Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.04.1943, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.04.1943, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAM AÐU RIN N Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjórí: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími .466. Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Bjömsson. Blaðið kemur út hvem laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar Grlæsilegup sigup Atburðir síðustu daga í verk- lýðshreyfingunni á Akureyri hafa þurkað út síðasta hreiður sundr- ungarinnar innan alþýðusamtak- anna á íslandi. # Með stofnun Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar er lagður grundvöllurinn að stórfeldri efl ingu faglegu samtakanna á Akur- eyri. Jafnframt því sem leggja verður á það mikla áherslu að fjölga meðlimum Verkamannafé- lagsins, ber einnig að vinda bráðan bug að því að tengja öll faglegu félögin í bænum traustari og nán- ari böndum, og auka á alla lund samstarf þeirra og samvinnu í öll um þeim málum, er varða alþýðu- samtökin. Hin mikla þátttaka í stofnun verkamannafélagsins sýnir greini- lega að verkamenn eru staðráðnir í því að ganga milli bols og höfuðs á sundrungunni í röðum verka- lýðsins á Akureyri. Þeir sýna ein ingarvilja sinn og óbifanlegan ásetning um að sameiningin verði fullkomin, með því að segja sig hópum saman úr því félagi, sem einu sinni bar nafnið Verkalýðsfé- lag Akureyrar, en er nú að leysast upp þessa dagana. Stofnun nýja félagsins er ósegj- anlegt gleðiefni öllum þeim, er unna hinni vinnandi stétt. Stofn- un þess er glæsilegur sigur fyrir lýðræðið. Hún er glæsilegur árang úr af margra ára baráttu sósíalista fyrir algjörri einingu alþýðunnar í faglegu samtökunum. Hún er stórt skref í þá átt að sameina krafta hennar einnig á stjórnmálasviðinu í þeirri hörðu baráttu, sem fram- undan er. Um leið og hún ber vott um aukinn þroska verklýðsstétt- arinnar skapar hún skilyrði fyrir enn meiri þroska og menningu verklýðsstéttarinnar. Aukin mentun alþýðunnar, er það vopn sem mun duga henni hvað best í baráttunni fyrir vemd- un réttinda alþýðunnar og í sókn- inni, sem hún verður óhjákvæmi- lega að heyja gegn afturhaldinu. Verklýðssamtökin í landinu hafa fram að þessu lagt altof litla áherslu á hverskonar fræðslustarf- semi innan verkalýðsfélaganna og á vegum þeirra. Þetta þarf að gjörbreytast. Með algerðri ein ingu verkalýðsins innan Alþýðu sambands íslands eru nú sköpuð hagstæð skilyrði til stórfeldra framfara á þessu sviði. Hið nýstofnaða Verkamannafé- lag Akureyrarkaupstaðar mun (Framh. af 1. síðu). 3. Eftir að inn hafa verið teknir Verkalýðsfélag Akureyrar á næsta fundi þess, þeir innsækjendur, sem að framan greinir, skal stjóm Verkamannafélags Akureyrar gefa skriflega yfirlýsingu um, samkv. i ramlögðu umboði að Verkamanna- iélag Akureyrar sé lagt niður og eignir þess, sjóðir og húseign, skuli ^anga til Verkalýðsfélags Akureyr- ar. Þá skulu afhentir sjóðir Verka- mannafélags Akureyrar og gangi reir til hliðstæðra sjóða Verkalýðs- lælags Akureyrar. 4. Þrír menn úr Verkalýðsfélagi Akureyrar verði með samkomulagi milli aðilja tilnefndir í húsnefnd Verkalýðshússins. Hafi þeir með höndum, ásamt húsnefndarfulltrú- um Verkakvennafélagsins „Eining“ rekstur hússins, þar til þessi tvö fé- lög hafa komið sér saman um að gera aðrar ráðstafanir í því efni. Jafnframt skal þessi húsnefnd gegna hlutverki venjulegrar skilanefndar. Þegar miðstjórn Alþýðusam- bands íslands hefir staðfest lög Verkalýðsfélags Akureyrar með áorðnum breytingum á fylgiskj. no. og staðfest samkomulagið milli Verkalýðsfélags Akureyrar og Verkakvennafélagsins „Eining“ á fylgiskj. nr„ þá á Verklýðsfélag Akureyrar rétt til afsals sem með- eigandi verkakvennafélagsins „Ein- ing“ í efri hæð hússins Strandgötu 7, Akureyri, með þeim réttindum, sem því fylgja, enda taki það að sér veðskuldir og aðrar skuldbinding ar vegna hússins, eftir þeim hlut- föllum, sem áður giltu milli verka- kvennafélagsins „Einingar" og Verkamannafélags Akureyrar. Þeir menn, sem skipuðu síðast stjórn Verkamannafélags Akureyr- ar og húsnefnd af þess hálfu, skulu koma fram gagnvart skilanefnd sem aðilji í stað Verkamannafélags Akureyrar og fara með umboð fyrir hönd meðlima þess, ef málrís út af samningi þessum. Með þessum samningi er ætlast til að bundinn sé endi á undan- gengnar þrætur innan verkalýðs- hreyfingarinnar á Akureyri út af at- riðum þeim, sem hér hefir verið sætst á. Akureyri 1943. SAMNINGUR milli Verkakvennafélagsins „Ein- ing, Akureyri, og Verkalýðsfélags Akureyrar. Við undirritaðar stjórnir Verka- lýðsfélags Akureyrar og verka- kvennafélagsins „Eining“, Akur- eyri, gerum með okkur svofelt sam- komulag: Verkakvennafélagið „Eining“ verði hið lögformlega sambandsfé- lag verkakvenna á Akureyri og hafi með að gera samninga um kaup og kjör verkakvenna á Akureyri. í Verkalýðsfélag Akureyrar hafa kon- ur ekki inntökurétt, en þó er þeim konum, sem eru löglegir meðlimir félagsins' þegar samkomulag þetta er gert, heimilt að vera þar áfram, ef þær óska þess, enda fylgi þær töxtum, samningum og samþyktum ,,Einingar“, að því er snertir kaup og kjör, og hafi þær þá jafnan rétt til vinnu og meðlimir „Einingar1 Saonkomulag þetta er til staðfest- ingar tillögum miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands í þessu efni. Akureyri 1943. Með þessum tillögum sendu full- trúar Alþýðusambandsins eftirfar- andi bréf til stjórnar Verkalýðsfé- lagsins: vissulega kappkosta að taka sinn þátt í starfsemi alþýðusamtakanna bæði á sviði hagsmunamálanna og fræðslumálanna. Hinn glæsilegi sigur, sem verka- menn hafa unnið undanfarna daga í baráttunni gegn sundrungunni og einræðinu mun aðeins upphaf ið að frekari sigrum þeirra fyrir bættum kjörum og aukinni menn ingu alþýðunnar, en hvorttveggja eru homsteinar lýðræðisins. Pt. Akureyri 2. apríl 1943. Félagew! Við undirritaðir fulltrúar Alþýðusam- bands íslands,' sendum ykkur hjálagðar tillögur okkar viðvíkjandi sameiningu verkamanna hér á Akureyri í eitt verka- lýðsfélag. Vitanlegt er, að þar sem raunverulega er um sameiningu tveggja félaga að ræða, eignayfirfærslu og að annað félag- ið sé lagt niður, þá þarf að gera um það lögformlegan samning, og svo einnig um einstök framkvæmdaratriði sameiningar- innar, svo sem: lagabreytingar, inntöku nýrra félaga, skilgreiningu félagslegra réttinda milli félags ykkar og Verka kvennafélagsins „Eining" o. s. frv. Ætlun okkar' er sú, að samkomulag það, sem gert verður, sé í þrennu lagi, eins og meðfylgjandi skjöl bera með sér, en þó á þann hátt, að aðalsamningurinn telst ekki uppfylltur, fyrr en samkomu lag hefir verið undirritað af hálfu ykkar og „Einingar" um skilgreiningu félags- legra réttinda, hjálagðar lagabreytingar verið samþyktar og staðfestar og afsal eigna verið gefið. Við viljum taka það fram, að við telj um tvímælalaust, að fyrir verkalýðssam tökin, ekki aðeins hér á Akureyri heldur og í heild, er besta lausnin á þessum mál- um sú, að fult samkomulag geti náðst, en tími sá, er við getum dvalið hér vegna þessara mála, er takmarkaður, og þetta því okkar síðustu tillögur um sameiningu á þessum grundvelli. Viljum við því eindregið mælast til, að á þeim fundi er Jón Sigurðsson bað um í morgun að haldinn yrði í kvöld, verði teknar til umræðu þessar tillögur okkar og atkvæðagreiðsla fari fram hvort velja skuli eða hafna. Þá viljum við og alvarlega beina þeirri áskorun til ykkar, að halda fund í félag- inu ekki síðar en n. k. sunnudag til þess, ef trúnaðarráð félagsins felst á tillögur okkar, sem við vonum að það geri, að þar verði samkomulagið staðfest, inn- tökubeiðnir afgreiddar, lagabreytingum lýst, og annað það fyrir tekið, sem nánar er tilgreint í samningsuppkastinu. Hinsvegar, ef trúnaðarráðið felst ekki á tillögur okkar, viljum við samt sem áð- ur óska eftir að fundurinn verði haldinn á hinum tiltekna tíma, til þess þá, að fé- lagsfólkið fái sjálft að velja eða hafna sameiningu á grundvelli meðfylgjandi til- lagna, enda mundum við að sjálfsögðu mæta á þeim fundi með málfrelsi og til- lögurétti eins og við höfum heimild til samkvæmt lögum Alþýðusambands ís- lands. Ef ekkert samkomulag fæst á þeim grundvelli er við undanfarið aðallega höfum rætt málin á, viljum við enn á ný bjóða ykkur, t umboði Alþýðusam- bandsins og hinna tveggja félaganna, að sameina félögin á grundvelli þess sem hér segir: Verkalýðsfélag Akureyrar, Verka- mannafélag Akureyrar og verkakvenna- félagið „Eining“ verði sameinuð í eitt nýtt félag, sem yfirtaki eignir allra hinna sameinuðu félaga, enda sé það opið öll- um verkalýð í samræmi við lög Alþýðu- sambands Islands og annara löglegra sambandsfélaga, er bera heitið verka- lýðsfélag“. Við óskum eftir, að þessi tillaga verði einnig rædd og afgreidd með atkvæða- greiðslu í trúnaðarráði, ef hin fyrri nær ekki samþykki. Skriflegt svar við þessu erindi okkar óskum við að fá, ekki seinna en kl. IOV2 11 árd. á morgun. Með félagskveðju. Jón SigurSsson. Jón Rafnsson. Til stjómar Verkalýðsfélags Akureyrar. Formaður Verkalýðsfélagsins, Erlingur Friðjónsson varð ekki við þeirri ósk, að halda trúnaðarráðs- fund að kvöldi 2. apríl, eins og full- trúar Alþýðusambandsins höfðu eindregið farið fram á í bréfinu og einnig í persónulegu viðtali, og ekkert svar hafði borist fyrir kl. 11 árdegis 3. apríl. Auk þessa hafði meiri hluti stjórnar Verkalýðsfé- lagsins algjörlega hundsað skriflega áskorun 33 félagsmanna um að halda félagsfund um málið fimtu- daginn 1. apríl, og þverbrotið með því lög félagsins. Þegar málum var nú svona kom- ið hélt miðstjórn Alþýðusambands- ins fund og samþykti einróma, að senda stjórn Verkalýðsfélags Akur- eyrar svohljóðandi úrslitakosti, síð- degis 3. apríl: ÚRSLITAKOSTIR ALÞÝÐU- SAMBANDSINS. Stjórn Verkalýðsfélags Akureyrar c/o Erlingur Friðjónsson Akureyri. Tilkynnum yður hafi ekki náðst samkomulag um sameiningu Verk- lýðsfélags Akureyrar og Verka- mannafélags Akureyrar fyrir klukk- an 24 í dag 3. apríl er Verklýðsfé- lagi Akureyrar hér með vikið úr Alþýðusambandi íslands og um- boðsmönnum Alþýðusambandsins, Jóni Sigurðssyni og Jóni Rafnssyni fyrirskipað að stofna nýtt sam- bandsfélag verkamanna á Akureyri nú þegar. Afrit af skeyti þessu sent umboðsmönnum Alþýðusambands- ins. I F. h. miðstjómar Alþýðusambands Islands. Guðgeir Jónsson, forseti. Bjöm Bjamason, ritari. Undirskrift staðfestir Lára Einarsdóttir, símastúlka. Þegar formaður Verkalýðsfélags- ins fékk þetta skeyti kallaði hann saman T rúnaðarmannaráðsfund kl. 8.30 að kvöldi sama dags. Eftir langar umræður og harðar börðu Erlingur og Halldór það í gegn, að meirihluti Trúnaðarmannaráðsins samþykti að senda fulltrúum Al-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.