Suðurland


Suðurland - 16.11.1912, Síða 2

Suðurland - 16.11.1912, Síða 2
90 SUÖtJftLANb Nýjasta nýtt úr höfuðstaðnum, „ísafold" „Ingólfs" kæra kvendi, komst í vor undir læknis hendi, fékk við það margra meina bór, Lasleika ei neins hún lengur kennir, Lögrétta vakti yfir henni sýndi henni viðkvæm vinarhót. Nú búa þær eins og systur saman, en svo fer nú að kárna gaman, Manninn vill ísa ei oftar sjá, hann er nú orðinn ofsa reiður, ólmast nú heldur sporagieiður og heimtar „skilnað" fljóði frá. „Reykjavík" er nú eins og rjómi og eins er „Magni“ að flestra dómi, en „Templar" situr mtð tæmdan kút. Stöðulög þylur þrekinn jarlinn í „Þjóðviljanum" — en „Samrny" karlinn á „Svipu“-ólina setur hnút. Vöggur. Ódýr hitageymir. Flestir munu hafa heyrt getið um moðsuðu, er reynd hefir verið sum- staðar til sveita til eldiviðarsparnaðar, þó aldrei hafi hún varið almennt not- uð. Moðsuða þessi var ekki annáð en það, að potturinn var tekinn af hlóðunum með suðunni og látinn of- aní moðbyng og byrgður vel, hélst þá suðan við um nokkra stund, en óhandhægt var þetta og varð að byrgja pottinn vandlega fyrir óhreinindum. Eg var á ferð uppi í Birtingaholti nýlega og bauð Ágúst mór þá að sýna mér nýjasta uppátæki sitt. Hann hefir oftast eitthvað nýtt að sýna, því hann er rnaður fjölkunnugur mjög. Fór hann nú með mér í eidhús og kvaðst skyldi sýna mér hvernig hann færi að sjóða mat á eldhúsgólfinu eldstæðis og eldiviðarlaust. Jr’ót.ti mér aðferð hans góð til eftirbreytni, og skal henni því lýst hér. fessi matsuðuaðferð Agústs er moðsuðan, endurbætt. Hefir hann nú smíðað sér nokkurskonar hitageymir, er það kassi tvöfaldur og stoppaður með heyi, er honum komið fyrir í eidhúshorni og sparast með því tvær úthliðar. Utanmál kassans er tæpar 2 álnir á lengd og breidd, liæðin rúm alin. Er nú stoppað heyi á botninn eða gólfið, síðan er gerður minni kassi, hæíilega stór fyrir stærsta pott er láta þarf í geyminn. Kassi þessi er gerður jafnhár ytri kassanum, er nú bilið ait í kringum innri kassann fylt með heyi (það er um 1 fet), og siðan þiljað yfir og heyinu troðið þétt undir. Lítur þetta nú út einsog pall- ur með holu í miðju fyrir pottinn. Tvöfalt lok stoppað heyi er nú gert yfir holuna, fellur lokþyk tin ofaní hol- una, en efra borð loksins fellur út yfi r holuopið, lokið er á hjörum. Nú er þetta notað þannig, að potturin n er tekinn af eldinum þegar snörp suða er komin á, og Iátinn í kassann og lokinu skelt yfir, sýður nú og vellur þárna í holunni þangað til fullsoðið er. öagði Agúst mér að halda mætt • mat heitum í kassanum alt að 5 klukkustundum. Þessa aðferð ættu fleiri bændur að taka upp, er að henni mikill eldivið- ar sparnaður, og mætti með þessu spara dálítið af sauðataðinu handa túninu, auk þess er að þessu verk sparnaður talsverður og þægindi. Umbúnaðurinn er afar einfaldur og ódýr, engum ofvaxinn, hvorki að verði né vinnu — vandalausthverjummanni að smíða. Stærðin á kassanum fer að sjálfsögðu eftir ástæðum, gæta verður þess að hafa „stoppið" nógu þykt, í þvi er allur gaidurinn fól ginn -------0»0>0----- Kjötskortur á ^ýzkalandi. --00 — , Kjötskortur er nú svo mikill á fýzkalandi að til vandræða horfir, Er tollur á innfluttu kjöti afarhár, og innflutningur á lifandi fénaðj bannaður. Kjöt er þar nú svo dýrt að engir nema auðmennirnir geta keypt sér það. Fátæklingarnir verða að vera kjötlausir, en þeir kunna kjötleysinu illa, og við ber það að þeir safnast saman í stórhópum eins og soltnir fuglar, þar sem einhver bitavon er. Við sláturhús eitt í út- jaðri Berlínar, má sjá sjón þá er telja má eina hina mestu hörmung- arsjón í siðuðu landi. Menn standa þar í iöngum röðum í alt að 14 klst. og bíða eftir því að reyna að ná sér garnir og annan innmatarúrgang, verða þeii þó að kaupa þetta fremur dýrt. Svo mikil er aðsóknin eftir þessu að margir koma á kveldin og standa þarna alla nóttina. til þess að geta orðið fremstir í röðinni, og komist fyrst að þegar sláturhúsið er opnað kl. 9 á morgnana. Og innilega feginn verður hver sá er tekst að ná sér í eitthvað af þessu sælgæti. Sömu sjónina má víða sjá í Berlín. — Þeir eru ekki öfunds- verðir þessir veslingsþegnar hins vold- uga þýzka keisaradæmis. Réttarrannsókn hefir farið fram út af fiskiskipinu „Geir“ er fórst í fyrra vetur, þótti ýmislegt ekki sem tryggilegast um út- búnað skips þess. Lögregluprófum þessum er nú lokið, og birtir „Ing- ólfur allan vitnaframburðinn orðrétt- an. Er umsögn skoðunarmannanna í Reykjavík og „slipp“stjórans þar alt önnur en Hafnfirðinganna. Alit Reykvíkinganna er að óhjákvæmilegt hefði verið að setja nýtt þilfar í skip- ið og nýja bita m. m., og telja ófull- nægjandi að gera við það á þann hátt, er gert var síðar í Hafnarfirði, en þá aðgerð teJja Hafnfirðingarnir góða og gilda og skipið vel útbúið í alla staði. Þetta ósamræmi í áliti skipskoðunarmannanna er allískyggi- legt, og undarlegt er það mjög, ef svo er, sem Ingólfur segir, að stjórn- arráðið ætii ekki að láta rannsaka þetta frekar. Pað sem fram hefir komið við prófin, virðist þó gefa all- alvarlega ástæðu til frekari rann- sókna. ÆLfiminning. Jón Árnason ( Þorlákshöfn var fæddur á Stóra-Ármóti í Flóa 23. okt. 1835. Foreldrar hans voru Árni dbrm. Magnússon og Helga Jónsdóttir er lengi bjugeju á Stóra-Armóti. Árni var sonur Magnúsar Bein- teinssonar hins ríka í í’orlákshöfn, (dáinn 1821), Ingimundssonar lög- réttumanns á Breiðabólsstöðum í Ölfusi, Bergssonar á Hólum. Bræður Arna voru þeir Sigurður dbrm. á Skúmstöðum og Gísli skólakennari i Reykjavík. Helga móðir Jóns var dóttir Jóns umboðsmanns á Stóra Armóti, Jónssonar sýslumanns á Mó- eiðarhvoli (d. 1788), Jónssonar próf. í Stafholti, Jónssonar sýslumanns í Einarsnesi. Er ætt þessi — Ármóts- ættin — mörgum kunn. Bræður Heigu voru þeir Jón dómari í Álaborg (faðir Jóns landritara), Þorsteinn sýslu- maður á Kiðjabergi og Magnnús dbrm. í Bráðræði. 2 systkini Jóns eru dá- in fyrir mörgnm árum: Hólmfríður húsfrú á Stóra Armóti, móðir Krist- jáns læknis Jónssonar og Magnús bóndi í Vatnsdal, en 2 systur hans eru á lífi: Sigríður ekkja á Kana- stöðum og Halla kona Jóns frá Bráð ræði. Jón Arnason byrjaði búskap á Stóra-Armóti, en fluttist þaðan eftir 1 ár til Þorlákshafnar og þar bjó hann síðan alla tíð — 1 rúm 50 ár. Pað er ekki ofmælt þótt sagt sé að þann garð gerði hann frægan. Er störf um hans að nokkru lýst í Óðni 1906 — og vísa eg til þess sem þar er sagt. Allar þær umbætur sem Jón gerði í Þorlákshöfn eru miklar, túnasléttnr útfærsla á túninu, peningshús, bygg- ingar, umbætur á lendiugunum, sjó- garðurinn stóri og matjurtag. o. fl. A yngri árum var Jón mikill sjó- sóknari og yfir höfuð mesti starfs- maður; mátti heita sívinnandi. Smið- ur ágætur á tré og járn. Verzlun rak hann í éorlákshöfn milli 10 eg 20 ár og var hún allstór ■um eitt skeið. A þeim árunum var oft gestkvæmt í Þorlákshöfn og gleðibragur á öllu. Stundaði Jón þá einnig búskapinn af kappi. Tvisvar sigldi Jón til Kaupmannahafnar á kaupmannsárum sínum. Bú hans mun sjaldan hafa staðið með meiri blóma en nú. Hann var síungur í anda skemtinn og ræðinn við alla sem að garði bar. Jóni var ant um hag sveitar sinnar og stuðlaði i hví- vetna að framförum hennar. Hreppstjóri Öltushrepps var hann í mörg ár og sýndi ekki sízt í þeim störfum að hann áttí í fórum sínum hyggindi þau, sem í hag koma. Hann var greindur vel og úrræðagóður; lét Hannyrðir kennir undirrituð ungum stúlkum. Margrét Blöndal Eyrarbakka. aldrei huggfallast þótt mæðubárur risu, og hafði ekki hátt um slíkt — „Það kemur honum einum við“, sagði hann. Heiðursmerki danne- brogsmanna hlaut hann og verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX. Sæmd- arvottur var honum sýndur, bæði þegar skipshafnirnar mörgu hrakti til Þorlákshafnar 1893 og 1910 á gull- brúðkaupsdegi þeirra hjóna. Að síð- ustu. Eg hygg Jóni sál. rétt lýst þannig: hann var stórgeðja, örlyndur, tryggur, hjálpfús og sáttfús, og það sem mest var um vert: liann var góður maður. Hann valdi sér að einkunnarorði: Gjörðu rétt, þoldu ei órétt. Með eftirlifandi konu sinni Jórunni Sigurðardóttur frá Skúmsstöðum (þau voru systkiuabörn) eignaðist hann 13 börn. Af þeim lifa þessi: Eórunn, húsfrú á Hlíðarenda, Guð- rún, húsfrú í Strýtu, Hólmfríður, húsfrú á Eyrarbakka, Gísli og Hall- dór, búsettir í Rrykjavík, Grímur býr í Þorlákshöfn, Ólafur ógiftur í Eorlákshöfn, Helgi búset.tur í Aberdeen í Skotlandi og Sigurður búsettur í Ameríku. Blessuð sé minning þessa sæmdar- manns. Jarðarförin fer fram í dag að Hjalla í Ölfusi. U. . ---<x>OO------ SveitarátsYör í Stokkseyrarhreppi haustið 1912. Hér eru þeir taldir sem hafa 20 kr. og yfir. 950 kr. Kaupfélagið „Ingólfur" 160 — Jón Jónasson kaupm. 150 — Ólafur Árnason framkv.stj. 150 — Bjarni Grímsson verslm. 85 — Jón Jónsson HoltL 65 — Sigurður Einarsson verslm. 55 — Helgi Jónsson sölustjóri 45 — Magnús Gunnarsson Brún 37 — Guðm. Jónsson Baugstöðum 35 — ekkjan Guðrún Helgad. Götu 35 — Grímur Ólafsson Móakoti 34 — Gísli Pálsson Kakkarhjál. 34 — Júníus Pálsson Syðra Seli 33 — SnorriSveinbjörnss.Hæringst. 33 — Ásm. Gíslason Gljákoti 32 — Sig. Hinriksson Ranakoti 32 — f’órður Gíslas. Hæringsst.hjál. 32 — Eiríkur Eiríksson bakari 30 — Ketill Jónass. Kaðlastöðum 30 — Jón Þorkellsson Móhúsum 30 — Vilhj. Einarsson Gerðum 30 — Gísli GísIa3on Brattholtshjál. 30 — Verzlunin Einarshöfn 29 — Snjáfríður Kikulásd. Starkarh. 27 — Markús Þórðars. Grímsfjósum 27 — Þuríður Gunnarsd. Brattsholti 27 — Lénh. Sæmundss. Nýjakastala 27 — Ingvar Hanness. Skipum 27 — Björn Filippuss. St.eyrarseli 26 — Jón Guðmundss. Oddagörðum 26 — Þórður Jónsson bókhaldari 24 — Stefán Ólafsson Kumbravogi 24 — Hannes Magnússon Hólum

x

Suðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.