Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.05.1957, Síða 2

Verkamaðurinn - 10.05.1957, Síða 2
9 i VERKAMAÐURINN Föstudaginn 10. maí 1957 VERfomiHÐimifm RiMjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: ltjörn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Arnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Askriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Siðleysi íhaldsins MINNINGARORÐ Óskar Gíslason múrarameistari Útlit Morgunblaðsins og inni- hald var allóvenjulegt 1. maí sl. í stað þess, að á undanförnum ár- um hefur blað þetta jafnan fjand skapast við verkalýðinn og talið allar hans kröfur byggðar á ósanngirni og blekkingum, helgar blaðið nú kröfum verkalýðsins alla forsíðu blaðsins, og á annarri síðu fagnar það yfir því, að nokk- ur félög skvtli nú hafa sagt upp samningum sínum og hyggist fara fram á hærra kaup. Nú er ekki minnst á, að at- vinnuvegirnir þoli ekki hærra kaup og allt atvinnulíf muni leggjast í rúst, ef verkalýðsfélög þau, sem sagt hafa upp, fái kröf- um sínum framgengt. Nú er ekki orðað, að um tilræði við þjóðar- búskapinn sé að ræða, eins og jafnan áður hefur verið sagt, þegar félögin hafa sett fram nýj- ar kröfur. Hvað veldur? Fyrst atvinnu- rekendablaðið hefur jafnan hing- að til> talið allar kaupkröfur stefna atvinnulífinu í voða og barizt gegn þeim af fremsta mætti, hvers vegna fagnar það þeim þá nú? Og hvernig stóð á því, að iðnrekendur, sem jafnan hafa talið sig standa höllum fæti, buðu nú iðnverkafólkinu hærra kaup, enda þótt samningum væri ekki sagt upp? Já, hver' er ástæðan fyrir þessu breytta hug- arfari atvinnurekenda og íhalds- blaðsins? Morgunblaðið, og þar með íhaldsflokkurinn, hefur ekkí meiri áhuga nú en áður fyrir bættum kjörum verkafólks. Það hefur alls engan áhuga fyrir kjarabótum fólksins í verkalýðs- félögunum. Það hefur engin stefnubreyting orðið og hennar er ekki að vænta. En íhaldið hef- ur áhuga fyrir falli ríkisstjórnar vinstri flokkanna. Það veit, sem rétt er, að sú ríkisstjórn hefur sett sér það höfuðmarkmið að stöðva verðbólguna, sem á und- aníörnum árum hefur leikið lausum hala, og koma lagi á efnahagsmál þjóðfélagsins. íhald- ið veit einnig, að það væri sú haldbezta kjarabót, sem verka- lýðurinn gæti fengið, því að þeg- ar óhindrað er hægt að spenna upp allt vöruverð kemur engin kauphækkun að gagni til fram- búðar, verður ekki varanleg kjarabót. Með þvi að berjast gegn ríkis- stjórninni berst íhaldið gegn kjarabótum alþýðunnar. Og íhaldið er að reyna að fella ríkis- stjómina með brögðum. Það veit, að ekkert væri ríkisstjórninni erfiðara en að henni yrði gert ókleyft að stöðva verðbólguna. — Þess vegna býður það nú fram kauphækkanir i því skyni að reyna að knýja síðan fram verð- hækkanir eða stöðva frarrileiðsl- una ella og gera ríkisstjórninni ómögulegt, að standa við þau lof- orð, sem hún hefur gefið. íhaldið hugsar sem svo: Það gerir okkur ekkert til þó að við hækkum kaupið núna svo og svo mikið, ef það getur orðið til þess að við komum núverandi stjórn frá. Þegar hún er farin tökum við sjálfir við stjórnartaumunum og þá verður okkur innan handar að jafna metin aftur og kannski vel það. Þetta er það, sem á bak við liggur, og þetta er það, sem mun gerast, ef íhaldinu tekst að láta einhvern verulegan hluta verka- lýðsfélaganna gleypa tálbeitu sína. Sem betur fer eru ekki miklar líkur til að svo fari. Verka lýðurinn þekkir orðið það vel af langri reynzlu, hvað leynist að baki þeirrar verkalýðsvináttu, sem íhaldið hefur nú sveipað um sig. Oð alþýðan er nú, góðu heilli, menntaðri og athugulli en svo, að hún láti vélast af jafn gagnsæjum blekkingum og hér er um að ræða. Niðurstaða verkalýðsfélaganna almennt hefur líka orðið í sam- ræmi við það. Alþýðusamband íslands hefur að vel athuguðu máli ráðlagt sambandsfélögunum að segja ekki upp samningum nú og gera kröfur um hækkað kaup. Flest sambandsfélögin hafa tekið þessa ráðleggingu til greina og mjög mörg einmitt lýst því yfir, að þau vildu veita ríkisstjórn vinstri flokkanna starfsfrið til að koma fyrirheitum sínum í fram- kvæmd og þau teldu, að á þann hátt myndu kjör alþýðunnar á ýmsan hátt taka breytingum til batnaðar, án þess að um beinar kauphækkanir að krónutölu væri að ræða. En framkoma íhaldsins í þess- um málum er svo siðlaus og ein- kennd af blindu hatri á ríkis- stjórninni að furðu gegnir, jafn- vel þó að íhaldið eigi í hlut. Hér er ekki barizt gegn stjórninni á neinum málefnagrundvelli. Allir, íhaldsmennirnir ekki síður en aðrir, viðurkenna í orði, að þjóð- inni sé nauðsyn, að verðbólgan verði stöðvuð. Samt sem áður berjast þeir með öllum þeim ráð- um, sem þeir geta upphugsað gegn því, að það takizt að stöðva hana, og þeir skirrast jafnvel ekki við að reyna að blekkja al- þýðuna til að láta hafa sig að leiksoppi í þeirri baráttu. Það er greinilegt af þessu, og greinilegra en nokkru sinni fyrr, að íhaldið kærir sig ekki einasta kollótt um velferð launastéttanna heldur og þjóðarinnar yfirleitt. Það eru að- eins hagsmunir fárra, auðugra braskara og stóratvinnurekenda, sem það hugsar um. Þess er því að vænta, að lodd- araleikur íhaldsins verði aðeins til þess að þjappa alþýðunni fast- ar og betur saman um þá ríkis- stjórn, sem fyrir hennar tilstilli er komin til valda á íslandi og byggir tilveru sína á samstarfi og samvinnu við samtök alþýðunn- ar. Samtök bænda og launþega hafa líf þessarrar ríkisstjórnar í hendi sér og þá jafnframt aðstöðu til að marka stefnu hennar í öll- um atriðum. Og með því þannig að hafa beint og óbeint áhrif á gerðir hennar hafa þau bezta að- stöðu til að koma sínum málum á framfæri og í framkvæmd. Og þessi samtök verða að vega og meta vel allar aðstæður áður en þau verða til þess að setja stjórn- ina fr á. Ef íhaldið tæki þá við, sem líklegast væri, myndi verða þröngt fyrir dyrum um allar kjarabætur. Þá myndi lýðskrums gríman falla og braskararnir aft- ur fá frjálsar hendur. Er til nokkur verkamaður eða verkakona, sem í raun og sann- leika óskar, að svo verði? Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnud. kemur. Minnzt bindindismálanna og aldarminn- ingu Sigurðar Eiríkssonar reglu- boða. — P. S. Sundlaugin er opin almenningi allan daginn. Óskilamunir frá Skíðalands- mótinu eru geymdir á Lögreglu- varðstofunni. Um miðjan síðasta mánuð var til grafar borinn hér í bæ einn af beztu og vinsælustu borguium þessa bæjar, Óskar Gíslason múrarameistari. Hann lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu hér eftir þunga legu hinn 8. apríl, aðeins 56 ára að aldri. Óskar var Svarfdælingur að ætt og ólst þar upp til 16 ára ald- urs, en þá fluttizt hann hingað til Akureyrar og vann hér að ýms- um störfum fyrst í stað, en 22 ára hóf hann múraranám og vann að þeirri iðn alla tíð síðan. Stóð hann fyrir fjölmörgum bygging- um, stórum og smáum, og varð einn hinn þekktasti og eftirsótt- asti múrarameistari bæjárins. — Bar þar margt til, bæði dugfiað- ur og vandvirkni í störfum og sanngirni, lipurð og heiðarleiki í öllum samningum og viðskiptum. Óskar var ætíð reiðubúinn að leysa hvers manns vandræði i sambandi við byggingamál og þeir voru margir, sem leituðu til hans um ráð og leiðbeiningar, er þeir hugðu á byggingar íbúðar- húsa, breytingar eða lagfæringar. Framkoma Óskars einkenndist alltaf af sömu ljúfmennskunni og þess vegna hændust menn að honum og þótti gott við hann að ræða og hollt að fylgja hans ráð- um. Óskar Gíslason var félagslynd- ur maður og gaf sig nokkuð að slíkum störfum, enda þótt hann, sakir mikilla anna við verkleg störf, gæti rhinna sinnt þeim, en margur hefði kosið. Hann var róttækur í skoðunum og var einn af stofnendum Sósíalistafélags Akureyrar og í hópi beztu stuðn- ingsmanna þess alla tíð. En slíkur maður var hann, að þrátt fyrir það, þótt hann markaði sér ákveð ið stöðu á vettvangi stjórnmál- anna treystust andstæðingar hans á þeim vettvangi aldrei til að vega að honum með hinum pólitísku vopnum, heldur naut hann einnig trausts þeirra og vináttu. Með honum þótti öllum gott að vinna, hvort sem það var við byggingaframkvæmdir eða að félagslegum málefnum. Honum hélzt einnig sérstaklega vel á góðum starfsmönnum og unnu sömu mennirnir jafnan hjá hon- um ár eftir ár og undu hag sín- um vel. í bygginganefnd bæjarins sat Óskar um mörg ár, og á þeim vettvangi, ekki síður en annars staðar, þótti gott til hans að leita og urðu ýmsum vonbrigði er hann hvarf þaðan fyrir fáum ár- um. í stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f. sat hann hin síðustu ár, og á vegum þess félags vann hann að síðustu byggingunni, sem honum auðnaðist að reisa, en það var hin myndarlega hrað- frystihússbygging, sem risin er á Oddeyrinni. Óskari entist að vísu ekki aldur til að ljúka því verki að fullu og sjá vinnu hefjast í hinni glæsilegu byggingu. En byggingin var samt risin af grunni og verður senn lokið und- ir stjórn elzta sonar hans og sam- starfsmanna. Kvæntur var Óskar heitinn hinn ágætustu konu, Agneu Tryggvadóttur, sem lifir mann sinn ásamt sjö uppkomnum og mannvænlegum börnum þeirra. „Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir.“ Þannig fór um Óskar Gíslason. En minning hans mun lifa lengi, minningin um góðan dreng, góðan félaga, heilsteyptan og heiðarlegan mann. K. A.-félagar! Frjálsíþróttaæf- ingar eru á hverju kvöldi kl. 7.30 á íþróttavellinum. AFGÖMLUM BLÖDUM FRÉTTÍR INNLENDAR. „Úr Skagafirði höfum við heyrt, að Hofshreppingar séu að safna fé til þess að kaupa fyrir „organ“ til Hofskirkju og munu sóknar- menn fela herra verzlunarmanni Lárusi Tómassyni að leika á það. Það er gleðilegt, hvað menn smátt og smátt eru þó að leitast við að bæta kirkjusönuginn, er víðast hefir verið og er enn mjög svo ábótavant. Hingað hafði borizt á skotspónum þau ófagnaðartiðindi, að kláða- vart hefði orðið í Miðfirði, en því er betur, að Skagfirðingar er sam- stundis komu hingað, bera þetta til baka. Hér hefir viðhaldist til langs tíma ágætur síldarafli og þarf lítið fyrir að hafa, því síldin veður stöðugt upp við landsteina; daglega er hún flutt í stórlestum í allar áttir til matar og fóðurs og er tunn- an seld á 50 aura. Einnig er óvanalegur þorskafli út á firði, frá 30— 40 í hlut. Tíðarfar hefir alstaðar er fréttst hefir til verið hið bezta; en í fyrradag snerist hann þó í norðrið og setti niður nokkurn snjó, þó er engin harka enn í veðrinu. Heilbrigði er manna á meðal og búsæld í bezta lagi. Jón Ólafsson á Hallgilsstöðum, er samstundis kom að vestan, sagði kláðalaust í Húnavatnssýslu; veðurblíðu hina sömu og hér að undanförnu, þó var töluverður snjór í Dalasýslu, heilbrigði sagði hann góða á meðal manna, en á leið hans hafði víða stungið sér nið- ur hið vestur-heimska bráðafár, og er sagt að rúmar 200 mann- skepnur hafi „forskrifað sig“. Sama fárið, og engu minna, kvað hafa fylgst í fótspor Sigtryggs Jónssonar „agents“, um Austurland, sem, eftir að hafa sýkt mikinn hluta þess með „vestu(r)-heimsku“, fer nú um Langanesstrendur og svo hingað. Sunnanpóstur kom í gær; segir hann óstöðuga veðráttu þar syðra, og enga skipkomu, útbreiðslu kláðans og ósamlyndi í útrýmingu hans, og líkindi til hallæris í Vestmannaeyjum." (Norðlingur 18. febrúar 1876.) „Það var haft hér um sveitir til írásagna um tíma, að tvær úr því olræmda kvenna-þjófafélagi í Rvík muni hafa gert gis að lögreglu- stjórninni og brugðið sér til Ameríku í þ. m., farið með hestaskip- inu til Englands, þó geta sumir að agentinn máske hafi innskrifað þær á hjarta sitt. En ótrúlegt er slíkt, að löggæzlan hafi látið fara svo í kringum sig. Nöfn þessarra eru hin alþekkta Sigga „12“ og Gunna Berg; aðrar tvær úr sama félagi eru stroknar vestur á Vest- firði.“ (Norðlingui' 22. sept. 1876, eftir bréfi að sunnan.)

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.