefir þjáðst af meltingarleysi og magakvefi, reyndi loks ið ósvikna Kína-Lífs-Elixír Waldemar Petersens, og hefir síðan haft svo ágæta heilsu sem aldrei áður. Ég get nú þolað allan mat og ég get einlægt stundað vinnu mína. Ég get örugt ráðið öllum að reyna Kína-Lífs- Elixírið, því að ég er sannfærður um, að það er ágætis-lyf gegn öllum maga- sjúkdómum. Haarby á Fjóni, Hans Larsen, múrari. Biðjið skýrlega um Waldemar Pet- ersens ósvikna Kína-Lífs-Elixír. Fæst hvervetna á 2 kr. glasið. Yarist eftirstællngar! HAFNARSTR' I7I8I9 20 21-22-KOLASI-2-LÆKJARTIZ * REYKJAVJK * Nýkomið: Tilbúin föt og fataefni. Regnkápur. Hattar. Enskar húfur. Kaskeiti. Nærfatnaður. Manschetskyrtur. Brjóst. Flibbar. Manschettur. Slipsi og slaufur (afarmikið úrval). Hanzkar. Skófatnaður. Göngustafir. Alt nýtt, vandað og ódýrt. JCtæðskerað eilðin. Kjöt af 3-4 mánaða gömlurn alikálfum fæst í matardeíldinni í Thomsens Magasíni. Thomsens jlíagasín fær með hverri skipsferð eitthvað nýtt, sem ekki hefir fluzt hingað áður. Það sér um að fylgjast ávalt meðnýjungunum ytra. Ásamt mörgu fleira fékk það með síðasta skipi ýmsar niðursoðnar vörur, sem ekki hafa þekst hér áður. Alls konar ávextir (kirseber, stikkelsber, plómur, grænarog rauð- ar, brómber, epli, rabarber) í 2. pd. flöskum 80 aur. Kjötextrakt í glös- um 30 aur og 60 aur. Roquefort- ostur, Gorgonzola og Camenbert í dósum 1 kr. 10 aur. Steiktir kal- kúnar. Blómkál. Ensk síld. Kan- diseraðir ávextir i dósum og pökk - um. Konfektdöðlur, -fíkjur og rúsínur. Grænar baunir í dósum og pökkuin. Alls konar krydd í glösum og pökkum. Jarðarber í dósum. Síróp. Perur 55 aur. og apricots 45 aur. í 1 punds dósum. Ratin í dósum og Chlorkalk i 5 aur. og 10 aura pökkum komið aftur. Consumchocolade komið aftur. cTZýfiqfnarÓQÍlóin. Kj ólasaum tek ég undirrituð að mér nú þegar. Vandað verk. Saumalaun lægst í bænum. Ragnh. CAausen Jónsson, Vesturg. 22. [ah Hayden lindarpennar eru ágætir. Kr. 5,50 7,00,10,50. Þá selur •Tóii Olafsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.