Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 01.12.1931, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 01.12.1931, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 Einnig3já væntanleg útfiutnings- nefnd >að hlutast til um«, að greitt verði f rfkissjóðinn ílh°lo af verði sfldarinnar þótt vitanlegt sé, að sjómenn fái ekkert greitt í viðbót. Rikiskassann hafa. kratarnir jafnan hugsað vel um. Krafan um, að útflutningsgjald af síldinni verði 1 lh°lo af verði hennar, hefir legið fyrir Alþingi, sem laga- frumvarp og er næsta ólíklegt annað, en það verði samþykt á næsta þingi. Pá á Einkasalan >að hlutast til um< að sem allra mest verði saltað hér á Akureyri og Jðtunheimum næsta sumar. Pað er að vísu gott og blessað fyrir þá sem á þessum stöðum búa, en það er vfðar verkalýður en þar og minki sðltun mikið, frá þvf sem var i sumar, eins og E. F. er pegar farinn að boða, þá verður fróðlegt að vita hvar söltunin verður dregin sama, svo hægt verði að auka hana hér og f grend og svo þegar E. F. fer að efna loforð sín við smábáta- útgerðarmenn, um að þeir skuli fá að salta heima hjá sér, versnar út- litið fyrir honum. Kratarnir hafa munað eftir >bjargvættinum á innri hafnarbryggjunni*, sem þeir voru að guma af í sumar, en það er ekki Ifklegt að verkalýðurinn taki oftar með þökkum á móti slikum >bjarg- vættum«. Hér í blaðinu var borin fram sú krafa, til Síldareinkasölunnar, að hún fengi verkalýðnum í hendur alla síldarsöltun til þess að fyrirbyggja starfsemi ,'og kaupkúgun einstakra saltenda, >bjargvættanna«, sem krat- arnir kalla. Að siðustu á svo útflutningsnefnd Einkasölunnar >að hlutast til um< að allar síldartunnur séu smiðaðar f landinu og efni þeirra valið og smíðið vandað meirenverið hefir!! A kaupgjaldið er ekki minst. E. F. hefir ekki talið það með hagsmunum verkalýðsins, að greitt yrði taxtakaup við smíðina, eins og krafist var hér f blaðinu. Hann hefir valið sér það hlutverk að gaeta hags- muna atvinnurekendannagegn verka- lýðnum f þvf máli, eins og sést á tillögu hans i Verkamannafélaginu um að kaupið skyldi vera 90 aura á tímann f vetur við tunnusmíðina. Hvers er þá að vænta af honum í framtíóinni. Það hefir verið bent á það hér f blaðinu, að verkalýðurinn eigi að krefjast þess, að kratarnir E. F. & Co. taki völdin i Síldareinkasölunni i sínar hendur, þegar þeim hefir borist þau svo óvænt. En verka- lýðnum hefir jafnframt verið bent á hverjar kröfur hann eigi að gera til þessarar nýju stjórnar Einkasðl- unnar, sem samanstendur af þeim, sem kalla sig >verklýðsforingja« og sjá hve miklu þeir vilja koma í framkvæmd af þeim. E. F. hefir f blaði sínu svarað þvf að nokkru, þar sem hann dæmir kröfurnar sem birtar voru hér í blaðinu >þýðingarlausar«. Skal hann ekki véfengdur um það. Hann veit manna best hve þýðingarlaust það er og hefir verið, að bera fram kröfur til kratanna, sem varða hags- muna- og réttindamál verkalýðsins nokkru og ekki sfst, þegar hags- munir atvinnurekendanna eru ann- arsvegar, enda sýna tillögur E. F., sem sagt hefir verið frá hér að framan, hvað hann og flokksmenn hans ætla sér að gera f Einkasöl- unni, til hagsbóta fyrir verkalýðinn, en greinilegast kemur það þó fram i greininni í Aiþýðumanninum þar sem tillögurnar eru birtar, því þar segir um kröfur þær, sem komm- únistar báru fram á fundi í Verka- mannafélagi Akureyrar, að þær hafi farið >í sömu átt og tillögur þær, sem birtar voru f síðasta blaði Verkamannsins, en voru- þó teknar út úr forsendum þeirra mestu vit- leysurnar, eins og sú, að Einkasöl- una skuli nota sem vopn á móti útgerðarmönnunrw. Hér í blaðinu var þvf haldið fram að i >stað þess að hrópa niður með Sfldareinkasöluna eiga sjómenn og aðrir þeir, sem vinna við síldarútveg- inn að kreljast pess að krafaforingjarnir haldi völdunum i Einkasölunni og lað peir noti pau óvægilega gegn auðmannakiikunni og einstökum bröskurum, sem mest hala arðrænt verkalýðinn*. Innilegt þakklæti til allra, sem auðsýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarfðrFriðriks Sæmunds- sonar, Höfða í Glerárþorpi. Kona og aðstandendur. Erlingur Friðjónsson, ábyrgðar- maður >Alþýðumannsins«, hefir undanfarið átt í nokkrum brösum við ýmsa góðkunningja sfna, út af varhugaverðri meðferð heimilda i skrifum sinum, og jafnvel hlotið á- sakanir fyrir >óheiðar!egan mála- flutning< og >ritfals«. Ekki verður séð, að ábyrgðar- maðurinn haf lært af þessum ákær- um að vanda sig í þessu efni, þvf i blaði hans 28. nóv. s. !., þar sem talað er um afgreiðslu Sildareinka- sölumálsins á fundi Verkamanna- félags Akureyrar, er mjög ranglega getið þeirra tillagna er kommúnist- ar báru fram, og fundurinn sam- þykti. Ennfremur er kveðinn upp yfir tillögunum algerlega órökstudd- ur sleggjudómur þess efnis að þær séu >allar þýðingarlausar«. Ummæli blaðsins um tillögurnar eru þannig að þær hafi farið í sömu átt og tillögur, sem birtar voru í >Verkam.« 24. nóv. >en þó teknar út úr fors- Petta kallar Eriingur Friðjónsson >mestu vitleysurnar* og færir það jafnframt til síns máls. Þessar >forsendur< eru aðalkjarn- inn f kröfum þeim, sem verkalýð- urinn á að gera til Einkasölustjórn- arinnar og ef að ekki er starfað eftir þeim, þá fara kratarnir ekki með völdin til hagsbóta fyrir verka- lýðinn og með framtíðarsigur hans fyrir augum, heldur í náinni sam- vinnu við auðmannaklikuna, með aukið arðrán verkalýðsins fyrir augum.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.