Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.01.1962, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.01.1962, Blaðsíða 4
Írottflsomband Islands 10 dra n.h. s Í.B.A. og U.M.S.E. minnast þess með marghóttaðri íþróttakeppni og íþróttasýningum um helgina. — Á sunnudaginn kemur, 28. jan., eru 50 ár frá stofnun Iþróttasam- bands íslands. VerSur þess minnzt með viðhöfn í Reykjavík af hálfu ÍSÍ, en auk þess víðar um land, eftir því sem við verður komið. Hér á Akureyri gengst ÍBA fyrir íþróttakeppni og íþróttasýn- ingum, og tekur U.M.S.E. einnig þátt í þessu afmælishaldi. Samkvæmt upplýsingum Ár- manns Dalmannssonar, formanns ÍBA, er afmælisdagskráin hér í höfuðdráttum þessi: Laugardaginn 27. janúar kl. 4 verður keppni í íþróttahúsinu í hástökki og þrístökki, og kl. 6 sama dag verða ýmsar skautalistir sýndar á íþróttavellinum. — Á sunnudag fyrir hádegi verður keppni á skíöum í Hlíðarfjalli, en eftir hádegi kl. U/2 veröur keppni í körfuknattleik og handknattleik í íþróttasal M. A. Kl. 5,30 síðdegis verður sund- keppni í sundlauginni, meðal ann- ars boðsund karla- og kvenna- flokka, en á sunnudagskvöld verð- ur skemmtun að félagsheimilinu Bjarg, og þar sýndar m. a. kvik- myndir frá fyrri keppnum og aðr- ar íþróttakvikmyndir, verðlaun afhent, og sitthvað fleira verður þar til skemmtunar. íþróttakeppnin um komandi helgi verður ugglaust hin athygl- isverðasta, því að þegar er vitaö um marga þátttakendur. AðaHundar Ferðafélagsins Ferðafélag Akureyrar hélt að- alfund sinn sl. sunnudag. For- maður félagsins, Kári Sigurjóns- son, flutti skýrslu stjórnarinnar, en síðan voru reikningar félagsins fyrir sl. ár lesnir upp og sam- þykktir. Tveir menn áttu að ganga úr stjórn: Tryggvi Þorsteinsson og Jón Sigurgeirsson (frá Hellu- vaði). Voru þeir báðir endur- kjörnir. Aðrir í stjórn eru Kári Sigurjónsson, Karl Hjaltason og Karl Magnússon. Endurskoðend- ur, Bjarni Halldórsson og Þengill Þórðarson, báðust eindregiö und- an endurkosningu, og voru í þeirra stað kjörnir Halldór Helgason og Sigurður Ringsted. Ferðanefnd skipa: Björg Ólafs- dóttir, Halldór Ólafsson, Ingi- björg Björnsdóttir, Jón Samúels- son og Jón Sigurgeirsson (frá Helluvaði). IIunvetning:ar sigursælir Húnvetningar sigursælir á skák Skákþingi NorÖlendinga lauk í vikunni, og urðu úrslit þau í meistaraflokki, að Jónas Hall- dórsson frá Leysingjastöðum í Húnavatnssýslu sigraði með yfir- MÍR MIR í Ásgarði sunnudaginn 28. janúar, kl. 4 e. h. Sýnd verður myndin: SÖNGUR HJARTANS Stórmynd í litum, mikill söngur og hljómlist. — Enskur skýringa- texti. Aðgangur kr. 10.00. Allir velkomnir. AKUREYRARDEILD MÍR Slökkviliðsstjóri Sveinn Tómasson hefur form- lega verið ráðinn slökkviliðsstjóri hjá Akureyrarbæ frá 1. þ. m., en undanfarið 1)4 ár hefur hann gegnt störfum slökkviliösstjóra, þótt hann hafi aðeins boriö nafn- bótina varaslökkviliðsstjóri. Samkvæmt skýrslu Slökkviliðs Akureyrar fyrir árið 1961 var slökkviliðið kallað út 26 sinnum á árinu. I 23 skipti var um elds- voða að ræða, þar af allmikinn í 3 skipti. SIGFÚSARSJÓÐUR Minningarspjöld sjóðsins jást á ajgr. V erkamannsins. Bonn við hnndahaldi Samkvæmt ákvæðum heilbrigðissamþykktar og lögreglusam- þykktar Akureyrarkaupstaðar er hundahald bannað, að und- anteknum þarfahundum í sambandi við kvikfjárrækt. Þar sem einhver brögð eru að því að hundar séu hafðir í bænum þrátt fyrir þetta bann, er hérmeð skoraö á alla þá, er slíka hunda hafa, að lóga þeim nú þegar eða flytja brott úr bænum. Mun lögreglan næstu daga lóga þeim hundum, sem eigendur vanrækja að fjarlægja. Heilbrigðisnefnd. burðum. Hann hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. Jónas er því skákmeistari Norðurlands 1962 og er vel að þeirri nafnbót kom- inn. Að öðru leyti urðu úrslitin í meistaraflokki þessi: Þónas Þor- valdsson (Reykvíkingur, sem var gestur mótsins) hlaut 7)4 vinn- ing, Júlíus Bogason 7, Margeir Steingrímsson og Halldór Jóns- son 6)4 hvor, Haraldur Ólafsson 5, Hjörleifur Halldórsson, Jón Igimarsson og Kristinn Jónsson 4)4 hver, Guðmundur Eiðsson og Ólafur Kristjánsson 3 hvor. I I. flokki varð Húnvetningur einnig sigurvegari, Hafliði Ein- arsson frá Móbergi í Langadal. Hann hlaut 5)4 vinning, en kepp- endur í þessum flokki voru 8. í II. flokki urðu efstir og jafnir Jón ESvarð Jónsson og Halldór Gunnarsson með 5)4 vinning hvor. Keppendur í þessum flokki voru einnig 8. Mótinu lauk með hraðskák- keppni á miðvikudagskvöldið. Þar varð Jónas Halldórsson einn- ig sigurvegari, hlaut 20 vinninga af 22 mögulegum. Næstur varð Halldór Jónsson með 18)4 vinn- ing og þriðji Jón Ingimarsson með 17. Skákstjórar á mótinu voru Haraldur Bogason og Albert Sig- urðsson. ENGIN AUKAAÐILD (Framhald af 1. síða.) þeir þó að berjast tyrir fullri að- ild, þrótt fyrir öll þau skilyrði, sem sett eru? Eru þeir ókveðnir að sclja sjólfstæði Islands, eða ætla þeir að vinna að því, að hér búi éfram sjálfstæð þjóð í sjálf- stæðu landi? Verkamaöurinn Menntaskólaleikurinn 1962: Lífsgleði njóttu Leikfélag MA hefur æft af kappi undanfarið og frumsýnir mennta- skólaleikinn í ár næstkomandi sunnudag, 28. þessa mánaðar. Leikur sá, sem sýndur verður að þessu sinni, ber nafnið Lífs- gleði njóttu, og er franskur að uppruna. Höfundur Alan Melville, en nemandi í 6. bekk MA, Jóna E. Burgess, þýddi leikinn í sumar. Þetta er ósvikinn gamanleikur og fjallar eins og fleiri slíkir, sem frá Frökkum koma, um ýmiss konar vandamál heimilislífs og hjónabanda. Leikstjórn annast Jónas Jónas- son, fyrrum útvarpsþulur, og er þetta þriðji leikurinn, sem hann setur á svið fyrir Leikfélag MA. Æfingar hafa að þessu sinni tek- ið óvenj ustuttan tíma, Jónas kom Fishirffht Komið hefur til tals, að hafin verði fiskirækt í landi Krossanes- verksmiðjunnar. Mál þetta er þó ennþá á algeru undirbúnings eða öllu heldur rannsóknarstigi, en stjórn verksmiðjunnar hefur sam- þykkt, að láta kanna til fullnustu, hvort aÖstæður þarna henta til slíks atvinnureksturs, og ef svo er, að dómi sérfróðra manna, að láta gera áætlanir um slíkan rekstur. Alkunna er, að víða erlendis er fiskirækt nú hafin í stórum stíl og þykir einhver öruggasti atvinnuvegur, sem um er að ræða. Hér á Jandi hefur verið byrjaö á þessu í smáum stíl, en talsvert á dagskrá bæði hjá einstaklingum og opinberum aöilum að stórauka þá starfsemi á næstunni. Aðstæð- ur ættu ekki að vera lakari hér en í öðrum löndum, þar sem at- vinna þessi er stunduö, og mikils virði, ef hægt er að auka fjöl- breytni íslenzks atvinnulífs. Á- nægjulegt væri, ef Islendingar, mesta fiskveiðiþjóð í heimi, gæti einnig orðið „stór“ á sviði fiski- ræktar. Það mun vera Jón Árnason verksmiðjustjóri í Krossanesi, sem átti hugmyndina að því, að athugað yrði um mþguleika fyrir fiskirækt í Krossanesi. Vonandi verður ekkert því til fyrirstöðu, að sú hugmynd komist í fram- kvæmd. norður 11. janúar. En nemendur menntaskólans hafa sýnt það fyrr, að þeir geta gert vel og lært hlut- verk sín, þótt æfingatíminn sé skammur og þetta sé aukaálag, sem þau taka á sig jafnhliða nám- inu. Hlutverk í leiknum eru 12 tals- ins. Aðalhlutverkið, franska skáldkonu, leikur þýðandinn, Jóna E. Burgess, en með önnur hlutverk fara: Hreinn Pálsson, Sigurjón H. Olafsson, Baldur Árnason, Einar Hafliðason, Sig- urður Brynjólfsson, Ragnheiður Heiðreksdóttir, Arnar Einarsson, Margrét Erlendsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Guðni Stefánsson og Elinborg Björnsdóttir. Það munu nú liðin hartnær 20 ár, síðan menntaskólanemar hér tóku að æfa og sýna sjónleiki, og hafa þeir flesta vetur síðan sýnt einn leik, oftast við mjög góðar undirtektir leikhúsgesta, enda leikur þeirra oft boriö af um lif- andi fjör og leikgleði. Þótt ekki sé sanngjarnt að bera þessar sýning- ar saman við sýningar æfðra leik- ara, er vafamál, að þeir æfðu græddu alltaf á þeim samanburði. Þetta er góð venja hjá skólanem- endum og skemmtileg tilbreytni fyrir bæjarbúa. í stjórn Leikfélags MA eiga í vetur sæti þessir nemendur: Hreinn Pálsson formaður, Krist- inn Jóhannesson, Margrét Er- lendsdóttir, Arnar Jónsson og Björn Björnsson; og að auki Árni Kristjánsson kennari. Sýningar á menntaskólaleikn- um hefjast kl. 8.30 á kvöldin. Þar sem Samkomuhúsið er mjög upp- tekið vegna annarrar notkunar verður leikurinn aðeins sýndur um mjög takmarkaðan tíma. Brotajsirn Fyrirtækið Sindri hf. í Reykja- vík hefur sótt um lóð á Oddeyri, ca. 2500 fermetra að stærð, fyrir j árnvörulager og brotajárnsmót- töku. Hafnarnefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt, að fyrirtæki þessu verði leigð lóð af umbeðinni stærð, með bráðabirgðakjörum, á svæðinu austan Hjalteyrargötu í nánd við Nótastöðina. Leigan er háð því skilyrði, að lóöin verði notuð í framangreindu skyni, og lóðarleiga ákveðin fyrst um sinn kr. 2.50 á fermetra.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.