Skeggi


Skeggi - 15.01.1919, Blaðsíða 2

Skeggi - 15.01.1919, Blaðsíða 2
SKHGGI Úr lögum nr. 20, um kosningar til bsejarstjórna f kaupstöðum 20. október 1913. Leiðbeiningf fyrir kjósendur. 6. gr. Kosningarathöfnin hefst þannig, að oddviti skýrir frá, hverjir sjeu í kjörstjórninni, hve marga eigi að kjósa í bæjarstjórn, og hverja lista hann hafi fengið sainkvæmt 2. gr.; hann sýnir atkvæða- kassann, svo að það sjáist að hann er tómur, og lokar honum síðan. Án leyfis kjörstjórnar mega ekki vera í kosningarstofunni með henni aðrir en fulltrúaefnin og 2 meðmælendur fyrir hvern lista, svo og hæfilega margir kiósendur, er l^oma og fara. Heimilt er bæjarstjórn að skifta kjósendum í deildir, enda skipar hún þá undirkjörstjórn fyrir hverja deild, og hefir hver þeirra sinn atkvæðakassa og kjörklefa. Kjósendur koma fram og kjósa í þeirri röð, er þeim sjálfum lfst, og eftir því, sem þeir komast að. þá er kjörstjórnin hefur kannást við manninn og sannfært sig um, að hann hafi kosningar- rjett, afhendir hún kjósanda kjörseðil. Fer kjósandi með hann inn í kjörklefann (kjörherbergið) að borði því, er þar stendur, og gerir þar kross við bókstaf þess lista á kjörseðlinum, sem hann vill atkvæði gefa. Vilji hann breyta nafnaröðinni á lista þeim, er hann velur, skal hann setja tölustafinn 1 fyrir framan það nafn, sem hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn, sem hann vill láta vera annað í röðinni, töluna 3 við það nafn, er hann vill láta vera hið þriðja o. s. frv. Sje eitthvert nafn, er hann getur eigi felt sig við á lista þeim, er hann kýs, má hann strikg það út, og telst það þá eigi með við samtalning atkvæðanna. Krossinn við listabókstafinn, tölustafina við nöfnin og útstrikun nafns, ef hann vill útstrika, skal hann gera með blýanti, sem kjörstjórnin hefir til í kjörklefanum. Síðan brýtur kjósandi seðilinn saman í sömu brot, 6em hann var í, er hann tók við honum gengur hann síðan inn að kjörborðinu og stiiigur sjálfur seðlinum þannig samanbrotnum í atkvæðakassann, gegnum rifuna á lokinu. Annar meðkjörstjórinn skal hafa fyrir sjer eftirrit af kjör- skránni, og gera merki við nafn hvers kjósanda, jafnóðum og hann hefir neytt kosningarrjettar síns, en hinn meðkjörstjórinn skal rita nöfn þeirra, er atkvæði greiða, á sjerstaka skrá með áfram- haldandi töluröð fyrir framan hvert nafn. Enginn getur neytt kosningarjettar, nema hann sje sjálfur á kjörfundi og greiði at- kvæði. Nú skýrir kjósandi kjörstjórn frá því, að hann sakir sjón- leysis eða annarar líkamsbilunar, er kjörstjórnín telur gilda ástæðu, sje ófær til að frámkvæma kosninguna á fyrirskipaðan hátt, og skal þá maður úr kjörstjórninni, sá er kjósandi nefnir til, veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum. þetta skal bókað í kjörbókina að tilgreindum ástæðum. Ef kjörseðill rangmerkist eða skemmist á einhvern hátt, eftir að kjósandi tók.við honum, þá getur kjósandinn afhent kjörstjórn- inni skemda seðilinn og fengið í staðinn nýjan kjörseðil, ef seðla- birgðirnar eru ekki þrotnar, enda sje ekki ástæða til að ætla, að hann hafi ónýtt seðilinn af ásettu ráði. »Skeggi« kemur venjulega út einu sinni í viku, og oftar ef ástseður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð); Auglýsingaverð: 50 aur. pr. e.m.; 60 aur. á 1. bls. Uigefand i: Nokkrir eýjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri os ábyrgðarm. Páll Bjarnason. rafmagnsljósunum, en það varð ekki. Einkennilegt er það að raf- magnið skuli ekki vera selt eftir mælum. Ætli menn spöruðu það ekki betur, ef þeir væru látnir borga hver eftir sinni eyðslu? Heyrt hef jeg að stöðvarstjórinn hafi lagt það til að aflið á stöð- inni væri aukið með því að bæta við nýjum mótor, en því ekki verið gefinn neinn gaumur. það var þó vit í þessu. Mótorinn hefði ekki sett alt á höfuðið, en hann gat orðið til þess að menn hefðu fengið þau ljós, sem þeir borga. Altaf er verið að Ieggja inn ný ljós, en aflið ekkert aukið, svo að það er ekkert undarlegt þó að ljósin sjeu dauf hjá hinum. Kostnaðinn tala jeg ekkert um, hann er orðinn tvöfaldur hjá þeim sem nota ljósin og þar að auki er lagt fje úr sýslusjóði til stöðvarinnar, alt saman á einu ári þegar verst gegndi. þessi ráðstöfun mun hafa verið gerð að undirlagi rafmagnsnefndar- innar. Hver veit nema von sje á annari hækkun að ári og enn- þá verri Ijósum, það væri eftir eftir öllu saman. Stjórnin á rafmagnsstöðinnl hlýtur að vera argasta ómynd. Annaðhvort ríkir þar vandræða- vanþekking á fyrirtækinu eða þá einhver fyrirmyndar trassaskapur. þessu verður að breyta á ein- hvern hátt. ljósin eru ótæk eins og þau eru núna og kostnaður- inn langtum of mikill. það ætti að verða eitt af störfum næstu bæjarstjórnar að koma betra skipulagi á rafmagnsstöðina, því að annars verður hún okkur æfinlega til skapraunar og skaða. Mig furðar á því að „Skeggi" skuli aldrei hafa gert ljósin og stöðina að umtalsefni. Hann hefur þó klipið á mörgu, sem þörf var að klípa á. Við höfum lengi verið að vonast eftir grein um þetta, en jeg held að hún ætli aldrei að koma, svo jeg tók fyrir að fara að skrifa þetta, í þeirri von að „Skeggi" vildi flytja það. Geri þeir betur, sem færari eru. Bæjarbúi.^ Kaupendur „Skeggja" geri svo vel að gera afgreiðslunni aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. Kosningarnar. Á morgun fer fram kosningtil fyrstu bæjarstjórnar hjer í Vest- mannaeyjum, um það bil ári síðar en því var hreyft hjer í blaðinu að fá samþykt bæjar- stjórnarlög fyrir hjeraðið. það var þá samhuga álit allra, sem um það töluðu, að það væri miklu heppilegra en gamla fyrir- komulagið, og mælti enginn maður á móti. Auðvitað verður breytingin því aðeins til bóta, að bæjarstjórnin verði vel skipuð. Mikið ríður á að vel verði valið í fyrsta skiftið, þvi að fyrsta bæjarstjórnin leggur grundvöllinn að starfi bæjarstjórnarinnar í fram- tíðinni, og allmörg störf verður hún að leysa af hendi, sem síðari bæjarstjórnir verða lausar við að miklu leyti. þessvegna er mikið komið undir því að hún hafi góðum starfskröftum á að skipa / sinum hóp. Undanf. vikur hafa menn skegg- rætt um kosningarnar stn á milli, stungið upp á ýmsum fulltrúa- efnum. það ræður að líkindum að skoðanir manna sjeu skiftar um þetta atriði, enda hafa menn haldið ýmsu fram. þó er nú svo komið að flestir álíta nauð- synlegt að kjósa duglega og fjöl- hæfa starfsmenn, ef þeir væru til, menn sem hafa æfingu í fjár- málum og glögt auga fyrir gagn- legum umbótum, og menn sem þora að halda fram skoðun sinni með fullri einurð. Verkamannafjelagið hefur rætt talsvert um kosninguna og undir- búið lista í fjelagi við annað kaupfjelagið. Lagði það síðan fram lista, en tók hann aftur af einhverjum ástæðum. Sá listi er nú kominn fram aftur og verðúr látinn gilda eins og hann er nú. Verkamenn víðsvegar um heim- inn taka öflugan þátt í kosning- um til bæjarstjórna og er það sjálfsagður hlutur, því að þeir eiga ekki lítið undir því að bæjum sje vel stjórnað. Sum svið bæjarmálanna taka sjer í lagi til þeirra. Aftur á móti er það álitamál meðal þeirra hvort þeir eigi að koma sem flestum fulltrúum úr sínum eigin hóp. Sumir þeirra eru hikandi við að berjast við að ná meirihluta, því að þá lendir hin siðferðislega á- byrgð á stjórn bæjarmálanna á herðum þeirra. þeir hafa það sjer til afsökunar að fæstir verkamenn hafi svo þægilega lífsstöðu að þeir geti gefið sig mikið við að rekast í vandamál- um bæjanna og kryfja þau til mergjar. þetta er ástæðan til þess hve margir verkamenn eru ófúsir á að taka sæti í bæjar- stjórnum, og verður ekki annað sagt en að hún er í alla staði heiðarleg. En þó þeir keppi ekki bein- línis eftir meirihlutanum, þá er einsætt að þeim er nauðsynlegt að eiga talsmenn í bæjarstjórn- inni, og þess vegna hafa þeir komið fram með listann. Ef nokkur hefði getað afstýrt því að fleiri listar hefðu komið fram þá voru það verkamenn sjálfir. það er ekki óhugsandi að þeir hefðu getað komið svo ár sinni fyrir borð að ekki hefðu aðrir árætt að koma með lista, og þá hefði ekki þurft að kjósa. Áður en listi þeirra var lagður fram aftur, voru smíðaðir tveir nýjir listar, og voru bygðir á sinni frumreglunni hvor, Annar, C-listinn er miðaður við fjármál og verk~ legar framkvœmdir í stærri stíl- þar er hafnarmálið auðvitaðefst á baugi og fjárreiður bæjarins. Hvorttveggja er svo mikilsvert

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.