Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 03.02.1950, Blaðsíða 4
Bandaríkin ógna friðinum með auknum vígbunaði En alþýðan mun koma í veg fyrir áform stríðsfurstanna VERKAMADURINN - Kosningaúrslitin (Framhald af 1. síðu). Útvarpshlustendur hafa vafa- laust veitt athygli frétt, sem mjög hefur verið hampað undanfarna daga um nýja gerð sprengna, margfallt öflugri kjarnorkusprengj- unni, sem Truman Bandaríkjafor- seti hefur sagt að lögð verði mikil áherzla á að framleiða til þess — og takið vel eftir því — að tryggja friðinn í heiminum! Það hlýtur að vera meira en lít- ið undarlega innréttaður maður, sem trúir því í alvöru, að friður verði tryggður með vopnum, með sem öflugustum morðtólum og sterkustum vígvélum. Og hvers konar friður yrði það, sem hefði slíkt að bakhjarli? Vissulega byggðist hann á ótta, stöðugum, lamandi og kveljandi ótta. Er nú þetta það, sem mannkyn- ið, friðsöm alþýða allra landa, þráir? Trúi þeir sem vilja að svo sé, óefað eru þeir ekki margir. En þessi boðskapur æðsta manns öflugasta stórveldis auð- valdsins sýnir greinilega, hversu gersamlega auðvaldið, kapítalism- inn, er varnarlaus gegn sókn sósí- alismans. Hans eina vörn er víg- • Kosningarnar á Akureyri (Framhald af 1. síðu). in í blekkingamoldviðri um „kommúnismann". Þeir þurfa hins vegar ekki að láta sig dreyma um baranlegan sigur, hann er með öllu óhugsandi. Osigur auðstéttarinnar er á næsta leiti, það sanna m. a. baráttuaðferðir hennar, eins og lauslega er vikið að á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Verkalýðurinn í þessum bæ á það nú enn meir undir högg að sækja, hversu bærinn rækir þá skyldu sína, að sjá honum fyrir nægri atvinnu, þegar einkafram- takið bregst, en vel skulu verka- menn hér á Akureyri leggja sér á minni loforð Helga Pálssonar, sem hann gaf við útvarpsumræðurnar, að verkamenn hér í bæ skyldi ekki skorta vinnu. Færi betur að þetta yrði annað og meira heldur en orð- in tóm. Gera má fastlega ráð fyrir því, að vinnumarkaður hér í bæ, sem annars staðar á landinu, dragist heldúr saman, jafnvel stórlega, og vissulega hafa hinar nýafstöðnu bæjarstjórnarkosningar orkað nokkru í þá átt. Má vera, að þegar það fer fram að koma, minnist ein- hver orða okkar sósíalista fyrir kosningarnar og þyki þau rætast nokkuð áþreifanlega. Sósíalistaflokkurinn mun hér eftir sem hingað til halda uppi stöðugri vörn fyrir alþýðuna gegn árásum atvinnurekendavaldsins og auðvaldsins í þessu landi. Hann mun gera allt það, sem í hans valdi stendur til þess að hindra og draga úr þeim svívirðilegu árásum, sem nú eru fyrirhugaðar á lífskjör al- mennings og hann heitir á alla al- þýðu til stuðnings f þeirri baráttu. búnaður, stöðugt meiri og æðis- gengnari vígbúnaður. Svo gersam- lega hefur kapítalisminn gefið all- ar sigurvonir upp á bátinn, að hans eina vörn er hótun um morð heilla þjóða, eyðingu mannvirkja og menningar. Mannkynið hefur á þeim helm- ingi, sem brátt er liðinn af 20. öld- inni, lifað tvær styrjaldir, sem eru þó barnaleikur einn hjá þeim ósköpum, sem yfir dyndu, ef hin- um hálfbrjáluðu stríðsfurstum tæk- ist enn að koma styrjöld af stað. Svo vel munu þó hörmungar síð- asta stríðs enn vera í minni Ev- rópuþjóðanna, að þær munu ekki óska eftir endurtekningu þeirra. Hitt er jafnvíst, að það er ekki að þakka Truman og hans líkum, ef tekst að hinda að stríð brjótist út að nýju, heldur verður alþýða allra landa að vera þar að verki, og hún mun í krafti samtaka sinna koma í veg fyrir að hótanir stríðsfurst- anna verði að veruleika. • Ullarþvottastöð Gefjunar (Framhald af 2. síðu). fjórða 'karinu fer ullin enn milli valsa áður en hún fer í þurrkarann, sem skilar henni fullþurri. Þurrk- arinn er hitaður upp með gufu. Ullarþvottavélin, sem er raf- knúin, er 56 m. löng og talin ein fullkomnasta sinnar tegundar. Hún er smiðuð hjá C. G. Sargent’s Sons Corporation, Granitville, Mass., Bandarikjunum. Uppsetningu vél- arinnar annaðist Mr. Charles Oli- ver, vélfræðingur frá seljendum vélarinnar. Afköst vélarinnar eru miðuð við að hægt verði að þvo alla ullar- framleiðslu landsins, þó að hún aukizt allverulega frá því sem nú er. Sambandið hefur allt frá 1930 starfrækt Ullarverksmiðjuna Gefj- uni og stöðugt aukið hana og end- urbætt. Nú er verið að endur- byggja alla verksmiðjuna og má hiklaust telja það eitt stærsta og þýðingarmesta spor, sem stigið hefur verið í iðnaði landsins fram að þessu. Þegar lokið er við endur- byggingu Gefjunar á hún að geta unnið úr íslenzku ullinni um tvö hundruð þús. metra af alls konar dúkum í kven- og karlmannafatn- að og auk þess mikið magn af garni og lopa til heimilisiðnaðar. Það ætti að vera mikil uppörv- un íslenzkum bændum til að auka og bæta ullarframleiðsluna, að nú verður hægt að nýta alla ullina í landinu sjálfu og henni verður breytt í hentugan og skjólgóðan fatnað bæði ofinn og prjónaðan. Á þann hátt er öruggur markaður fenginn fyrir alla íslenzku ullina, sem hefur þá sérstæðu eiginleika, aðg vera bæði hlý og hrinda vel frá sér bleytu, sem ekki er heldur vanþörf á, í okkar köldu og um- hleypingasömu veðráttu. Mikið atvinnuleysi á Siglufirði Mikið atvinnuleysi er nú á Siglufirði. Fjöldi verkafólks hefur farið úr bænum í atvinnuleit —- um eða yfir 200 manns. — Nokkr- ír tugir hafa verið í vinnu hjá Síld- arverksmiðjunum og við Tunnu- verksmiðjuna, en nú eru horfur á, að Tunnuverksmiðjan stöðvist vegna skorts á gjarðajárni, senni- lega í rnargar vikur, ef til vill mánuði, en þar vinna nú um 20 manns. Nokkrar trillur og litlir vélbátar hafa stundað sjó, en gæftir hafa verið mjög stopular til þessa. — Stóru bátarnir fara sennilega á togveiðar snemma í vetur. • Halda þeir . . . (Framhald af 1. síðu). Það kann vel að vera, að rit- stjórar borgarablaðanna trúi því, að nú s.éu í vændum straumhvörf í flokkaskiptingu á landi hér. En sé svo, sýnir það þekkingarleysi þeirra á þeim lögmálum, sem þjóð- félagið er háð, lögmálum, sem ekki breytast, hversu miklu af pappír, bleki og prentsvertu, sem þeir eyða til þess að telja fólki trú um, að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Og samkvæmt þeim lögmálum, sem þegar hafa hlotið staðfestingu reynslunnar, er auðvaldsskipulagið dauðadæmt vegna innri mótsetn- inga og getuleysis til að leysa að- kallandi vandamál, en sósíalism- inn, hinn skipulagði þjóðarbúskap- ur hlýtur að taka við. Allt annað er óhugsandi, hvað sem auðvalds- blöðin segja þar um. Þeg ar Alþýðuflokkur- vegsamaði nasismann Eftirfarandi klausa er tekin úr „Neista“, blaði Alþýðuflokksins á Siglufirði, 7. tbl. 1941, einmitt á þeim árum, þegar Alþýðublaðið talaði hvað mest um hið „menn- ingarsögulega hlutverk nazismans". „Þýzka hernum er stillt upp á ný og áður.en nokkurn varir, demb- ir þýzki herinn sér með öllum þunga ytir hinn nötrandi lýð. ... áður en varir munu hinir sigursælu hermenn Adolís Hitlers sölsa undir sig hin auðugu lönd. . . . og frjáls Evrópa mun rísa aftur með frið- sömum og starfsglöðum þjóðum.“ Svigmót K. A. Sunnudaginn 29. fyrra mánaðar fór fram fyrsta skíðamótið á þess- um vetri hér í bæ. — Úrslit urðu þess: Karlar: A, B og C ílokkur: 1. Magnús Brynjólfsson A., 59.5 ■ Baldvin Haraldsson A., 63.4 1 Sigtryggur Sigtryggss. C., 64.3 Haukur Jakobsson C., 65.3 ; Höskuldur Karlsson C., 72.8 | Konur: Ásdís Karlsdóttir 55.2 María Guðmundsdóttir 75.7 Unnur Berg Árnadóttir 79.0 Drengir: Skjöldur Tómasson 42.6 Hilmar Jóhannsson 44.1 Þráinn Karlsson 53.6 KEFLAVÍK. Sós 73 — 0 (87 —X)), A 414 — 3 (323 — 3), F 152 — 1 (112 — 1), S 418 — 3 (323 — 3). HREPPSNEFNDARKOSNING- AR í KAUPTÚNUM. Seltjarnarneshreppur: Oháðir 121 — 3, S 133 — 3. Kópavogshreppur: Framfarafélag 289 — 3, A 120 — 1, S 111 — 1. Hveragerði: Sós 80 — 2, A og F 93 — 2, S 74 — 1. Borgarnes: Sós 72 —■ 1, A 45 — 1, F 98 — 2, S 170 — 3. Ólafsvík: A og F 113 — 3, S 108 — 2. Stykkishólmur: A og F 172 — 3, S 223 — 4. Bíldudalur: F 69 — 2, Sós 37 — 1, S 90 — 2. Suðureyri: A 92 — 3, F 38 — 1, S 54 — 1. Flateyri: Kjósendalisti 121 — 4, S 47 — 1. Bolungavík: A 97 — 2, F 72 — 1, S 168 — 4. Hvammstangi: A 26 — 1, F 74 3, S 20 — 1. Blönduós: S 115 — 2, Óháðir 131 — 3. Dalvík: A og óháðir verkamenn 164 — 2, F og óháðir 148 — 2, S 76 — 1. Fáskrúðsfjörður: A og F 101 — 5, Sós 42—2 Svart „selskabs“-veski tapaðist sl. sunnudagsnótt á leiðinni frá Hótel Norður- land að Oddagötu 1. Finn- andi vinsamlega beðinn að gera aðvart á skrifst. verk- lýðsfélaganna, Strandgötu 1. F.innig er sú, sem fékk of litlar skóhlífar að Hótel Norðurland sömu nótt, beð- in að gera aðvart á sama stað. Eskifjörður: Sós 86 — 3, A 57 — 1, F50—1, S70 —2. Stokkseyri: Verkalýðsf. 121 — 3, F64 — 1, S 114 — 3. Eyrarbakki: Sós 16 — 0, A 174 — 5, F 44 — 1, S 66 — 1. Höfn í Hornafirði: Óháðir 137 — 4, S 43 — 1. Sandgerði: A 135 — 3, Sós 36 — 0, S 96 — 2. Njarðvík: Sós 37 — 1, Óháðir 48 — 1, S 167 — 3. Selfoss: Sós 82 — 1, A 131 — 2, F 59 — 1, S 167 — 3. r Utflutningur s. 1. árs nam aðeins 289 millj. króna Heildarverðmæti útflutnings þjóðarinnar á sl. ári nam aðeins 289,2 millj. króna, segir í skýrsl- um hagstofunnar, en innflutn- ingsins 423,9 millj. kr. Viðskipta- jöfnuðurinn varð því óhagstæður um 134,7 millj. kr. Þess ber að gæta, að á árinu voru flutt inn skip fyrir um 40 millj. j Laugardag 4. febr. kl. 5 og 7: j Þrjár röskar dætur i Metro Goldwyn Mayer- \ j söngvamynd í eðlilegum 1 litum. i j Aðallilutverk: Jeanette Mac Donald \ \ Jose Iturbi Jane Powell. 1 SÓSÍALISTAFÉLÖGIN Á AKUREYRI liafa Kvöldskemmtun í Verkalýðshúsinu næstkomandi sunnudag, 5. þ. m., kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar: Kaffidrykkja — Rceða — Ýmis skemmtiatriði — Dans. . v* Starfsfólki á kjördag sérstaklega boðið. Stjórnir félaganna. AÐALFUNDUR Akureyrardeildar K. E. A. verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins mánudag- inn 6. febrúar næstkomandi, og hefst kl. 8.30 e. h. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Deildarstjórnin. ****** * *****.*.*.*.*-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.