Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 38

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 38
38 hryggjanna að leggjast lokræsi. Eg gjöri ráð fyrir jarðveginum, sem sléttast á, í meðallagi. 1. Að skera ofan af með torfljám, pæla niður og jafna yfir með skóflum og trésleggjum, er enn þá venjuleg sléttunaraðferð víða. þessi aðferð er seinleg- ust, af því bitið vill fara fljótt úr ljánum, mæti eggin sandi og grjóti; hún er erfiðust, því við hana er bak- raunin mest; sléttan grær lakast, því torfan verður alt of þunn, einkum randir hennar. þess konar slétta er ekki komin í góða rækt fyrri en á 3. sumri, einkum biði torfið rist vetrarlangt eða vikum saman, eptir að ofan af er rist. Eg ætla, að 80 dagsverk gangi til að slétta dagsláttu á þennan hátt, reiða í hana áburð og jafna ójöfnur hennar máske tvö næstu vor á eptir að sléttað var; verða þá rúmir 11 ferhyrningsfaðmar í dags- verkinu. 2. Hin önnur sléttunaraðferð er að brúka skera, spaða, skóflur og trésleggjur. Skerinn er bakkaþykk- ur 4 þumlunga langur hnifur, þverhníptur fyrir odd, sem stendur þvert út úr öðrum enda á léttu 6 kvartila löngu tréskapti, og er festur í gegnum það með digr- um tanga og skrúfaður fastur með járnró. Með skera þessum er rist fyrir ferhyrndum eða þrihyrndum torf- um, en jafnóðum er farið undir torfurnar með spaðan- um af öðrum manni, og þeim kastað frá. J>essi að- ferð er fljótlegri en hin fyrtalda, því skerinn og spað- inn sljófgast síður en egg torfljásins, bakraunin verður miklu minni, og sléttan sprettur betur og fljótar, þvi torfuþykktin verður 3—4 þuml., og randir ekki þynnri en miðja. Gangi sléttunin svo fljótt að vorinu, að torf- ið liggi ekki þrem dögum lengur, og hagfeldlega sé búið undir tyrfing, þá sprettur slík slétta vel samsum- ars og er vel gróin annað sumar. Eg gjöri ráð fyrir, að með þessu lagi gangi 72 dagsverk til að slétta dag-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.