Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.05.1944, Side 3

Verkamaðurinn - 27.05.1944, Side 3
VERKAMAÐURJNN 3 Greinargerð Alþýðusambands Islands í sambandi við lausn vegvinnudeilunnar. Alþýðusambandsstjórnin hefir sent blöðunum eftirfar- andi greinargerð: í sambandi við nýafstaðna deilu um kaup og kjör í vega- og brúargerð skal þetta upplýst: VERKAMAÐURINN Úttefandi: Sóaíalittafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Áinason, Skipagötu 3. — Sími 466. BlaOnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Björnsson. BlaSiS kemur út hvem laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Þjóðaratkvæða- greiðslan. Þjóðaratkvæðagreiðslan um niðurfelling dansk-íslenska sani- bandslagasáttmálann, er um garð gengin. Þjóðin hefir kveðið upp úrskurð sinn. Þó talningu sé enn ekki lokið í öllum kjördæmum, er þó enginn í minsta vafa um úrsíit- in. Vilji þjóðarinnar er næstum því á einn veg. Aðeins örfáir ein- staklingar reyndust svo vesælit og auðvirðilegir, að greiða atkvæði gegn samb’andsslitunum og gegn lýðveldisstofnuninni. í þessu sam- bandi er þó rétt að benda á, að allmargir Danir eru búsettir hér á landi og danskættaðir menn og má gera ráð fyrir, að flestir þeirra hafi verið andvígir fullum skilnaði við Danmörku. Er afstaða þeirra að ýmsu leyti skiljanleg. En öðru máli gegnir um þá ís- lendinga, sem snerust á þessari ör- lagastundu gegn heill og hagsmun- um þjóðar sinnar. Þeir geta með sanni kallast þjóðníðingar. Hér á Akureyri var hópur þessara und- arlegu manna stærri hlutfallslega en í flestum öðrum kjördæmum. Forustumenn þessara ógæfu- manna voru fyrst og fremst leið- togar Alþýðuflokksins hér í bæn- um, en auk þess nokkrir „menta- menn“ við skólastofnanir ríkis og bæjar. Gagnfræðaskólinn hafði þar þó hreinan skjöld, enda er skólastjóri hans manna heilastur í lýðveldismálinu. Kvislingar áttu þar ekki hauk í horni. Öðru máli gegnir um tvo aðra skóla í bæn- um. Mun þjóðin vart gleyma því. Næsta skrefið í sjálfstæðisbar- áttunni er formleg stofnun lýð- veldisins. Það mun verða stigið 17. júní 1944. Það er vilji þjóðar- innar. Og óskir þjóðarinnar í því efni munu rætast. Ekkert afl getur héðan af hindrað það. Andspyrna Kvislinganna gegn því hefir verið kveðin eftirminnilega niður. Nær einróma bíður þjóðin þessa hátið- isdags síns með eftirvæntingu. — Hvarvetna um land er nú hafinn undirbúningur undir hátíðahöldin 17. júní. Þjóðin er staðráðin í því að setja stolt sitt í að hátíðahöldin verði svo glæsileg að birtu beri af um ókomnar aldir. Á þann eina og sanna hátt getur hún að verðleik- um minst Jóns Sigurðssonar og annara bestu foringja sinna á liðn- um tímum í baráttunni fyrir fullu frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. íslendingar! Sameinumst um að gera 17. júní í ár að þeim degi, sem lýsir þjóðinni á ókomnum öldum. Gerum hann að ógleyman- 1. Meginkrafa ríkisstjórnarinnar j iólst í því, að kaupgjaldið yrði óbreytt í neíndri vinnu frá því í fyrra, án tillits til þeirra kjara- breytinga, sem nokkur verkalýðs- félög vor höfðu ýmist fengið með viðurkendum töxtum eða samn- ingum. Þetta þýddi það sama og að brjóta rúður löghelgan rétt nokkurra verkalýðsfélaga til að njóta löglegra kjarasamninga sinna og ýmist þurka méð öllu út eða skerða að mun lögleg félagssvæði þeirra. Auk þessa íékkst með yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar 3. maí sl. fullkomin staðfesting þess, að ríkisstjórnin vildi hvorki viður- kenna 8 stunda vinnudag né 48 stunda vinnuvikuna unna á 5 dög- um, ekki einu sinni á félagssvæð- um hvað þá utan þeirra, á kjara- svæðunum. Það er staðreynd, að ríkisstjórnin vildi þurka út að mestu eða öllu leyti félagssvæði Verklýðsfélagsins „Esju“ í Kjós, Verkamannatélags Raufarhafnar, Verkalýðsfélags Ölfushrepps o. fl. til að lækka kaupið og koma á 10 stunda vinnudegi almennt í vega- og brúargerðinni. 2. Meginkrafa vor strax frá byrjun fór í þá átt, að ríkisstjórnin viðurkendi sarrminga og viður- kenda taxta sambandsfélaga vorra um kaup og kjör, eins og aðrir at- vinnurekendur í landinu. Á þeirri röksemd var bygð meginreglan, sem ríkisstjórnin samdi við oss í fyrra, að því er snertir skiftingu kjarasvæðanna um land alt, en hún íólst í því, að í vega- og brúar- gerðinni gilti kjör þess verkalýðs- félags, sem var starfandi næst þeim stað, innan sömu sýslu, sem vinnan var framkvæmd á. Þessi meginkrata náðist að öllu leyti fram með samningum, sem voru undirritaðir í gær af fulltrúum Al- þýðusambandsins og ríkisstjórnar- innar. Með þessu er fengin af hálíu ríkisins. a) viðurkenning á gildandi kjör- um sambandsfélaga vorra á lögleg- um félagssvæðum. og hinn sjálf- sagði réttur þeirra til að marka skiftingu kjarasvæðanna, og kaup- lækkunarhættum bægt frá, bæði fyrir félagsbundna og ófélags- bundna. b) viðurkenning á 8 stunda vinnudeginum alment i vega- og brúargerð. c) viðurkenrúng á forgangsrétti til vinnu, allra meðlima þeirra verkalýðsfélaga, sem hafa þegar legu tákni frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar, sem ól Jón Sigurðs- son. forgangsréttarákvæðið bundið samningi eða viðurkendum taxta, en slíkt ákvæði er gildandi hjá all- flestum verklýðsfélögum landsins. 3. Alþýðusambandið fór strax fram á 48 stunda vinnuviku á 5 dögum, þar sem meirihluti viðkom- andi verkamanna teldi það henta betur. Þetta er nú bundið samn- ingi og eru hér með taldar allar höfuðkröfur vorar frá byrjun, auk margskonar kjarabóta, sem samn- ingurinn felur í sér. 4. Alþýðusambandið tjáði sig strax á byrjunarstigi samningaum- leitana reiðubúið að ræða og semja um 10 stunda vinnudag á einstökum tilgreindum fjallvegum, ef það þætti betur henta af tækni- legum ástæðum og meirihluti við- komandi verkamanna væri því samþykkur. Þetta var líka fúslega bundið samningi at vorri hálfu á 4 tilgreindum fjallvegum og heið- um. 5. Um kaup og kjör við vita- byggingar var aldrei neinn ágrein- ingur milli aðilja, og hefði hæst- virt ríkisstjórn gefið samþykki sitt við því, að vitamálastjóri undir- skrifaði þetta samkomulag, heíði ekki til neinnar vinnustöðvunar komið við vitabyggingarnar. 6. Um málaferli ríkisstjórnar- innar á hendur oss og hirm frum- lega úrskurð Félagsdóms í málirtu, viljum vér geyma oss athugasemd- ir, en tilfæra hér niðurlag samn- ings vors við ríkisstjórnina frá 18. maí sl., en það er svohljóðandi: >rAðiIjar eru sammála um, að mál það, sem nú er rekið fyrir Fé- lagsdómi skuli, á venjulegan hátt, rekið til enda, enníremur að ekki verði um neinn frekari mál^rekst- ur eða skaðabótakröfur að ræða út af deilunni eða aðgerðum i sam- bandi við hana, og félög eða ein- staklingar verði ekki á nokkurn hátt látrúr gjalda þátttöku sinnar í deilunni, á hvora hlið sem væri“. Alþýðusamband íslands. -------- NÝKOMIÐ Gluggahengsli, Hurðarhengsli, Skrár og handföng, Krossviður o. m. fl. VERZLUNIN L0ND0N Nær og f jær Morgunblaðið hefir verið að streitast við að sannfaera lesendur sína um að Mihailovitsj sé enginn svikari, þó hann hafi oft og tíðum gengið í lið með Þjóð- verjum og barist gegn júgoslavneska þjóðfrelsis hemum undir forustu Tito. Dagur er nú að reyna að feta í fótspor Moggans. Hann hefir fundið sannleik- ann í ameríska íhaldsblaðinu New-York Times. Þetta göfuga blað heldur því fram, að sögn „Dags“, að kenningar Marx um arðrán hafi nú verið gjörsam- lega endurskipulagðar (!) í Sovétríkjun- um og kapitalisminn sé þar nú ekki lengur „afturhaldssöm" heldur „framsæk- in“ stefna. „Þessar síðustu breytingar", segir „Dagur“. „viðurkenna réttmæti fjársöfnunar, reksturshagnaðar, mismun- andi launakjör, — viðurkenna markaðs- verð og í fyrsta sinn — verkanir hag- fræðilegra lögmála, jafnvel innan Rúss- lands sjálfs“. Er það ekki von, að „Dagur" skuli þykjast hafa himininn höndum tekið. — Marxisminn er allt í einu orðinn úreltur hjá Rússum. En meðan vér höfum ekki aðrar heimildir þar um, en „Dag“ og New-York Times, leyfum vér oss að ef- ast um staðhæfingar og skýringar þess- ara ágætu blaða. Og til viðbótar viljum vér leyfa oss að benda „Degi“ á, að f jár- söfnun hefir ekki hingað til verið and- stæð kenningum Marxismans og þar af leiðandi ekki bannfærð í Sovétríkjunum, ekki heldur reksturshagnaður og mis- munandi launakjör, og markaðsverðið ekki heldur né verkanir hagfræðilegra lögmála. I Sovétríkjunum hefir þess- vegna engin ný bylting orðið í þessum efnum. En „Dagur“ má hinsvegar festa sér vel í minni að tilgangslaust ér að safna fé í Sovétríkjunum í því skyni að nota það til að arðræna aðra. Reksturs- hagnaður hefir líka og er vitanlega enn og verður atriði, sem þegnar samvirks þjóðfélags afneita ekki, þar sem öll framleiðslutæki, smiðjur og samyrkjubú eru sairteign þegnanna. En samtímis því að „Dagur“ er að reyna að læða þeirri skoðun inn í vitund lesenda sinna, að Rússar séu að verða fráhverfir Marxismanum og snúa hjólinu í aðra átt, sem „Degi“ er meira að skapi, hefir „Dagur“ fundið annan sannleiks- postula, sem á að hafa birt guðspjall sitt i Trotskyistablaðinu The New Leader og íhaldsblaðinu New-York Times. — Kveður þar við allt annan tón en í hinni greininni í N.-Y. Times, sem „Dagur“ var áður búinn að vitna í. Þessi nýjasti postuli „Dags“ er ekki aldeilis á því að um nýja byltingu sé að ræða í Sovét- ríkjunum né fráhvarf frá fyrri stefnu sovétstjómarinnar. „Rússneska þjóðin verður enn sem fyrr að una hinni ógurlegustu kúgun og harðstjórn. Leynilögreglan rússneska, er hefir þúsundir njósnara í þjónustu sinni, drotnar enn sem fyrr yfir þjóðinni af harðýðgi og grimd, sem er einsdæmi í sögunni.-------------Vonir þser, er rúss- neska þjóðin gerði sér um stjórnarfars- legar og félagslegar umbætur í upphafi þessarar styrjaldar, hafa aðeins reynst tálvonir." („Dagur“ 26. maí 1944). Vér höfum oft heyrt þessa sögu sagða í Mogganum, Vísi og Alþýðublaðinu og (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.