Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 22
102 Myndbreytingar fóstursins. Fósturfræðin, embrýólogía (af embryon = fóstur, logos = fræði), kennir oss um uppruna fóstursins, vöxt þess og hinar ýmsu breytingar, sem það tekur á undan fæðingunni eða áður en það skríður úr egginu. Fessi vísindagrein, sem nú er orðin mjög um- fangsmikil, er að mestu leyti til orðin á umliðinni öld. Reyndar höfðu menn þegar í fornöld og á miðöldunum reynt að gjöra sér grein fyrir, hvernig dýrin verða til, en þær hug- myndir, sem menn gjörðu sér um þetta, bygðust að mestu á get- gátum og lausu hugmyndaflugi lærðra manna þeirra tíma. Munk- arnir, sem á miðöldunum iðkuðu alls konar fróðleik, keptust við að skrifa langar og lærðar ritgjörðir um þetta efni; hver þóttist hafa rétt fyrir sér, en enginn gat sannað neitt, vegna þess að til- raunir og rannsóknir málinu til stuðnings vantaði. Sem dæmi þess, hve menn voru háfleygir á þeim tímum, má nefna munk, sem í löngu og lærðu riti leitaðist við að skýra, hversu María mey hefði orðið þunguð af völdum heilags anda. William Harvey, líflæknir Karls I. Englakonungs (f 1657), sá er fyrstur kom fram með rétta skýringu á blóðrás mannsins, flutti þá kenningu: að alt lifandi væri úr eggi komið (omne vivum ex ovo). Reyndar gat hann eigi sannað það, að því er snerti spen- dýrin; til þess hafði hann eigi tæki, þareð egg þeirra eru svo smávaxin og það var fyrst löngu seinna að menn sáu, að hann hafði rétt fyrir sér. Pær hugmyndir drotnuðu nú á 18. og fram á 19. öld, að í eggjunum væru dýrin fullsköpuð í allri sinni mynd, sveinbörnin væru þegar alskeggjuð, hrútarnir og hirtirnir hyrndir, aðeins væri alt í svo smáum stíl, ab það væri ósýnilegt. Sæði karldýrsins hefði þau áhrif, að þessi smákríli færu að vaxa, á líkan hátt og utanaðkomandi áhrif koma í gang hugsunum í heila vorum, sem eru þar fyrir áður. Albrecht von Haller, nafnkendur læknir og skáld á miöri átjándu öld, lét sér eigi þar með nægja, en hélt þeirri skoðun fast fram, aö Eva hefði í upphafi veraldar haft inni að geyma alt mannkynið, bæði það, sem lifað hefur, og það, sem lifa mun fram að dómsdegi, og telst honum svo til, að 200,000 miljónir mann- smælingja sé það allraminsta, sem gjöra megi ráð fyrir að þar hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.