Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.12.1931, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.12.1931, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Rödd Erlings. Pegar Síldareinkasala fsiands var stofnsett, varð Erlingur Friðjónsson formaður útflutningsnefndar þeirrar, sem lögum samkvæmt var skipuð til þess að fara með síldarsðlumálin. f þvi sæti sat hann, sællar minningar, þar til honum var spark- að á miðju síðasta starfsári (samt ekki fyrir ötula starfsemi í þágu verkalýðsins eins og E. Olgeirssyni) og í hans stað settur bóndi ofan úr sveit. Fáir munu trúaðir á, að sá við- burður hafi haft afgerandi áhrif á starfshætti útflutningsnefndarinnar siðari hluta þessa árs og að það hafi verið búið að leggja grund- völlinn undir axarskaftasmíði hennar I síldarmálunum, áður en E. Frið- jónsson yfirgaf starf sitt, sem út- flutningsnefndarformaður, enda hef- ir hvergi sést, frá þeim tfma, neinar óánægjuyfirlýsingar frá honum með samstarf hans við fulltrúa stórút- gerðarmannanna í útflutningsnefnd- inni, heldur þvertámóti flutti hann ákveðna vörn fyrir ákvarðanir hennar í einkamálgagni sínu, og gerði alt til þess að svfvirða þá, sem bentu á hvert hann og samstarfsmenn hans, f Síldareinkasölunni, voru að leiða hana. En eftir að honum hafði verið sparkað, kvað við annan tón og síðan hefir rödd hans hljómað Og málgagn hans blaðrað um hrak- föll Sildareinkasölunnar og kvik- syndið, sem hann var búinn að leggja hönd að steypa henni í, en aldrei hefir heyrst frá honum nokkurt orð um það hverjar kröfur verkalýður- inn eigi að gera til Síldareinkasölunn- ar, honum til hagsbóta og léttis i lífs- baráttunni. sjúkra lítilmenna, sem skyrrast ekki við að gera bandalag við andstæð- ingana, þégar eitthvað gengur á móti þeim eða fylgifiskum þeirra. Erlingur Friðjónsson ætlaði Hall- dóri bróðir sfnum sæti í niðurjöfn- unarnefnd bæjarins. Svívirðingaaustrinum um kommún- istana hefir haldið áfram, fyrir kröfur þeirra, fyrir hönd verkalýðsins til Síldareihkasölunnar. Pegar komm- únistar báru fram krðfuna um 640 kr. lágmarkstryggingu fyrir sjómenn á síldveiðum s.l. sumar, hóf E. F. & Co. upp raust sína og kvað það niður, sem óframkvæmanlegt óg er krafan um 5 kr. viðbótargreiðslu til sjómanna út á hverja fersksíldar- tunnu, kom fram, þótti hún ekki frambærileg og þannig mætti lengi telja. Allar þær kröfur, sem að ein- hverju leyti hafa skert rétt eða pyngju auðmannaklíkunnar hefir E. F. & Co. fordæmt, og hafa krat- arnir i þvi sýnt hæfileika sinn og vilja til þess að vernda, i lengstu lög, hagsmuni yfirstéttarinnar gegn rétti verkalýðsins. Petta er forsaga E. F. & Co. í Sfldareinkasölumálunum. Siðari þátturinn hefst á því, er kratarnir ná meirihlutavaldi i stjórn Sfldareinkasölunnar með kosning- unni á fulltrúafund hennar, sem haldinn er i Reykjavík þessa dagana. Pegar hér er komið málunum, finst E. F. >praktiskt« að viða að sér stuðningi verkalýðsins og fá hann til að samþykkje krðfur til Slldareinkasölunnar. En kröfur þess- ar eru ekki þær sðmu og komm- únistarnir hafa borið fram fyrir hönd verkalýðsins og hafa víða verið sam- þyktar á almennum verklýðsfundum. Pær krðfur géngu of langt að dómi E. F. Kröfurnar, sem E. F. ber fram eru ólikt mildari og betur fallnar til að forða árekstrum á hærri stöðum, enda fara þær ekki fram á neitt, sem viðkemur rekstri Sfldar- einkasölunnar á komandi ári og er það óneitanlega hyggilega að verið, ef kratarnir skyldu fara með stjórn hennar í framtíðinni. Tillögur þær, sem E. F, lagði fyrir futld i Verkamannafélagi Ak- ureyrar og birtar voru í blaði hans 28. nóv. s.I. eru spegiimynd af þeim vetlingatökum, sem munu verða á stjórn Sildareinkasðlunnar er þeir hafa tekið völdin þar f sínar hendur. Nú fyrst kemur Erlingur Frið- jónsson fram með kröfuna um við- bótargreiðslu til sjómanna og smá- bátaeigenda og vill hann að sú greiðsla sitji fyrir greiðslum til stór- útgérðarmanna, en hann virðist loka augunum viljandi fyrir þvf, að Síld- areinkasaian getur ekki greitt al sjálfs- dáðum einn eyri I viðbót út á sildina. Má það teljast gott ef hún getur selt þá síld, sem nú liggur óseld fyrir svo hátt verð, að andvirði hénnar hrökkvi til að greiða aðkallandi skuldir hennar. Kommúnistarnir bentu á þessa hættu og samþyktu sjómenn víða um land áskorun til Alþýðusam- bandsins um, að hefta útflutning síldarinnar, nema andvirði hennar gengi til að greiða sjómönnum út hlut þeirra. Kratarnir skeltu skoll- eyrum við þessari kröfu sjómann- anna eins og áður er sagt og af- leiðingin er því sú, að andvirði síldar- arinnar hefir farið til að greiða skuldir Einkasölunnar við útlenda stórbrask- ara, sem hafa selt henni sviknar tunnur og svikið salt (sbr. ummæli E. F. í Alþm.) en hér heima svelta sjómennirnir fyrír þessar aðgjörðir. í kröfum þeim til Sildareinkasöl- unnar, sem birtar voru i síðasta blaði Verkamannsins, var gengið út frá þessari staðreynd og þvi krafist, að sfldartollurinn, sem enn er ógreiddur, gengi til sjó- mannanna og svo viðbótargreiðsla úr rfkissjóði, sem næmi þvf, að alls yrðu greiddar 7 kr. fyrir hverja tunnu fersksildar. E. F. telur sjómennina sæmda af 5 kr. Önnur og þriðja tillaga hans fjallar um axarsköft Einkasölustjórn- arinnar á liðna tímanum, enffjórðu tillögunni er minst á framtiðina og er kjarninn í fyrsta lið hennar sá, að Einkasalan hlutist til um, að verkalýðurinn fái greitt »meira og fyr út á síldina en verið hefir«. Ekki að verkalýðnum sé Strax greidd- ur mestur hluti andvirðis sildarinnar, jafnóðum og hún veiðist, eins og öll sanngirni mælir með, þvf verka- lýðurinn polir ekki að bfða heilt ár eftir að fá fullnaðargreiðslu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.