Suðurland


Suðurland - 16.11.1912, Side 3

Suðurland - 16.11.1912, Side 3
SÚÐURL'ÁNÍ) 91 24 kr. Jón Sigurðss. Bræðratungu 24 — Jón Þóiðarson Útgörðum 22 — Grímur Grímsson Kekki 22 — Jón Jónatansson Ásgautsst. 21 — Bjarni Magnuss. St.eyrarseli 21 — Gísli Gíslason íragerði 21 — Gamalíel Jónsson Tjarnarkoti 20 — Eyjólfur Sigurðsson Björgvin Skólagjaldið 18% af sveitarútsvar- nu er ekki taiið hér með. Mannalát. Látin er nýlega ekkjan Gróa Þor nteinsdóttir á Drumboddsstöðum í Biskupstungum, búandi kona þar. — Mesta myndar og dugnaðarkona. Nýlega er íátm á Stokkseyri Kristin íórónrióttir kona Jóns Þorsteinsson- ar járnsmiðs, hafði hún legið lengi veik bæði heima og á landakotsspítala. Til athugunar fyrir ökumenn. Allir hér eystra, sem feiðast hafa á vetrum með vagna yfir Hellisheiði, vita hve vafningasamt það ferðalag verður stundum, við það að kaflar á leiðinni eru lítt færir eða ófærir vögn- um fyrir snjó, þó gott vagnfæri sé annarsstaðar. Fleiri hafa nú átt við þessa örðugleika að etja, t. d. suður á Saxlandi, en þar hafa menn fundið ráð, tekið upp útbúnað sem vert er að veita athygli. Feir hafa búið til nokkurs konar þrúgur eða öllu heldur skíði er Setja má neðan á vagnhjólin, og fljótlega taka af aftur. Þar sem vagnfæri er gott eru skiði þessi látin hanga í keðju fyrir fiaman hjólin. Fegar komið er að skafli eða ófærð fer að verða fyiir vagninum, er skíð- unuin hleypt niður, hjólunum ýtt fram á þau og skíðin íest, er þá vagninn orðinn að nokkurs konar sleða. Búið er um þetta þannig að ekki or uema svlpstundar verk að láta skiðin á eða taka þau af aftur. Fessu er vert að taka eftir og væri ekki ógaman að reyna. Siéustu Jrdttir. —0 — Adrianópel ekki unnin enn þá, eins og skýrt var frá hér í blaðinu, en útlit er fyrir að bandamenn vinni hana þá og þegar. Miklar ófriðarhorfnr sagðar milli Rússa og Austurríkismanna. Höfðingjar þeirra ríkja á Balkan' skaga, sem þátt taka í stríðinu gegn Tyrkjum, kváðu bráðlega ætla að koma saman, annaðh vortí Aþenu eða á vígvellinum. Slysfarir, Konan Sesselja Jónsdóttir í Eyði- Sandvík hvarf frá heimili sínu á fimtudagsmorgun 14. þ. m. Var þegar gerður mannsöfnuður að leita hennar og fanst hún nokkru síðar örend f pytti við túnið í Eyði-Sandvík. Borið hafði á þvi að hún væri nokkuð biiuð á geðsmunum, einkum daginn áður en hún hvarf. Rað má þó fullyrða, eftir því sem líkið lá, að hún hefir dottið ofaní pyttinn, en ekki fleygt sér í hann sjálf, svo hér er áreiðanlega um slys að ræða en ekki sjálfsmorð. Sesselja heitin var kona Guðm. bónda EinarsSonar í ílyði Sandvik. Hefir hún lifað lengi í hjónabandi og eignast mörg börn sem flest eru upp- komin. Hún var góð kona og mynd' arleg, svo sem heimili hennar bar vott um. ------0~c<X>---- Á víð og dreif. Aflalaust segir Vestri að sé á Vestfjörðum nú þó á sjó gefi. Hér eystra verður heldur ekki fiskvart þó ieynt sé. Kvefsótt hefir verið að stinga sér niður allvíða hér eystra nú um tíma. Veðrátta. Norðanátt með tals' verðu frosti núna um helgina síðustu, nú er aftur komið hægviðri frostlaust. Ófagurt athæfi. ísafold getur þess, að Samson Svipu- ritstjóri leiki nú það bragð, er hann fær ekki blaðið prentað lengur í Reykja- vík, að koma með níðgreinar til ýmsra manna og sýna þeim, og spyrja þá hvað þeir vilji borga til þess að grein in verði ekki birt í Svipunni. Haíði hann komið nýlega til Schou banka- stjóra í slíkum erindum og fengið verðugar viðtökur. ítyjársdagsfundur á morgun (sunnud.) kl. 5 e. hd. Samson á að hafa getið þess við einhvern, að hann kynni að fá Svip- una prentaða austur á Eyrarbakka ef hún yrði útilokuð í Reykjavík. — Hann ætti að reyna það. Hallmundur var hér á dögunum að yfirfara hinn nýja kirkjusaungs- bókarviðbætir séra Bjarna Þorsteins- sonar. Sá hann þar ýmsar breyt- ingar, er gerðar höfðu verið írá því er hann hafði lært fyrir mörgum ár- um, og þótti það ekki til batnaðar. Meðal annars lítur hann yfir lag Sveinbjarnar: Ó, Guð vors lands, þá segir hann: Eru fingraförin hans fleiri en gott er mátið. Og gjarnan hefði Ó, Guð vors lands getað ósnert látið. — Rækals flónið þetta. Hérmeð banna eg öllum að gefa út „Eld,- rit“ eftir Markús Loftsson bónda í Hjörleifshöfða. p. t. Eyrarbakka 28/i0. 12 Skúli Markússon frá Hjörleifshöfða. Lyklakippa með 6 lyklum fundin í Oddgeirshólum. Eigandi vitji þangað. Kaupendur Suðurlands eru vinsamlegast beðnir að gera sitt til að utvega nýja kaupendur að blað- inu, og nota þá pöntunarseðilinn á öftustu síðu. 38 síðan þessi orð í staðinn: „Heimurinn lítur á verkin, guð litur á hjartalagið. Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dæmdir". Nokkkrum dögum siðar kom Halling með tveim vinum sínum í kirkjugarðinn og ætlaði að sýna þeim grafskriftina, og var hann allhróðugur yfir fyndni sinni. En honum brá í brún ei' honum varð litið á krossmarkið og las það sem á þvi stóð. Hann fékk engu orði upp komið en fölnaði upp og hné niður meðvitundundarlaus. Harin var borinn heim og lagðist fárveikur og lá lengi, en komst þó loks aftur á fætur, en þá var hann orðinn allur annar maður. Öllum hinum gömlu ókostum hans var eins og sópað burtu. Nú vildi hann öllum gott gera, og varð brátt hvers manns hugljúfi; lagði hann nú alt kapp á að bæta fyrir fyrri gerðir sínar og ávann sér blátt ást og virðingu allra. Bæði hann sjálfur og sveitungar hans urðu Láka þakklátir fyrir að hann hafði orðið orsök þessarar gagn- gerðu breytingar á skapferli Hallings. Lífsgleðin og léttlyndið, sem Láki hafði fengið að vöggugjöf, fylgdi honum fram á grafarbakkann, og það bókstaflega. Hann hafði altaf brosað við lífinu, á hverju sem gekk, og ekki látið neitt raska jafnvægi skapsmuna sinna. Og með sama glaðlyndinu horfðist hann í augu við sjálfan dauðann, þegar að því kom að hann skykli kveðja heim þennan. Hann kom sem sé einu sinni á fögru laugardags- kvöldi labbandi í hægðum sínum inn í kirkjugarðinn og settist þar á leiði. „Hvernig liður þér, Láki góður? Gengur nokkuð að þér? spurði kirkjuvörðurínn. „Nei, það gengur svo sem ekkert að mér, mér líður ágætlega", svaraði Láki, „eg finn það nú á mér, mér til mikillar gleði, að eg á nú skaint eftir ólifað, og því gekk eg hingað. Graf þú nú gröf handa mér og jarðaðu mig svo á morgun. Það er óþarfi að safna hingað syrgjandi fólki, eg hefi alla míua æfi haft óbeit á votum augum og súrum svip. Glaður hefi eg lifað og glaður vil eg deyja. Vertu sæll kirkjuvörður góður, guð blessi þig og alla menn“. Þetta voru síðustu orð Láka, hann hallaði sér útaf og horfði brosandi móti hinstu geislum kvöldsólarinnar, og með bros á vörun- um sofnaði hann svefuinum langa — í draumljiifri værð sænskrar sumarnætur. 35 það ekki skap hans. — Alt í einu hýrnaði yfir honum — hann hafði komið auga á fulla körfu af kjöti og brauði og íulla brennivínsílösku hjá á lokinu á einu kerinu. Fessi uppgötvun hresti fljótt hug hans. Hann þreií körfuna og tók til matar, og nú fór honum að lítast betur á allar horfur; hann átti von á 50 dölum, og svo skyldi hann engu að síður klekkja á Láka seiuna og hafa þá votta við. Hann skyldi leika á þrjótinn. Hann beið nú rólegur, át í ergi og grið og tók sér við og við ósvikinn teig úr flöskunni. Varð hann nú glaðari í skapi, hló og söng og réð sér varla fyrir kæti. En þessi gleði hans fékk skjótan enda. Láki kom nú aftur, peningalaus, en með tvo knálega fylgdarmenn. Sýslumaður varð hvumsa við. Hann starði á komumenn og hárin risu á höfði hans. Láki hló með sjálfum sér og tók nú til orða. „Hvað í allra krafta nafni er það sem sýslumaðurinn hefst að ? Er sem mér sýnist? Situr hann hér og bruggar brennivín? Og sjái eg rétt, er varan sú sæmilega sterk. Þetta er meir en mér gat til hugar komið. Mig hefir reyndar lengi grunað að leynibrugg- un færi fram hér í skóginum einhversstaðar, en aldrei datt mér í hug að það væri sjálfur sýslumaðurinn sem væri bruggarinn og ætti alt saman. Það eru sorglegir tímar þetta, því þegar því er svona varið með hið græna tréð, hvað mun þá um hið visna. Samt sem áður er það gott að maðurinn er staðinn að verki. í nafni hans hátignar, konungsins og ríkisins legg eg löghald á alt dótið. Þetta skal kosta þig bæði embætti og álit, bölvaður bændakvalarinn." Sýslumaður varð hamslaus af reiði; hann stökk upp og rumdi eins og særður björn. Allhörð orðasenna varð nú á milli þeirra; sýslumaður hélt því fram að Láki ætti áhöldin og það væri hann sem væri hinn seki, en Láki var sakleysið sjálft og lék hlutverk sitt svo vel, að fylgdar- menn hans grunaði ekki hið minsta en trúðu honum fyllilega. Sýslumaður fann að hann var yfirunninn ; hann varð að biðja þá vægðar og biðja þá með góðu að láta þetta ekki fara lengra. Láki slapp úr öllum vanda og fékst aldrei siðan við brennivínsgerð eða neitt það, er lög ekki leyfðu. En sýslumaður varð ver úti, hann var allur meiddur og marinn eftir hlaupin á eftir svínunum og gramur yfir óförunum, hann var lengi að ná sér, en hann haíði

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.