Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 51

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 51
5i Fól hann prestum sínum það til útbreiðslu, lét og- þeg- ar á sér finna, að hann mundi hafa strangt eptirlit með uppfræðslu barna bæði af hálfu klerka og í heimahús- um. Enda hélt hann vel þetta heit, því bæði var hann biskupa ástundunarsamastur í visítatíum, og gekk sér í lagi ríkt eptir því, að börn nytu nægrar og góðrar tilsagnar í lestri, skript og kristindómi. Ekki var hann siður fylgisamur í eptirliti með á- standi og fjárhaldi kirkna. Lagði hann jafnan visítatí- ur Brynjólfs biskups Sveinssonar til grundvallar og þau skilríki fyrir eignum kirkna, portíónum og öðru ástandi, sem þar var að finna, en gaf þeim breyting- um minni gaum, sem á voru orðnar í tíð þeirra þórð- ar þorlákssonar og Jóns Vídalíns. Meistari Jón hafði sjaldan skipt sér af kirkjureikningum, en gjört þann samning við reikningshaldarana, að þeir hefðu árstekj- ur kirkna, en stæðu aptur á móti straum af viðhaldi þeirra og ársútgjöldum og héldu öllum innstæðum þeirra föstum og lausum til góðra skila. J>etta lét Jón bisk- up Arnason sér ekki nægja, heldur heimtaði hann reikningsskil fyrir hvert ár, sem liðið var, síðan hin siðasta biskupsvisítatía hafði fram farið, eða gjörði jafnvel opt og einatt sjálfur upp kirkjureikninga fyrir mörg undanfarin, á stundum 40—50, ár, og setti með þessari aðferð bæði presta og aðra kirkjuhaldara í stórskuldir, svo sem t. d. meðal annara fjárhaldsmenn Flateyjarkirkju og Laugardalskirkju vestra, hinn síðar- nefnda í 400 spesíudala skuld. Enda gekk hann yfir höfuð pápiskum sið næst í eptirgangsmunum eptir öllu kirkjuhaldi. það var því ekki kyn, þótt hann reyndist harður og reikningsglöggur við úttekt Skálholtsstóls 1722. Varð þá þegar ágreiningur milli þeirra Jóns biskups og Níelsar varalögmanns Kjærs annarsvegar, og Sigríðar ekkjufrúr Vídalín hins vegar. Ofanálagið á kirkjuna, 4’

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.