Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.01.1962, Side 1

Verkamaðurinn - 26.01.1962, Side 1
\ Engriii aukaaðild Á þingi Efnahagsbandalags Evrópu hofa að undanförnu orðið nokkrar umræður um i>að, hvort leyfa skyldi einstökum rikjum svonefnda aukaað- ild að bandalaginu, en svo sem kunn- ugt er hafa ýmsir af foryztumönnum íslenzka íhaldsins mikið rætt um það, oð Island ætti að gerast aukaaðili, þar sem full aðild að þessari ríkja- samsteypu komi ekki til greina. Flestir óhrifamestu fulltrúar ó þingi Efnahagsbandalagsins hafa lagt ó það óherzlu, að ríki skyldu aðeins eiga fulla aðild að bandalaginu, en um einhver lausatengsl yrði ekki að ræða. Þá hefur stjórnmálanefnd þingsins orðið sammála um og lagt til, að eftirfarandi sjö grund- vallarskilyrði verði sett þeim ríkjum, sem sækja inngöngu í Efnahagsbandalagið: 1. Þau verði landfræðilega að vera í Evrópu, því annað myndi veikja pólitíska einingu bandalagsins. 2. Þau verði að hafa náð góðu þróunarstigi í iðnaði, eða að hafa skilyrði til að ná því á tiltölulega skömmum tíma. 3. Þau verði að hafa trygga lýð- ræðisstjórn, og þau verði að vera áhangandi vesturveldun- um bæði pólitískt og hernaðar- lega. Þetta útilokar samt ekki þátttöku hlutlausra ríkja. 4. Þau verða að samþykkja og virða Rómar-samninginn frá upphafi, þannig að samninga- viðræður komi ekki til greina ef eitthvert aðildarríki vill reyna að losna undan einstök- um lagagreinum sáttmálans. 5. Þau verða að gerast aðilar að öllum þrem stofnunum: Efna- hagsbandalaginu, Kjarnorku- málastofnun Evrópu (Eur- atom) og Kola- og stálsam- steypunni. (Montan Union). 6. Þau verða að játast undir öll pólitísk markmið áðurgreindra þriggja stofnana. 7. Þau verða að viðurkenna nú- verandi form og skipulag Efnahagsbandalagsins. Hvað scgja fulltrúar íslenzka íhaldsins nú? Þegar ekki þýðir lengur að reyna að ginna þjóðina með kjaftæði um aukaaðild, ætla (Framhald á 4. síðu.) Afli Akureyrar- togaranna 1961 Blaðinu hefur borizt frá Út- gerðarfélagi Akureyringa h. f. skýrsla um aflamagn togaranna á síðasta ári og ráðstöfun aflans. Skýrsla þessi ber með sér, sem raunar var áður vitað, að enn hef- ur aflamagnið minnkað á síðasta ári. Heildarafli togaranna 5 varð á síðasta ári 12.116.227 kg., en var árið 1960 13.440.705 kg. Árið 1958, þegar togararnir voru að- eins 4 varð heildaraflinn 19.505.- 387 kg. 1959 var hann 15.214.- 000 kg. Aflinn. Kaldbakur: 2.135 tonn og 49 tonn lýsi. Veiðidagar 241. Veiði- ferðir 19, þar af 5 söluferðir til útlanda. Svalbakur: 2.394 tonn og 62 tonn lýsi. Veiðidagar 200. Veiði- ferðir 17, þar af 4 söluferðir. Harðbakur: 3.138 tonn og 79 tonn lýsi. Veiðidagar 245. Veiði- ferðir 22, þar af 6 söluferðir. Sléttbakur: 2.812 tonn og 69 tonn lýsi. Veiðidagar 237. Veiði- ferðir 24, þar af 4 söluferðir. Norðlendingur: 1.637 tonn og 33 tonn lýsi. Veiðidagar 168. Veiðiferðir 14, þar af 5 sölu- ferðir. (Þyngd afla er miðuð við slægðan fisk með haus annan en karfa, sem er óslægður, og salt- fisk upp úr skipi, en þyngd hans er tvöföld.) Ráðstöfun afla. Losað á Akureyri: Til vinnslu hjá ÚA 7.737 tonn af nýjum fiski og 343 tonn af saltfiski. Selt nýtt frá skipunum 46 tonn og umhlað- ið til útflutnings 41 tonn. Selt innanlands utan Akureyr- ar: 88 tonn. Seldur eigin ajli skipanna á er- lendum markaði: 3.177 tonn. Dúsavfkurbátar afla vel Húsavík í gcer. — Róið hefur ver- ið þessa viku, og afli verið góður. Fiskiðjuverið hefur tekið á móti 25-—40 tonnum fiskjar á dag. Nær allt er þetta aflað á línu. At- vinnuástand má heita gott, alltaf næg vinna, þegar róið er, en auð- vitað minna að gera, ef róðrar stöðvast vegna veðurs. Samgöngur mega heita í sæmi- legu lagi, þrátt fyrir nokkuð stirt færi sums staðar kemur mjólk alltaf með eðlilegum hætti. Kaupfélag Þingeyinga hefur keypt hluta Sigtryggs Pétursson- ar bakarameistara í Brauðgerð K. Þ. hf., en Sigtryggur átti a. m. k. helming hlutabréfa. Mun Kaup- félagið framvegis reka brauð- gerðina eitt. — Sigtryggur hefur aftur á móti opnað nýja verzlun, sem ber nafnið Garðarshólmi. Verzlar hann þar aðallega með bækur og skyldar vörur. Óvenjumikið hefur verið um minniháttar slys hér að undan- förnu, sérstaklega hafa orðið tals- verð meiðsl á börnum og ungl- ingum við skauta- og skíðaferðir eða aðra útileiki. 13 ára drengur tvíhandleggsbrotnaði nýverið, 15 ára stúlka meiddist á hné og 13 ára stúlka handleggsbrotnaði og í gær meiddist 9 ára drengur tals- MYNDINA hér að ofan, sem er fró skautaleikvanginum heims- fræga austur í Alma-Ata birti Verkam. fyrir nokkrum órum. Við birtum hana aftur að þessu sinni til að minna ó, að góðum skautaleikvangi með vélfrystum ís þarf að koma upp hér ó Akur- vert, er hann var að renna sér á „rassfjöl“, en slíkum farartækj- um er erfitt að stýra. — Loks má geta þess, að nokkrir hafa fingur- brotnað í handknattleik, þó að það verði tæpast talið til stór- frétta. 1 þeim hópi eru m. a. tvær frúr í bænum. Ráðgert er, að pípuorgel verði sett í kirkjuna hér á næsta sumri. eyri, og vonum, að bæjarfulltrúar verið það skynsamari ó næsta kjörtimabili bæjarstjórnar, að þeir lóti sig ekki henda það oð fella öðru sinni tillögu um bygg- ingu sliks skautasvæðis. Hinn mikli fjöldi barna, ungl- inga og fullorðinna, sem undan- farin kvöld hefur þyrpzt ó skautaisinn ó æfingavellinum við Iþróttasvæðið, gefur góða hug- mynd um, að vel útbúið skauta- svæði myndi ekki standa autt og ónotað. Það eru einmitt iþrótta- mannvirki, sem almenningur sæk- ir og notar, sem ó að kappkosta að koma upp. Það gerir minna til þótt ó hakanum sitji að koma upp mannvirkjum, sem aðallega eru ætluð keppinautum um met. Framleiðsla og útflutriingur. Freðfiskur: Útfl. og selt 59.524 ks., 1478 tonn. Birgðir 192 tonn. Alls 67.200 ks. eða 1670 tonn. Skreið: Útfl. og seld 81 tonn. Birgðir 249 tonn. Alls 330 tonn. Overkaður saltjiskur: Útfl. og selt 400 tonn. Verkaður saltfiskur: 100 tonn í birgðum. -Lýsi: Útfl. og selt 170 tonn. í birgðum 123 tonn. Framl. alls 293 tonn. Afkoma félagsins. Forráðamenn Útgerðarfélags- ins segja enn of snemmt að full- yrða nokkuð um afkomu félags- ins á síðasta ári, en hafa þó látið svo um mælt, að tapið væri a.m.k. ekki meira en það var 1960, e.t.v. væri útkoman eitthvað skárri. Vert er að benda á, þegar born- ar eru saman aflatölur síðustu ára gefa þær ekki rétta mynd af minnkun aflamagnsins, því að þegar siglt er með afla jafnmikið og gert var á síðasta ári fækkar að sjálfsögðu þeim dögum, sem hægt er að stunda veiðar, þar sem mikill tími fer í siglinguna. Þrátt fyrir það er ljóst, að sífellt hefur dregið úr aflamagni, og gildir það ekki aðeins fyrir Akureyrartogar- ana, heldur fyrir allan togaraflol- ann. Þannig mun t. d. Harðbakur vera þriðja hæsta skip í flotanum árið sem leið, þótt afli hans sé ekki nema 3.138 tonn. Árið 1958 var Harðbakur einnig aflahæstur af Akureyrartogurunum, en þá var afli hans 5.030 tonn. Þá sigldi hann heldur aldrei til útlanda.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.