Skeggi


Skeggi - 15.01.1919, Blaðsíða 4

Skeggi - 15.01.1919, Blaðsíða 4
SKEGGl / ÖUwJoV oa Xtossav ó&^vast \ vevs^tttx & 3* 3°^**^. atriði að mýmargir telja það málin sem mestu skifta um þessar mundir^ Á listann hafa verið valdir menn sem er afar ant um þessi mál, og munu leggja kapp á að þeim verði vel fyrirkomið. .Efstur á listanum er Gtsli J. Johnsen konsúll. Mun engum koma það á óvart að ftann er efstur á slíkum lista. Ber margt til þess. það fyrst að hann er manna snjallastur í fjármálum, framkvæmdamaður mikill og út- sjónarsamur á verkleg fyrirtæki sem hann hefur oft sýnt. Af- skifti hans af símamálinu í upphafi og íshúsinu fyr og síðar hafa þótt gefast ágætlega. Hann hefur átt sæti í sýslunefnd- inni síðustu árin og er þess- vegna orðinn kúnnugur málum bæjarins. það er alkunnugt að margt hefur farið öðruvísi í hjeraðsstjórninni en hann hefur viljað, t. d tilhögun á raimagns- stöðinni, sumar ráðstafanir um hafnargerðina o fl, en þar hafa aðrir ráðið meiru. Næstur honum er Magnús Guðmundsson bóndi og útvegsmaður. Hann hefur lika #átt sæti í sýslunefndinni síðustu árin og komið vel fram. það er almannarómur um Magnús, að hann sje greindur maður vel og að öllu hinn vandaðasti. Sýndi það sig best í haust, er einn maktarhöfðinginn gerði ítrekaðar tilraunir til að gera hann að ósannindamaoni, en það tókst ekki betur en svo að allir trúðu Magnúsi, en enginn hin- um. Enginn efi er á því að Magnús hefur tiltrú afarmargra bæjarbúa. Um næsta manninn á þeim iista vill „Skeggi" sem fæst tala. Fjórði maðurinn og þeir hinir hver af öðrum, eru allir hinir nýtustu menn og áhugasamir um atvinnurekstur, hafa enda lagt mikið í hann -flestir. þeir eru að vísu óreyndir í bæjamálum, en eftir því sem menn þekkja þá, er ekki ástæða til að vantreysta þeim að neinu leyti. Meðmælendur listans eru alt ■'vel metnir og ráðsettir borgarar og mundu ekki styðja aðra en þá, sem þeir bera fult traust til. Hinn listinn er kendur við „Birkib." og bygður á þeim þætti í stefnu þeirra að fult tillit verði að taka til þeirra mála, sem oft eru kölluð „smærri bæjarmálin". Meðal þeirra eru heilbrigðis- málin, mentamálið, fátækramálin, hagsbæturnar o. fi. o. fl. Menn sjá þegar í stað að þessi mál eru enginn hjegópii og að það varðar ekki litlu hvernig með þau er farið. „Skeggi“ á örðugt með að fjölyrða um listann sakirefsta mannsins. þó vill hann með engu móti draga fjöður yfir það að á listanum eru margir menn, sem hafa mikið traust almennings. Meðal þeirra eru báðir kaup- fjelagsstjórarnir, alþektir menn, annar þeirra Gtsli Lárusson auk þess bóndi og útgerðarm. um fleiri áratqgi þriðji maðurinn hefur um margt ár varðveitt fje margra stofnana, sem almenningi er ant um og sjer þar á að honum er vel treyst, enda getur vart gætnari nje vandaðri mann. Hitt eru og alt þektir dugnaðarmenn. Síðan þetta var skrifað hafa komið fram ýmsir aðrir listar. Á einum þeirra eru ofarlega nöfn þriggja manna, sem ^oru því mjög hlyntir að Botninn yrði leigður í haust. þykjast menn vita hverjir þar standa á bak við. Hinir listarnir virðast bornir fram til að gera glundroða í at- kvæðagreiðsluna. það lýsir þroskaleysi að koma með 7 lista þegar kjósa á aðeins 9 fuHtrúa. Kjósendur ættu að virða vel fyrir sjer alla listana og kjósa þann listann, sem er bestur að öliu samanlögðu. Til athugunar. —:o:— í síðasta hefti „Iðunnar" er merkileg grein og stórfróðleg eftir prófessor Ágúst Bjarnason. Hann bendir á það, hvernigsam- eignin, ríkiseign og umráð borga yfir helstu lffsnauðsynjum fari ákaflega í vöxt úti um heiminn, Telur hann ýms dæmi þess hvernig sum ríki og borgir hafa tekið að sjer lönd og lóðir, hús og íbúðir, vatn, ljósmagn og vinnumagn. Hann bendir kröft- uglega á hve afar-áríðandi það er fyrir bæi að spila ekki Iandi úr höndum sjer í hendur ein- stakra manna, og sýnir fram á það með glöggum dæmum hver reynsian er í þeim efnum úti um heiminn. Eftir þeirri lýsingu skyldi maður ætla að hann hefði aldrei orðið með því að leigja „Botninn" í haust eins og ráð 'gert var. Hann eggjar bæjar- stjórnir á að gæta vel þess lands sem þær eiga yfir að ráða og sýnir fram á hve skaðlegt það er að einstakir menn vaði uppi með yfirgang í landi bæjanna. þá bendir hann á húsabyggingar, að borgir byggja íbúðarhús í stórum stíl til að halda leigunni niðri og græða stórfje á. Fleira telur hann af opinbérum fyrirtækjum, rafveitur, járnbrautir o fl. Alvarlega varar hann við því að selja eða láta rfettinn yfir 'fossum til einstakra manna eða fjelaga. Höfundur hallast að því, að ríkið og hjeraðsstjórnirnar taki sem flest nauðsynjafyrirtæki í sínar hendur, „þó því aðeins", segir hann, „að þær hafi svo valinkunnum og þrautreyndum mönnum á að skipa, að þeim sje trúandi fyrir slíkum fyrirtækjum, sem varða heill og velferð almenn- ings og ef til vill alls landsins, bæði í bráð og lengd“. Svona talar nú sá höfundur, sem hefur kynt sjer rækilega hvernig bæir úti um heiminn haga fyrirtækjunum. Hann virðist ekki vera hrifinn afýmsum fram- kvæmdum Reyjavkurbæjar, sem ekki er heldur von. En hvað ætli hann segði ef hann kæmi hingað og sæi framfarirnar og fjárhaginn ? það er ekki um að villast að framkvæmdirnar á næstu árum útheimta þekkingu og kunnugleika á því hvað aðrar þjóðir hafast að, annars má búast við sífeldum hrakförum. Símfrjettir. R.vík 14. jan. 1919. Innflutningsnefndin hefur verið afnumin. Landsverslunin hefur lækkað verð á kolum um 75 kr. hverja smálest. Mokafli við Faxaflóa að undan- förnu. Afarmargir að flytja sig til Sandgerðis til að þar út í vetur. Atkvæðagreiðslan. —o— Kaflinn úr lögum um „leyni- lega atkvæðagreiðslu við bæjar- stjórnarkosningar“, sem er hjer í blaðinu og síðasta blaði, er prentaður að tilhlutun kjörstjórn- arinnar. Gott er fyrir kjósendur að kynna sjer hann rækilega fyrir kosninguna þessi atriði eru athugaverð: Ekki má neinn maður kjósa nema ei nn lista. Breyta tná röðinni á þeim lísta, sem kosinn er. (Vissast er að gera það ekki, því að það getur mjstekist og gert seðilinn ógildan). Strika má yfir nöfn á þeim lista sem kosinn er. r Agætar undirtektir hefur stefnuskrá „Birkib.“ fengið hjá almenningi. Margir verka- menn og atvinnurekendur hafa látið það í ljósi við „Skeggja“ síðan hún var birt. Hafa þeir hver um annan þveran tjáð s(g henni samdóma í öllum greinum og ekki ‘allfáir sagt að hún færi of skamt fremur en of langt. Sumir hafa fundið að því að fjelagið hefði sig ekki nóg í frammi með skoðanir sínar og gerði of fáum kost á að kynnast þeim. Margir hafa ekki farið dult með það, að þeim þætti skuldaarfurinn frá hreppi og sýslu nokkuð mikill og alls ekki í heppilegu hlutfalli við fram- kvæmdirnar og eignirnar. Menn segjast ekki teija eftir sjer að greiða gjöld til nauðsynlegra fyrirtækja, en þykir ilt að gjöidin síhækka ef fátt eða ekkert er unnið til umbóta. Stefnuskráin bendir á margt, sem þarf að framkvæma við fyrstu hentugleika, auðvitað að því tilskildu að gjaldþoli bæjarins verði ekki ofboðið. Má deila um það hversu mikið bærinn kann að þola í þeim efnum. V'st er það að fulla kyrstöðu þolir hann síst af öllu. Útgjöldin og skuldirnar hafa getað aukist þessi árin, þó að fátt sje framið og fátækrastyrkurinn ekki hár. ! Hvernig mundi fara ef tekin væri j sú stefna að leggja ekki í neitt sem kostar fje? Ætli menn tæki ekki að nöldra napurt, sem von væri? Satt að segja eru verk- j efnin orðin svo mörg og viða- mikil að vandi er að ákveða á hverju skal byrja. Galdurinn er sá, að byrja á því sem greiðir best fyrir mönnum með að reka atvinnu sína með meira afli en áður. Höfnin verður þar efst á blaði, einkanlega umbætur innan hafnar. Eitt herbergi til leigu fyrir tvo einhleypa. Ritstj. vísar á. Prentsm. Veatmannaeyja. i

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.