Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN FÖstudaginn 3. febrúar 1930 VERKAMAÐURINN Útgeíandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Þórir Daníelsson. Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Árnason. Ritstjórn og afgreiðsla á Skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku- götu 1 — sími 516. Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluvexð 50 aura eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kosningaúrslitin 2 Þegar litið er yfir kosningaúr- slitin á landinu í heild, sýna þau okkur fyrst og fremst, að ekki er um neinar stórbreytingar frá al- þingiskosningunum í haust að ræða, þegar frá er tekinn sigur íhaldsins í Reykjavík og hinn mjög svo glæsilegi sigur Sósíalista- flokksins x Neskaupstað. A öðrum stöðum á landinu er ekki um veru- legar breytingar að ræða. Sigur Sósíalistaflokksins í Nes- kaupstað er sérstaklega athyglis- verðúr fyrir þá sök, að Neskaup- staður er fyrsta og eina bæjarfé- lagið, sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið meirihluta í bæjar- stjórn, fengið möguleika til þess að sýna, hvers hann er megnugur og hvernig hann framkvæmir stefnu sína. Á sama tíma og atvinnufram- kvæmdir og allt athafnalíf hefur, fyrir beinan tilverknað afturhalds- flokkanna, dregist saman víðast hvar á landinu, hefur verið stöðug þróun, stóðugt áframhald í Nes- kaupstað. Útgerð hefur staðið þar með miklum blóma og alls konar athafnalíf í landi sérstaklega í sambandi við hana. Þegar atvinnu- leysi hefur herjað og knúð all- óþyrmilega á dyr verkalýðsins í öðrum kaupstöðum þessa lands, og þá ekki hvað sízt Akureyrar að vetrinum, hefur það með öllu ver- ið óþekkt fyrirbrigði undir stjórn Sósíalistaflokksins í Neskaupstað. Það væri þó synd að segja, að afturhaldið, og þá alveg sérstak- lega Landsbankavaldið í Reykja- vík, hafi ekki gert það sem það þorði, til að bregða fæti fyrir þetta bæjarfélag. En það hefur rekist á afl, sem það óttast að ganga í ber- högg við, afl, sem var þess um- komið að bjóða því byrginn og sigra. Alþýðan í Neskaupstað hefur sýnt það, að hún kann að meta starfsemi Sósíalistaflokksins að verðleikum, þar sem hann fær að njóta sín. Úrslit kosninganna þar eru allri alþýðu bending þess, sem koma skal, bending þess að Sósíal- isminn er þrátt fyrir stundarósigur á þessum og þessum stað í sókn, sigursælli, markvissri og öruggri sókn. En því er svo langt mál um kosningarnar í Neskaupstað ritað hér, að þær eru mjög greinilegt og skýrt dæmi þess, hvers Sósíalista- flokkurinn er megnugur, þar sem hann fær að njóta sín. Af þeim get- ur alþýða okkar lands dregið mjög mikilvægar ályktanir, sem ekki verða frekar raktar hér að þessu sinni, en má vera að nánar verði að vikið hér í blaðinu síðar. Svo kann að virðast, að þegar kosningarnar í Neskaupstað eru fráteknar, sýni úrslit þeirra a. m. k. stöðvun ef ekki afturför fylgis Sósíalistaflokksins, og kunna ýms- ir að draga af því þær ályktanir að sú stafhæfing borgaraflokkanna að hann, sem og sósíalismann í heim- inum sé á niðurleið, eigi við rök að styðjast. Hvað viðvíkur því, að sósíalisminn sé á undanhaldi í heiminum, þá sér hvert barn, sem á annað borð fylgist eitthvað með, þó ekki sé nema hinum mjög svo áróðurskenndu fréttum útvarpsins, að slíkt er meiri fjarstæða en svo, að orðum sé að eyðandi. Hitt er svo aftur á móti athugunarefni, hvort um varanlegt fyrirbæri hér á landi er að ræða, og í því sam- bandi vill sá, sem þetta ritar, stað- hæfa að svo sé ekki. Skulu nú færð að því nokkur rök. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur látlaust frá öllum blaðakosti and- stæðinga Sósíalístaflokksins og hinu „hlutlausa" ríkisútvarpi dun- ið óskammfeilnari og látlausari lygaáróður um sósialismann og þau lönd, sem tekið hafa upp skipulagðan þjóðarbúskap, en dæmi eru til áður. Fer vart hjá því að öll þau ósköp, sem á hafa geng- ið, hafi nokkru áorkað, þar sem mikinn hluta alþýðunnar utan kaupstaðanna og stærri kauptúna hefur skort alla möguleika til þess að fylgjast með þessum málum, svo sem vera þyrfti. Eftir að nýsköpunarstjórnin, sem Sósíalistaflokkurinn átti frum- kvæði að myndun og réð miklu um hvaða stefnu tók í atvinnu- og við- skiptamálum, fór frá, hafa setið að völdum í landinu stjómir, sem eiga enga hugsjón háleitari en þá að berjast gegn kommúnismanum. Pólitískum áróðri þeir'ra flokka, sem að hafa setið,, hefur svo til eingöngu verið beint gegn Sósíal- istaflokknum og einstökum for- ystumönnum hans. Þá hefur einnig tekist að skapa í landinu alvarlegt ástand í at- vinnumálum, koma á allmiklu at- vinnuleysi og lækka lífsstig alþýð- unnar verulega. Allt hefur þetta orkað nokkru til þess að veikja hinn ístöðuminni hluta alþýðunnar og gera íhaldinu kleyft að koma við alls konar pólitískri mold- vörpustarfsemi. Þegar á þetta er litið af fullu raunsæi, verður ekki annað sagt, en að alþýðan í þessu landi hafi sýnt það, að hún er ekki svo mjög gin- keypt fyrir blekkingamoldviðri afturhaldsins og að því fari fjarri að Sósíalistaflokkurinn hafi nokk- urn ósigur beðið, hvað þá varan- legan ósigur. Þó að Sósíalistaflokkurinn hafi tapað nokkru af atkvæðamagni sínu og nokkrum fulltrúum í bæj- arstjórnum á nokkrum stöðum í landinu, breytir það þó ekki þeirri staðreynd, að hans er framtíðin, hans er sigurinn, en borgaraflokk- arnir eru dæmdir til ósigurs að lokum og það fyrr en varir. Hér skal aðeins tekið eitt dæmi til sönnunar þessu. Borgaraflokk- arnir hafa fyrir hverjar kosningar sent frá sér langar skýrslur um í DEGI í GÆR stóð eftirfar- andi auglýsing: „T résmiðuT óskar eftir atvinnu nú þegar eða síðar.“ Eg velt ekki, hvort blaðalesend- ur hafa almennt tekið eftir þessari auglýsingu, eða hugsað út í það, hvað á bak við hana felst, en þar um mætti skrifa langt mál, þó að svo verði ekki að þessu sinni. SVO ER NÚ KOMIÐ eftir þriggja éra óstjórn afturhaldsins, að iðn ðarmenn skortir atvinnu. Fyrir tiltölulega skommum tíma hefði það verið óhugsandi að iðn- aðarmenn í þessu landi hefðu þurft að fara að auglýsa eftir til- boðum í vinnu sína. Hins vegar er hér um að ræða beinar afleiðingar þeirrar stjórnarstefnu,, sem fylgt hefur verið undanfarið af ríkis- stjórnum afturhaldsins undanfarið, samdræíti atvinnunnar og minnk- andi fjárfestingu. BLÖÐ RÁÐANDI FLOKKA hafa ekki látið það undir höfuð leggjast að dásama hina margum- töluðu Marshallhjálp, Marshall- aðstoð, eða hvað það allt saman er nú kallað. Frá því hefur einnig verið sagt með ekki svo lítilli hrifningu, að hlutur Islendinga í gjöfunum hafi verið með þeim stærstu. En hverjar eru svo afleið- ingarnar? Við sjáum þær, hvar sem við lítum. Minnkandi athafn- ir, atvinnuleysi. AKUREYRINGAR MINNAST þess, að er atvinnumálanefnd bæj- arins lét fyrir skömmu síðan fram fara skráning uatvinnulausra voru upp undlr eitt hundrað skráðir at- vinnulausir. Þannig höfum við fengið að sjá í framkvæmd „bless- un“ Marshall-hjálparinnar. Og þannig er á öllum sviðum, alls staðar sama sagan. Hagur alls al- mennings í þessu landi hefur fyrst það, sem þeir ætla að gera á næsta kjörtímabili. Berið þessi loforð saman við staðreyndirnar um það, hvað hefur verið gert. Allir vita að hér ber mikið á milli, mjög mikið. M. ö. o. borgaraflokkarnir byggja sinn áróður að verulegu leyti á blekkingum. Sanni hver sem sann- að getur slíkt á Sósíalistaflokkinn. Er hugsanlegt að flokkar, sem þannig byggja upp starfsemi sína, eigi framtíð fyrir sér? Hlýtur ekki að því að koma að almenningur snúi við þeim bakinu? Jú, vissulega, og þess vegna get- um við, íslenzkir sósíalistar, hvar á landinu sem við erum, horft ör- uggir fram á leið, í fullri vissu þess, að okkar er framtíðin, fyrir- heitna landið SIGUR SÓSÍALISMANS. farið alvarlega versnandi, eftir að „gjafir" tóku að streyma til vor í stríðum straumum frá Ameríku. EN ÞAÐ UNDARLEGA ER, að þrátt fyrir þetta, er okkur sí- fellt sagt, að Marshall-aðstoðin sé allra meina bót og að það séu bara óttalega vondir kommúnistar, sem séu á móti henni og þeir séu á móti henni vegna þess að þeir vilji upplausn i þjóðfélaginu, þeir vilji byltingu!!! EN ER NÚ nokkurt vit í svona málflutningi? Hljóta ekki allir að sjá, að Marshall hefur engan vanda leyst í voru landi, heldur þvert á móti. Sennilega væru allir lands- menn dauðir úr hor, ef hann hefði ekki komið til, segir afturhaldið. að Marshall-áætlunin hefur ekkert gott fært okkur íslendingum og þær framkvæmdir, sem hún „ger- ir mögulegar“, að sögn afturhalds- blaðanna, eins og t. d. Sogsvirkj- unin og Laxárvirkjunin, hefðu ekki getað gengið hægar, þó að engin Marshall-áætlun hefði verið til. í UPPHAFI ÞESSA máls var minnst á eina litla auglýsingu. — Stundum geta mikil og alvarleg tíðindi legið að baki, jafnvel svo í fljótu bragði þýðingarlitlu atviki, sem einn trésmiður óski eftir at- vinnu. Og þau rök eru nú til stað- ar, að fullkomin og mjög brýn ástæða er fyrir alla alþýðu þessa lands að vera vel á verði og gæta þess vandlega, að ekki sé á rétt hennar gengið. SU VAR TIÐIN að ekkur var sagt það af sjálfum Bjarna Beh., að ísland yrði þátttakandi í Mars- hjall-hjálpinni, ekki sem þiggjandi, heldur sem veitandi. Hvort aum- ingja Bjarni hefur verið ofurliði borinn í þessu efni fyrir „westan“ veit eg ekki, en hitt er staðreynd, <$$<í><$<$<Sx$<$>^><$><S><$x$<$<$<$-$><$<S'<íx$3 * « Bæjarstjórnar-j kosningin s. 1. sunnudag Sem aðalmenn í bæjar-f stjórn Akureyrar, næstu 4^ ir, hlutu kosningu: Steindór Steindórsson Brctgi Sigurjónnson Jakob Frímannsson Þorsteinn M. Jónsson Dr. Kristinn Guðmundsson 1 Elísabet Eiríksdóttir Tryggvi Helgason Helgi Pálsson Jón G. Sólnes Guðmundur Jörundsson Sverrir Ragnars. Kjörstjórnin. J> <$> KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — P. S. HINN ÁRLEGI fjáröflunardag- ur kvennadeildar Slysavarnafélags- ins verður sunnudaginn 5. febr. n.k. að Hótel Norðurland. Kl. 2 e. h. bazar, kl. 3 kaffisala, kl. 8.30 skemmtun og dansleikur. Merki verða seld á götunum allan daginn. AÐALFUNDUR Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar verð- ur haldinn í Samkomuhúsinu n.k. sunnudag, 5. þ. m., kl. 1.30 e. h. — Auk aðalfundarstarfa eru ýms áriðandi mál á dagskrá og eru fé- lagsmenn alvarlega áminntir að fjölmenna á fundinn. DANSLEIK ÞEIM, er auglýst- ur var að Lóni sunnud. 5 þ. m., verður frestað. HJÚSKAPUR. Arnfríður Jó- hanna Jónsdóttir og Jóhann Sigþór Björnsson, verkamaður, Hellu- landi, Glæsibæjarhreppi. — Hólm- fríður Þorláksdóttir og Eiríkur Bjarnar Stefánsson, húsasmíða- nemi, Hríseyjargötu 2. — Kristín Sigurðardóttir frá Sjávarbakka og Styrmir Gunnarsson, sjómaður, Spítalaveg 19, Akureyri. ELDRI-D AN S A-KLÚBBUR — heldur fyrsta dansleik sinn í Verkalýðshúsinu á morgun, laugar- daginn 4. febr. Hefst kl. 8 e. h. — Þeir, sem hugsa sér að verða með í klúbbnum, vitji aðgöngumiða í Verkalýðshúsið í dag, föstudag, kl. 8—1 Oe. h. LEIKFÉLAG AKUREYRAR sýnir Pilt og stúlku næstk. sunnu- dagskvöld í Samkomuhúsinu. — Sennilega síðasta sýning. Almenn atvinnuleysisskráning fcr fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 2.-4. febrúar 1950, kl. 14—17. Til skráningar mæti allir verkamenn í bænum, sem ekki hafa stöðuga vinnu, og gefi upp atvinnutekjur sínar þrjá sl. mánuði og annað það, sem krafist er við almennar atvinnu- leysisskráningar. Akureyri, 30. janúar 1950. Bœjarstjórinn. :

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.