Valurinn


Valurinn - 14.11.1906, Blaðsíða 2

Valurinn - 14.11.1906, Blaðsíða 2
56 VALURINN. 15. tbl. + Yalurinn | — yikublað — kemur út á Isa- I firði. * Ritstjón og eigandi: r Jónas Guðlaugsson. ■[ Meðritstjóri: Guðm. Guðmundsson ; caud. philos. » Kostar innanlands 3,00, utan- ^ lands 4,00. — Greiðist fyrir 31. f Des. ár hvert. L TJtanáskrift til blaðsins: Ritstjóri „Valsins,‘v J ísafirði. ( höfura átt að venjast, eins eru lýs. ingar hans hugsjónaríkari, dýpri og betur málaðar en hjá flestum íslenzkum skáldum. Það er eins og alt verði lifandi, og sami list' biærinn, sama hugsunin hvílir yflr þeim öllum — tyúin á lífið. Það er alveruhjartað, sem slær á bak við hvern drátt. Stjarnan verður „geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta," ogfossinn hrikalegi í gljúfrunum verður „straumur auðs við eyðibakkann svarta," 0. s. frv. . Hveisu lifandi eru lýsingar sem þessar, í kvæðinu „Jjágnættisi landinu til jafn mikils tjóns ogV est- fjörðum. Og fái allir Vestfirðirnir samband, dugar ekki að skilja Patreksfjörð eftir, þann fjörðinn, sem næst ísafirði þarf sjálfsagt mest á sambandinu að halda. Þingið verður að spara reiturn- ar og þegar það leggur í óhjá- kvæmilegan kostnað, verður það að gera það á hagsýnan hátt, svo landinu megi gagn að verða, þá fyrst er von um að eitthvað fáist upp í kostnaðinn — en annars er miklu fé sama sem kastað í sjóinn. (Framh.) Bókmentir. Uafblik. Kvæði og söngvar eftir Einar Benedikts- b 0 n. Rvík. Kostnaðarmað- ur Sigurður Kristjánsson. — 1906. 184 bls. 8VO+VIII. (Frh.) Einar Benediktsson er mestur hugsjónamaður allraíslenzkra skálda. Hann trúir á lífi&J það góða og göfuga í mannsálinni, og fyrir honum er lífið með starfsem' inni og framsókninni þuð æðsta og bezta. Þegar hann t. d. yrkir um land sitt og þjóð, þá er það lífið með starfsemi sinni, vinnu og verk' legum og andlegum framförum, sem hann málar, og hann bregður hugsjónablæju yfir það daglega, sem öðrum skáldum verður sjald- an að yrkisefni «g þykir myrkt og grátt — það verður bjart og tindrandi og eftirsóknai-vert hjá Einari. Sérkennilegt íyrir Einar, þegar hann málar framtíðina fyrir löndum sínum eru t. d. orð eins og þessi: „En i framtíð, framtíð raðast fólksrík héraðslönd. Vélar stynja, stíflur hlaðast, stál slær bergsins rönd. Auðvald bænda af oss heggur eyðidrungans bönd, sveig af rækt um landið leggur, lífgar dauðans strönd." Hér er engin værðardöf, — enginn rómantískur sæludrautnur, það er hinu starfandi, vakandi, hversdagslífi, sem er lýst. Ætt> jarðarljóð Einars eru öll þrungin af þessum grunntóni og sum þeirra eins og „Aldamótaljóð" og „Hauga' eldur," eru með því fegursta, sem íslenzkar bókmentir eiga. sól“ : „Á unnar varir eldveig dreypist, um axlir hæðar skariat steypist. Alt logar, skín í himins hyr og heimsró — sem í Edenslundi. Bað er sem hafið hvíli á sundi og himnavagninn standi kyr, svo allir Ijóssins sveigar sveipast í sigurport um kveldsins dyr.“ j Eða í kvajðinu „Nótt“: „Fyrir ströndum æðir hafsins andi, uppreist þreytir móti ’sjálfs sín veldi; brimgrön teygir hátt að hamri’ og sandi, hvæsir köldum neistum djúps af eldi. Dauður gaddur grúfir yfir landi; gleiblá skykkja $jalls um öxl sig vefur. Eins og hreiður hrafnsins bringu undir hvíla ínóttog myrkri visaar grundir. Dalur fast í faðmi heiða sefur". Ilða hin snildarlega lýsing við Trasimenus, þar sem Hannibal barðist, í kvæðinu „Skýjafar": Djúpsynt tungl í myrkum mökk vum marvað treður stjörnusals. Ýmist dyín í uppheims rökkvum, eins og lif í kesti vals, eða í svifting skýjum skiftir, skygnist fram og grímu lyftir, bleikt sem höfuð — Hasdrúbals. Svona gæti maður haldið áfram að telja upp snildarlýsi ngar í mörgum bléðurn, en óg verð að láta hér við sitja, en finn þó um leið sárt til þess, að rúmið er alt of lítið til að taka það alt fram, sem fram þyrfti að taka um Einar BenediktS' son, sem skáld fyrir íslenzka les- endur. Ljóð hans fela í sér auð þroskaðrar og mentaðrar sálar, sem þekkir krafta sína og köllun, og hníga eins og fullþroskaðir ávextir af trénu. Hjá honum eru hvorki hugsanirnar eða tilfinningarnar ó- skapnaður, sem hann getur ekki fest hönd á, eins og oft vill verða, heldur skírar og skiptar í reglu- lega flokka eða heildir, og kiæddar i þann búning, sem við á. Það er satt, sem hann segir sjálfur: „En nú er minn hugur þó heill og frjáls, ég hlusta, þá náttúran þegir. Ég veit hvað stenzt eyðingu axar og báls. Minn andi er vaknaður til sín sjálfs og vængirnir vaxnir og fieygir." Getsökum mótmælt. Eins og Einar bregður blæju hugsjónanna yfir hið hversdagslega og sýnir það í bjartara ijósi en vér í brunaleiðara i »Vestra< 10. þ. m. telur Jón verzlunarstj. Laxdai tíðar brennur hjá smákaupmönn- um aðalorsök til þess, að bruna- trý^gingargjöldin hækkuðu svo gífurlega í haust, og bendir á, að setja þannig lagaða varúðar- reglú, að sú stétt sjái sér ekki framvegis hag í því að kveikja í. I svipinn man ég eftir þessum brunum á síðustu árum: Akureyrar (fyrri), Ilúsavíkur, Glasgow, Félagsbakarís, Melgraseyrar (tveir), Edinborgar (Sjávarborg), Borgar, Jóh. Péturssonar, Ragúels A. Bjarnasonar. Bjarna Bárðarsonar, Iðunnar, Hellnasands J. Laxdals, Nelsons, Tang & Söns. Af þessum brunum hefir að- eins einn orðið hjá smákaupmanni (Jóh. Pét.) og hefi ég al lrei heyrt neinn mann leiða getur að þvi, að þar hafi verið kveikt í, og vist er, að hann hafði ekki vátrygt viðbót við hús sitt og að sumt af lausafé hans og alt lausafé tengdasonar hans þar í húsinu var óvátrygt. Hinum fagra og göfugmannlega vitnisburði Laxdals til stéttar- bræðra hans er því óhætt að mótmæla sem staðlausum, því ekki munu húsbændur hans smáir í hans augum. Einn af þeim snuín. Bókalesturi þær séu miður hæfar handa þeim, sem náð hafa fyllri þroska og lífsfestu, eða raissi gildi sitt fyrir efnisins sakir. Ekki eru leiðinlegu bækurnar hótinu betri en þær hættulegu. Það er hörmuleg hjátrú, sem veldur því, að menn ósjáífrátt bera nokkurs konar lotningu fyrir alvörugefni og lærdómi, sem er þreytandi. Leiðinlegrit fæla menn frá því, að afla sér þekkingar. Sagnfræðirit t. d. eru oft ótta- lega leiðinleg. Menn halda áfram að lesa þau með sjálfssigrun, af þvf þeir telja það nokkurs konar skylduverk. Eyð þúhvorkitíma þínum né kroftum við það skræl- þurra, nema því að eins, að þú leitir þjer fróðleiks sem sérmenta- maður! Brjót þú ekki tennur þínar á þeitn steinum. Saga getur verið og á að vera skemtilegust allra fræðigreina. Ég lít svo á, að það sé enn skemtilegra að fá þekkingu á þeim mönnum, sem áreiðanlega hafa verið til, heldur en þeim, sem fæddir eru í heila höfundanna, þó að þeir séu gjörðir eftir lirandi fy rirmyndum.En sagna- ritararnir taka einatt starf sitt ekki sérlega nærri sér. — þeir lýsa mönnum utangarna, án þess, að hafa gjört sér far um, að móta mynd þeirra í huga sér fyrst. Frh. / -----“íx>JSSch>»------ Eleonora. Eftir Edgar Allan Poe. , (Niðurl.) eftir Dr. Georg Brandes. (Framh.) Auðvitað er því ekki haldið fram með þessu, að ekki sé til aragrúi af bókarusli, sem tíma- eyðsla ein væri að lesa. Oft er réttilega varað við hættulegum bókum og stundum er það sann- nefni á þeim. En ekki eru þær bækur elnar hættulegar, sem kitla og æsa holdsfýsmr ungra lesenda eða leiða þá til léttúðar og dáð- leysis, heldur einnig þær, sem lýsa því auvirðilega og lága sem að- dáanlegu, auka og útbreiða hleypi- dóma eða vekja óbeit og hatur á frjálslyndi^ og frolsisþrá. Gágnsemi og skaðsemi, hætta og hættuleysi eru þar á ofan við- miðuð hugtök. Það er ekki mjög mikil áhætta að fá 8 — 10 ára gömlu barni bækur í hendur, þó þar sé barnalega lýst manneðlinu og þar af leiðandi ekki als kostar rétt, (eins og t. d. skáldsögur Ingemanns sem bygðar eru á sögu- legum grundvelli); en áhrif þeirra á eldri börn geta hæglega orðið óheppileg. Svomáaðorðikomast, að bækur, sem ekkert gagn gjöra fullorðnum, geti mjög vel veitt börnum skemtun og gagn. Aftur á móti er til fjöldi bóka, sem lýsir ýmsu háttalagi, löstum, bágbroti milli ástríðu og skyldu, án þess, þær séu ritaðar til siðspillingar; \ væri fráleitt að fá þær óþroskuðum unglingum í hendur, án þess að En Eleonora hélt heit sitt. Mér fanst loftið í dalnum þrungið ilm1 sætri angan og andblæ frá heigum stöðum. Ogi kveldblærinn baí til mín viðkvæmu andvörpin hennar um dagana löngu, þegar einveran lá á mér eins og marfröð og hjart' slátfurinn kvaldi mig. Hljóð, sem ég gat ekki vel greint, lá í loftinu urohverfis mig, og einu sinni — að eins einu sinni — vaknaði ég úr fasta svefni við það, að ósýnilegar varir þrýstu kossi á varir mér. Ekkert gat fylt upp tómið í hjarta mínu; ég andvarpaði eftir ástinni, sem áður hafði búið í því. Loksins varð dvölin í dalnum mér óbær; ég hvarf þaðan burt og henti mér út i hringiðu veraldarinnar. Eg set.tist að í erlendii borg, þar sem alt hefði átt, að geta komið mér til þess að gle.yma drauminum ■ fagra, sem mig dreymdi í Unaðar- dal. Eg varð hugfanginn og hrif- inn af hirðskiautinu, vopnabrak' inu og tálfegurð meyjanna. En í sál minni rauf ég ekki loforð mitt, og andvörp Eleonoru titruðu fyrír eyrum mér um andvökunæturnar. Alt í einu hætti ég að verða þeirra var, — það rökkvaði um- hverfis mig og skjálfandi stóð ég augliti til auglitis við tærandi hugsanir og hiæðilegar freistingar, sem ég var umkringdur af. Úr fjarlægu, afarfjariægu landi kom ung stúlka forkunnar fögur

x

Valurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valurinn
https://timarit.is/publication/214

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.