Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.05.1944, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 27.05.1944, Blaðsíða 4
4 VEUAMA&UBmm Yflrlýsing. Að gefnu tilefni vill Lýð- veldiskosninganefnd Akureyr- ar lýsa yfir því, að orðrómur um, að Sigurður Guðmunds- son skólameistari og Snorri Sigfússon skólastjóri hafi neit- að tilmælum nefndarinnar um að draga fána að hún á skólum þeim, er þeir veita forstöðu, laugardaginn 20. þ. m., hefir ekki við rök að styðjast. Sigurður Guðmunds- son lét draga fána að húrt þeg- ar er hann fékk tilmæli um það, en til Snorra Sigfússonar náðist ekki fyrr en flaggað hafði verið á skóla hans, að til- hlutun nefndarinnar, og féllst hann þá þegar á þá ráðstöfun. Akureyri 22. maí. Akureyramefnd * lýðveldiskósninganna. Tilkynning frá viðskiptaráðuneytina Að gefnu tilefni vill ráðuneytið beina því til verzlana í þeim hluta landsins, þar sem samgöngur geta teppzt af völdum haf- íss, að gera í sumar ráðstafanir til þess að hafa undir veturinn nægar birgðir skömmtunarvara og annarra nauðsynjavara, sem sæmilegur forði er af í landinu. Jafnframt vill ráðuneytið minna á, að hreppsnefndum í þeim hreppum, sem í erfiðleikum eiga um aððdrætti, hefir undanfar- ið, ef ósk hefir borizt um það, verið leyft að úthluta skömmtun- arvörum að haustinu til 6 eða 8 mánaða, eftir því sem á stendur. Þessi heimild helzt að sjálfsögðu framvegis og er rétt, að þær sveitastjórnir, sem óska að nota hana næsta haust, snúi sér sem fyrst, og eigi síðar en 1. september næstk. til skömmtunarskrif- stofu ríkisins varðandi þetta atriði. Viðskiptamálaráðuneytið, 23. maí 1944. AÐALFUNDUR FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H.F., verður haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykja- vík miðvikudaginn 31. maí næstk., kl. 2 e. h. D A G S K R Á: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. KAUP VERKAMANNA í JÚNÍ. Dagv. Eftirv. N & Hdv. Almenn vinna .............................. 6.05 9.07 12.10 Skipavinna................................. 6.64 9.96 13.28 Kola-, salt-, sements- og grjótvinna....... 7.29 10.94 14.58 Stúfun á síld.............................. 8.10 12.15 16.20 Kaup díxilmanna og hampþéttara ............ 6.89 10.34 13.77 Lmpun á kolum í skipi og katlavinna...... 11.85 17.79 23.70 Kaup drengja 14—16 ára .................... 3.94 5.91 7.88 Mánaðarkaup í júní 1291.95. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. Frá SjómannadegiDom | Ákveðið er að keppni í eftirtöldum íþróttum fari | | fram á Sjómannadaginn, 4. júní 1944. I 1. Kappróður: Þátttaka heimil stéttarfélögum sjó- § manna, einstökum skipshöfnum og ,,nótabrúk- | g unum“. | 2. Stakkasund: Þátttaka heimilöllumsjómönnum. | 5 3. Reipdráttur: Þátttaka heimil stéttarfélögum | | sjómanna. | | 4. Knattspyrna: Þátttaka heimil stéttarfélögum I sjómanna. | Þess er fastlega vænzt að félög og einstaklingar | Í tilkynni þátttöku sína hið allra fyrsta. 1 SJÓMANNADAGSRÁÐ AKUREYRAR. I WKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHW Dráttarverksmiðjumar miklu í Stalingrad taka til starfa í næsta mánuði. Fregnir herma, að dráttarvéla- verksmiðjurnar miklu í Stalingrad muni taka til starfa um miðjan næsta mánuð, en síðan nazistaher- imir voru hraktir þaðan hefir ver- ið unnið að því í 18 mánuði að byggja verksmiðjumar á ný og þessu risaverki er nú senn lokið. KARLAKÓRARNIR (Framhald af 1. síðu). söngstjóri Þorst. Jónsson, Karla- kór Reykdæla, söngstjóri Páll H. Jónsson, „Þrymur“, Húsavík, söng- stjóri sr. Friðrik A. Friðriksson, Karlakór Reykhverfinga, söngstj. Sigurjón Pétursson, „Geysir“, söngstjóri Ingimundur Árnason og Karlakór Akureyrar, söngstjóri Áskell Jónsson. — Halda kórarnir 5 samsöngva á 2. hvítasunnudag og verður sungið í Nýja-Bíó og Samkomuhúsi bæjarins. Síðasti samsöngurinn verður í kirkjunni kl. 6 síðdegis. Vart þarf að efa að bæjarbúar kunni ekki að meta menningar- starf kóranna, m. a. með því að fjölmenna á samsöngvana svo af beri. V ek jaraklukkur. Pöntunarfélagið. ATHUGIÐ! Júnímánuð verð ég til viðtals alla virka daga, nema laugardaga, kl. 13 —14. — Sími 497. Rœktunarráðunautur Akureyrarbæjar. Tekið upp næstu daga: Heflar, margar teg., Sagir, margar teg., Klaufhamrar, margar teg., Sporjám, Rafmagnssmergelskífur, Hverfisteinar, Borsveifar, Brjóstborir, Skiftilyklar, Tengur, margar teg., Jámborir með kónus o. fl. Versl. K. S. Kristjánssonar, Skipagötu 8. Sími 280. Auglýsið í ,,Vei»kam.“ NÆR OG FJÆR (Framhald af 3. síðu). kemur hún oss því ekki sérstaklega á óvart, svo vér tölum nú ekki um Finna- galdurinn. En væri það óskammfeilið af oss að fara þess á leit við „Dag“, að hann gerði nánari grein fyrir því, hvernig guðspjall- ið um Sovétríkin í „Degi“ 26. þ. m. getur samrýmst guðspjallinu í sama ágæta blaði 17. þ. m. Nazistar handtaka háttsetta Dani. Þjóðverjar handtóku snemma í gærmorgun marga háttsetta Dani á Jótlandi, m. a. yfirmann land- varnarliðsins, sem snerist til varn- ar og feldi einn þýskan hermann áður en hann var handtekinn. — Meðal hinna handteknu eru Thomsen amtmaður og sonur H. P. Hansen, hins kunna foringja Suður-Jóta.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.